Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Eftirlitsdeild Vinnumálastofnunar hefur að eigin frumkvæði haft til skoðunar Facebook-hópinn „Skutl- arar!“. Rúmlega 15 þúsund ein- staklingar eru skráðir í hópinn, en þar bjóðast einstaklingar til að keyra fólk á milli staða gegn gjaldi. Svipar hópnum nokkuð til Uber- skutlþjónustunnar, sem hefur rutt sér til rúms víða um heim á sviði far- þegaflutninga, þar sem einstaklingar skutla farþegum á milli staða á einka- bifreiðum sínum gegn gjaldi. Flestir þeirra sem auglýsa skutl gegn gjaldi í Facebook-hópnum hafa ekki leyfi til farþegaflutninga og er þeim því ekki heimilt að hagnast fjárhagslega af skutlinu. Gæti misst bætur í eitt ár Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarfor- stjóri Vinnumálastofnunar, segir að mál einstaklings sem er á 65 prósent atvinnuleysisbótum og auglýsti skutl á síðunni hafi hlotið efnislega með- ferð skv. stjórnsýslulögum hjá Vinnumálastofnun. Á það bæði við hvað varðar tíma og efni máls- meðferðarinnar. 78 mál komu upp hjá VMST árið 2014 vegna ótilkynntrar vinnu og segir hún málin koma til kasta stofn- unarinnar t.d. með vinnustaðaeftirliti á vegum aðila vinnumarkaðarins, ábendingum á heimasíðu VMST og samkeyrslu VMST við gögn hjá Sam- göngustofu. Unnur segir að lykti málum með þeim hætti að ákvörðun sé tekin um viðurlög felist þau í því að ein- staklingur missi rétt til greiðslu at- vinnuleysisbóta í eitt ár. „Einhver af þessum málum geta flokkast undir svarta atvinnu- starfsemi en ekki endilega öll. Jafn- framt geta einhver þeirra verið vegna leigubifreiðaaksturs,“ segir Unnur og gefur þær skýringar að töl- ur VMST séu ekki flokkaðar eftir starfsgreinum heldur brotateg- undum. Kári Friðriksson, sem er tenór- söngvari, kórsöngvari og menntaður tónmenntakennari, hefur auglýst skutl á síðunni og barst honum at- hugasemd frá VMST. Hann segist ekki vita hvort hann sé sá eini undir smásjá VMST. „Ef þeir eru að skoða þetta taka þeir væntanlega alla sem eru atvinnulausir,“ segir hann og bætir við að þar sem skutlið sé á gráu svæði lagalega séð sé ekki öruggt að hann geti gefið skutlið upp til skatts. „Maður fær nokkra þúsundkalla af og til og er að hjálpa fólki. Ég hef ekkert verið að fela þetta. Kannski hefði maður átt að gera það, en mér fannst ekkert ólöglegt við þetta.“ Morgunblaðið/Júlíus Skutlarar Rúmlega 15 þúsund einstaklingar eru skráðir í Facebook-hóp þar sem hægt er að óska eftir fari á milli staða eða auglýsa skutl gegn gjaldi. Fylgjast með skutlurum Guðríður Guðbrandsdóttir lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær, 109 ára gömul. Hún var elsti Íslendingurinn í tæp fjögur ár. Aðeins þrjár íslenskar konur hafa náð hærri aldri. Guðríður fæddist á Spágilsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 23. maí 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- brandur Jónsson bóndi þar og Sig- ríður Margrét Sigurbjörnsdóttir húsfreyja. Guðríður var sjötta í röð ellefu systkina, sem öll eru látin. Eiginmaður Guðríðar frá árinu 1932 var Þorsteinn Jóhannsson, verslunarmaður í Búðardal og Reykjavík. Hann lést 1985. Dóttir þeirra var Gyða Þorsteinsdóttir og fósturbörn þeirra Sigurður Markús- son og Halldóra Kristjánsdóttir. Þau eru öll látin. Guðríður Guð- brandsdóttir Andlát SVIÐSLJÓS Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Það voru þarna í upphafi ákveðin varnaðarorð, þannig að við í fjár- málaráðuneytinu létum gera ítarlega greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið IFS gerði. Niðurstaðan var sú að áhættan væri inn- an raunhæfra marka,“ segir Oddný G. Harð- ardóttir, fv. fjár- málaráðherra, en hún mælti fyrir frumvarpi um lán- veitingu til þess að fjármagna Vaðlaheiðargöng á sínum tíma. Nú hefur komið í ljós að stjórn Vaðla- heiðarganga telur að kostnaður fari 1.500 milljónum fram úr áætlun, eða um 14%. Áætlaður umframkostnaður er því hærri en allt eigið fé Vaðlaheiðarganga hf. Vísar gagnrýni á bug Því hefur verið haldið fram að ekki hafi verið hlustað á gagnrýni sem kom fram þegar málið fékk þinglega meðferð en spurð hvort það reynist rétt segir Oddný: „Ég vísa því alger- lega á bug. Það voru gerðar tvær góð- ar greiningar, bæði frá Vegagerðinni og frá IFS. Að því loknu voru allar þær upplýsingar vegnar og metnar af Ríkisábyrgðasjóði sem Seðlabankinn sér um. Það sem snýr að fjár- málaráðuneytinu var mjög vandað.“ Hún bætir við að byggt hafi verið á þeim greiningum sem gerðar voru en í kjölfar þeirra hafi verið ákveðið að styrkja þyrfti eiginfjárstöðu Vaðlaheiðarganga úr 440 milljónum og upp í 600 milljónir. Hún segir jafn- framt að öllum gangaframkvæmdum fylgi einhver áhætta og svo hafi einn- ig verið í þessum framkvæmdum. Spurningin hafi snúið að því hvort áhættan hafi verið viðunandi eða ekki. „Niðurstaða okkar var sú að hún væri viðunandi. Það er heldur ekki full vissa um hver lokaniður- staðan verður. Það gæti farið svo að héðan í frá muni allar framkvæmdir ganga mjög vel og kostnaður jafnast út,“ segir Oddný. Hún bendir á að samkvæmt skýrslu IFS standist rekstrar- forsendur ganganna jafnvel þótt stofnkostnaður aukist um 14% og að- eins muni taka lengri tíma að greiða niður lánið, en það verður greitt niður með tekjum af veggjöldum. „Eftir hrunið var staðan í ríkisfjármálunum sú að ekki var hægt að ráðast í stórar framkvæmdir á vegum hins opinbera og þar sem greiningarnar leiddu í ljós að veggjöld gætu staðið undir kostn- aði var þetta ákjósanleg leið til þess að örva hagkerfið,“ segir Oddný og bætir við að göngin séu einnig mik- ilvæg samgöngubót fyrir svæðið. Eiginfjárhlutfall um 7% Í umræddri skýrslu IFS kemur fram að Moody’s-ráðgjafarfyrirtækið ráðgeri að eigið fé í framkvæmdum sem þessum sé á bilinu 8-20%. Í til- felli Vaðlaheiðarganga var það upp- haflega 4,9% en eftir eiginfjáraukn- inguna um 7%. Oddný segir að stjórnvöld hafi talið eðlilegt að vera í neðri mörkunum og jafnvel rétt fyrir neðan þau vegna þess að á bak við fyrirtækið standi opinberir aðilar en það ætti að hækka lánshæfið. Að baki Vaðlaheiðargöngum standa Vegagerðin annars vegar og Greið leið ehf. hins vegar, en hlut- hafar Greiðrar leiðar samanstanda af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ásamt fyrirtækjum á svæðinu. Ágúst Torfi Hauksson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að ekki hafi formlega verið leitað til hlut- hafa eftir frekari hlutafjáraukningu þó að þeir séu vissulega vel upplýstir um stöðu mála. „Það sem snýr að fjármála- ráðuneytinu var mjög vandað“  Fyrrverandi fjármálaráðherra vísar því á bug að gagnrýni á Vaðlaheiðar- göngin hafi verið hundsuð  Segir áhættuna hafa verið innan raunhæfra marka Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vatnselgur Töluvert magn af heitu og köldu vatni hefur verið leitt út úr Vaðlaheiðargöngum eftir að mikill leki kom upp síðastliðinn vetur. Oddný G. Harðardóttir 191 hjúkrunarfræðingur á Land- spítalanum hefur sagt upp starfi sínu undanfarið. Frá því að lög voru sett á verkfall þeirra 13. júní sl. hefur 181 hjúkrunarfræðingur sagt upp en 10 uppsagnir bárust í gær. Engin uppsögn hefur verið dregin til baka. Það á einnig við um þá 13 hjúkr- unarfræðinga sem hafa sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Reykjanesbæjar nýverið. Þar hafa hins vegar ekki bæst við fleiri upp- sagnir. Að minnsta kosti hafa því ríflega 200 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum. Fleiri hjúkrunar- fræðingar segja upp Við útboð á Vaðlaheiðargöngum bjuggust menn við töluverðu magni af köldu vatni vestan megin í göngunum en einnig að hiti gæti leynst austan megin. Nú hefur komið á daginn að kalda vatnið hefur sprottið fram austan megin en mikið af heitu vatni vestan megin, þvert á allar áætlanir. Nú sé áætlað að jarðhiti geti verið töluverður á allt að 2,5 km löngu svæði. Stjórn Vaðlaheiðarganga segir í svari sínu við spurningum fjárlaganefndar að heita vatnið sé það sem valdi mestum erfiðleikum og telur málið með miklum ólíkindum. Á svæðinu vestan megin, þar sem heita vatnið hefur leikið framkvæmdaraðila grátt, hafi ekki verið vitað um jarðhita þó að leitað hafi verið á þessu svæði eftir heitu vatni fyrir Akureyri í áratugi. „Allt með miklum ólíkindum“ VATNSLEKINN Í VAÐLAHEIÐARGÖNGUM Vatnið í göngunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.