Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir kannski að segja frá því sem þú vilt helst halda fyrir sjálfa/n þig. Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að fegra í kringum þig því þægi- legt umhverfi hvetur til vandaðra vinnubragða og góðra afkasta. Mundu að margir nota pen- inga til að reyna að stjórna öðrum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugsanlegt er að þér verði falin auk- in ábyrgð á næstu vikum. Nú er tímabært að þú veitir sjálfum/sjálfri þér viðurkenningu og haldir upp á áfangana sem þú hefur náð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er greinilegt að roskinn vinur eða ættingi sér hreinlega ekki sólina fyrir þér og lætur þig finna það með ýmsum hætti. Láttu það hiklaust eftir þér að leita meiri menntunar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að slaka á í frítíma þínum og var- astu umfram allt að taka vinnuna með þér heim. En þú veist hvað bjátar á og ert þar af leiðandi á góðri leið með að leysa það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu daginn til þess að ræða við full- trúa stjórnvalda og embættismenn í dag. Eitt- hvað mun fara úrskeiðis, en þannig er það og þú skalt slappa af. Haltu þig á jörðinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Með réttu hugarfari getur þú látið næst- um því allt gerast. Reyndu að læra af mistök- um þínum svo að þú getir haldið ótrauð/ur áfram. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sköpunargáfa þín setur svip sinn á daginn. Styrktu sjálfsmyndina með ráðstöf- unum sem tengjast ekki efnishyggjunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Settu markið hátt. Talaðu við aðra um hugmyndir þínar og hafðu uppi á fólki sem stefnir að sömu markmiðum og þú. Láttu ekki tækifæri til góðverka fram hjá þér fara. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú mátt ekki láta hrokann ná tökum á þér í samskiptum við aðra. Til að geta séð aðstæður með augum hins aðilans verður þú að geta gleymt sjálfum/sjálfri þér um stund. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Félagslyndi þitt og áhugi á að sjá og hitta aðra dregur að þér athygli í dag. Ræddu málin við lánardrottna og þú munt undrast hversu auðvelt reynist að lagfæra hlutina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur þörf fyrir tilbreytingu og ættir því að bregða út af vananum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Sýndu öðrum samstarfsvilja og hlýddu á þá sem eru reynslunni ríkari. Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Seint í ágúst er hann ber. Einnig konungsheiti. Einatt bara byrjun er. Blað að hálfu leyti. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Lítill vísir verður ber, Vísir konungsheiti er. Vísi að ýmsu vinna fer. Vísi Dagblað nafnið lér. Þessi er lausn Guðrúnar Bjarna- dóttur: Vísir er grænjaxl í krækiberskrísu. Kóngstitil vísirinn ber. Með hendingu axlar fólk vísi að vísu. Vísir hálft dévaffið er. Þannig leysir Guðmundur gátuna: Seint í ágúst verður vísir ber. Vísir líka konungsheiti er. Byrjun stórra verka vísir telst. Vísir að hálfu leyti í DV felst. Og lætur síðan fylgja limru um ber og berjafólk: Hans gengur með grasið í skónum eftir Grétu á berjamónum. Þau tína ber og ber þar og hér berja hvort annað sjónum. Og svo kemur laugardagsgátan og að sjálfsögðu eftir Guðmund: Klunnalegur karl er sá. Kölski gamli fer á stjá Grimmur leynist hákarl hér Hundur sama nafnið ber. Gamall nemandi minn úr forfalla- kennslu í Lindargötuskóla, Heimir L. Fjeldsted, sendi mér línu sem mér þótti vænt um: „Seinni hluta vetrar gekkst ég undir uppskurð sem gekk vel. Veðrið fór þó í taug- arnar á mér, því erfitt var að manna sig upp til útivistar. Fyrri- parturinn varð þá til. Síðan tók ég mig svolítið í gegn, er núna á góðum batavegi og lífið hlær við mér. Naprir vindar næða, nísta merg og bein. Góðir þankar glæða og græða hvert eitt mein. Að lokum vísa eftir Hjálmar Freysteinsson: Veg það eykur valdamanns, verður honum allt að fé. Nú skilst mér í höndum hans hafi vaxið pálmatré. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísir að hinu og þessu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Í klípu „Á HVATNINGARFUNDINUM VAR SAGT AÐ NÚ ÞYRFTU ALLIR AÐ TAKA Á HONUM STÓRA SÍNUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF FÓLK LÍKIST GÆLUDÝRUNUM SÍNUM, AF HVERJU FERÐ ÞÚ EKKI HEIM OG PASSAR UPP Á GÓRILLUNA ÞÍNA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...freyðandi. ÓKEI... ÞAÐ ER ÁSTÆÐA FYRIR ÖLLU... AF HVERJU VAKNAÐI ÉG? INNFLUTTUR VIÐUR, SKREYTINGAR ÚR SKÍRA GULLI. ÞESSI HURÐ HEFUR KOSTAÐ FORMÚU. VIÐ SKULUM ÞÁ BARA STELA FRÁ ÞESSUM OG LÁTA ÞAÐ SVO DUGA! Það er eitthvað svo sumarlegt aðhoppa á trampólíni eða á fjaður- dýnu eins og samheitaorðabókin stingur upp á sem hinu prýðilega orði. Systir Víkverja, sem er búsett fyrir austan fjall, hringdi í hann á dög- unum. Það væri svo sem ekki frásög- ur færandi nema fyrir þær sakir að hún bað Víkverja um að prufa tram- pólín í einni ágætri búð með þeim fyr- irmælum að kanna hvort það væri nokkuð of stíf. Jújú, hann hélt það nú. x x x Hann skundaði af stað í búðina, semer líklega stærsta búð sem Vík- verji hefur farið inn í. Tekið skal fram að Víkverji hefur ekki farið hin gífur- lega stóru moll í Ameríku. Eftir tölu- vert rölt um langa ganga fann hann loks trampólínið. Hann snaraði sér að næsta starfsmanni og spurði hvort hann mætti ekki prufa trampólínið. Hann hélt það nú. Víkverji tætti af sér jakkann og skóna og byrjaði að hoppa. Hann lét sig falla á rassinn og aftur upp á fæturna og hoppaði og skopp- aði. Víkverji lygndi aftur augunum og ímyndaði sér að hann væri úti í ís- lensku sumri þar sem ferskur vindur léki um andlit hans. Hann tók því varla eftir manngerðu umhverfi búð- arinnar, hvað þá fólki sem átti leið um hjá að skoða gasgrill og garðsláttu- tæki. x x x Þegar Víkverji hafði hægt á sér ogvar í þann mund að koma sér í fötin, stóð miðaldra maður álengdar og spurði opinmynntur, og full hátt að Víkverja fannst, hvort hann væri starfsmaður. Víkverji kvað nei við því. Hann væri bara að prufa trampólínið eins og ekkert væri sjálfsagðara fyrir full- orðinn einstakling, barnlausan og kominn á fertugsaldur. Trampólíð stóðst prófið og til- kynnti Víkverji systur sinni það sam- viskusamlega. Hún þakkaði vel fyrir en lét fylgja að hún hefði fyrst spurt elstu systur þeirra hvort hún gæti kíkt á trampólínið. Sú elsta fór undan í flæmingi enda þótti henni ekki sæma konu í hennar stöðu að hoppa eins bjáni á trampólíni í báhás. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sl. 27:1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.