Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 20
Gengi dollarans hefur styrkst mikið að undanförnu og er að nálgast gengi evrunnar. Það hefur ekki gerst í yfir þrettán ár. Dollarinn hefur á árinu styrkst um nærri 10 prósent gagn- vart flestum öðrum stærstu gjald- miðlum heimsins, þeirra á meðal eru japanska jenið, breska pundið og svissneski frankinn. Ástæða þess er að efnahagsástandið er mun betra í Bandaríkjunum en í mörgum Evr- ópulöndum og Japan. Sérfræðingar óttast að dollarinn sé að verða of sterkur. Í dag fæst evran fyrir 1,07 dollara og því er ljóst að dollarinn þarf að styrkjast veru- lega til að ná jöfnu gengi og evran. Styrkingin hefur þó þróast hratt, í fyrra fékkst evran á 1,24 dollara. Hátt gengi dollarans er gott fyrir innflutning til landsins, þar sem vörur verða ódýrari fyrir almenna neytendur, og fyrir Bandaríkja- menn á ferðalagi. Hins vegar hefur það neikvæð áhrif á afkomu stærri bandarískra fyrirtækja sem starfa á alþjóðamarkaði. Auk þess getur þetta dregið úr fjölda ferðamanna sem koma til Bandaríkjanna. Hluta- bréf í ferðaskrifstofunni Priceline lækkuðu til að mynda um 10 prósent á mánudaginn eftir að tilkynnt var að afkoma yrði undir áætlun á árinu. Forstjóri fyrirtækisins sagði í samtali við CNN Money að dregið hefði úr ferðamannastraumi vegna styrking- ar dollarans og það hefði haft áhrif á starfsemina. Styrking dollarans hefur einnig haft neikvæð áhrif á afkomu Coca-Cola, IBM, Caterpillar og Procter & Gamble á árinu. Talið er líklegt að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hækka stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi í desember. Sérfræðingar telja þó að hún muni þurfa að íhuga stöðuna vandlega í ljósi styrkingar dollarans. – sg Gengi bandaríkjadals er að nálgast gengi evrunnar Hagnaður Porsche fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins var helmingi lægri en á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 1,19 milljörðum evra, jafnvirði 167 milljarða íslenskra króna. For- svarsmenn Porsche greindu frá því í síðasta mánuði að afkoman yrði undir væntingum vegna áhrifa af dísilsvindli Volkswagen, en Porsche er í eigu Volkswagen Group. Fyrirtækið áætlar nú að hagnaður ársins muni nema milli 800 og 1.800 milljóna evra, eða milli 113 og 253 milljarða íslenskra króna. Það er veruleg lækkun milli ára, en hagnað- ur Porsche nam þremur milljörðum evra, eða 424 milljörðum íslenskra króna, árið 2014. Porsche á 30,8 prósent af hlutafé Volkswagen. Hlutabréfaverð VW  þess hefur lækkað um helm- ing síðan greint var frá svindlinu í byrjun september sem hefur því haft veruleg áhrif á stöðu Porsche sem og VW. Í síðasta mánuði greindi Volkswagen frá fyrsta tapi á árs- fjórðungi í yfir fimmtán ár. – sg Hagnaður Porsche helmingast frá síðasta ári Janet Yellen er seðlabankastjóri Banda- ríkjanna. FréttaBlaðið/EPa Porsche á yfir 30 prósent af hlutabréfum Volkswagen. FréttaBlaðið/Valgarður gíslason Hagnaður Vogabakka sem við- skiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eiga nam rúmlega 2,7 milljónum evra á síðasta ári eða sem samsvarar um 387 milljónum íslenskra króna. Þetta er töluvert minni hagnaður en árið áður þegar hann nam tæp- lega 8,4 milljónum evra. Þetta má lesa út úr ársreikningi sem birtur hefur verið í ársreikningaskrá. Eignir Vogabakka nema tæplega 34 milljónum evra, eða rétt undir 4,8 milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nemur 25,6 milljónum evra. Það samsvarar um 3,6 millj- örðum króna.   Þeir Árni og Hallbjörn eru kunnir kaupsýslumenn. Þeir leiddu báðir fjárfestahóp sem keypti hlut í Högum árið 2011 og voru jafnframt í fjárfestahópi sem keypti samtals 5 prósenta hlut í Símanum í sumar. Mjög stór hluti eigna Árna og Hallbjörns er þó erlendis, að því er fram kemur í ársreikningnum. – jhh Félag Árna og Hallbjörns á 3,6 milljarða króna Árni Hauksson Hallbjörn Karlsson Áætlanir tveggja hópa um að kaupa upp hluti í VÍS með það að mark- miði að ná inn manni í stjórn gengu eftir á hluthafafundi félagsins í gær. Annars vegar var um að ræða félagið Óskabein ehf. sem hefur keypt ríflega fimm prósenta hlut í VÍS síðastliðinn mánuð og hins vegar hjónin Guðmund Þórðarson og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, fyrrum eigendur Skeljungs. Guðmundur og Svanhildur boð- uðu til hluthafafundarins þann 17. október eftir að hafa eignast 5,05 prósenta hlut í VÍS. Að lágmarki þarf fimm prósenta eignarhlut í VÍS til að boða til hluthafafundar. Hjónin voru bæði í framboði en Svanhildur dró framboð sitt óvænt til baka í gærmorgun þar sem hjón- in töldu sig ekki bæði eiga mögu- leika á að ná stjórnarkjöri. Guðmundur og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll, fulltrúi Óskabeins, náðu báðir kjöri í stjórn. Sørvoll hefur áratuga reynslu af trygginga- rekstri í heimalandinu og víðar en hann er stjórnarformaður norska tryggingarfélagsins Protector For- sikring. Með þeim í stjórninni verða Bjarni Brynjólfsson, Helga Jóns- dóttir og Herdís Fjeldsted. Helga og Herdís voru sjálfkjörnar eftir að Svanhildur dró framboð sitt til baka. Afkoma VÍS hefur verið undir væntingum markaðsaðila. Hluta- bréf í tryggingafyrirtækinu hafa fallið um 6,5 prósent frá því upp- gjör félagsins á þriðja ársfjórðungi var kynnt þann 29. október. Hagn- aður VÍS nam tveimur milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 900 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Framlegð af tryggingarekstri var hins vegar neikvæð um 468 millj- ónir samanborið við 20 milljóna króna jákvæða framlegð á síðasta ári. Andri Gunnarsson, lögmaður, og einn eigenda Óskabeins og nýkjörinn varamaður í stjórn VÍS, segir bæði vátryggingar- og fjár- festingarhluta VÍS hafa valdið vonbrigðum á síðasta ársfjórðungi. Hann segir aðra hluthafa hafa tekið jákvætt í hugmyndir sem Óskabein hafi kynnt um umbætur í rekstri félagsins. „Rekstrarkostnaður er eitthvað sem þarf að horfa til. Nú er VÍS að innleiða nýtt tölvukerfi sem gefur mikil tækifæri í skilvirkni og rekstrar hagræðingu,“ segir hann. Þá þurfi að keppa að því að hagn- aður verði af vátryggingastarfsemi félagsins. Andri býst ekki við að stjórnar- kjöri fylgi breytingar á æðstu stjórnendum VÍS. „Þetta endur- speglar sannarlega einhverjar áherslubreytingar en maður finnur það á hluthöfum að menn eru mjög spenntir að vinna með núverandi stjórnendum til þess að efla félagið enn frekar,“ segir Andri við Mark- aðinn Meðal annarra hluthafa í Óska- beini eru Gestur B. Gestsson, eig- andi Sparnaðar, Fannar Ólafsson, eigandi Íshesta og hluthafi KEA- hótela, Sigurður Gísli Björnsson, eigandi Sæmark sjávarafurða. ingvar@frettabladid.is Vill efla félagið með núverandi stjórnendum Áætlanir tveggja hópa um að kaupa hluti í VÍS til að ná inn manni í stjórn gengu eftir. Hóparnir telja rými til að bæta afkomu félagsins sem hefur valdið vonbrigðum. ljósmyndari Fréttablaðsins kom að lokuðum dyrum fyrir hluthafafund Vís síð- degis í gær. Fulltrúar félagsins vildu ekki leyfa neinar myndatökur á fundinum. FréttaBlaðið/anton BrinK Þetta endurspeglar sannarlega ein- hverjar áherslubreytingar en maður finnur það á hlut- höfum að menn eru mjög spenntir að vinna með nú- verandi stjórnendum til að efla félagið enn frekar. Andri Gunnarsson lögmaður, Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands mæta á fund efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Fundurinn fer fram samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Þau gera ráð fyrir að peningastefnu- nefndin gefi Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og efni hennar sé rætt í nefndinni. Seðlabanki Íslands hækkaði vexti um 0,25 prósentustig í síðustu viku og hefur samtals hækkað vexti um 1,25 prósentustig það sem af er ári. Hækkunin kom flestum á óvart. Til að mynda höfðu greiningardeildir bankanna búist við óbreyttum vöxt- um. Viðbrögð markaðarins urðu þau að gengi hlutabréfa tók dýfu og vextir á skuldabréfamarkaði hækkuðu um 0,25 til 0,4 prósentustig. Peningastefnunefnd rökstyður hækkunina þannig að sterkari króna og hagstæðari alþjóðleg verðlagsþró- un hafi gefið svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð- synlegt. „Það breytir hins vegar ekki því að þörf er á auknu aðhaldi pen- ingastefnunnar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólgu- þrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni og því hvernig greiðist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar í efnahagsmálum,“ segir peningastefnunefnd. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri, Þórarinn G. Pétursson aðal- hagfræðingur og Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, mæta á fundinn. Öll eiga þau sæti í peningastefnunefnd. – jhh Seðlabankinn gefur þinginu skýrslu Már guðmundsson seðlabankastjóri mun mæta á fundinn. FréttaBlaðið/gVa 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D A G U r4 markaðurinn 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -C 7 7 4 1 6 E E -C 6 3 8 1 6 E E -C 4 F C 1 6 E E -C 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.