Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Efasemdahefur gættum að allir hafi setið við sama borð í skulda- uppgjörinu við ein- staklinga og fyr- irtæki í kjölfar þess að bankarnir féllu árið 2008. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hefur nú lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efna- hagsráðherra um þessi uppgjör við fjármálastofnanir sem voru í eigu ríkisins á árunum 2009 til 2013. Lýtur fyrirspurnin að af- skriftum skulda og jafnræði skuldara við uppgjör. Jón segir í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann beini fyrirspurninni að fjármálafyr- irtækjum sem ríkið eigi meiri- hluta í, og þá fyrst og fremst Landsbankanum, en kveðst telja eðlilegt að allar fjár- málastofnanir geri grein fyrir því hvernig staðið var að mál- um. Hann kveðst jafnframt telja að sterkar vísbendingar séu um að jafnræðisregla hafi ekki ver- ið í hávegum höfð í þessum fjár- málagjörningum. Jón segir erfitt að nefna dæmi en bætir við að hluthafar Atorku, sem var skráð á hluta- bréfamarkað, hljóti að vera hugsi yfir því hvernig gengið hafi verið að félaginu. Atorka hafi verið í skuldbindingum upp á 50 milljarða króna þegar bankarnir hrundu. Hluthafarnir hafi tapað öllu sínu og kröfuhaf- ar með Landsbankann í broddi fylkingar hafi tekið yfir allar eignirnar. Fyrir nokkrum mánuðum hafi verðmætasta eign Atorku, Pro- mens, verið seld úr landi fyrir 62 millj- arða króna, heilum 12 milljörðum meira en heild- arskuldir Atorku. Þetta eru ekki einu efasemd- irnar af þessum toga og hefur Víglundur Þorsteinsson haldið því fram að fyrirtæki hans, BM Vallá, hafi ekki fengið sömu meðferð og önnur fyrirtæki í svipaðri stöðu og verið knúið í gjaldþrot þrátt fyrir að lögð hafi verið fram trúverðug áætlun um endurreisn fyrirtækisins. Jón Gunnarsson segir að mik- il tortryggni ríki milli almenn- ings og forráðamanna fyr- irtækja vegna þess hvernig staðið hafi verið að skulda- uppgjöri á tímabilinu 2009 til 2013. Í hans huga er þessi tor- tryggni „eitur í þjóðarsálinni“. Fróðlegt verður að sjá hvern- ig gengur að innheimta svör við fyrirspurn Jóns. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti því í grein í Morgunblaðinu í gær hversu treglega hefði gengið að fá svör frá bönkunum við fyrirspurn um stöðu gengislána innan þeirra og þegar þau hefðu loks borist hefðu þau verið rýr og lítt upplýsandi. Guðlaugur Þór lýk- ur grein sinni á að segja að „af- staða bankanna einkennist af hroka og virðingarleysi fyrir hagsmunum almennings“. Fall bankanna kostaði al- menning sitt og endurreisn þeirra sömuleiðis. Almenningur á rétt á að fá að vita hvernig kaupin gerast á eyrinni. Efasemdir um jafn- ræði í uppgjöri við skuldara á árunum 2009 til 2013} Bankarnir krafðir svars Í skýrslu Ríkis-endurskoðunar um fjárlög ársins 2014 kveður við gamalkunnugt stef. Þar er líkt og und- anfarin ár hvatt til þess að beitt verði viðurlögum þegar forstöðumenn stofnana fara fram úr fjárlögum. „Ríkisendurskoðun hefur á umliðnum árum margítrekað hvatt ráðuneytin til að bregðast við slíkri framúrkeyrslu í sam- ræmi við lög og reglur,“ segir í skýrslunni. „Sú viðleitni hefur ekki skilað tilætluðum ár- angri.“ Í reglugerð kveður á um að grípa eigi til ráðstafana fari út- gjöld meira en 4% fram úr áætl- un. Í skýrslunni segir að sjald- an sé hægt að færa réttmætar ástæður fyrir því að fara fram úr heimildum fjárlaga og fjár- aukalaga. Reynslan sýni hins vegar að stjórnendur treysti sér iðulega ekki til að grípa til aðgerða, sér- staklega ef þær fel- ist í uppsögnum. Að auki gangi ráðu- neyti ekki fast á eftir því að stofn- anir bæti sig. Ráðuneyti svari því oft til að verið sé að bæta úr málum en á meðan haldi stofnanir áfram að efna til útgjalda umfram heim- ildir. „Á árinu 2014 eru nokkur dæmi um fjárlagaliði þar sem haldið var áfram að bæta við uppsafnaðan halla fyrri ára,“ segir í skýrslunni. „Mikilvægt er að afstýra því að stofnað sé ítrekað til umframútgjalda með þessum hætti og þurfa viðkom- andi ráðuneyti að grípa til ráð- stafana sem duga til að stöðva slíkan hallarekstur.“ Ádrepa Ríkisendurskoðunar glatar ekki gildi sínu þótt hún sé árleg. Þeir sem fara með op- inbert fé verða að hafa í huga að skattpeningar vaxa ekki á trjám frekar en aðrir peningar. Ríkisendurskoðun hvetur til aðgerða þegar eytt er um- fram áætlanir} Hin árlega ádrepa N etið verður sífellt aðsópsmeira í lífi okkar. Nokkur slög á lykla- borði dýrka á augabragði fram upplýsingar sem áður hefði kostað tímafrekar rannsóknir að finna. Netið hjálpar mér meira að segja við leitina með því að ganga út frá þeim upplýs- ingum sem ég notaði þegar ég leitaði síðast. Þannig er hægt að tryggja að ég fái aðeins upplýsingar sem ég kann að meta. Ég get komið skilaboðum til allra vina minna eins og hendi væri veifað. Ég get látið allan heiminn vita hvað mér finnst um mosk- una í Flórens, skuldaleiðréttinguna og tug- þrautarmenn sem gerast konur, ef hann bara nennti að lesa það. Ég verð hins vegar að búa við að það gæti orðið erfitt að skipta um skoðun, vegna þess að gömlu skoðanirnar verða víst alltaf til á netinu. Netinu hefur verið hampað sem verkfæri til að opna heiminn og greiða öllum aðgang að umræðu og upplýs- ingum. Því hefur verið hampað sem mótefni við einræði. Harðstjórar heimsins geti ekki lengur sópað óþægilegri umræðu undir teppið. En er netið harðstjóri? Rithöfundurinn Dave Eggers sér netið fyrir sér sem alræðisvald framtíðarinnar í bók sinni The Circle, eða Hringurinn, sem kom út fyrir tveimur árum. Hringurinn er fyrirtæki sem minnir á Apple og Google. Í heimi þess gilda þrjú kjörorð: Leyndarmál eru lygar. Að deila er umhyggja. Einkalíf er þjófnaður. Fyrirmyndin er augljóslega bókin 1984 eftir George Orwell og slagorð Stóra bróður: Stríð er friður. Frelsi er þrældómur. Fáfræði er styrkur. Hjá Orwell er eftirlitið stöðugt. Í bók Eggers ganga hin ráðandi öfl út frá því að ekkert megi gerast nema allir viti af því. Út- gangspunkturinn er sá að undir stöðugu eft- irliti geri maðurinn ekki lengur neitt af sér. Fræðimaðurinn og blaðamaðurinn Evgeny Morosov hefur fjallað um pólitískar og fé- lagslegar afleiðingar netsins. Hann hefur ekki mikla trú á að netið efli lýðræði í einræðisríkjum og telur að það nýtist einnig til eftirlits með almenningi, pólitískrar kúg- unar og útbreiðslu öfga og rétttrúnaðar. Í bók sinni To Save Everything Click Here, Smellið hér til að vista allt, veltir hann því fyr- ir sér hvaða afleiðingar það hafi þegar hægt er að skrá allt, telja og reikna saman, hvort sem það er mengun, glæpir eða afstaða stjórnmálamanna, og spyr hvort við getum verið frjáls án ógagnsæis. Netið er sveipað slíkum dýrðarljóma þessa dagana að ætla mætti að lífið hefði verið ömurlegt án þess. Reyndin er þó sú að lífið gat verið skrambi gott áður en netið kom til sögunnar og tilvist þess er ekki upphaf og endir alls. Með þessum orðum er ekki verið að boða steinaldar- hyggju eða setja fram kröfu um að slökkt verði á netinu áður en siðmenningin hrynur. Bara minna á að netið er ekkert annað en tæki rétt eins og hamar, sem hægt er að nota til að smíða hús, eða berja mann í höfuðið. Það dreg- ur ekkert úr ágæti hamarsins. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Alræði netsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vel hefur gengið hjá yngstukynslóðinni að fá atvinnuá árunum eftir efnahags-hrunið og er langtíma- atvinnuleysi fólks undir 25 ára aldri lítið hér á landi í samanburði við önnur Evrópulönd. Vel er þekkt er- lendis á krepputímum þegar at- vinnuleysishlutfall er hátt að til verði svokölluð „týnd kynslóð“ ungs fólks sem nær ekki að festa sig í sessi á atvinnumarkaði. Slíkt ástand kom upp í Finnlandi á 10. áratugn- um og svipað ástand er víða í Suður- Evrópu nú. Ástandið er einna verst á Spáni þar sem atvinnuleysi hefur verið nærri 50% hjá fólki undir 25 ára og nærri 25% á landsvísu. Minna langtímaatvinnuleysi Atvinnuleysi var 2,9% í maí- mánuði á Íslandi og þar af hefur tæpur helmingur verið án atvinnu lengur en í sex mánuði og 22% í ár eða lengur en það eru 1.219 manns. Yngsti hópurinn, sem er 16-24 ára samkvæmt skilgreiningu Vinnu- málastofnunar, er 15,5% atvinnu- lausra. Þegar horft er til langtíma- atvinnuleysis er þessi aldurhópur 11,4% af öllum þeim sem hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða leng- ur og um 9% þeirra sem hafa verið atvinnulausir í ár eða lengur en það eru 109 einstaklingar. Til samanburðar var 9% at- vinnuleysi í apríl árið 2010 þegar langtímaatvinnuleysi var mest eftir efnahagshrunið. Á þeim tíma höfðu 56% atvinnulausra verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og tæp 29% höfðu verið atvinnulaus í ár eða lengur en það eru 4.662 manns. Langtímaatvinnulausir í yngsta ald- urshópnum voru þá 14,8% af heild- arfjölda þeirra sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur en 12,4% þeirra sem höfðu verið án at- vinnu í ár eða lengur eða 518 manns. Af tölum Vinnumálastofnunar má sjá að langtímaatvinnuleysi ungs fólks hefur minnkað ívið meira hlut- fallslega en hjá öðrum aldurshópum ólíkt því sem hefur gerst víða ann- ars staðar þegar efnahagskreppa sækir að. Í þessu samhengi má þó nefna að margir þeirra sem voru án atvinnu í kjölfar efnahagshrunsins eru ekki lengur í hópi 16-24 ára í dag. Tryggvi Haraldsson, sérfræð- ingur hjá Vinnumálastofnun, telur að sértæk úrræði eins og átakið Ungt fólk til athafna og Atvinnu- torg, sem rekin voru á vegum stofn- unarinnar, hafi skipt sköpum. „Það er mín reynsla að mikil hjálp og mikið aðhald með atvinnuleitendum skili árangri. Það helgast af því að hópur ungs fólks veit ekki hvernig hann á að snúa sér í samkeppni um störfin og fóta sig í fyrsta starfi,“ segir Tryggvi. Hann segir að Vinnu- málastofnun hafi reynt að beina sjónum sínum sérstaklega að þeim sem voru á framfæri sveitarfélaga þar sem fólk var ekki lengur með bótarétt. „Það er enn einhver hópur sem þarf á meiri aðstoð að halda í formi starfsendurhæfingar eða ein- hvers konar meðferð áður en þetta fólk kemst út á vinnumarkaðinn,“ segir Tryggvi. Hann segir að ekki sé þó hægt að tala um týnda kyn- slóð á Íslandi. „Það kom vissulega fram nokkuð stór hópur sem þurfti á opinberri aðstoð að halda eftir efnahagshrunið og þá getur það gerst að ekki sé hægt að veita ein- staklingsmiðaða þjónustu. Í slíkum aðstæðum er hætta á að fólk veikist og nái ekki að rífa sig upp úr því. En um leið og þessi verkefni fóru af stað þá náðum við að grípa inn í og þjónusta afmarkaða hópa. Það tókst vel og því ekki hægt að tala um týnda kynslóð hér,“ segir Tryggvi. Unga kynslóðin týndist ekki á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Vinnumálastofnun Vinnumarkaðsaðgerðir hafa skilað góðum árangri þegar kemur að því að koma ungu fólki á atvinnumarkaðinn. Tryggvi segir að litið hafi verið til reynslu ann- arra landa til þess að takast á við vanda- málið. „Það verður alltaf hópur sem þarf á ein- staklingsaðstoð að halda. Þegar við hættum með Atvinnutorgið hafði minnkað mest í yngsta aldurshópnum því við sinntum honum mest,“ segir Tryggvi. Hann segir reynsluna sýna að virkar vinnumarkaðsaðgerðir skili miklum árangri og ein- staklingsmiðuð nálgun við at- vinnuleitendur og atvinnu- rekendur hafi gefist vel. „Í sumum tilfellum fylgir starfs- fólk stofnunarinnar fólki á vinnustaði. Eins fær fólk hálf- gerða einkaþjálfun í að sækja um störf til að koma sér að á vinnumarkaði ef það þarf á slíku að halda.“ Fólk fær einkaþjálfun MEÐ FÓLKI Í VINNUNNI Tryggvi Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.