Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 4 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M i ð v i k u d a g u r 1 1 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag Markaðurinn Náttúran njóti vafans Bráðnauð- synlegt er að líta á náttúruna sem auðlind, segir Björgólfur Jóhannsson. Horft yfir sjóinn Það var fallegt að horfa yfir á Keili þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndari Fréttablaðsins var staddur í mildu vetrarveðri á Álftanesi fyrr í vikunni. Fréttablaðið/GVa skoðun Gagnrýnir skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ. 13 sport Alltaf fundist endurnýjun Rússa í frjálsum grunsamleg. 16 Menning Arnaldur fær fjórar stjörnur fyrir Þýska húsið. 22 lÍfið Kött Grá Pje safnaði nöglum í heilan mánuð. 30 plús 2 sérblöð l fólk l Markaðurinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 lögregluMál Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðis- brotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðis- brotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðk- unar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur. „Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðn- um Austur, í umræddri íbúð í Hlíð- unum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykja- vík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá sam- nemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru hand- teknir en þeim var sleppt að lok- inni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð við- brögð í samfélaginu og hafa hundr- uð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja fram- burð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir. – ngy Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur hafa verið lagðar fram. Rann- sókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. viðskipti Ranglega var staðið að málum í aðdraganda stjórnarkjörs í VÍS, sem fram fór í gær, að mati Helgu Hlínar Hákonardóttur héraðs- dómslögmanns. Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir. Þeir Guðmundur Þórðar- son, fyrrverandi hluthafi í Skeljungi, og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll. Sá síðarnefndi er fulltrúi Óska- beins. Helga Hlín segir að breyting á umboði stjórnar geti farið fram með tvennum hætti. Hluthafi geti óskað eftir hluthafafundi og þurfi þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. „Hins vegar getur einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunar- hæfi sitt,“ segir Helga Hlín. Hún segir að fyrra skilyrðið hafi ekki verið til staðar og ekki seinna skilyrðið fyrr en síðastliðinn föstu- dag, þegar í ljós kom að tveir stjórn- armenn yrðu ekki í kjöri. „Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins.“ – jhh / sjá Markaðinn Gagnrýnir aðdraganda stjórnarkjörs 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E D -E 4 5 4 1 6 E D -E 3 1 8 1 6 E D -E 1 D C 1 6 E D -E 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.