Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Maríu Elísabetar Bragadóttur Bakþankar Ég hef alltaf verið meðvituð um sjúk- dóma. Greindi vinkonu mína tólf ára gamla með heilaæxli sem reyndist vera stíflaður fitukirtill. Í dag er þessi æskuvinkona glæsileg táknmynd heilbrigðis sem þó tekur sveig fram hjá mér þegar við mætumst í Banka- strætinu. Enda er það vanþakklátt verk að sjúkdómsgreina fólk. Greindi sjálfa mig með gláku tæplega níu ára. Áfall að missa sjónina á besta aldri. Fékk gleraugu skömmu síðar. Útþráin er svo hliðarsjúkdómur sem ég hef verið þungt haldin af síðan ég var unglingur. Útþrá er óaðlaðandi orð og hljómar eins og sérstök tegund af svæðisbundnum líkþornum. Því fer samt fjarri. Var ekki sjálfrátt vegna útþrár þegar ég vann sumarlangt á upplýsingaborði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gat varla vísað japönskum túrista á Tax free án þess að hvísla holum rómi: „Taktu mig með þér.“ Sömuleiðis þegar ég vann í fiski. Sneiddi myglubletti af karfaflökum viti mínu fjær af þessu meini. Vildi helst skipta um hlutverk við klakablauta fiska og renna sjálf eftir ælugulu færibandi ef það yrði til þess ég myndi enda í skipi á leið til Rússlands. Auðveld lækning við útþrá er að tylla sér í næstu flugvél. Sú leið getur þó verið dýrkeypt fyrir meðaljóninn. Og dýrkeypt fyrir lífríki jarðar en það er önnur saga sem endar með dauða og skelfingu í dystópískri framtíð. Á léttari nótum tel ég gæfu- legt að útþráin láti á sér kræla öðru hvoru. Hvort sem þú ert unglingur að plokka hringorma úr þorskflaki með hugann við hnefastór hitabeltis- fiðrildi eða bankastarfsmaður sem þráir að kreppa tærnar í heitum eyði- merkursandi. Að kanna nýjar lendur er mikilvægt, að láta sig dreyma er nauðsynlegt. Þú tapar heldur ekki vinum þótt þú sjúkdómsgreinir þá með útþrá. Hún mun ekki draga þá til dauða en gerir þá hugsanlega vitstola. Útþrá KATRÍNARTÚN 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS JÓLABORGIR Á WOW VERÐI! AÐVENTAN VERÐUR ÆÐI Verð miðast við flug aðra leið með sköttum, bókunargjald (999 kr.) og töskugjald ekki innifalið. LONDON & KAUPMANNAHÖFN f rá DUBLIN f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 5 - m a r s 2 0 1 6 9.999 kr. 12.999 kr. Jóóólin koma! Jááááá! Jólahúfa 600 krónur fylgir með Fréttablaðinu í dag Jólabæklingurinn Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E D -E 4 5 4 1 6 E D -E 3 1 8 1 6 E D -E 1 D C 1 6 E D -E 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.