Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Tölvur og fylgihlutir • Glæsileg bílamyndavél með rúðufestingu • Sjálfvirk upptaka í Full HD 1080P myndgæðum • Hreyfiskynjari myndar allt ferðalagið og vaktar bílinn • Skynjar árekstur og varðveitir upptökuna • Innbyggður skjár til að skoða upptöku á staðnum TILBOÐ 11.900 kr. 12.995 kr. König Full HD bílamyndavél með hreyfiskynjara Sendum hvert á land sem er Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki bíða eftir ánægju fullvissunnar því þá verða engar ákvarðanir teknar í dag. Láttu eldmóðinn ráða för og þú munt bera af. 20. apríl - 20. maí  Naut Aðrir eru furðu lostnir vegna viðhorfa þinna í dag. Stattu samt ávallt fast á þínu. Endurtaktu fullyrðingar þínar oft og af mikilli ákefð, ekki síst þegar ekkert virðist ætla að ganga upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ástarböndin hafa ekki slitnað, það hefur bara teygst á þeim. Vertu óhrædd/ur þótt einhverjum í kringum þig kunni að finn- ast þetta óþarfa stælar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk opnar sig og tengist þér og þú verður ríkari fyrir vikið. Ekki bíða eftir því að afrekin hrannist upp heldur gerðu eitthvað í málunum sjálf/ur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þig langar stundum til að slaka á og láta aðra um að vinna verkin fyrir þig. Hvað- eina sem þér tekst að ljúka í dag mun veita þér ánægju sem varir lengi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki hrædd/ur við nýjungar bara af því að þær hafa breytingar í för með sér. Reyndu að sýna þolinmæði. Mundu að dramb er falli næst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum fer ekki saman það sem mað- ur helst vill og það sem manni er hollast. Taktu vinum þínum vel því þeir eru bara að endurgjalda þér hjálp sem þú veittir þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki hlusta á þá sem segja að draumar þínir geti ekki ræst. Samstarfsfólk þitt styður þig og leyfi yfirmanna er auðsótt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt eiga von á óvæntum gestum þannig að vertu með eitthvað al- mennilegt á boðstólum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanleg/ur þegar það á við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er kominn tími til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Treystu innsæi þínu. Hafðu í huga að raunveruleg ást á yfirleitt lítið skylt við það sem við sjáum í kvikmyndum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert óvenju uppreisnargjarn/ uppreisnargjörn í dag og ákveðin/n. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þig langi ekkert til þess kann svo að fara að þú verðir að deila einhverju sér- stöku með öðrum. Ekki gera of mikið úr því þó að það komi upp spenna á heimilinu. Páli Imsland þykir gaman aðleika sér að erfiðum rímorðum á hásumardegi og velur ekki alltaf auðveldustu leiðina. Hér fær limran óvæntan endi: Ef ríma vilt rétt móti salmíak eru raunirnar þungar því almanak er það næsta sem kemstu. Eftir nauðleitir fremstu því lýkur hér limru með dagatal. Sigurlín Hermannsdóttir tekur þátt í leiknum: Valdimar átti að vin kind það var bæði þessi og hin kind. Þær brögðuðu bús er hann bauð þeim í hús, hann sýndi þeim svolitla linkind. Á Boðnarmiði var Hallmundur Kristinsson á svipuðum nótum – undir öðrum hætti samt: Héðan er svosem fátt eitt að frétta, fyrir sko utan ný morð. Og auðvitað þá atvikast þetta af því mig vantar rímorð! Kjaradeilur hjúkrunarfræðinga hafa orðið vísnasmiðum yrkisefni. Hjálmar Freysteinsson orti á mið- vikudag: Svona á að sætta menn, setja á rétta skipan. Koma að góðu gagni enn gulrótin og svipan. Og bætti við: „Þarna var nú trú- lega meira svipan.“ Davíð Hjálmar Haraldsson spurði: „Var það ekki gulrótin hjá Bryndísi hestakonu og sáttasemj- ara sem réði úrslitum? Brosa hjúkkur, búið er að semja, Bryndís kann að lempa hross og temja; lítið ræðir lög og kjaradóma en lagar vöffludeig og þeytir rjóma.“ Ármann Þorgrímsson var þung- ur á brúnina: Engum fannst kosturinn ágætur öðrum en ríkissjóðs gæðingum. Gamlar og trénaðar gulrætur gáfu þeir hjúkrunarfræðingum. Yrkingunum lauk með þessum orðum Ólafs Stefánssonar: „Eiga menn ekki að vera ánægðir yfir því að samningar hafa tekist? Íslenskt mannlíf verður að kontinu- erast eða líða undir lok. Í fyrri daga flúðu menn til Ameríku, nú til Nor- egs. Það er þveröfug stefna sam- kvæmt áttavitanum, en kemur út á það sama. Uppgjöf. Græði læknar mannleg mein meðöl ekki spari, þó að hjúkka ein og ein utan til Noregs fari.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af rímorðum og hjúkkum Í klípu „JÁ, ÞÚ HEFUR RÉTT Á AÐ ÞEGJA - EN, MIÐAÐ VIÐ HVAÐ ÞETTA KOSTAR MIG, ÞÁ VÆRI FÍNT AÐ VITA HVAÐ ÞÉR FINNST.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BYRJA? BYRJA HVAÐ? ÉG HÉLT ÞÚ HEFÐIR SAGST HAFA RÁÐIÐ MIG TIL AÐ SJÁ UM BÆKURNAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú ert miðpunktur athygl- innar. NÆSTI! GELT! ÞESSI TJÁNINGARLÍNA SPARAR TÍMA. HVAÐ VILTU Í KVÖLDMAT, HRÓLFUR? FRÁBÆRT VAL!HVAÐ MEÐ FISK? Við innritun á flugvöllum erlend-is er gjarnan spurt hvort ferðamaðurinn hafi pakkað sjálfur í töskuna eða töskurnar og Vík- verji svarar alltaf hugsunarlaust já, eins og eflaust flestir ef ekki allir farþegar. En já getur komið fólki í koll. x x x Frá því var greint í vetur að viðreglubundna skoðun á innrit- uðum farangri á La Guardia- flugvelli í New York hefði kjöltu- rakki komið í ljós innan um fötin í tösku einni. Þegar var hafist handa við að hafa uppi á eiganda töskunnar sem var jafnvel enn meira hissa en starfsmennirnir, þegar þeir sögðu henni frá mála- vöxtum. x x x Konan sagði að hundurinn hlytiað hafa hreiðrað um sig innan um farangurinn á meðan hún var að pakka og hún ekki tekið eftir rakkanum, þegar hún lokaði tösk- unni. Málið fékk farsælan endi, því konunni gafst ráðrúm til þess að hringja í eiginmann sinn, sem skaust út á flugvöll og náði í hundinn. Í Keflavík er ekki alltaf spurt fyrrnefndrar spurningar. Fyrir skömmu var fjölskylda á leið úr landi og sem hún beið eftir að hleypt yrði um borð í vélina var nafn eldri sonarins kallað upp. Foreldrarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið en svöruðu kallinu. x x x Á Guðmundur þessa tösku?spurði eftirlitsmaðurinn og þau svöruðu sem var að um væri að ræða sameiginlega tösku fjöl- skyldunnar, þó hún væri merkt níu ára gömlu barninu. Hver á þessa byssu? var næsta spurning. Í ljós kom að drengurinn hafði laumað gamalli leikfangabyssu í töskuna án þess að foreldrarnir tækju eftir því og þeim var ekki skemmt, en eftir að gengið hafði verið úr skugga um að um leik- fang var að ræða var sjóræn- ingjabyssan sett á sinn stað og þau gátu haldið áfram för sinni. víkverji@mbl.is Víkverji Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66:9.) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.