Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Spennandi
bókaútgáfa
Eigendur Bókaútgáfunnar Sölku hafa ákveðið að selja
fyrirtækið eftir 15 ára rekstur.
Salka er öðruvísi bókaútgáfa sem leggur áherslu á fjölbreytt
verk, ekki síst bækur fyrir konur, handbækur af ýmsu tagi svo
sem heilsubækur, hannyrðabækur, ferðabækur
og matreiðslubækur.
Útgefnir titlar í fyrra voru 30 og á útgáfulista 2015 eru
spennandi bækur. Fyrri útgáfubækur gefa einnig ýmsa
möguleika til arðbærrar endurnýtingar.
Nánari upplýsingar :
Gunnar Svavarsson;
gunnar@kontakt.is. Sími 4141200
H
a
u
ku
r
0
6
.1
5
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hafið er átak bæjaryfirvalda og
íbúa til að bæta ásýnd miðbæjar
Akraness. Bærinn veitir húseig-
endum við tvær götur styrki til að
gera við og mála hús sín að utan.
Ef vel tekst til er ætlunin að taka
aðrar götur fyrir á næstu árum.
Sveitarfélög hafa stuðlað með
ýmsum hætti að húsverndun og
uppgerð gamalla húsa. Bæjar-
stjórn Akraness fór nýja leið, að
taka fyrir ákveðið svæði og bjóða
styrki til að koma ytra byrði sem
flestra húsa í betra horf. Í fram-
haldi af stefnumörkun núverandi
meirihluta var stofnaður sérstakur
sjóður til að veita styrki til við-
halds fasteigna til að bæta ásýnd
ákveðinna svæða í bænum.
Regína Ásvaldsdóttir bæjar-
stjóri vonast til að með þessari að-
ferð sjáist breytingin fyrr en með
öðrum aðferðum. „Ef vel gengur
munum við færa okkur og taka
fyrir önnur svæði í gamla bænum,“
segir Regína.
Hvatning til húseigenda
Nú hefur verið úthlutað styrkj-
um til eigenda 14 húseigna við
Skólabraut og Kirkjubraut. Flestir
styrkirnir eru 600 þúsund eða
1.200 þúsund, eftir viðhaldsþörf.
Gert er ráð fyrir 50% mótframlagi
eigenda og er styrkupphæð því
aldrei hærri en helmingur af áætl-
aðri þörf. Styrkirnir eru að sögn
Regínu fyrst og fremst hugsaðir
sem hvatning til húseigenda til að
bæta útlit húsa sinna.
Á þessu svæði eru um 35 eignir.
16 umsóknir bárust og fengu 14
styrki, samtals rúmar 10 milljónir
króna.
Regína segir að áherslan sé á
miðbæinn vegna þess að hann sé
sameign íbúanna. Þar séu hátíðir
haldnar og flestir sæki þjónustu
þangað. Þar séu einnig mörg hús
sem liðið hafi fyrir umrót undan-
farinna ára.
„Brýnt er að bæta ástandið
þarna. Við höfum ekki lagastoð til
að skikka fólk til að mála eða
halda húsum sínum við. Þetta var
niðurstaðan. Með því að horfa til
miðbæjarins náum við fram ávinn-
ingi fyrir alla bæjarbúa,“ segir
Regína.
Bæta ásýnd miðbæjar
Akraness fljótt og vel
Akraneskaupstaður beinir styrkjum í miðbæinn
Ljósmynd/Akraneskaupstaður
Akratorg Miðbærinn er sameign allra íbúa Akraness og þess vegna er lögð
áhersla á að hvetja íbúa til að mála og gera hús sín fín.
BÆJARLÍFIÐ
Albert Eymundsson
Höfn
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur að venju. Á hátíðar-
samkomunni voru Sigtryggur Bene-
dikts og Haukur Helgi Þorvaldsson
heiðraðir fyrir störf sín og þátttöku í
sjávarútvegi. Sigtryggur var útgerð-
armaður og skipstjóri til margra ára
og Haukur Helgi byrjaði ungur til
sjós en þjónaði bátaflotanum lengst
sem netagerðarmeistari.
Vigur SF 80, nýr sérstaklega
velbúinn línubátur, kom í heimahöfn
í síðustu viku. Eigandi er samnefnt
dótturfyrirtæki Skinneyjar-
Þinganess. Báturinn er 29,9 brúttó-
tonn, 15 m að lengd og 4,75 m að
breidd. Vigur er mjög vel tækjum
búinn. Pláss er fyrir 20 tonn af fiski í
körum í lest. Krapavél, forkælir og
tímastillt blæðikar gera það að verk-
um að öll umgengni um fiskinn á eft-
ir að gjörbreytast til batnaðar með
komu bátsins. Fjórir menn verða í
áhöfn bátsins og er skipstjóri Karl
Guðni Ólafsson.
Grynnslin, sandrif fyrir utan
Hornafjarðarós, hafa gert sjófar-
endum erfitt fyrir í siglingum til og
frá Höfn. Eins og víða við Suður-
ströndina geta þar verið miklir efn-
isflutningar á sandi og malarefni
vegna öldufars og strauma. Það er
eitt stærsta hagsmunamál byggðar-
innar í héraðinu að úrbætur fáist á
þessum vanda.
Hvalir hafa verið að laumast inn
um Ósinn undanfarið sem er ekki al-
gengt. Fyrir nokkru urðu menn var-
ir við hrefnu innanfjarðar og í vik-
unni strandaði hnúfubakur á
Austurfjörum.
Undanfarin ár hefur óvenju-
marga hvali, m.a. búrhvali, rekið á
land á Suðausturlandi.
Nýsköpunarkeppni grunnskól-
anna lauk með lokahófi í Háskól-
anum í Reykjavík. Athygli vekur
hversu oft Grunnskóli Hornafjarðar
og einstaka nemendur hans hafa
hlotið viðurkenningar fyrir góðar
hugmyndir á undanförnum árum.
Að þessu sinni hreppti skólinn far-
andbikar smærri skóla fyrir að
senda hlutfallslega flestar hug-
myndir í keppnina.
Einn nemandi skólans, Birkir
Þór Ingólfsson, fékk sérstaka við-
urkenningu fyrir bestu kynningu á
verkefni sínu sem var koddadagbók,
sambland af kodda og dagbók.
Humarhátíðin verður dagana
26.-28. júní nk. Sérstaða hátíðar-
innar felst í að áhersla er lögð á
humarinn enda gjöfulustu humar-
mið landsins fyrir Suðausturlandi.
Fastir liðir eru m.a. að heima-
menn bjóða gestum í humarsúpu í
heimahúsum, barnadagskrá, þjóða-
kvöld kvennakórsins, gömlu-
dansaball karlakórsins, kúadellu-
lottó, heimsmetstilraun í gerð
lengstu humarlokunnar, heims-
meistaramót í Hornafjarðarmanna,
kassabílarall auk stórdansleikja,
tónleika, skemmtidagskrár o.fl.
Morgunblaðið/Maríus Sævarsson
Heiðraðir Sigtryggur Benediktsson og Haukur Helgi Þorvaldsson voru
heiðraðir á sjómannadaginn. Haukur Helgi setti upp sparisjóhattinn.
Nýr bátur til Hornafjarðar
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Brautskráning nemenda fer fram í
dag frá Háskólanum á Akureyri og á
Bifröst. Frá Akureyri útskrifast 322
nemendur, 232 úr grunnnámi og 90
úr framhaldsnámi. Frá Bifröst út-
skrifast svo 41 háskólanemi, 23 úr
grunnnámi og 18 framhaldsnemar.
Hjá báðum skólum er hægt að
merkja fækkun útskriftarnema frá
meðaltali síðustu ára en greina má
mikla aukningu í aðsókn að skólun-
um í kjölfar bankahrunsins og hafa
þeir árgangar nýnema nú að mestu
verið útskrifaðir. Rekja má því
fækkunina til þess að horfið sé aftur í
eðlilegra ástand samhliða því að
efnahagslífið hefur tekið við sér.
Athöfn Háskólans á Akureyri
hefst kl. 11 og fer fram í húsnæði
skólans. Beint verður sýnt frá at-
höfninni á vefnum www.n4.is en Vig-
dís Finnbogadóttir verður sérstakur
heiðursgestur.
Tuttugu útskrifast frá auðlinda-
deild, 70 frá félagsvísindadeild og
þar af 46 úr sálfræði, 48 úr hjúkr-
unarfræði, 18 úr iðjuþjálfun, 80 úr
kennarafræðum og þar af 63 úr
meistaranámi. Sextán útskrifast úr
lagadeild, jafnt skipt milli grunn- og
framhaldsnáms, og 53 viðskipta-
fræðinemar úr grunnnámi auk eins
úr framhaldsnámi.
Athöfn Háskólans á Bifröst hefst
kl. 14 og verða sex nemendur út-
skrifaðir frá félagsvísindasviði og
fimm úr lögfræði en frá hvoru svið-
anna er einungis einn útskrifaður úr
grunnnámi nú. Þrjátíu útskrifast frá
viðskiptasviði, 21 af þeim úr grunn-
námi. Einnig verður útskrifað úr há-
skólagátt skólans en þaðan verða
brautskráðir 78 nemendur og sí-
menntunarnámi í verslunarstjórnun
þaðan sem fimm útskrifast.
Í samanburði á tölum frá Bifröst
og Akureyri þarf að hafa í huga að
Bifröst hefur þegar útskrifað einu
sinni í ár en á Akureyri er einungis
brautskráð í júní. Sextíu og tveir út-
skrifuðust úr háskólanámi frá Bif-
röst í febrúar.
Tölur liggja ekki fyrir enn um
fjölda útskrifaðra frá HÍ og HR.
Færri útskrifast á
Bifröst og hjá HA
Fjölgun nemenda eftir hrun að ganga
til baka Brautskráningar hefjast í dag
Ljósmynd/SteinarH
HA Vigdís Finnbogadóttir verður
viðstödd brautskráninguna.
Brautskráningar
» Meðalfjöldi útskrifaðra frá
HA á árunum 2007-2014 er
346 en 322 útskrifast nú. 426
útskrifuðust 2011.
» Meðalfjöldi frá Bifröst á
timabilinu er 145 og 103 hafa
útskrifast í ár. 179 útskrifuðust
árið 2011.
» Aukningin sem fylgdi eftir-
hrunsárunum virðist vera að
ganga til baka.