Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 36
 Alexander Smári Kristjánsson Edelstein píanóleikari heldur tónleika í Hömrum í Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Þó að Alexander sé aðeins 17 ára hefur hann þegar getið sér gott orð fyrir tónlistarhæfileika sína og hélt tónleika í apríl sl. á Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Hann hlaut 1. verð- laun í píanókeppni EPTA árið 2012, sama ár viðurkenningu Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Eldborgarsal Hörpu og í fyrrahaust hlaut hann styrk úr Menningarsjóði KEA fyrir ungt afreksfólk. Á tónleik- unum í Hofi leikur Alexander verk eftir Bach, Schubert, Chopin, Rach- maninoff og Liszt. Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við Menningarfélag Akur- eyrar. 17 ára píanóleikari heldur tónleika í Hofi FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Synir Hófíar unnu í WOW cyclothon 2. Barn slasast alvarlega í körfurólu 3. Vann 162 milljónir 4. „Virkilega harðir andstæðingar“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram, sem Jón Ólafsson stýr- ir, verða haldnir í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík 24. október nk., í til- efni af 50 ára afmæli félagsheimilis- ins sem var vígt 23. október 1965. Jón fær til sín Keflvíkinginn Gunnar Þórðarson, sem mun flytja sín þekkt- ustu lög og rabba milli laga við Jón um tónlistarferil sinn og lífshlaup. Miðasala á tónleikana hefst í dag. Morgunblaðið/Golli Af fingrum fram í fimmtugum Stapa Á laugardag Austlæg átt, 8-13 m/s með suðurströndinni en ann- ars 3-8. Skýjað með köflum en dálítil væta syðra og eystra. Hiti 14 til 21 stig norðan- og vestanlands en annars 8 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 3-8 m/s. Yfirleitt bjart með köflum. Fer að rigna syðst seinni partinn í dag. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. VEÐUR „Það er engin krísa hjá okk- ur þó svo að þessi byrjun hafi verið erfið andlega fyrir hópinn. Þetta fer í reynslu- bankann hjá strákunum en nú reynir á mannskapinn að þjappa sér saman,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar. Titilvörn meistaranna ætlar að reyn- ast þeim erfið, en eftir níu umferðir eru Stjörnumenn í sjötta sæti deildarinnar. »1 Engin krísa hjá meisturunum „Það er engin ein leið sem hægt er að segja að sé hin fullkomna leið. Maður getur ekki sagt að Gylfi Þór Sigurðs- son hafi tekið vit- lausa ákvörðun að fara 16 ára út. Þetta er svaka- lega persónu- bundið og að- stæðubundið hvernig að- staðan er hjá félögunum úti og annað slíkt,“ segir Elf- ar Árni Aðal- steinsson, sem skrifaði meistara- ritgerð um leiðir íslenskra knatt- spyrnumanna í at- vinnumennsku erlend- is. »4 Engin leið er hin fullkomna leið Íslands- og bikarmeistarar Stjörn- unnar eiga líklega fyrir höndum ein- vígi við kýpversku meistarana Apoll- on um sæti í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Stjarnan leikur í undanriðli á Kýpur og í honum eru einnig meistaralið Færeyja og Möltu. Apollon hefur komist áfram úr forkeppninni fimm sinnum í röð. »2 Einvígi Stjörnunnar og Kýpurmeistaranna? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég hafði ekkert að gera eftir að þjóðfélagið óskaði ekki lengur eftir vinnukröftum mínum þegar ég varð sjötugur,“ segir Friðrik Jónsson, fyrrverandi skipstjóri og mynd- listarmaður, sem byrjaði að mála á gamals aldri, en hann verður 94 ára í næsta mánuði. Hann heldur mál- verkasýningu í listasalnum Anarkíu í Kópavogi á morgun ásamt Hönnu Pálsdóttur. Sýningin stendur til 19. júlí næstkomandi og er opin öllum. Skólagöngunni lokið „Þetta byrjaði allt á barnsaldri þegar ég teiknaði Gunnar á Hlíðar- enda fyrir krakkana í bekknum,“ segir Friðrik en viðurkennir að það hafi bara verið hálfgert krot. En eftir heila vinnuævi sem skip- stjóri lét hann vin sinn plata sig á myndlistarnámskeið hjá Mynd- listarskóla Kópavogs, kominn á átt- ræðisaldur. Reyndist það hið mesta gæfuspor og gaf lífinu gildi. „Áhuginn var oft það mikill að þegar maður kom úr tíma vildi maður halda áfram heima,“ segir Friðrik. Hann sótti námskeiðin í hátt í tuttugu ár með hléum og var á end- anum gerður að heiðurslistamanni skólans. „Skólastjórinn hringdi í fyrrahaust og spurði hvort ég ætlaði ekki að koma aftur. Ég var þá búinn að selja bílinn minn og átti erfitt með að komast en þau buðust þá bara til að skutla mér á milli. „En nú er skólagöngu minni þó lokið endan- lega,“ segir Friðrik. „Það sem ég segi stendur“ Mörg órjúfanleg vináttubönd hafa myndast á tíma Friðriks í mynd- listarskólanum, en þar eru margir nemendur komnir á efri ár. „Ég er þó alltaf aldursforsetinn hvar sem ég kem,“ segir hann léttur í bragði. „Ég hef alltaf lifað reglubundnu lífi. Ég hef aldrei svikið neinn og það sem ég segi stendur,“ segir Friðrik um leyndarmálið að baki því að verða 94 ára gamall og enn uppfullur af fjöri. Viðurkennir þó að vera ekki eins mannglöggur og áður. Blik af hafi og perum „Sýningin núna er samansafn af myndum í gegnum tíðina, bæði vatnslitamyndum og olíumyndum,“ segir Friðrik og eru þær jafnólíkar og þær eru margar. „Ég mála ýmis- legt, til dæmis af Flatey í Breiða- firði, húsamyndir og nú undanfarið hafa það verið perur,“ segir hann en á þá bæði við perur til átu og ljósa- perur. Sýningin ber því heitið Blik, af bæði hafi og perunum. Óbilandi áhugi á myndlistinni  Friðrik Jónsson byrjaði að mála á áttræðisaldri Morgunblaðið/RAX Blik Friðrik Jónsson heldur málverkasýningu í galleríinu Anarkíu dagana 27. júní til 19. júlí. Sýningin heitir Blik. Var hann skipstjóri lengst af og hófst handa við myndlistina á sjötugsaldri hjá Myndlistarskóla Kópavogs. Hanna Pálsdóttir myndlistarkona opnar sýningu sína, Yl, með Frið- riki í Anarkíu á laugardag. „Eins og fyrr læðist gróður inn í myndirnar mínar,“ segir Hanna, sem rekur það aftur til æsku- stöðva sinna, að lynggrónum, kjarrivöxnum brekkum og lautum þar sem hægt var að skríða í skjól þegar vindar blésu. „Vindarnir blása nefnilega víða og eru ekki allir ættaðir frá Veðurstofunni.“ Halda sýningarnar saman YLUR OG BLIK Í ANARKÍU Hanna Pálsdóttir og Friðrik Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.