Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 6
Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í áskrift er góð leið til að byggja upp eignasafn. Byggðu upp þinn sjóð með reglubundnum sparnaði Lágmarksupphæð aðeins 5.000 kr. á mánuði. 100% afsláttur af upphafsgjaldi í áskrift í sjóðum. Enginn fjármagns- tekjuskattur greiddur fyrr en við innlausn.* *Skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíð. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Kjaramál Sjúkraliðar hafa sam­ þykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mán­ aðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjón­ ustu. Þegar skrifað var undir samn­ inginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvem­ ber, samþykktu 96,3 prósent sjúkra­ liða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niður stöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á mið­ vikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjar­ starfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmanna­ félags Reykjavíkurborgar átt reglu­ lega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjar­ starfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og sam­ þykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörð­ um fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfs­ mannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orku­ veituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Fé lags starfs­ manna Stjór nar ráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samn­ inganefndar samflots bæjarstarfs­ mannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðis­ stofnunum. olikr@frettabladid.is Eitt af þremur félögum hefur samþykkt Sjúkraliðafélagið, sem er eitt þriggja stærstu félaganna innan BSRB, hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið. Verkfall sjúkraliða og SFR stóð yfir í hálfan mánuð. Kosningu hjá SFR og LL lýkur í næstu viku. Starfsmenn sveitarfélaganna eru enn með lausa samninga. Leiðtogar stéttarfélaganna á tröppum stjórnarráðsins í október. FréttabLaðið/GVa Kaþólskir koma saman Bæjarstarfsmanna- félögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninga- nefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samn- inga. Úr samantekt á vef BSRB Frans páfi heimsótti Prato og Flórens í gær þar sem fram fara hátíðarhöld í tengslum við landsráðstefnu kaþólsku kirkjunnar. Eins og sjá má kunni páfinn vel við að fulltrúar yngstu kynslóðarinnar tóku þátt í dagskránni. FréttabLaðið/EPa Ferðaþjónusta Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt taln­ ingum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er 32 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin nemur 48,5 prósentum milli ára og hefur hún ekki mælst svo mikil milli ára í október frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kominn vel yfir eina milljón. Fjölgun hefur verið alla mánuði ársins á milli ára, þó aldrei jafn mikil og nú í október. Um 75 prósent ferða­ manna í október síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmenn­ astir eða 24,4 prósent af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Bandaríkja­ menn. – jhh Ferðamönnum fjölgaði um helming neytendur Rúmur fjórðungur af 89 tegundum varasalva sem dönsku neyt­ endasamtökin Tænk létu rannsaka reyndist innihalda hormónaraskandi efni, að því er fram kemur á vef Neyt­ endasamtakanna. „Slík efni geta haft slæm áhrif á líkamann,“ segir þar. Neytendasamtökin mæla með því að fólk noti varasalva sem merktur er með Svansmerkinu, en það þýði að hann sé laus við hættuleg og hormóna­ raskandi efni. „En þó geta slíkar vörur innihaldið ilmefni sem gætu valdið ofnæmisviðbrögðum. Það er því alltaf gott að hafa varann á.“ – óká Segja varasalva varasaman 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I ð v I K u d a G u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -B 3 B 4 1 6 E E -B 2 7 8 1 6 E E -B 1 3 C 1 6 E E -B 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.