Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 11. nóvember Arion bAnki - Afkoma fyrstu níu mán- uði ársins. Fimmtudagur 12. nóvember LánAmáL ríkisins - Útboð Ríkisvíxla. ísLAndsbAnki - Afkoma fyrstu níu mánuði ársins. Föstudagur 13. nóvember HAgstofA ísLAnds - Þjóðhagsspá á vetri 2015. HAgstofA ísLAnds - Fiskafli í október 2015. Þriðjudagur 17. nóvember HAgstofA ísLAnds - Samræmd vísitala neysluverðs í október 2015. Þjóðskrá ísLAnds - Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Miðvikudagur 18. nóvember Þjóðskrá ísLAnds - Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis Fimmtudagur 19. nóvember HAgstofA ísLAnds - VSK velta júlí og ágúst 2014. HAgstofA ísLAnds - Birtingaráætlun 2016. Eimskip - Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2015. Skjóðan Markaðurinn ÚtgáfuféLAg 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir l Forsíðumynd pjetur sigurðsson Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is 2,9 prósenta hagvöxtur Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur lækkað alþjóðlega hagvaxtarspá sína fyrir árið 2015 niður í 2,9 prósent, vegna efnahags- ástandsins í Kína og víðar. Upphaf- lega spáði OECD 3,7 prósenta hag- vexti árið 2015. 1,3 milljarða króna hagnaður varð af rekstri Sjóvá-Al- mennra trygginga á þriðja ársfjórðungi ársins og um 2,7 milljarða hagnaður varð á fyrstu níu mánuðum ársins. Á fjórðungnum jók félagið mest við eign sína í skráðum hlutabréfum og óverð- tryggðum ríkisskuldabréfum. dagatal viðskiptalífsinsÁ döfinniVikan sem leið Í lok október voru nýskráningar bif- reiða á árinu orðnar 13.508. Þetta er vel yfir spá Bílabúðar Benna í byrj- un árs um að hátt í 12.000 nýir fólks- bílar myndu seljast á árinu. Þetta er einnig mikil aukning frá því í fyrra en þá seldust 10.611 bílar allt árið. Viðsnúningur varð hjá flestum bílasölum landsins árið 2014 meðal annars hjá Brimborg, Heklu, BL, Öskju, og Toyota og skiluðu þær bílasölur sem Markaðurinn skoðaði allar hagnaði á árinu. Mestur hagn- aður varð hjá Toyota, en hann nam 510 milljónum króna. Mesta velta var hins vegar hjá BL en hún nam 13,7 milljörðum króna. Minnsta veltan var hjá Suzuki, en rekstrar- tekjur samstæðunnar námu 1,9 milljarði króna á árinu, hagnaður félagsins nam hins vegar 187,5 milljónum króna. Minnstur hagn- aður var hjá Heklu en hann nam 3,9 milljónum króna. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Suzuki-samstæðunni, eða tólf pró- sent, en lægstur hjá Heklu, eða 0,04 prósent. Á árinu störfuðu flestir hjá Brim- borg, en þar voru 170 stöðugildi en fæstir hjá Suzuki, þar sem voru 22 stöðugildi. Margar bílasölur bættu við sig starfsmönnum á árinu og má þar nefna Öskju og Suzuki. Ef bílasala helst svipuð það sem eftir er árs  og á haustmánuðum má áætla að rúmlega 15 þúsund nýskráningar muni eiga sér stað á árinu. Það myndi jafngilda nærri tvöföldun í bílasölu á tveimur árum, en árið 2013 seldust aðeins 7.913 nýir bílar. saeunn@frettabladid.is Bílasala keyrir langt fram úr væntingum Í byrjun árs var spáð hátt í 12 þúsund nýskráningum bíla á árinu, þær eru nú orðnar yfir 13.500. Nýskráningar ársins gætu orðið tvöfalt fleiri en árið 2013. Bílasala hefur aukist til muna á þessu ári. FréttaBlaðið/SteFán KarlSSon Stöðugleikasamkomulagið er spuni fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjár- málaráðuneytisins skilar samkomu- lagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En HvErnig eru þessir 857 milljarð- ar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. ríkið EndurHEimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. vArAsjóðir bAnkAnnA í gjald- eyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönk- unum taldar með sem stöðug- leikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. ísLAndsbAnki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bók- færðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslands- banki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. miðAð Er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársóps- ákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til við- bótar í mikilli óvissu. ÞAnnig virðist stöðugleika- pakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 59 39 0 9/ 20 15 ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair. Allar markaðsupplýsingar 1 1 . n ó v E m b E r 2 0 1 5 m i ð v i k u d A g u r2 Markaðurinn 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -D 6 4 4 1 6 E E -D 5 0 8 1 6 E E -D 3 C C 1 6 E E -D 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.