Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 38
bækur Þýska húsið HHHHH Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell Kápa Ragnar Helgi Ólafsson Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar ég las Mýrina, volga úr fyrstu prentun, og gerði mér grein fyrir því að Íslendingur gæti í alvöru skrifað glæpasögur sem væru jafngóðar og það sem mér fannst best og merki- legast í þeim geira í útlöndum. Þetta var áður en Mýrin var seld til erlendra útgefenda, áður en Arn- aldur varð heimsfrægur, það var engin staðfesting önnur en þessi tilfinning: að bera kennsl á eitthvað mjög, mjög gott. Síðan hefur Arnaldur skrifað átján glæpasögur og svo sannarlega sigrað heiminn og rutt brautina fyrir aðra íslenska höfunda sem vildu feta glæpabrautina. Ég viðurkenni að mér finnst ekki allar þessar átján hafa til að bera þau gæði sem Mýrin hafði til að bera, en nokkrar komast nærri því. Þýska húsið gerist á gríðarlega spennandi tímabili í sögu Íslendinga. Árið er 1941, breski herinn er tiltölu- lega nýkominn til bjargar og er þegar á leið burtu aftur til að rýma fyrir þeim bandaríska. Reykjavík er að breytast úr litlu þorpi í höfuðborg, framandi gestir og með þeim ný tækifæri, peningar og atvinna og fólk flykkist úr sveitinni til að freista gæfunnar og verða borgar- fólk með fólki. Sagan byrjar á því að farandsölu- maður flýtir sér heim úr sölutúr því hann hefur af því spurnir að stúlkan hans sé farin að vera með hermönn- um, nánast eins og að á meðan hann brá sér frá í nokkra daga hafi allur heimurinn breyst. Svona er andrúmsloftið í Reykja- vík í sögunni, enginn veit hvaðan á hann eða hana stendur veðrið, allt er nýtt og framandi, meira að segja rannsóknarlögreglumennirnir eru reynslulitlir, ungir og óharðnaðir í heimi þar sem morð er framið með skammbyssu en ekki ljá. Flóvent og Thorson, sem dyggir lesendur Arnaldar kannast við úr bókinni Skuggasund, eru leiddir hér saman í fyrsta sinn til rannsóknar á morði í lítilli leiguíbúð í Reykjavík þar sem grunur leikur á að morðvopnið sé úr fórum hinna erlendu gesta. Rannsóknin snertir á brýnustu málum þessa tíma, ástandinu, flutn- ingunum úr sveit í borg, nasistum og nútíma sem skellur á af óþægilegum krafti. En bókin tekur einnig á sígild- um viðfangsefnum allra tíma: valdi og kúgun, sambandi foreldra og barna og því að horfast í augu við sjálfan sig og það sem maður er. Persónurnar eru að vanda vel skrif- aðar og marglaga en ég hefði viljað sjá konurnar skrifaðar í fleiri víddum, þar sem þær verða nokkuð klisju- kenndar. Hér er eitt tálkvendi sem ætlar sér að láta drauma sína rætast, sama hvað það kostar, ein hugsjóna- og ástardrifin klappstýra vonds vís- indamanns og ein syrgjandi móðir sem við sjáum aðeins í stutta stund en er þó heilsteyptust þessara kvenna. Þýska húsið er ein af betri bókum Arnaldar. Honum tekst vel að lýsa borg í örum vexti, svo örum að fólk nánast hættir að rata, fólki sem stendur á þröskuldi nútíma sem það er mismunandi í stakk búið til að taka þátt í og svo er þarna spenn- andi glæpaflétta í hryggjarstykkinu sem tekur ýmsar óvæntar sveigjur og heldur lesandanum við efnið allt fram á síðustu síðu. Mjög, mjög gott. Brynhildur Björnsdóttir Niðurstaða: Spennandi og feiknavel skrifuð þar sem bæði sam- félagslýsingar og glæpamál halda lesandanum kirfilega við efnið. Með betri bókum Arnaldar. Mjög, mjög gott „Lögin snúast um ástina í ýmsum litum,“ segir Auður Gunnarsdóttir söngkona sem ásamt Helgu Bryn- dísi Magnúsdóttur píanóleikara kemur fram á tónleikunum Ástir og draumar kvenna í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.  Auður segir tjáningarformið ólíkt eftir löndum. „Á Ítalíu er mýkt og rómantík. Konan líkir  mannin- um við grænt engi og augu hans eru fegurri stjörnunum meðan blóðið flæðir í spænsku lögunum því þar er stöðugt nautaat í gangi milli elskendanna.  Í Söng Sólveigar á íslensku er konan tilbúin að bíða eftir manninum alla ævi og fer ekki fram á neitt en í þýsku lögunum er svo mikil alvara að maður er líkam- lega búinn eftir að hafa sungið þau.  Raunsæið er svo mikið – og þar er dáið.“ Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og félaga í FÍT. Yngri en tvítugir fá ókeypis á tón- leikana. – gun Ástin túlkuð með ýmsum litum eftir löndum „Ég hefði auðvitað verið alsæl með ein verðlaun, hvað þá fyrir bæði verkin mín. Það er heilmikill heiður,“ segir Jónína Magnús- dóttir, sem notar listamannsnafnið Ninný. Hún sendi tvö verk í alþjóð- legu samkeppnina American Art Award og hreppti 2. og 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Þátttakendur voru frá 35 löndum og samkvæmt heimasíðu keppn- innar er fólk frá 25 bestu galleríum Bandaríkjanna í dómnefnd. „Ég er fígúratívur málari og hef gaman af fjölbreytni og alls konar tækni. Nota mikið vatnsliti og segi alltaf að það sé það erfiðasta, því þar má engin mistök gera,“ segir Ninný sem á einu ári hefur tekið þátt í stórum samsýningum í Noregi, Mexíkó, Danmörku, Slóv- eníu og á Spáni. Síðasta einka- sýning hennar var á æskuslóðum í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð í sumar. Ninný  kveðst ekki hafa tekið þátt í keppninni America Art Award áður. „En mér er oft boðið að taka þátt í ýmsu af því að ég er í stjórn Norræna vatnslita- félagsins og hef líka  skapað við- burði á Íslandi þar sem erlendir og íslenskir listamenn hafa verið þátt- takendur.“ gun@frettabladid.is Hlaut tvenn verðlaun í keppni Myndlistarkonan Jónína Magnúsdóttir, kölluð Ninný, sendi tvö málverk í keppnina America Art Award og fékk verðlaun fyrir þau bæði í flokknum Impressionism-Human. Hér á vinnustofunni á Korpúlfsstöðum vinnur Ninný að listsköpun sinni. FréttABlAðIð/GVA Auður og Helga Bryndís flytja sönglög eftir Hjálmar Helga ragnarsson, robert Schu- mann, Ermano Wolf-Ferrari og Joaquin turina í Norræna húsinu. FréttABlAðIð/GVA Stærsti fasteignavefur landsins fasteignir.is á rauða myndin hlaut 2. verðlaun í flokknum Impressionism Human og bláa myndin 3. verðlaun í sama flokki. 1 1 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 m i ð v i k u D a G u r22 m e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð menning 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E D -F D 0 4 1 6 E D -F B C 8 1 6 E D -F A 8 C 1 6 E D -F 9 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.