Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Orkuverð skiptir Íslendingamiklu máli og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, gerir það að umfjöllunarefni í pistli á mbl.is.    Því er iðulegahaldið fram að verð á orku til stór- iðju sé allt of lágt hér á landi. Pétur vitnar í skrif grein- ingarfyrirtækisins CRU, sem fylgist með orkuverði í heiminum og orkusamningum hér landi, en þar segir: „Á fyrsta árs- fjórðungi 2015, var vegið meðaltal raforkuverðs sem íslensk álver greiða, samkvæmt helstu sérfræð- ingum CRU International, nánast það sama og meðalverð til frum- framleiðslu á áli í heiminum, fyrir utan Kína.“    Pétur bendir einnig á að á síð-ustu tveimur áratugum hafi orðið gríðarleg verðmætamyndun í íslenskum orkufyrirtækjum vegna þess að orkusamningar hafi verið öllum aðilum hagfelldir. Þetta hafi leitt til þess að Lands- virkjun sé nú margfalt verðmætari en fyrir tæpum áratug og að verð- mætin hafi að langstærstum hluta myndast með viðskiptum við álfyr- irtækin, sem kaupi 75% af orku Landsvirkjunar.    Fjárhagsstaða Landsvirkjunarhefur batnað hratt og er sterk og Pétur segir að hún sé „ein verðmætasta eign íslensku þjóðarinnar, sem skila mun innan fárra ára tugum milljarða árlega í arðgreiðslur án þess það skerði fjárfestingargetu fyrirtækisins.“    Sumir hafa horn í síðu orkunýt-ingar hér á landi og aðrir vilja senda orkuna ónotaða úr landi. Hvort tveggja vekur upp spurn- ingar í ljósi þeirrar þróunar sem lýst er hér að ofan. Pétur Blöndal Ótvíræð arðsemi í orkuframleiðslu STAKSTEINAR Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11 Reykjavíkurborg tekur brátt yfir húsnæði á Hlemmi og leitar nú að rekstraraðila til að koma þar á fót veitinga- og matarmarkaði sem verði opinn alla daga. Viðskiptavinir eiga að geta notið veitinga á staðnum og þar verði einnig í boði fjölbreytt úrval matar svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir auk tengdrar sérvöru á borð við blóm og kaffi. Nýr rekstraraðili mun taka þátt í að skipuleggja breyt- ingar á hlutverki hússins í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hann velur verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Vilt þú sjá ummatarmarkað á Hlemmi?R E Y K J A V ÍK U R B O R G Umsóknir sendist á netfangið sea@reykjavik.is í síðasta lagi 6. júlí 2015 ásamt viðskiptaáætlun og upplýsingum um rekstraraðila. Við val á rekstraraðila verður lagt til grundvallar nálgun við hugmyndina, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta viðkomandi ásamt viðskiptaáætlun. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á reykjavik.is/leiga Öflugur rekstraraðili óskast Veður víða um heim 12.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 6 léttskýjað Akureyri 6 heiðskírt Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 27 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 20 heiðskírt London 23 heiðskírt París 22 léttskýjað Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 27 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 31 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 27 skýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 25 alskýjað Montreal 20 skúrir New York 27 heiðskírt Chicago 22 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:59 23:57 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:15 23:40 Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglu- þjónn í Keflavík og göngugarpur, gengur frá Sauðárkróki til Hofsóss í dag og klárar þar með göngu sína sem hófst í Keflavík fyrir rúmri viku. Kveikjan að göngunni var spá sem Sigvaldi setti fram um val á íþróttamanni ársins í fyrra en hann hét því að ganga til Hofsóss ef spáin stæðist ekki. Spá Sigvalda rættist ekki og því hélt hann af stað í lok síðustu viku. Ferðalagið hefur geng- ið vel en þegar hann kom að Staðar- skála voru ökklar hans orðnir bólgn- ir og þrútnir. „Ég náði þarna einum hvíldardegi. Ég hef gott fólk á bak við mig, það er vel hugsað um mann,“ segir Sigvaldi sem vill nýta tækifærið og standa við bakið á Um- hyggju, félagi sem styður við lang- veik börn. Hann vekur athygli á styrktarsímanúmerum Umhyggju þar sem hægt er að styðja starfsemi félagsins með fjárframlögum. Göngu lögregluþjóns frá Keflavík til Hofsóss lýkur í dag Ljósmynd/Hilmar Bragi Tilbúinn Sigvaldi ásamt syni sínum áður en hann lagði af stað í langferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.