Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 13
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsl-una Efnahagsleg áhrif af
styttingu framhaldsnáms. Skýrslan
var gerð að beiðni menntamála-
ráðherra og er helsta framlag hans
til mótunar stefnu um framhalds-
skóla frá því að Hvítbók ráðuneytis
kom út snemmsumars 2014. Því er
rík þörf á að ræða skýrsluna.
Skýrslan byggir á þeirri forsendu
að þekking sem felst í sérfræðilegri
háskólamenntun sé ein meginfor-
senda efnahagslegra framfara, en
við lestur kemur í ljós sú þversögn
að skýrslan byggir á mjög tak-
markaðri þekkingu á menntun og
samfélagslegu samhengi hennar.
Sum helstu rök hennar eru byggð
á samanburði við önnur norræn
ríki þar sem einstök atriði eru tekin
út úr samhengi sínu. Óspart er
bent á að annars staðar á Norður-
löndum ljúki fleiri framhaldsskóla
og talsvert fyrr en íslensk ungmenni.
Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu
íslenskra ungmenna með námi, sem
er lýst með niðrandi orðum eins
og „hálfkæringi“ og að vera „ginn-
keyptur“ fyrir tekjumöguleikum,
og afleiðingum mikillar vinnu er
lýst þannig að ungmenni „hrasa á
menntaveginum“.
Þekkingar- og skilningsleysi
Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og
skilningsleysi. Skýrsluhöfundar
virðast ekki vita að annars staðar
á Norðurlöndum er ungmennum
veittur fjárhagslegur stuðningur,
með háum barnabótum fram að 18
ára aldri og beinum framlögum til
framhaldsskólanema sem orðnir
eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að
vinna mikla vinnu með námi nema
foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir
þeim að öllu leyti.
Það ætti að vera skylda Hag-
fræðistofnunar að benda íslenskum
stjórnvöldum á að vilji þau færa
námsframvindu íslenskra ung-
menna nær því sem gerist annars
staðar á Norðurlöndum, verða þau
að veita talsverðum fjárhæðum í
námsstyrki.
Annað atriði sem skýrsluhöf-
undar virðast ekki hafa áttað sig á er
að framhaldsskólar á Íslandi sinna
stærri hóp en gerist í öðrum nor-
rænum ríkjum þar sem framhalds-
skólar eru ekki opnir öllum á sama
hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndar-
landinu Finnlandi fær talsverður
hópur ekki aðgang að neinum fram-
haldsskóla að loknum grunnskóla,
en er sendur út á þyrnum stráða
braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu
og þátttöku í sérstökum úrræðum.
Í Danmörku millilendir helmingur
hvers árgangs milli grunn- og fram-
haldsskóla í „eftirskólum“, lýðhá-
skólum og víðar, og kostnaður við
þessi dýru úrræði kemur ekki inn á
framhaldsskólalið ríkisreikninga.
Á Íslandi hefur miklum fjármunum
verið varið til almennra deilda fram-
haldsskóla sem leitast við að byggja
brýr til frekari menntunar eða út
í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku
grunnskóla með tilskildum árangri.
Þriðja atriðið sem ekki fær eðli-
lega umfjöllun er sú staðreynd að
íslenskur vinnumarkaður býður
íslenskum ungmennum upp á
fleiri og betri atvinnutækifæri en í
flestum eða öllum öðrum OECD-
löndum. Spyrja má hvort rétt sé að
þvinga íslensk ungmenni til að velja
á milli þeirra og skólagöngu?
Meingölluð vinna
Að baki meingallaðrar vinnu Hag-
fræðistofnunar býr hugmynd sem
þarf að ræða, hugmyndin um að
hagkvæmast sé að mennta alla
sem fyrst og njóta síðan mennt-
unar þeirra í störfum sem lengst.
Þessi hugmynd er svo heilög starfs-
mönnum Hagfræðistofnunar að
þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda
hana með gagnrýnni umfjöllun.
Margir Íslendingar telja það hins
vegar mannréttindi að geta farið
talsvert á milli atvinnuþátttöku og
náms, og rannsóknir sýna að margs
konar atvinnureynsla kveikir oft
námshvöt og nýtist vel sem undir-
búningur undir nám. Ef við beinum
augum frá hagfræðilíkani að raun-
verulegu fólki má spyrja: er fólk
sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki
oft orðið hundleitt á sínu sérfræði-
starfi á miðjum aldri og notar fyrsta
tækifæri til að fara á eftirlaun, en
fólk sem hefur stundað ýmis störf og
fer seint í sérnám fær nýja kveikju
og vinnur við sína nýju sérgrein eins
lengi og samfélagið leyfir?
Til menntamálaráðherra: byggj-
um menntastefnu ekki á einföldum
líkönum heldur á reynslu og rann-
sóknum.
Guðspjall í formi
hagfræðilíkans
Gestur
Guðmundsson
prófessor í félags-
fræði menntunar
Háskóla Íslands
Fanney Birna Jónsdóttir blaða-maður skrifar pistil í Frétta-blaðið þann 3. nóvember
síðastliðinn undir fyrirsögninni
„Brandarakallar morgundagsins“.
Þar má á henni skilja að málflutn-
ingur þeirra sem setja sig upp á móti
áfengisfrumvarpinu svokallaða
verði þeim til ævarandi háðungar í
framtíðinni.
Í framtíð Fanneyjar Birnu mun
nefnilega enginn skilja í því hvernig
við getum sætt okkur við núverandi
„forræðishyggju“ í áfengismálum.
Hún rennir stoðum undir þessa
sýn með því meðal annars að tala
um „Mýtuna um að aðgengi auki
áganginn og þar með vandræðin“
sem fylgja áfengisneyslu. Þessi stað-
hæfing er ósönnuð, segir Fanney
Birna, „og margir sem setja mikinn
fyrirvara við þá staðhæfingu“.
Ég get varla verið einn um að finn-
ast þetta vera undarlega veiklulegur
og vanhugsaður málflutningur til
stuðnings áfengisfrumvarpinu.
Annars vegar er fólki sagt að það
muni verða álitið hallærislegt ef
það leggst gegn því og hins vegar eru
vísindaleg gögn og niðurstöður sem
að því lúta afgreidd með orðunum
„mýta“, „ósannað“ og „margir setja
mikinn fyrirvara“. Höfum í huga að
orðið mýta þýðir ekki annað í þessu
samhengi en uppspuni, hugarburð-
ur eða skröksaga. Slík framsetning
minnir óþægilega á málflutning
þeirra sem afneita loftslagsbreyt-
ingum, svo dæmi sé nefnt.
Í skýrslu WHO frá árinu 2014
kemur fram að takmarkanir á
aðgengi að áfengi séu ásamt skatt-
lagningu og banni við auglýsingum
árangursríkustu og ódýrustu með-
ulin til að vinna gegn skaðlegum
áhrifum áfengisneyslu. Hvort ætli
ráðleggingar WHO byggist á „mýtu“
eða á heildstæðu mati á helstu rann-
sóknum sem gerðar hafa verið í
heiminum á þessu sviði? Og hvað
segir það um áfengisfrumvarpið og
málflutning Fanneyjar Birnu því til
stuðnings að rök hennar skuli hverf-
ast um haldlausa frasa af þessu tagi,
auk þess að höfða til frumstæðs og
þaggandi ótta fólks við að verða sér
að athlægi?
Brandarakerling
gærdagsins
Jón Ásgeir
Kalmansson
nýdoktor og
áhugamaður um
almannaheill
Minn fyrrum, ágæti lærifað-ir, Jóhannes M. Gunnars-son, átelur í nýlegri grein
skoðanir mínar í heilbrigðismálum
og spyrðir við fortíðarhyggju. Lítur
Jóhannes til þess sem er að gerast
annars staðar og minnir á þróunina
í nágrannalöndunum. Þá ber þess
að geta að Í Danmörku búa tæpar
sex milljónir og þar eru fjögur
háskólasjúkrahús sem dreifast á
stærstu borgirnar. Síðan eru minni
alhliða svæðissjúkrahús sem mynda
þéttriðið net um allt landið og lúta
sum hver sömu yfirstjórn. Upp-
talningin sést hér að neðan (einka-
sjúkrahús ekki meðtalin).
Rigshospitalet í Kaupmanna-
höfn, Amager Hospital, Bispebjerg
Hospital, Frederiksberg Hospital,
Gentofte Hospital, Glostrup
Hospital, Herlev Hospital, Hvidovre
Hospital, Nordsjællands Hospital
í Esbønderup, Frederikssund,
Hillerød, Hovedstadens Psykiatri
–psych iatric hospital ásamt úti-
búum, Sct. Hans Hospital. Holbæk
Sygehus, Køge Sygehus, Næstved
Sygehus, Roskilde Sygehus, Slag-
else Sygehus, Ringsted Sygehus,
Kalundborg Sygehus, Odense Uni-
versitetshospital, Esbjerg Hospital,
Fredericia Hospital, Grindsted
Hospital, Kolding Hospital, Svend-
borg Hospital, Sønder borg Hospit-
al, Tønder Hospital, Vejle Hospital,
Aabenraa Hospital, Middel fart
Hospital, Augustenborg Psykiatr-
isk Hospital, Bornholms Hospital,
Aarhus Universitets hospital
Skejby, Aarhus Universitets-
hospital Risskov, Aarhus Univer-
sity Hospital, Regionshospitalet
H e r n i n g , Re g i o n s h o s p i t a l e t
Holste bro, Regionshospitalet Hors-
ens, Regionshospitalet Randers,
Regionshospitalet Viborg, Regions-
hospitalet Hammel, Regionshospit-
alet Silkeborg, Regionshospitalet
Skanderborg, Regionshospitalet
Skive, Regionshospitalet Tarm,
Aalborg university hospital, Dronn-
inglund og Brovst, Sygehus Vend-
syssel, Hjørring, Frederikshavn og
Brønderslev, Sygehus Himmerland,
Sygehus Thy-Mors í Thisted og
Nykøbing Jylland.
Engan þarf að undra að tuttugu
sinnum fjölmennari þjóð þurfi
fleiri sjúkrahús. Það sem vekur hins
vegar athygli er hversu gott aðgengi
ALLIR Danir hafa að sjúkrahúsþjón-
ustu, hvar í landinu sem þeir búa.
Samt er landið fimm sinnum minna
en Klakinn okkar og miklu léttara
að komast þar um. Þannig virðast
Danir þess meðvitaðir að til þess
að halda uppi háskólasjúkrahúsum
og öflugu vísindasamfélagi er nauð-
synlegt að dreifa álagi og þekkingu.
Þar í landi sjá menn að slík tilhögun
er ávinningur allra.
Ég hef bent á nauðsyn þess að
hver landsfjórðungur sem og Eyja-
menn hafi góðan aðgang að alhliða
sjúkrahúsi. Þessari tillögu er ekki
beint gegn vísindasamfélaginu
heldur er hún byggð á þeirri stað-
reynd að alls staðar býr fólk. Í grein
sinni lýsir Jóhannes yfir áhyggjum
að þessi skoðun væri frá heilbrigðis-
starfsmanni komin. Sjálfur hef ég
áhyggjur af því hversu margir heil-
brigðisstarfsmenn eru sammála
Jóhannesi.
Áhyggjur af
heilbrigðisstarfsmönnum
Lýður Árnason
læknir og vakt-
stjóri Lýðræðis-
vaktarinnar
Það ætti að vera skylda Hag-
fræðistofnunar að benda
íslenskum stjórnvöldum á
að vilji þau færa námsfram-
vindu íslenskra ungmenna
nær því sem gerist annars
staðar á Norðurlöndum,
verða þau að veita talsverð-
um fjárhæðum í námsstyrki.
Ég get varla verið einn um að
finnast þetta vera undarlega
veiklulegur og vanhugsaður
málflutningur til stuðnings
áfengisfrumvarpinu.
Ég hef bent á nauðsyn þess
að hver landsfjórðungur sem
og Eyjamenn hafi góðan að-
gang að alhliða sjúkrahúsi.
www.gildi.is
Aukaársfundur
19. nóvember 2015
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Aukaársfundur verður haldinn fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs
fimmtudaginn 19. nóvember nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Tillaga til breytinga á samþykktum Gildis-lífeyrissjóðs.
2. Breyttar lífslíkur og áhrif þeirra á lífeyrissjóði.
- Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar
3. Starfsemi og staða Gildis.
- Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis
Tillögu til breytinga á samþykktum má nálgast á skrifstofu
sjóðsins og á heimasíðunni
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúm
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á fundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 1 1 . n ó V e M B e R 2 0 1 5
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
E
-1
5
B
4
1
6
E
E
-1
4
7
8
1
6
E
E
-1
3
3
C
1
6
E
E
-1
2
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K