Morgunblaðið - 22.06.2015, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
✝ Valdís Jó-hannsdóttir
fiskverkakona var
fædd á Upsum á
Dalvík 30. sept-
ember 1924. Hún
lést á Dalbæ, dval-
arheimili aldraðra
á Dalvík, 16. júní
2015. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jóhann Jónsson
verkamaður á Dal-
vík, f. 14.12. 1889, d. 1.5. 1974,
og Anna Júlíusdóttir skreðari, f.
20.12. 1885, d. 31.8. 1973. Valdís
átti tvær systur: a) Kristínu Að-
ig soninn Guðjón Sigfús, f. 29.12.
1919, d. 2.4. 1920.
Valdís bjó alla tíð á Dalvík,
lengstum í Steinsstöðum við
Grundargötu en síðar í húsnæði
systur sinnar og mágs við
Bjarkarbraut 15. Er þeirra naut
ekki lengur við fluttist hún á
Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á
Dalvík. Hún starfaði lengstum
hjá Frystihúsi Dalvíkur í fisk-
verkun auk þess sem hún ann-
aðist foreldra sína eftir að móðir
hennar missti sjón. Hún var alla
tíð heilsuhraust og missti ekki
marga daga úr vinnu en við sjö-
tugsaldurinn lauk starfsferli
hennar. Hún lét sér annt um
systrabörn sín og fylgdist grannt
með þeim og afkomendum
þeirra allt til hinstu stundar.
Útför Valdísar verður gerð
frá Dalvíkurkirkju í dag, 22. júní
2015, og hefst athöfnin kl. 13.30.
alheiði Jóhanns-
dóttur, f. 6.9. 1917,
d. 21.11. 1996, gift
Hjalta Þorsteins-
syni, f. 26.11. 1914,
d. 14.9. 1995, þeirra
dætur Rannveig,
Anna Bára og
Kristrún. b) Guð-
rúnu Jóhanns-
dóttur, f. 9.2. 1921,
d. 23.12. 2012, gift
Skafta Þorsteins-
syni, f. 26.11. 1914, d. 2.8. 1991,
þeirra börn Þorsteinn og Jó-
hanna. Jóhann og Anna, for-
eldrar Valdísar, eignuðust einn-
Valdís, elskuleg móðursystir
mín, er fallin frá. Valdís var
ekki bara systir hennar
mömmu heldur var hún allt frá
barnæsku minni svo nátengd
mér að ég leit á hana sem mitt
foreldri við hlið pabba og
mömmu. Þegar ég var á barns-
aldri flutti hún í hús foreldra
minna ásamt afa og ömmu. Val-
dís var af þeirri kynslóð að hún
var sívinnandi og féll aldrei
verk úr hendi. Þegar illvígur
sjúkdómur fór að herja á móð-
ur mína þá reyndist hún henni
traust hjálparhella. Eftir að
foreldrar mínir féllu frá flutti
hún á Dalbæ, dvalarheimili
aldraðra á Dalvík. Valdís var
ógift og barnlaus. Við systra-
börnin hennar fimm vorum
hennar fjölskylda. Hún lét sér
afskaplega annt um okkur og
okkar afkomendur og fylgdist
vel með öllum hópnum hvar
sem hann var á landinu eða
jafnvel út um allan heim. Hún
miðlaði fréttum og upplýsing-
um á milli okkar og var þannig
fréttaritari fjölskyldunnar sem
við eigum nú eftir að sakna því
enginn kemur í hennar stað.
Valdís var einstök kona sem
hafði ekki alltaf mörg orð um
hlutina en sagði sínar skoðanir
umbúðalaust ef því var að
skipta. Á sinn hátt sýndi hún
mér væntumþykju sína og um-
hyggju. Þó svo að ég byggi í
Kópavogi með mína fjölskyldu
þá var samband okkar mikið og
gott. Við áttum okkar daglegu
símatíma, þá sagði hún mér
fréttir af stórfjölskyldunni,
hverjir voru hvar og hafði hún
ótrúlega mikla yfirsýn yfir
þennan stóra hóp. Væri ég á
ferðalagi urðu símtölin enn
fleiri því hún vildi vita hvort ég
væri farin af stað, hvernig ferð-
in gengi og svo hvort ég væri
komin á áfangastað. Allt af ein-
stakri umhyggjusemi.
Síðustu 19 árin bjó Valdís á
Dalbæ en þar leið henni vel og
tók hún virkan þátt í því fé-
lagsstarfi sem þar fór fram.
Þegar heilsu hennar hrakaði
naut hún einstakrar umönnunar
og hjúkrunar starfsfólks Dal-
bæjar sem hér með eru færðar
þakkir.
Ég kveð Valdísi með þakk-
læti fyrir alla þá elsku og um-
hyggju sem hún sýndi mér og
minni fjölskyldu.
Kristrún Hjaltadóttir.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu í verki
góðri konu vitni ber.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með þessum orðum minn-
umst við Valdísar ömmusystur
okkar. Hún var okkur systrum
mjög kær og kveðjum við hana
með þakklæti og væntumþykju.
Guð geymi þig, elsku Valdís.
Guðrún Anna, Kristín
Edda og Adda Valdís.
Valdís Jóhannsdóttir var ein-
stök kona. Trúmennska og iðju-
semi var henni í blóð borin og
hún hafði frá blautu barnsbeini
lært að vanda skyldi til allra
verka. Eins og tíðkaðist um
marga jafnaldra hennar var
skólaganga ekki löng en þess í
stað hóf hún störf við ýmis verk
er til féllu. Á uppvaxtarárum
hennar var það höndin sem var
aðalvinnutækið og fiskverkun
meginviðfangsefnið. Valdís
starfaði lengstum við Frysti-
húsið á Dalvík og lauk löngum
starfstíma hjá fyrirtækinu sjö-
tug að aldri.
Þær voru þrjár systurnar og
á milli þeirra voru alla tíð mjög
sterk fjölskyldutengsl. Valdís
var ógift en Kristín Aðalheiður
og Guðrún giftar tvíburabræðr-
um á Dalvík svo fjölskyldu-
hringurinn var tiltölulega
þröngur þótt þeir bræður væru
af stórri fjölskyldu komnir. Val-
dís lét sér mjög annt um systra-
börn sín og afkomendur þeirra.
Þessara eiginleika hennar nut-
um við og börnin okkar ríku-
lega. Ætíð var gott að leita til
hennar þegar þurfti á gæslu
fyrir börnin að halda og þeim
leiddist aldrei að vera með
frænku sinni. Hún gladdist yfir
þeim trúnaði sem henni var
sýndur með því að fá að annast
börnin meðan foreldrarnir voru
að sinna öðru. Það var slegið í
spil og þau fengu talsvert svig-
rúm til leikja. Hún gætti þess
ætíð að leikurinn færi ekki út
fyrir eðlileg mörk og gat þá
verið nokkuð umvöndunarsöm.
Allt var það þó í góðri meiningu
gjört. Það fundu börnin og létu
sér annt um frænku sína. Valdís
hafði reiðu á öllum afmælisdög-
um í fjölskyldunni og minntist
þeirra með einum eða öðrum
hætti, ýmist með því að minna
okkur á sem nær stóðum af-
mælisbarninu, litlum gjöfum
eða með símhringingu til að
óska til hamingju með daginn.
Henni var mikið í mun að fylgj-
ast með og vita um hagi hvers
og eins. Í stuttu símtali mátti fá
nauðsynlegt yfirlit yfir stöðu
viðkomandi.
Valdís var alla jafna ekki
málgefin, allt að því óskýrmælt,
en hún fylgdist gjarnan vel með
samræðum fólks í milli. Hún
gekk hljóð til vinnu sinnar og
starfa, og það sem henni fannst
athyglis- eða áhugavert greypt-
ist í minni hennar og mátti
ganga að upplýsingunum löngu
síðar. Á stundum fannst Valdísi
að hún þyrfti að leiðrétta rang-
færslur og hló þá gjarnan góð-
látlega að viðmælanda sínum að
hann skyldi ekki muna: „Ja,
manstu þetta nú ekki?“ Hún
hafði alla jafna ýmislegt á
prjónum og mörg sokkaplöggin
og vettlingar gengu frá henni til
barnanna og ekki má gleyma
ámáluðum púðum og ýmsum
fleiri textílmunum er glöddu
viðkomandi.
Við leiðarlok viljum við
þakka það traust sem Valdís
bar til fjölskyldu okkar, um-
hyggju og frændsemi alla.
Minningarnar streyma fram um
fjölskyldusamkvæmin, þar sem
Valdís naut að taka þátt og
hjálpa til við undirbúning,
skondin tilsvör, aðstoð af mörgu
tagi og ekki síst um góða og
vandaða konu.
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinirnir gömlu heima.
Og undrið stóra, þín æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún í litlum reit
af leiðum sem gróa og týnast.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Blessuð sé minning Valdísar.
Anna Bára og Trausti.
Nú hefur Valdís ömmusystir
okkar kvatt okkur í hinsta sinn.
Valdís bjó á neðri hæðinni í
Bjarkarbraut 15 hjá ömmu og
afa frá því að við munum eftir
okkur. Hún var okkur afar kær
og sinnti okkur eins og við vær-
um hennar eigin barnabörn.
Sem krakkar völsuðum við um
húsakynnin á Bjarkarbraut og
stóðu hennar dyr alltaf opnar
fyrir okkur. Henni þótti alltaf
vænt um að hafa okkur hjá sér
og okkur leið vel í návist hennar
jafnvel þótt hún vandaði um við
okkur einstaka sinnum. Þær
voru margar stundirnar sem
hún sat og spilaði með okkur og
oftast varð kasína fyrir valinu.
Valdís hafði alltaf eitthvað
fyrir stafni og höfðum við gam-
an af því að fylgjast með henni
við ýmis verk s.s. prjónaskap,
bakstur og þvotta. Hún var
leikin að prjóna og voru þeir
ófáir ullarvettlingarnir og -leist-
arnir sem við fengum að gjöf
frá henni. Hún átti alltaf góð-
gæti uppi í skáp og bauð gjarn-
an upp á bolsíur eða laumaði að
okkur aurum í kveðjuskyni.
Valdís fylgdist alltaf vel með
ættingjum sínum og hafði mikla
yfirsýn yfir hópinn. Hún vissi
oftast hver var hvar og ferða-
plön ættingjanna. Valdís var
dugleg að hringja í sína nánustu
og miðla fréttum innan fjöl-
skyldunnar. Hún var einnig
þekkt fyrir að ljúka símtölum
snaggaralega og kvaddi hún
stundum nánast í miðju samtali.
Heyrðist þá oft: jæja já … bless
– áður en sambandið slitnaði.
Við eigum margar góðar
minningar um samverustundir
með Valdísi og erum ævinlega
þakklát fyrir þær. Við kveðjum
Valdísi með söknuði og minning
um góða frænku mun lifa með
okkur.
Kristín, Helga Rún,
Valur og Steinþór.
Valdís
Jóhannsdóttir
✝ Garðar Sig-urðsson fædd-
ist á Sjúkrahúsi
Keflavíkur 22.
september 1971.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 12.
júní 2015.
Foreldrar hans
eru Sæunn Krist-
insdóttir, f. 11.
júní 1953, og Sig-
urður Þorgeirsson, f. 30. jan-
úar 1946, d. 13. júlí 2010. Árið
1972 hóf Sæunn sambúð með
Einari Birni Bjarnasyni, f. 23.
nóvember 1949, og gekk hann
Garðari í föðurstað.
Systkini Garðars sammæðra
eru: Ásta Björg, f. 10. sept-
ember 1973, Rakel, f. 9. mars
Emilía, f. 9. maí 2000, 3) Gyða
Eir, f. 24. september 2004.
Garðar ólst upp í Grindavík
frá tveggja ára aldri og lengst
af var heimili þeirra Ástu Hall-
dóru að Selsvöllum 15 þar í
bæ. Garðar byrjaði ungur til
sjós og vann við hin ýmsu störf
á sjó og í landi þar til hann hóf
nám í Vélskóla Íslands. Hann
útskrifaðist þaðan vorið 1997
með þriðja stigið í vélstjórn.
Eftir það starfaði hann sem
vélstjóri á ýmsum bátum og
skipum, síðast á Dúdda Gísla,
þar til hann þurfti að hætta til
sjós vegna veikinda árið 2011.
Hann vann við ýmis störf í
landi síðustu árin sín eftir því
sem heilsan leyfði. Garðar var
stjórnarmaður og ritari Sjó-
manna- og vélstjórafélags
Grindavíkur frá 2004.
Útför Garðars fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 22.
júní 2015, kl. 13.
1977, Kristinn, f.
24. júní 1982, og
Anna Sveinborg,
f. 13. febrúar
1992. Systkini
Garðars samfeðra
eru: Erna Sigríð-
ur, f. 30. ágúst
1963, Lilja Berg-
mann, f. 3. októ-
ber 1969, Kolbrún
Dóra, f. 16. júlí
1974, Jóna Kr. Ol-
sen, f. 18. desember 1985,
Gunnlaug F. Olsen, f. 19.
ágúst 1974.
Garðar kvæntist 6. júní
1998 Ástu Halldóru Böðv-
arsdóttur, f. 20. nóvember
1976. Börn Garðars og Ástu
Halldóru eru: 1) Guðjón Emil,
f. 2. september 1996, 2) Halla
Í dag kveðjum við ástkæran
son okkar, Garðar, sem háði
hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm, sem sigraði að lokum.
Með klökkva við kveðjum þig sonur,
með kærleika minnumst þín.
þú varst okkur mikils virði,
nú vorsólin ei lengur skín.
Vakandi varstu yfir,
velferð allra þinna.
Trausti þínu mátti trúa,
og tregann má núna finna.
Með Guði á himins hæðum,
þú hefur nú baráttu nýja,
yrkir þar blómlega akra,
í landinu bjarta og hlýja.
Hvíl í friði, elsku drengurinn
okkar, þín verður sárt saknað.
Mamma og pabbi.
Í dag kveð ég bróður minn og
góðan vin með miklum söknuði og
sorg í hjarta. Það sem kemur upp
í huga mér er stolt og hvernig þú
vannst úr þínum veikindum. Það
sem reyndist þér erfiðast var að
hætta á sjó og þá felldir þú þín
fyrstu tár. Þú fannst þér nýjan
farveg í veikindunum, fórst að
stunda jóga sem gaf þér mikinn
styrk ásamt göngu með Fróða
þér við hlið. Þín uppáhaldsleið var
að fara upp á Þorbjörn og þar
sprettir þú upp á topp án þess að
blása úr nös. Við Kristinn fylgd-
um þér stundum eftir og þurftum
við virkilega að taka okkur á til
þess að halda í við þig. Þú glottir
þegar við báðum þig um að hægja
á þér, þar sem þú varst kominn í
þitt besta form og lést ekki lyfja-
meðferð stoppa þig á neinn hátt.
Þinn yndislegi húmor og gull-
kornin sem komu þegar við þurft-
um mest á að halda og þú vissir
hvernig þú gast fengið Ástu Dóru
til að brosa í gegnum tárin. Þessi
styrkur og þitt æðruleysi í veik-
indunum gaf þér lengri tíma með
okkur. Þú gafst okkur styrk til
þess að takast á við þetta verkefni
með þér og sætta okkur við það
sem við gátum ekki breytt.
Minningarnar eru margar og
ómetanlegar í dag. Erfitt er að
rifja þær upp án þess að fella tár
en ég trúi að þú sért kominn á
góðan stað og ég veit að það er vel
tekið á móti þér.
Skarð þitt í fjölskyldunni er
stórt. Þú varst einstaklega barn-
góður og mikill fjölskyldufaðir og
þín verður sárt saknað. Elsku
Ásta Dóra, Guðjón Emil, Halla
Emilía og Gyða Eir, megi Guð
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum. Ég læt fylgja með bænina
sem þú hélst mest upp á. Hvíldu í
friði, elsku Garðar minn.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Þín systir,
Ásta Björg.
Ég sit hér við eldhúsborðið og
reyni að skrifa minningarorð um
þig, Garðar minn, sem varst ekki
bara bróðir heldur minn besti vin-
ur. Það er svo margt sem kemur
upp í huga minn, svo margt sem
við höfum brallað í gegnum tíðina.
Það sem er sterkt í minningunni
ef ég á að hugsa sem lengst til
baka er skellinaðra, þegar þú
skutlaðir mér á tryllitækinu þínu
til Klöru dagmömmu forðum
daga enda 11 ár á milli okkar.
Þetta er lýsandi minning um sam-
band okkar bræðra. Ég fékk oft
að koma með á rúntinn þegar þú
varst kominn með bílpróf og mér
fannst það svo spennandi. Þú
hugsaðir alltaf svo vel um mig og
leyfðir mér að dröslast með þér
hingað og þangað og auðvitað
helst á einhverjum tryllitækjum.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa áhuga á bílum og elskuðum
að brasa í kringum þá. Ég á
margar minningar um bílskúrinn
á Borgarhrauni 8 þar sem þú bón-
aðir og gerðir við bílana þína, ég
fékk að sniglast í kringum þig og
lærði margt af þér.
En til að gera langa sögu stutta
þá hafa þessi síðustu ár verið
mjög dýrmæt, allir okkar göngu-
túrar, sumarbústaðaferðir með
fjölskyldum okkar, bílasölurúntar
og meira að segja einhverjar úti-
legur og er þá ferðin okkar vestur
í dali á Ytrafell í uppáhaldi. Þess-
ar minningar tek ég inn í framtíð-
ina og varðveiti.
Þakklæti er eitthvað sem ég
þarf að koma frá mér, ég er þakk-
látur fyrir allt sem þú hefur kennt
mér. Þú varst fyrirmyndarfaðir
og alltaf 110% til staðar fyrir
börnin þín og þína elskulegu Ástu
Dóru. Þetta er einhvað sem ég hef
reynt að tileinka mér við mína
fjölskyldu.
Þín verður sárt saknað, að fá
ekki símtölin á morgnana, rífa
mig í göngutúra með þér og
Fróða. Að geta ekki hitt þig í te-
bolla eða kíkt með þér niður í sjó-
mannafélag og hvað þá húmorinn
og léttleikinn sem þú bjóst yfir
þrátt fyrir veikindi eins og t.d.
síðasta laugardagskvöldið okkar
saman. Þú sagðir að það væri ekki
mikið til að kvarta yfir … nýbúnir
með vindil, með kaldan pilsner að
horfa á góða mynd og með topp-
þjónustu allan sólarhringinn …
Alltaf sástu björtu hliðarnar á
öllu sama hvernig aðstæður voru.
Fjölskyldan mín mun sakna Gæja
frænda mikið, þú varst þeim frá-
bær, stutt í grín og fíflalæti, þau
dýrkuðu þig.
Elsku Garðar minn, þó þessi
barátta hafi verið erfið þá muntu
alltaf vera sigurvegari í huga okk-
ar, þú tæklaðir þennan sjúkdóm
með jákvæðni og hörku.
Elsku Ásta Dóra og börn, megi
Guð styrkja ykkur á þessum erf-
iða tíma. Þinn bróðir og vinur,
Kristinn Einarsson og
fjölskylda.
Elsku Garðar minn. Þá er
þessari hörðu og snörpu baráttu
lokið á þann eina veg sem allt end-
ar. En hetjuleg var hún og ótrú-
legt að alltaf varst það þú sem
léttir undir með mannskapnum
og þoldir engum neitt vol og víl
sem komu að heimsækja þig og
þeir voru margir. Síðan við flutt-
um til Grindavíkur fyrir 30 árum
hefur þú nánast verið einn af fjöl-
skyldunni. Það hefur verið ein-
stakt að fylgjast með vináttu ykk-
ar Ara, sem hefur staðið traustum
fótum allan tímann og að þessir
tveir skapmiklu gaurar skuli hafa
haldið vinskapnum án hnökra all-
an þennan tíma án þess að nokkur
skuggi félli þar á. Það þurfti líka
ekki alltaf að hafa mörg orð um
hlutina og eins og Ásta sagði, í
restina þegar Garðari var orðið
stirt um mál þá skildi Ari hann
alltaf. En hvað um það, minn
maður vill örugglega ekki hafa
neina langloku, og ég vil trúa því
að nú sé hann kominn á annað til-
verustig, þar sem hann gengur
rösklega um og lítur eftir hvort
ekki sé allt í lagi. Begga vill
kveðja vin okkar með þessu fal-
lega ljóði.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Ásta mín og fjölskyldan
öll og vinir. Við Begga sendum
ykkur hugheilar samúðarkveðjur
og megi minningin um góðan
dreng hugga ykkur í sorginni.
Kær kveðja,
Sveinn (Svenni).
Garðar Sigurðsson HINSTA KVEÐJA
Nú er fallinn frá góður
drengur og mikill vinur. Ég
minnist kofasmíða og
dúfnabrasks og fleiri góðra
minninga sem við áttum í
sameiningu. Þú barðist hat-
rammri baráttu við þinn
erfiða sjúkdóm, en varðst
að halla aftur augum þín-
um. Takk fyrir góðu stund-
irnar, Garðar minn. Samt
ertu hér hjá okkur og minn-
ing þín ljós í lífi okkar.
Megi Guð og gæfa fylgja
fjöskyldu þinni á erfiðri
stund og um ókomin ár.
Þinn vinur,
Brynleifur Heiðar
Jónsson (Binni) og
Vilborg Auðunsdóttir.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Rannveig Böðvarsdóttir.