Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 22
Vöxtur Icelandair Group hefur verið mikill síðustu sex árin. Áður en uppgjör fyrir þriðja fjórðung var birt í lok október var EBITDA- spáin hækkuð og er gert ráð fyrir að EBITDA fyrir árið 2015 nemi 210- 215 milljónum dollara, eða 27 til 28 milljörðum króna. Hagnaður á þriðja fjórðungi nam um 103 millj- ónum dollara, eða rúmum 13 millj- örðum króna sem er um tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Það eru þó einungis örfá ár síðan fyrirtækið gekk í gegnum erfiða tíma. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri félagsins, segir að á fyrri hluta ársins 2008 hafi verið byrjað að skera niður í starfseminni, í takt við minnkandi umsvif á þeim tíma. Þá voru gerðar skipulagsbreytingar og Birkir Hólm Guðnason var ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair. „Frá 2009 fórum við að horfa til þess að vaxa að nýju og nýta þau tækifæri sem sköpuðust. Við höfum vaxið í takti við það sem við höfum talið skynsamlegt og lagt áherslu á arð- bæran innri vöxt. Á sama tíma settum við skýra arðgreiðslustefnu, þegar félagið var endurskipulagt fjárhagslega, sem lauk 2011,“ segir Björgólfur. Icelandair Group sé því vaxtarfyrirtæki og arðgreiðslu- fyrirtæki í bland. Samkvæmt arð- greiðslustefnu eru greidd 20 til 40 prósent af hagnaði ársins í arð, en greiðslan hefur numið um þrjátíu prósentum undanfarið. „Þú vilt allt- af hafa fé til að byggja upp félagið. Vöxtur sem við höfum verið að horfa á undanfarin ár kostar peninga. Miklar fjárfestingar, bæði í tækjum og innviðum og ekki síst starfsfólki.“ Tækifæri til frekari vaxtar „Ég sé veruleg tækifæri til vaxtar,“ segir Björgólfur. Ferðamanna- straumurinn í heiminum sé heilt yfir vaxandi. Þann vöxt hafi Ice- landair sótt mikið í með tengi- flugi milli Evrópu og Ameríku. Og leiðakerfið er að vaxa. Áfangastað- irnir verða 42 á næsta ári og meðal annars verður flogið til Chicago og Montreal sem eru nýir áfangastaðir. Þar fyrir utan er vöxtur í ferðaþjón- ustu á Íslandi. Björgólfur segir að stefnumótun sem ráðherra ferða- mála kynnti um daginn, á sama tíma og Stjórnstöð ferðamála var kynnt, bendi til að enn séu tækifæri til vaxtar. „Við þurfum hins vegar sem þjóð að skipuleggja okkur vel til þess að sú aukning verði sjálfbær.“ Í byrjun árs 2008 var Icelandair með 11 vélar í notkun og fóru þær niður í átta þann veturinn. Það ár var sex hundruð manns sagt upp hjá félaginu og segir Björgólfur það hafa verið mjög sársaukafullt. „Strax á árinu 2009 fjölgum við svo aftur. Síðan þá hefur vöxtur okkar verið um tvær til þrjár vélar á ári,“ segir Björgólfur og bætir við að starfsmenn séu núna tæplega 4.000 yfir háannatímann, eða um það bil tvöfalt fleiri en þeir voru eftir uppsagnirnar. Að sögn Björgólfs er veltuaukningin á þessum tíma um 70 prósent í dollurum. Hann leggur gríðarlega áherslu á að vöxtur fyrir- tækisins sé starfsfólkinu að þakka, þekkingu þess og reynslu. „Sú vísa er aldrei of oft kveðin að það eru einstaklingarnir sem hér vinna sem skipta máli.“ Björgólfur telur að gengi krón- unnar og kjarasamningar geti þó sett stór strik í reikninginn. Hækkun launa verði að vera í takti við fram- leiðniaukninguna í landinu. „Ef við förum umfram það þá mun það koma niður einhvers staðar,“ segir Björgólfur. Það muni hafa veruleg áhrif á samkeppnisgreinar ef krónan styrkist verulega eins og á árunum fyrir hrun. En það geti líka komið niður á útflutnings- greinunum ef fjárfestar komi inn með mikið fjármagn í vaxtamunar- viðskiptum. Það eitt og sér styrki gengi krónunnar og dragi úr krafti útflutningsgreinanna, þar á meðal ferðaþjónustu. Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. Vélum Icelandair hefur fjölgað um tvær á hverju ári, fjöldi starfsmanna tvöfaldast og velta hefur aukist um 70 prósent í dollurum. Björgólfur Jóhannsson segir að veltuaukning Icelandair Group undanfarin ár nemi 70 prósentum. FréTTaBlaðIð/STeFán Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is tvöfalt fleiri en á hrunárinu Starfsmenn Icelandair 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D A G U r6 markaðurinn 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -7 3 8 4 1 6 E E -7 2 4 8 1 6 E E -7 1 0 C 1 6 E E -6 F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.