Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 24
Fólk| ferðir fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Vinsælt er að fjölskyldur ferðist saman til Tenerife um jól og áramót. Þeir sem ferðast með börn og unglinga til Tenerife verða að heimsækja Siam Park. Ótrúlega margt er þar í boði fyrir allan aldur svo best er að nota allan daginn. Garðurinn er ævin- týri líkastur og auðveldlega hægt að auka adrenalínflæði líkamans þegar sumar brautirnar eru próf- aðar. Síðan er hægt að fara í letilega siglingu á gúmmíhring í gegnum garðinn eða prófa „strönd“ með mikilfenglegum öldum sem láta sjá sig með hléum. Litlar rennibrautir og stærri eru í boði sem henta fyrir litlu börnin og síðan þau eldri. Sumir kalla garðinn konungsríki slíkra garða en hann var opnaður árið 2008 og þykir sá flottasti í Evrópu. Hann er á vinsælum ferðamannastað þar sem mætast Ameríska ströndin og Adeje-ströndin. Boðið er upp á strætóferðir frá sumum hótelum í garðinn. ÆVintýraland Í Siam Park er hægt að halda upp á afmæli með glæsibrag sé það pant- að fyrirfram og stundum eru í gangi glæsilegir tónleikar þar. Þá er í boði námskeið á brimbretti bæði fyrir börn og fullorðna. Siam Park til- heyrir Loro Parque-hópnum sem er þekktur fyrir að gera miklar kröfur til öryggis og gæða. Garðurinn er vel búinn tækjum, hann er fallega hannaður með miklum gróðri og er þegar orðinn ein af perlum Tenerife fyrir ferðamenn. Forstjóri garðsins, Christoph Kiessling, segir að Siam Park sé meira en vatnsrennibrauta- garður. „Við erum eins og ævin- týri í Indiana Jones bíómynd. Hér getur fólk átt æðislegan dag, hlegið, öskrað og skemmt sér í fullkom- lega öruggu umhverfi. Um 7.500 gestir koma dag hvern í garðinn. Þegar gengið er í gegnum garðinn fær maður hugljómun eins og í frumskógi. Það gerir umhverfið svo spennandi. Alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem ber fyrir augu.“ kreppubarn Kiessling segir að garðurinn sé kreppubarn. Hann var opnaður um svipað leyti og efnahagshrunið varð. „Þegar byrjað var að byggja garðinn var kreppan þó ekki fyrir- sjáanleg. Það hefur verið mikil og góð reynsla að ná að halda öllu gangandi þrátt fyrir erfiða tíma. Við fáum ferðamenn frá öllum heimin- um og erum því ekki háð spænska hagkerfinu.“ Siam Park er í stöðugri þróun og í áframhaldandi uppbyggingu. Það er vel þess virði að eyða deginum þar. Við hlið garðsins er Siam Mall, nútímaleg verslunarmiðstöð með vinsælum verslunum, H&M, Zöru og Mango auk stærðarinnar mat- vöruverslunar og veitingastaða. Opið er langt fram á kvöld svo ekk- ert er því til fyrirstöðu að koma þar við eftir dag í Siam Park hafi fólk enn orku.  n elin@365.is einn af tíu bestu Vatnsgörðunum ÆVintýri Siam Park, vatnsskemmtigarðurinn á Tenerife, þykir einn af tíu flottustu görðum í heimi samkvæmt CNN. Stærsta brautin er 27 metra há og þeir sem þora að renna sér þá leið fara í gegnum rör þar sem hákarlar synda umhverfis. Garðurinn er 185 þúsund fermetrar, byggður í taílenskum stíl. VeitingaHÚs Hægt er að setjast niður og fá sér að borða á milli spennandi ferða, enda tekur það daginn að leika sér í Siam Park. kastali Spennandi kastali þar sem ýmsar rennibrautir eru í boði. Einn af fjölmörgum möguleikum í þessum skemmtilega garði. nOtalegt Hægt er að renna sér í alls kyns rennibrautum eða sigla á kútum um á sem liðast í gegnum garðinn. HÆsta brautin Þessi hvíta rennibraut er 27 metra há og einungis fyrir þá huguð- ustu. Þegar komið er niður fer fólk í gegnum rör þar sem hákarlar synda umhverfis. Nánari upplýsingar á minirmenn.is og á Facebook Jólahlaðborð Minna manna hafa verið vinsæl síðustu ár, enda ódýr en einstak- lega girnileg. Þau eru sérsniðin til að bjóða upp á í jólagleðinni á vinnustaðnum, heima eða í veislusal án nokkurrar fyrirhafnar. Verðið hefur verið það sama árum saman – aðeins 1.990 kr. á mann! Pantanir hjá Magnúsi Inga Magnússyni í síma 696-5900 og á magnusingi@gmail.com. JÓLAHLAÐBORÐ 1.990 kr. HEITT OG KALT JÓLAHLAÐBORÐ • Síldarréttir • Djúpsteiktar rækjur • Kjúklingur • Purusteik • Hangikjöt • Heit sósa • Brúnaðar kartöflur • Kartöflujafningur • Fjölbreytt grænmeti • Brauðkossar • Súrsæt sósa 1.990 kr. á mann Sjálfvirka fríðindakerfið Skráðu þig á365.is SKRÁÐU ÞIG Í VILD 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR 15% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR 15% AFSLÁTTUR 15% AFSLÁTTUR Engir punktar, engin aukakort og ekkert vesen 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -1 5 B 4 1 6 E E -1 4 7 8 1 6 E E -1 3 3 C 1 6 E E -1 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.