Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Árni Segir sárlega hafa vantað lesefni fyrir drengi á grunn- skólaaldri. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Það var ekki að ástæðulaususem ég gaf mig í þýðingará þessum bókum,“ segirÁrni Árnason, kennari og þýðandi bókanna Óvættaför eftir Adam Blade. Segir hann sárlega hafa vantað lesefni fyrir drengi á grunnskólaaldri svo þeim sé gert kleift að þjálfa lestrarhæfni sína. Bækurnar þurfi að halda þeim við efnið og freista þeirra. Óvættaför er röð bóka sem koma í seríum, þ.e. sex bækur í hverri seríu sem segja frá för aðal- persónunnar og átökum hennar við óvætti á leið sinni. Í hverri seríu kljáist aðalpersónan við nýjar ógnir með ný markmið fyrir augum. Bækurnar eru gefnar út af Iðnú og kemur fyrsta bókin í fjórðu seríu út í sumar. Sýnilegt en óáþreifanlegt Aðalsögupersónan, Tom, berst hetjulega við hlið vinkonu sinnar, Elenu, til að vernda ríkið fyrir alls kyns ógnum. Tom var útvalinn til þessa verkefnis, þar sem hann er sonur helstu hetju ríkisins. Er hann mikil skylmingahetja og berst með sverði og skildi. Sögurnar byggjast því á góð- um og gildum dyggðum eins og hugrekki, heiðarleika, dirfsku og hjartahreinleika, ásamt sterkum tengslum á milli sonar og föður. Hindranirnar sem hann stend- ur frammi fyrir miða einnig að því að leysa föður hans úr haldi hins óeiginlega, en hann er fastur í ánauð á milli raunverulegs heims og hins loftkennda. „Þetta er ekki lítið verkefni fyrir ungan dreng,“ segir Árni en það megi finna marg- ar hliðstæður úr sögunum við okkar raunveruleika. Til dæmis séu ýmsir þættir í umhverfinu sem smella vel inn í íslenskar aðstæður. „Ýmislegt sem tengist snjó, ís og öðrum hama- gangi í náttúrunni sem við höfum hér í allri sinni dýrð,“ segir hann. Þá er sögusviðið og uppbygg- ing óvættanna með svipuðum hætti og sést í tölvu- leikjum, sem marg- ir ungir drengir þekkja. „Í nýj- ustu seríunni er til dæmis að finna óvætti sem eru að hálfu leyti raun- veruleg- ir og að hálfu leyti draugaóvættir sem geta á augabragði breytt sér í eitthvað sýnilegt en óáþreifanlegt.“ Órjúfanleg vináttubönd Tom og Elena, sem hefur yfir að ráða mikilli bogfimi, standa sam- an í gegnum súrt og sætt en á milli þeirra ríkir gagnkvæm virðing og traust sem skín sterkt í gegnum all- Óvættaför vörðuð hugrekki og dirfsku Bækurnar Óvættaför eftir Adam Blade hafa verið þýddar á íslensku af Árna Árnasyni. Ráðist var í þýðingar bókanna þar sem þær eru taldar höfða sér- staklega til ungra drengja. Aðalsöguhetjurnar eru Tom og Elena sem vinna sam- an að því að vernda ríkið og bjarga föður Toms sem er fastur í ánauð. Standa þau þétt hvort að baki annars og sigrast á hverri hindruninni á fætur annarri. Morgunblaðið/Þórður Arnar Systrasamlagið og Float efna til fyrsta sveita-samflots sumarsins sem haldið verður í gömlu lauginni á Flúðum annað kvöld, laugardags- kvöld, kl. 22. Allir bræður og systur eru velkomin að fljóta með þeim til móts við bjarta sumarnóttina. Gamla laugin á Flúðum er einstök gersemi og lifandi hverasvæðið umhverfis laugina gefur henni töfrandi blæ. Gamla laugin er líklega notalegasta flotlaug landsins. Verð á viðburði með leigu á flothettu og fótafloti 6.500 kr. en 5.000 kr. fyrir flothettu- eigendur. Innifalið er aðgangur að laug (flothetta og fótaflot), upphitun, næringarríkur matarbiti og samþætt- ing vinstra og hægra heilahvels. Skráning og „aðgöngumiðar“ í Systrasamlaginu við Seltjarnarnes- laug í síma 511 6367 eða sendið skila- boð á facebook.com/systrasamlagid. Fólk skal koma sér á eigin vegum. Vefsíðan www.facebook.com/systrasamlagid Flot Þeir sem reynt hafa vita hversu dásamlegt er að fljóta í vatni með hettu. Til móts við sumarnóttina Hlutverkasetur er starfsendurhæfing þar sem lagt er upp með að styrkja og efla fólk til að komast aftur út á vinnumarkaðinn, fara í nám eða auka lífsgæði. Ein leiðin er að ýta undir listræna hæfileika með markvissri hvatningu og í dag kl. 16 verður opn- uð sýning í Gerðubergi í Breiðholti þar sem afrakstur slíks verkefnis verður sýndur. Listin getur haft ótrúlega jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa. Listin styrkir, eflir og sameinar. Yfirskrift myndlistarsýningarinnar er Sönn ásjóna og þar eru fjölbreytt myndverk eftir tuttugu og fjóra lista- menn unnin í Hlutverkasetrinu. Við opnunina flytur leiklistarhópur Hlut- verkasetursins gjörning. Andlitsmynd snýst frekar um að segja satt heldur en að búa til sögu. Listamenn þurfa að hafa djúpan skilning á viðfangsefninu til að ná fram sannleikanum á mynd og stund- um þarf til þess margar tilraunir. Myndverkin á sýningunni Sönn ásjóna eru bæði hefðbundin málverk unnin með olíu en einnig pastel-, vatnslita- og klippimyndaverk. Sumar ásjónurnar eru af gæludýrum, aðrar af fólki og nokkrir sýnendur hafa haft kjark til að gera sjálfsmyndir. Myndlistarkennararnir Anna Hen- riksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir hafa leitt vinnustofurnar síðastliðin fimm ár. Í ár fagnar Hlutverkasetur 10 ára afmæli og er sýningin því jafn- framt afmælissýning setursins. Andlitsmynd snýst um að segja satt Gjörningur við opnun í dag Sönn ásjóna Hér má sjá eitt verkið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Snertu ekki, talaðu aðeins ef á þig er yrt og láttu þér ekki detta í hug að taka sjálfu. Þessi ráð voru meðal margra á fjögurra blaðsíðna leiðarvísi frá breska sendiráðinu í Berlín til handa þeim Þjóðverjum sem boðið var í garðveislu í Berlín til heiðurs Elísa- betu Englandsdrottningu og eigin- manni hennar, Filip prins, í vikunni. Hinir tignu gestir munu hafa látið þá ósk uppi við skipuleggjendur heim- sóknarinnar að þeir vildu gjarnan hitta eins marga „venjulega“ þýska borgara og mögulegt væri. Sendiráðið brá á það ráð að efna til samkeppni á Facebook til að gefa nokkrum úr hópi alþýðunnar kost á að Elísabet Englandsdrottning og Filip prins í opinberri heimsókn í Þýskalandi Ekki snerta drottninguna og ekki taka sjálfu Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín - góð næring fyrir dýrin þín - Ekkert hveiti, soja eða maís Engin erfðabreytt matvæliEngin aukaefni Enginn sykur eða mjólkurafurðir 2.054. - kr. Verð fr á REGAL hunda- og kattafóður AMH | Akranesi | Sími 431-2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.