Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 14
árið 1955. Á lóðinni hefur síðustu daga verið að störfum Ármann Guð- mundsson fornleifafræðingur við annan Ármann og fundið ýmislegt athyglisvert við gröft.    Ármann segir muni sem komið hafi í ljós staðfesta þær hamfarir sem þarna áttu sér stað. „Við fund- um gler og fleira sem hafði alveg bráðnað. Það gerist ekki nema við um 1.900 gráðu hita, sem segir okk- ur um hve gríðarlegt eldhaf var að ræða,“ sagði Ármann í gær.    Þeir hafa einnig grafið skurð á lóðinni Hafnarstræti 3, þar sem elsta íbúðarhús bæjarins stóð. „Hér er ægifögur hleðsla, sem gæti mögu- lega verið veggur af húsi sem reist var 1777 og er elsta íbúðarhús á Akureyri,“ segði Ármann í gær. Það er Fornleifafræðistofan sem vinnur að uppgreftrinum á lóðunum í sam- starfi við Minjasafnið á Akureyri.    Undir því sem nú hefur verið grafið upp á lóðinni þar sem Hótel Akureyri stóð segir Ármann ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sumar sögur selur enginn dýrar en þær voru keyptar. Ekki einu sinni blaðamenn... Ein og ein er líka það góð að hana verður að láta flakka, hvort sem hún er nákvæmlega rétt eða ekki.    Þegar dyrabjöllu var hringt á Akureyri á dögunum fór húsráðandi til dyra eins og vaninn er. Erlendur maður stóð fyrir utan. „Góðan dag! Ég vil kaupa húsið þitt. Ég skal staðgreiða 100 milljónir fyrir það, en þú verður þá að vera fluttur út eftir mánuð. Þá kem ég nefnilega aftur...“    Sagan segir að útlendingurinn hafi verið í fyrsta skipti í bænum en hrifist svo af höfuðstað Norðurlands að hann langað að eiga þar afdrep.    Húsráðandinn er sagður ætla að flytja út innan mánaðar...    Enn um hús. Gamla apótekinu, Aðalstræti 4, var í morgun lyft af grunninum með stórum krana og það flutt á Krókeyri. Húsið verður geymt þar á meðan nýr kjallari verð- ur steyptur á lóðinni. Að því loknu verður það flutt á sinn gamla stað.    Verkefnið gekk eins og í sögu. Aðeins tók fáeinar mínútur að lyfta húsinu og koma fyrir á flutningabíl. Áhugasemir geta skoðað myndband á mbl.is af því þegar húsinu var lyft.    Húsið á sér merka sögu. Jóhann Pétur Thorarensen, sonur Odds Thorarensen Stefánssonar amt- manns, lét byggja það 1859 og sá Jón Chr. Stefánsson timburmeistari um verkið. Húsið þótti eitt það glæsilegasta í bænum. Minjavernd vinnur að endurbyggingu hússins.    Þá að húsum sem einu sinni voru. Á lóðinni Aðalstræti 12b stóð Hótel Akureyri, sem brann til kaldra kola hugsanlega eldri mannvirki. „Tím- inn er að hlaupa frá okkur í sumar, við verðum bara út þessa viku en komum tvíefldir næsta sumar.“ Þeir fengu styrk til verkefnisins og hann leyfir ekki lengri viðveru.    Markmið rannsóknanna í sumar var að finna „heilleg mannvistarlög eða mannvirki og hvort tveggja hef- ur tekist,“ segir Ármann og er því mjög sáttur við árangurinn.    Meðal þess sem fannst á hótel- lóðinni var tappi merktur ÁTVR. „Fólki er tamt að við séum við alltaf að fást við eitthvað rosalega gamalt en fornleifafræðin þekkir engan tíma per se; við erum að eiga við efnismenninguna í víðum skilningi og þá er þessi tappi mjög skemmti- legur.“ Talið er fullvíst að maður á kennderíi hafi óvart kveikt í hótel- inu. Er þetta ef til vill tappi af flösku sem hann saup af?!    Veitingastaðir spretta nú upp við Ráðhústorg. Kung Fu Express var reyndar áður í Brekkugötu 3 en er nú með öðru sniði við Ráðhústorg 3 og í plássinu við Brekkugötu verð- ur komið á fót steikhúsi; T Bone - Steikhús mun það heita.    Við hlið Kung Fu Express, á horni Skipagötu og Ráðhústorgs, verður svo opnað ölhús eða vínbar, þar sem stefnt er að því að bjóða upp á mikið úrval öls. Þar verður líka væntanlega mikið vískíúrval.    Jónas Sig og Ritvélar framtíðar- innar eru með tónleika á Græna hatt- inum í kvöld og á morgun tónleikar til heiðurs The Clash. Þar eru á ferð Heiðar Örn Kristjánsson (úr Botn- leðju og Pollapönki), Baldur Ragn- arsson (Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og Innvortis), Jakob Smári Magn- ússon (Grafík, Das Kapital, John Grant) og Jón Geir Jóhannsson (Am- pop, Skálmöld).    Sautján ára píanóleikari, Alex- ander Smári Kristjánsson Edelstein, heldur tónleika í Hömrum í Hofi í dag kl. 12. Hann hefur nú þegar getið sér gott orð fyrir tónlistarhæfileika sína og heillaði áheyrendur á Kirkju- listaviku í Akureyrarkirkju í apríl.    Alexander hlaut árið 2012 fyrstu verðlaun í keppni á vegum EPTA, Evrópusambands píanókennara. Í dag leikur hann verk eftir Bach, Schubert, Chopin, Rachmaninoff og Liszt. Miðaverð er 2.900 krónur en félagsmenn Tónlistarfélagsins fá miðann á 1.900 krónur. Góðan dag, ég vil eignast húsið þitt! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamla apótekið Húsið Aðalstræti 4 híft af grunninum í gærmorgun og fært yfir á flutningabíl. ÁTVR Tappi af flösku sem drykkju- maðurinn saup af; sá sem talið er að hafi kveikt í Hótel Akureyri? Elsta íbúðarhúsið? Ármann Guðmundsson á lóðinni við Hafnarstræti 3 í Innbænum. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Málsóknarfélag hluthafa í Lands- bankanum hyggst stefna Björgólfi Thor Björgólfssyni í sumar, en hlut- hafarnir telja hann hafa með sak- næmum hætti komið í veg fyrir að þeir fengju upplýsingar um um- fangsmiklar lánveitingar til sín auk þess að hafa brotið gegn reglum um yfirtöku. Félagið blés til fundar í Háskól- anum í Reykjavík síðdegis í gær, þar sem Jóhannes Bjarni Björnsson, eig- andi Landslaga og lögmaður mál- sóknarfélagsins, kynnti málsatvik og helstu gögn málsins. Benti Jóhannes Bjarni mögulegum þátttakendum á að elstu kröfurnar gætu fyrnst í október næstkomandi. Fyrstu brotin eru sögð hafa átt sér stað árið 2005 og þau fyrnast á tíu árum. Þar af leiðandi brýndi hann fyrir fólki að skrá sig í málsóknarfélagið á næstu dögum og vikum. Þá sagði hann að byggt væri á því að Björgólfur ætti að bera áhættuna af mögulegum afleiðingum á þeirri ákvörðun hluthafa bankans að kaupa hlutabréf í bankanum eða að halda áður keyptum bréfum. Sagði Jóhannes Bjarni að tilbúin væru drög að stefnunni, stefnt væri að því að hún yrði birt Björgólfi í sumar og að um svokallaðar viður- kenningarkröfur væri að ræða. Ber þess að geta að ekki er hægt að krefjast aðfarargerða á borð við fjár- nám á grundvelli slíks dóms. Í samtali við mbl.is í gær kvaðst Jóhannes telja að fjármögnun mál- sóknarinnar myndi takast en gaf ekki upp hversu margir væru skráð- ir í félagið. Á fundinum spunnust umræður um fyrningarfrestinn, þátttöku líf- eyrissjóða í málsókninni og næstu skref í málinu. sunnasaem@mbl.is Elstu kröfurnar fyrnast í október  Stefna hluthafa Landsbanka gegn Björgólfi Thor líklega birt í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hluthafar Fjölmennt var á kynn- ingarfundi málsóknarfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.