Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir 8.990 kr. 36–48Str: 3 litir Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar Nissan Leaf Visia rafbifreið frá BL ehf. að verðmæti kr. 3.990.000,- 19315 Sony 50“ 3D sjónvarp að verðmæti kr. 199.990,- 31 1540 3930 4791 7981 9522 10810 13379 13837 14815 15446 16060 20018 20035 20327 21033 23796 26951 27718 28830 Samsung S6 snjallsími að verðmæti kr. 114.900,- 533 3686 4722 8192 9569 9664 9674 12082 14335 14664 16248 18210 18673 19933 20718 24020 24829 24907 27944 29688 Gjafakort að verðmæti kr. 100.000,- 10 1815 2169 2628 3935 3978 4597 5250 6207 7119 8177 8668 9136 9183 10947 11682 11766 12362 13075 13646 15632 16368 16523 19400 20084 20580 20855 22089 23165 23758 24547 24654 24974 27929 29835 Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar lsf. að Hátúni 12, 3. hæð, Reykjavík, sími 550 0360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 13. júlí 2015. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer Dregið var 24. júní 2015 (B irt án áb yr gð ar ) Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Fötluð börn í Klettaskóla í Reykjavík munu ekki hafa aðgang að sumar- þjónustu á frístundaheimilunum Guluhlíð, Öskju og Garði í tvær vikur þetta sumarið. Fulltrúar meirihluti borgarstjórn- ar í skóla- og frístundaráði vísuðu frá bókun sjálfstæðismanna á fundi ráðs- ins í fyrradag, þess efnis að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að frístunda- heimili fyrir fötluðu börnin yrðu opin í sumar svo þau ættu inni á öruggum stað innan um fólk sem þau þekktu. Samþykkt var að skipa starfshóp sem koma á með tillögur um hvernig útfæra megi sumarþjónustu skóla- og frístundasviðs, skammtímavistun á vegum velferðarsviðs og fleiri aðila sem þjónusta fötluð börn og ung- menni. Sama staða fyrir ári „Við erum afar óánægð og teljum þetta óviðunandi ástand. Þetta hjálp- ar ekki börnunum í sumar og það geta myndast alvarlegar aðstæður hjá þeim börnum sem eru viðkvæm fyrir breytingum og þurfa festu,“ segir Þórir Jónsson Hraundal, fyrir hönd foreldrafélags Klettaskóla. Hefði hann viljað sjá meiri eldmóð hjá þeim sem ráða á skóla- og frístundasviði að taka af skarið til aðstoðar þessum fá- menna hópi sem mesta þarf hjálpina. „Það sýna allir stuðning í orði við þennan málstað,“ segir hann en bætir við að því þurfi að fylgja eftir með að- gerðum og styðja málstaðinn líka á borði. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu, segist undr- andi á að tillaga sjálfstæðismanna hafi ekki verið samþykkt og send í borgarráð til aukafjárveitingar, en heimild er fyrir því, séu fjárhæðirnar ekki verulegar. „Borgarráð ætti að geta brugðist við og greitt úr þessu máli með því að auka fjárveitingu til verkefnisins,“ segir Marta, en ætla má að þessi þjónustuaukning mundi kosta a.m.k. þrjár milljónir á árs- grundvelli. Sambærileg staða kom upp fyrir ári þegar ákall var gert til borgar- stjórnar um að tryggja börnunum í Klettaskóla vistun í frístund allt sum- arið. Orðið var við því að litlu leyti þar sem þrjú börn af 100 hlutu viðbótar- þjónustuna. „Þau eru búin að hafa heilt ár til að aðhafast í málinu en hafa ekkert gert, t.d. var ekki gert ráð fyr- ir þessu í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár,“ segir Marta. Ná ekki að manna þjónustuna „Þessar lokanir hafa verið við lýði undanfarin ár,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Þegar tillagan kom fram í ráðinu 3. júní sl. fór fram ítarleg athugun á stöðunni og hvort hægt væri að koma til móts við börnin í Klettaskóla. „Það var svo niðurstaða skóla- og frístundasvið að það væri útilokað að manna þjónustuna með svo skömm- um fyrirvara,“ segir hann og bætir við að það sé óháð því hvort aukafjárveit- ing hefði fengist fyrir viðbótaropnun- inni. Rætt hafi verið við forstöðumenn frístundaheimilanna og þeir ekki talið sér fært að verða við þessu. „Hópurinn mun skila tillögum í vet- ur og við getum þá aukið þjónustuna næsta sumar,“ segir Skúli. Loka á frístund fatlaðra barna  „Óviðunandi ástand“  Málið sett í nefnd Morgunblaðið/Eggert Lokað Frístund fyrir fötluð börn verður lokað í tvær vikur í sumar. Við skóflustungu að stækkun Klettaskóla var borgarstjóri meðal viðstaddra. „Það er allt óljóst um þinglok,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, þegar blaðamaður spurði hvort stutt væri í þinglok. Á heimasíðu Alþingis nær dag- skrá þingsins fram til þriðjudagsins 30. júní en Einar segir engar vís- bendingar mega lesa út úr því, aðrar en að þingið starfi að minnsta kosti út þriðjudag. Í dag eru nefndarfundir í tveimur nefndum; efnahags- og við- skiptanefnd annars vegar og at- vinnuveganefnd hins vegar. Á mánu- dag verður almennur þingfundur og á þriðjudag er fundur í fjármála- nefnd. Einar segir að nefndarfundir þessir hafi verið ákveðnir með nokkrum fyrirvara. „Verið er að skapa rými fyrir þær nefndir sem þurfa að vinna núna. Efnahags- og viðskiptanefnd þarf til að mynda að fjalla um gjaldeyris- höftin og atvinnuveganefnd um makrílfrumvarpið,“ bætir hann við. Eins og kunnugt er hefur Alþingi verið að störfum í um þrjár vikur fram yfir áætlun en ekkert útlit er fyrir þinglok. Er því eðlilega komin nokkur þreyta í þingmenn. brynja@mbl.is Þingið komið þrjár vikur yfir  Enn óljóst hve- nær þingið fer í frí Morgunblaðið/Kristinn Óvissa Forseti Alþingis getur ekki fullyrt hvenær þinglok verða. Leikhópurinn Lotta var meðal þeirra sem skemmtu börnum, for- eldrum og starfsfólki á Barnaspítala Hringsins í gær á sumarhátíð gigt- veikra barna. Skemmtu börnin sér vel enda Litla gula hænan flutt á líf- legan hátt. 10-14 börn greinast ár- lega með gigt hér á landi. Sum þurfa á mikilli lyfjagjöf að halda og sækja því þjónustu til barnaspítalans. Foreldrahópurinn hefur staðið fyrir sumarhátíð í nokkur ár. Er öll- um börnum sem liggja á spítalanum boðið ásamt foreldrum og starfsfólki spítalans og öllum gigtveikum börn- um og foreldrum þeirra. Morgunblaðið/Þórður Skemmta sér á sumarhátíð mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.