Fréttablaðið - 15.07.2015, Page 18
| 2 15. júlí 2015 | miðvikudagur
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ
Hagstofan – Fiskafli í júní 2015
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ
Hagstofan – Vísitala íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ
Þjóðskrá – Upplýsingar um
leiguverð íbúðahúsnæðis
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ
Hagstofan – Vísitala byggingar-
kostnaðar
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ
Hagstofan – Vísitala kaupmáttar
launa
Hagstofan - Greiðslujöfnunar-
vísitala
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Á ÖGURSTUNDU getur það skipt
sköpum fyrir alla heimsbyggðina að
ráðamenn einstakra ríkja séu starfi
sínu vaxnir og geti staðið undir
þeirri miklu ábyrgð sem á þeim
hvílir.
ÞEGAR horft er til síðari heimsstyrj-
aldarinnar dylst engum að þegar
Winston Churchill tók við forsætis-
ráðherraembætti í Bretlandi af
Neville Chamberlain urðu kafl askil.
Stríðslukkan snerist ekki Bretum og
bandamönnum í hag þegar í stað, en
brotið hafði verið blað.
ÞEGAR við Íslendingar horfum
til baka er erfi tt að draga aðra
ályktun en þá að ráðamenn í
ríkisstjórn, Seðlabanka og
stjórnkerfi Íslands hafi verið
mörgum númerum of litlir
í sín vandasömu störf á árunum og
misserunum fyrir hrunið sem hér
varð 2008.
Í GRIKKLANDI, vöggu lýðræðis í heim-
inum, hafa óhæfi r menn farið með
landstjórnina í áratugi. Um það þarf
ekki að deila. Afl eiðingarnar eru
skelfi legar fyrir Grikki, sem nú eru
háðir nágrönnum sínum um neyðar-
aðstoð til að afstýra algeru hruni.
ENDURREISN Þýskalands eftir seinni
heimsstyrjöldina er oft kennd við
Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963,
og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra
hans og eftirmann, og víst er að þeir
voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim
Adenauer og Erhard aldrei tekist að
endurreisa Þýskaland án mikillar
aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst
m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkja-
manna og stórfelldri skuldaniðurfell-
ingu, sem gengið var frá á Lundúna-
ráðstefnunni 1953.
NÁGRANNARÍKI Þýskalands ætluðu
Þjóðverjum ekki hið óframkvæman-
lega hlutskipti að komast á réttan kjöl
fjárhagslega með því að skera niður
útgjöld og hækka skatta í brostnu hag-
kerfi enda hefði það aldrei gengið.
Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og
þeir reistir á fætur.
ÞVÍ er það kaldhæðnislegt þegar
Grikkland er á fjárhagslegri vonar-
völ að þýskir ráðamenn skuli ganga
fremstir í fl okki þeirra sem gera
óraunhæfar kröfur um niðurskurð og
skattahækkanir í gríska hagkerfi nu.
Ekki verður betur séð en að einn til-
gangur þess skrípaleiks, sem staðið
hefur í Brüssel undanfarnar vikur,
sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er
að gera kröfur um umbætur í grískri
stjórnsýslu og hagstjórn en án stór-
felldra skuldaafskrifta er Grikklands-
ævintýrið dæmt til að enda með skelf-
ingu fyrir Evrópu.
ÞAÐ er ekki fyrr en á reynir sem í
ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru
leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að
leiða Grikklandskrísuna til farsæll-
ar lausnar fyrir alla höfðar Angela
Merkel til lægstu hvata þýskra kjós-
enda. Hún er ekki starfi sínu vaxin.
Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskr-
ar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er
við að sagan skipi Merkel annars stað-
ar í sveit en með Adenauer, Erhard,
Brandt, Schmidt og Kohl.
Ekki starfi sínu vaxin?
Áhugi Vesturlanda á viðskiptum
við Indland er tekinn að aukast,
segir Þórir Ibsen, sendiherra
Íslands í Nýju-Delí. Hann er á
meðal framsögumanna á fundi
Íslensk-indverska viðskiptaráðs-
ins, Félags atvinnurekenda og
utanríkisráðuneytisins um tæki-
færi í viðskiptum Íslands og Ind-
lands á fimmtudaginn.
Þórir bendir
á að meiri hag-
vexti sé spáð
í Indlandi en í
Kína á næst-
unni. Gert sé
ráð fyrir hag-
vexti undir sjö
prósentum á
árunum 2015
til 2016 í Kína en á næstu árum
sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Ind-
landi.
Þórir bendir á að forsætisráð-
herra Indlands, Narenda Modi,
hafi lagt gríðarlega mikla áherslu
á að auka erlenda fjárfestingu í
landinu. „Hann hefur farið vítt
og breitt, til Bandaríkjanna, Kan-
ada, Ástralíu, til Kína, Japans og
til Evrópu til að skapa nýja ímynd
af Indlandi,“ segir hann.
Þórir segir að indversk stjórn-
völd leggi nú mikla áherslu á
að laða að fjárfestingu og vilji
byggja upp iðnað í landinu.
Nútímavæða borgir og gera þær
hátæknivæddar. Endurbyggja
orkukerfið hjá sér og auka nýt-
ingu á endurnýjanlegum orku-
gjöfum.
Þórir bendir á að mannfjöld-
inn í Indlandi sé 1,2 milljarðar.
Þótt þar sé mikil fátækt sé líka
mikil velmegun hjá hluta þeirra.
Til millistétta og efri stétta teljist
400 milljónir manna
„Fyrir okkur er athyglisvert
að skoða nánar þá atvinnuvegi
sem þeir eru að leggja áherslu
á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að
lögð sé áhersla á endurnýjan-
lega orku. Hún verði aukin um
160 þúsund megavött fyrir árið
2022. „Þeir leggja mesta áherslu
á sólarorku, vatnsorku og jarð-
varma. Þar er biti fyrir okkur til
að sækja fram,“ segir Þórir.
Þá sé lögð áhersla á að nútíma-
væða borgir og styrkja innviði.
Þar séu tækifæri fyrir arkitekta,
verkfræðistofur og fleiri aðila í
byggingaframkvæmdum. Þá sé
stafræni markaðurinn að eflast,
meðal annars leikjamarkaður-
inn. Einnig sé mikil eftirspurn
eftir gervilimum og hjálpartækj-
um. Þá sé fólki að fjölga sem kýs
hreinar afurðir. Markaðir séu að
opnast fyrir ómega-3 vörur og
lýsi. jonhakon@frettabladid.is
Markaðir að opnast
fyrir lýsi í Indlandi
Áhugi Vesturlanda á viðskiptum í Indlandi er að aukast, segir sendiherra Íslands.
Ríkisstjórnin þar vinnur að því að auka erlenda fjárfestingu. Tækifæri þar fyrir
verkfræðistofur, tölvuleikjaframleiðendur og framleiðendur á hreinum afurðum.
Eftir að hafa starfrækt verslun í
miðbænum í rúm 70 ár ætla Mich-
elsen úrsmiðir að opna verslun í
Kringlunni á næstunni og vera á
báðum stöðum. Unnið var að því
að standsetja verslunina á föstu-
daginn.
Frank M. Michelsen, fram-
kvæmdastjóri verslunarinn-
ar, segir Íslendinga hafa verið
hrakta úr miðbænum undanfarið.
„Við ætlum því að vera með alla
öngla úti,“ segir Frank og býst við
því að útlendingar muni sækja í
verslunina á Laugavegi en Íslend-
ingar muni sækja í Kringluna.
Frank segir hluta af ástæð-
unni líka vera þá að fram undan
sé uppbygging á Laugavegi og því
fyrirséð að loka þurfi versluninni
þar í 2-4 vikur í vetur.
Verslunin Michelsen úrsmiðir
var stofnuð á Sauðárkróki 1909.
Á árunum 1943-1946 voru reknar
tvær verslanir, ein fyrir norðan
og ein í Reykjavík, en þær voru
svo sameinaðar í eina verslun í
Reykjavík. - jhh
Feðgarnir í Michelsen úrsmiðum ætla að reka tvær verslanir:
Opna nýja verslun
VERSLUNIN STANDSETT Verið var að festa ljós
og setja upp skilti í Kringlunni fyrir helgi.
FRETTABLAÐIÐ/GVA
Í DELÍ Um 1,2 milljarðar manna búa í Indlandi. Þar er mikil fátækt en um 400 milljónir
manna eru í millistétt eða efri stéttum. NORDICPHOTOS/GETTY
ÞÓRIR IBSEN
SENDIHERRA
Í Markaðshorni um Þjóðarat-
kvæðagreiðslur í Markaðnum
þann 8. júlí síðastliðinn var fullyrt
að í frumvarpi stjórnlagaráðs að
nýrri stjórnarskrá sé málskots-
réttur forseta Íslands í núverandi
stjórnarskrá afnuminn. Í stað þess
sé kveðið á um að tíu af hundraði
geti krafi st þjóðaratkvæðagreiðslu
um lög sem Alþingi hefur sam-
þykkt. Það er rangt.
Hið rétta er að samkvæmt frum-
varpinu mun bæði tíu af hundr-
aði þjóðarinnar og forsetinn geta
vísað málum í þjóðaratkvæði. - jhh
Forsetinn haldi málskotsrétti:
Leiðrétt
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
141,1% frá áramótum
NÝHERJI
3,1% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
TM
-20,5% frá áramótum
TM
-1,4% í síðustu viku
11
2
3
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 124,00 19,2% 0,0%
Eik fasteignafélag* 6,72 -1,2% 0,9%
Eimskipafélag Íslands 226,50 -4,2% 0,2%
Fjarskipti (Vodafone) 39,02 12,0% 0,5%
Hagar 37,10 -7,5% 0,8%
HB Grandi 41,70 24,7% 1,1%
Icelandair Group 25,15 17,5% 0,0%
Marel 189,00 38,4% 1,1%
N1 38,45 69,8% 2,5%
Nýherji 12,11 141,1% 3,1%
Reginn 15,38 16,2% 2,4%
Reitir* 66,60 6,8% 2,4%
Sjóvá 10,70 -10,5% 0,0%
Tryggingamiðstöðin 21,20 -20,5% -1,4%
Vátryggingafélag Íslands 8,30 -9,4% -1,2%
Össur 480,00 35,7% 2,1%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.478,27 14,6% 1,7%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 26,20 19,0% 2,7%
Sláturfélag Suðurlands 1,40 -24,3% 0,0%
*Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi).
Íslenska fyrirtækið Tulipop tapaði
átta milljónum króna á síðasta ári.
Ári áður var 1,17 milljóna króna
hagnaður eftir skatta. Þetta kemur
fram í samandregnum ársreikn-
ingi fyrir árið 2014, sem nýlega var
birtur í ársreikningaskrá. Eigið fé
félagsins var 19 milljónir í lok árs.
Þrír starfsmenn voru að með-
altali hjá fyrirtækinu í fyrra.
Stærstu eigendur Tulipop eru
tveir af starfsmönnum fyrirtækis-
ins, þær Helga Árnadóttir og Signý
Kolbeinsdóttir, sem eiga samtals
75 prósenta hlut. Tulipop-vörulín-
an var stofnuð árið 2010. Í dag eru
vörurnar seldar víða um heim. - jhh
Nýsköpunarfyrirtækið Tulipop birtir ársreikning fyrir árið 2014:
Átta milljóna tap
EIGENDUR Stærstu eigendur Tulipop eru
vinkonurnar Signý Kolbeinsdóttir og Helga
Árnadóttir.
Sk
jó
ða
n
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
2
-D
4
B
C
1
7
5
2
-D
3
8
0
1
7
5
2
-D
2
4
4
1
7
5
2
-D
1
0
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K