Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Viðskiptablaðið vitnar í danskafjölmiðla:    Þeir „segja að ríkisendurskoðunDana hafi skilað af sér skýrslu þar sem fjallað er um það gríðar- lega tap sem varð þegar Danir héldu Eurovision söngvakeppnina í fyrra.    Kaupmannahafnarborg, Samtöksveitarfélaga á Kaupmanna- hafnarsvæðinu, Wonderful Copen- hagen og Fasteignafélagið Refs- haleøen stofnuðu sérstakt félag sem hélt utan um keppnina.    Tap félagsins nam 57 milljónumdkr., um 1,1 milljarði króna.    Að auki nam nettókostnaðurDanska ríkisútvarpsins um 131 milljón dkr, eða 2,6 milljörðum króna. Samtals kostaði söngva- keppnin Dani því 3,7 milljarða króna.    Að mati dönsku ríkisendurskoð-unarinnar voru helstu ástæð- urnar fyrir miklu tapi félagsins að fjárhagsáætlunin var illa unnin, allt skipulag var lélegt og starfsmenn félagsins kunnu ekki til verka.    Ríkisendurskoðunin skellirskuldinni ekki á Danska ríkis- útvarpið, en segir að það hafi tekið mikla áhættu með því að fela fyrir- tækinu verkefnið.“    Íslendingar súpa hveljur yfirþessari frétt, því þeir átta sig á hvað þeir voru hætt komnir þegar Selma rétt slapp við 1. sætið í söngvakeppninni forðum. Þetta var dýrt gaul STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 léttskýjað Bolungarvík 15 heiðskírt Akureyri 13 heiðskírt Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 16 skýjað London 23 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 20 skúrir Berlín 22 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 20 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 26 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:59 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:13 23:48 Stundum getur borgað sig að spila í happdrætti. Sú var raunin fyrir rúmlega fertugan Reykvík- ing sem vann 162 milljónir króna á dögunum en hann er með Víkingalottómiða í áskrift. Vinningshafinn kom ásamt maka á skrifstofu Íslenskrar get- spár í gær til að vitja vinningsins eftir að hafa verið vakinn með þessum skemmtilegu fréttum. Hann trúði í fyrstu ekki eigin eyrum og hélt að um grín væri að ræða. Um er að ræða stærsta vinning í íslenskri happdrætt- issögu. Hjónin ætla að þiggja fjármálaráðgjöf og byrja að greiða niður íbúðasjóðslán og námslán. Síðan er draumurinn m.a. að hjóla fallegu veðri í Dan- mörku, á flottu hjóli með körfu framan á! Að þessu tilefni vill Íslensk getspá vara fólk við tölvupóstum frá óprúttnum aðilum þar sem fram kemur að það hafi unnið 161 milljón í Víkingalottóinu. Slíkir tölvupóstar koma ekki frá Ís- lenskri getspá. brynja@mbl.is Stærsti vinningur sögunnar  Hjón unnu 162 milljónir í happdrætti Fulltrúar íþróttafélagsins Fjölnis og afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla hafa verið boðaðir á fund ÍTR í dag vegna fjölnota íþróttahúss sem áform hafa verið um að byggja við Egilshöll. Þetta staðfestir Sveinn Þorgeirs- son, verkefnisstjóri afreksíþrótta skólans. Ekki hefur verið ákveðið hvort af byggingunni verður en bæði íþrótta- félagið og sviðið í Borgarholtsskóla glíma við plássleysi vegna fjölda iðk- enda og nemenda. Um 100 nem- endur eru skráðir á sviðið þar sem hægt er að æfa um 20 íþróttagrein- ar, þar á meðal íshokkí, golf, fót-, hand- og körfubolta. Nemendur á af- reksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er, æft mikið og fengið gott aðhald. Vilja nýtt íþróttahús Töluverður þrýstingur er í Graf- arvogi um að fá annað íþróttahús í hverfið en íþróttahúsið stendur ekki lengur undir þeirri fjölgun sem hef- ur orðið í hand- og körfubolta. Yfir- leitt er salnum skipt til helminga en á þriðjudögum fær handboltinn allan völlinn og á miðvikudögum fær körfuboltinn allan völlinn. Á meðan er hin íþróttin ekki stunduð. Upphaflega var ráðgert að byggja fjölnota íþróttahús samhliða fim- leikahúsi sem nú er í byggingu og er langt komið enda er dýrara að fara af stað með nýtt hús. benedikt@mbl.is Fundað um íþróttahús í Grafarvogi  Iðkendum og nemendum á afreksíþróttabraut í Borgarholtsskóla fjölgar Ljósmynd/www.mats.is Grafarvogur Íbúarnir eru um 20.000. Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.