Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 STUTTAR FRÉTTIR ● Framlagning aðgerðaráætlunar til los- unar fjármagnshafta er jákvæð fyrir lánshæfi Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch Ratings í gær. Áhrif áætlunarinnar á BBB lánshæfiseinkunn Íslands hjá Fitch munu hins vegar ráðast af því hvernig til tekst við að skapa stöðugleika í peninga- og gjaldeyrismálum við fram- kvæmd áætlunarinnar á komandi mán- uðum. Fitch bendir á að jafnvel vel út- hugsuð áætlun um losun fjármagnshafta felur í sér umtalsverða áhættu, þar sem skyndilegt útstreymi mikils fjármagns getur leitt til óstöðugs gengis og valdið þrýstingi á innflutningsverð og greiðslu- jöfnuð. Þá kunni erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða og fyrirtækja að setja þrýst- ing á gengi krónunnar til lækkunar. Á hinn bóginn mun losun hafta bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auk þess sem nauðasamningar slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja munu bæta erlenda stöðu þjóðarbúsins verulega. Þá ætti framkvæmd áætlunarinnar að styðja verulega við ríkisfjármálin, hvort sem um verður að ræða nauðasamninga eða stöðugleikaskatt. Fitch hækkar ekki lánshæfiseinkunnina að sinni Undirrituð hefur verið viljayfirlýs- ing um samruna Fjarðalax og Arctic Fish. Í samtali við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish, kemur fram að mjög náið samstarf hafi verið á milli fyrirtækjanna frá upphafi. „Þetta eru tvö stærstu fyr- irtækin í sjófiskeldi á Vestfjörðum en við höfum þó byggt upp fyrirtæk- in á ólíkan hátt. Arctic Fish leggur mikla áherslu á annars vegar seiða- eldið og hins vegar á virðisaukandi framleiðslu. Fjarðalax hefur lagt meiri áherslu á mun hraðari og betri uppbyggingu á sjóeldishlutanum hjá sér.“ Sigurður segir að eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna sjái mikil tækifæri þar sem þessi tvö fyrirtæki hafi hvort um sig byggt sig ólíkt upp en séu að vinna á sama svæði. „Við gætum hugsanlega sameinað krafta okkar og orðið í raun enn sterkari saman en í sitt hvoru lagi.“ Hann segir að viðræðurnar séu rétt að hefjast, starfsfólki hafi verið kynnt áformin og að sumarið verði notað til að meta hvort það séu fletir á nánari samstarfi en fyrirtækin eru nú þegar í, með samruna í huga. Arctic Fish er með starfsemi á nokkrum stöðum á Vestfjörðum og víðar, en fyrirtækið hyggst taka í gagnið nýja seiðaeldisstöð í botni Tálknafjarðar innan skamms. Fjarðalax er með sína meginstarf- semi í Tálknafirði en vörur Fjarðalax eru seldar undir vörumerkinu Arctic Salmon. margret@mbl.is Áform um sam- runa í laxeldi  Fjarðalax og Arctic Fish gætu orðið eitt Laxeldi Samruni Fjarðalax og Arctic Fish stendur fyrir dyrum. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Greiningardeildir bankanna hafa all- ar birt verðbólguspá sína fyrir júní- mánuð og gera þær ráð fyrir að árs- verðbólgan verði á svipuðum slóðum og í síðasta mánuði. Þannig spá Arion banki og Íslandsbanki því að hún verði áfram 1,6% og að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% milli mánaða. Landsbankinn gerir ráð fyr- ir meiri hækkun vísitölunnar eða 0,4% og að vegna þeirrar hækkunar muni verðbólgan fara í 1,7%. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, seg- ir að þeir geri ráð fyrir meiri hækkun flugfargjalda til útlanda í mánuðinum og sömuleiðis að matur og drykkjar- vara hækki nokkuð. Hann bendir einnig á að húsnæðisliður vísitölunn- ar sé mjög illlæsilegur en að það skýr- ist af því að engum kaupsamningum hefur verið þinglýst á höfuðborgar- svæðinu frá því í byrjun aprílmánaðar eftir að verkfall lögfræðinga við emb- ætti Sýslumannsins í Reykjavík fóru í verkfall. Verkfallslok hafa áhrif Greiningaraðilar telja almennt að spár bankanna þriggja sem allar gera ráð fyrir 0,03% áhrifum húsnæðislið- arins til hækkunar vísitölunnar sé varlega áætlaður og að líkur standi til að nokkur hækkun geti komið úr þeirri áttinni inn í vísitöluna nú þegar lög hafa verið sett á verkfall og þing- lýsingar komast smám saman í eðli- legt horf. „Það er mikil óvissa með húsnæðisliðinn í spánni. Alla jafna miðar Hagstofan við þriggja mánaða meðaltal en nú er svo komið að þeir geta aðeins miðað við einn mánuð, það er síðastliðinn marsmánuð. Hækkun fasteignamats um daginn gæti haft áhrif til hækkana á mark- aðnum. Ef hækkanir hafa orðið frá því að verkfall skall á má búast við því að áhrif húsnæðisliðs vísitölunnar geti tekið nokkurt stökk upp á við,“ segir Daníel. Í spá Arion banka er birt áhuga- verð nálgun á fyrri reynslu Íslend- inga af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólguþróun. Þar er litið sérstaklega til áranna 1999-2002, 2003-2007 og 2011-2012. Þar sést að ársbreyting launa hefur gjarnan far- ið úr 4% og upp í 10%, þ.e. verulega yfir það svigrúm sem verðbólgu- markmið Seðlabankans leyfir. Við það hefur einatt myndast verðbólgu- þrýstingur þar sem ársveðbólgan hækkar í 6-9%. Áhrif haftaáætlunar hverfandi Verðbólguspárnar fjalla afar tak- markað um þau áhrif sem haftaáætl- un ríkisstjórnarinnar muni hafa á efnahagslífið. Verður það að teljast sérstakt í ljósi þess hversu mikið um- fang aðgerðanna er, hvort sem leið stöðugleikaframlags eða stöðugleika- skatts verði ofan á. Þó bendir Íslands- banki á að búast megi við meira flökti á gengi krónunnar þegar höftum verði aflétt. Þá segir Daníel í samtali við Morgunblaðið að mikil óvissa ríki um útfærslu aðgerðanna og einnig sé langt í að þeir fjármunir sem þær eigi að skila komist í hendur ríkissjóðs. „Skatturinn á ekki að koma til greiðslu fyrr en í apríl á næsta ári. Ef stöðugleikaframlagið verður að veru- leika þá mun það ekki koma til greiðslu fyrr en upp úr áramótum og þá er einnig óljóst hvernig greiðslun- um verður háttað. Það er ekki nema að ríkið fari að eyða þessum fjármun- um fyrirfram eða að ráðist verði í ein- hverjar meiriháttar framkvæmdir sem að áhrifa þessara aðgerða fari að gæta á hagkerfið,“ segir hann. Spá verðbólgu yfir 3% áður en árið er á enda  Húsnæðisliðurinn hækkar nú við lok verkfallsaðgerða Verðbólga Hækkun húsnæðisverðs hefur drifið verðbólguna áfram síðasta árið en hún mældist 0,8% á síðasta ári. Án húsnæðis mældist verðhjöðnun. Morgunblaðið/RAX Staðan í árslok » Íslandsbanki spáir því að verðbólgan verði komin í 3,1% í árslok og standi í 3,7% í árs- lok 2017. » Landsbankinn telur að verð- bólgan í árslok verði um 4%. » Arionbanki telur, líkt og Ís- landsbanki að verðbólgan skríði yfir 3% um áramót.                                     !"  ""   " # !$ #%  #"" "# % &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  $"  #" %%  #  ! %%  #! "! "$   !  "! %%! # " !#" $%  #$# "!## "% %#" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eva Sóley Guð- björnsdóttir hefur verið ráðin fjár- málastjóri Advania á Íslandi frá og með 1. júlí. Eva Sóley hefur undanfarið ár gegnt starfi for- stöðumanns á fjár- málasviði hjá Öss- uri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi, m.a. í fjárstýr- ingu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf og síðast í stöðu fjár- málastjóra frá árinu 2009 til 2011. Eva Sóley hefur verið varaformaður banka- ráðs Landsbankans frá árinu 2013. Eva Sóley verður fjár- málastjóri Advania Eva Sóley Guðbjörnsdóttir Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.990 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489 Meira en bara blandari! HLJÓMSÝN kynnir: Ármúla 38 | Sími 588 5010 hljomsyn.com HLJÓMSÝN mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.