Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 4
NeyteNdur Fyrirtækið Aðstoð og
öryggi telur sig hafa ríkar rannsókn-
arheimildir þegar kemur að því að
upplýsa um varanlegt líkamstjón
eftir umferðaróhöpp. Dæmi eru um
að fyrirtækið sæki upplýsingar um
fjarvistir fólks til vinnuveitenda.
Fréttablaðið greindi frá því á
mánudag að fjögur stærstu trygg-
ingafélög landsins, Sjóvá, TM, VÍS
og Vörður, noti öll svokallaðar
PC crash-skýrslur frá fyrirtækinu
Aðstoð og öryggi til að rökstyðja
höfnun um bætur. Sönnunargildi
skýrslnanna hefur ítrekað verið
hafnað fyrir dómi vegna þess að
þeirra er aflað einhliða.
Fréttablaðið hefur undir höndum
nokkrar rannsóknarskýrslur fyrir-
tækisins. Samkvæmt einni skýrsl-
unni óskaði tryggingafélag eftir því
að fyrirtækið tæki áreksturinn til
rannsóknar þar sem ábending hefði
borist um hugsanleg tryggingasvik.
Þá segir: „Kannað var hjá núverandi
og fyrrverandi vinnuveitendum
aðila máls um vinnutilhögun s.s.
eðli starfs og síðan fjarvistir fyrir
og eftir umferðaróhappið.“
Í skýrslunni kemur fram að öku-
maður bifreiðarinnar hafi fram-
vísað læknisvottorði hjá vinnuveit-
anda og farið fram á að vinna áfram
en svart. Með framburði vinnu-
veitandans fylgir upptaka, bæði
hljóð og mynd, þar sem tjónþoli á
að hafa óskað eftir þessu. Í skýrsl-
unni kemur fram að það sé erfitt að
greina þetta þar sem málskilningi
starfsmannsins sé ábótavant.
Jafnframt liggja fyrir upplýsingar
frá vinnuveitendum þriggja far-
þega bifreiðarinnar. Upplýsing-
arnar segja til um hversu marga
daga viðkomandi voru frá vinnu
í kjölfar slyssins. Fjórði farþeginn
er samkvæmt skýrslunni nemi og
lögmaður viðkomandi neitaði að
mæta til skýrslutöku og upplýsa
um málsatvik.
Framkvæmdastjóri Aðstoðar og
öryggis og höfundur skýrslunnar
sem hér er vísað til, Ómar Þorgils
Pálmason, segir að þetta sé eina
skýrsla fyrirtækisins þar sem upp-
lýsingar frá vinnuveitendum séu
tilgreindar. Upplýsingarnar hafi
komið að frumkvæði vinnuveit-
anda til tryggingafélagsins sem svo
hafi óskað aðstoðar Aðstoðar og
öryggis.
Niðurlag skýrslunnar er: „Er það
niðurstaða rannsóknarinnar að við-
brögð og eftirköst farþega og öku-
manns eftir óhappið séu verulega
ýkt og ekkert sem bendir til þess að
líkamlegur skaði sé með þeim hætti
sem meintir brotaþolar lýsa, miðað
við það sem fram kemur síðan hjá
vinnuveitendum og meintum
brotaþolum sjálfum m.t.t. vinnu.“
„Þeir [tryggingafélögin] óska
eftir þessu og ég er ekki að gera
neitt meira. Ég get ekki svarað
fyrir það hvernig þeir eru að nota
þetta í höfnun eða slíku,“ segir
Ómar. Hann vísar til 120. gr. laga
um vátryggingasamninga og segir
það ákvæði heimild fyrirtækisins
til rannsóknar. Ákvæðið segir að
sá sem hafi uppi kröfu skuli veita
upplýsingar og afhenda gögn sem
félagið þarf til að geta metið ábyrgð
sína. Bannað sé að veita rangar upp-
lýsingar.
„Við pössum okkur á því að við
erum ekki að mynda inn um glugga
hjá fólki. Ég get nefnt þér dæmi um
svona kannski svikamál. Það var
maður sem var búinn að vera á
atvinnutryggingabótum í 10 ár og
ári eftir að hann tekur trygginguna
verður hann fyrir í slysi, innan
gæsalappa,“ hann segir að lögfræð-
ingur hafi farið fram á auknar bætur
fyrir manninn vegna þess að hann
væri orðinn rúmliggjandi. „Ég náði
bara í fleiri gögn sem sýndu það
gagnstæða. Ef þú tekur myndir af
fólki úti þá máttu það. Það er ekkert
að því,“ segir Ómar.
Sveinbjörn Claessen, lögmaður
hjá Landslögum, segir að lögin um
vátryggingasamninga heimili ekki
svona ríkar rannsóknarheimildir
til handa þriðja aðila. „Ef vátrygg-
ingafélag grunar að tjónþoli viðhafi
ólögmæta og refsiverða háttsemi þá
ber viðkomandi félagi skylda til að
leita til lögreglunnar og tilkynna
henni um ætlaðan refsiverðan
verknað í stað þess að úthýsa mál-
inu til einkarekins félags sem ekki
hefur lagalega heimild til að rann-
saka slíkt mál. Samkvæmt lögum
um meðferð sakamála er það hlut-
verk lögreglunnar að rannsaka mál
af þessu tagi og eru henni veittar
ýmsar rannsóknarheimildir til að
stunda slíkar rannsóknir. Aðrir hafa
ekki slíkar heimildir.“
snaeros@frettabladid.is
Yfirheyra vinnuveitendur um árekstra
Fjögur stærstu tryggingafélög landsins láta þriðja aðila, Aðstoð og öryggi, rannsaka fyrir sig árekstra og mögulegt tryggingasvindl.
Vafaatriði ríkir um lagaheimild fyrir rannsókninni. Lögfræðingur segir málin lögreglumál og ekki eiga heima hjá einkaaðila.
Lögregla og Neyðarlínan vísa nú til fyrirtækisins Aðstoðar og öryggis, eða árekstur.is, þegar minniháttar árekstrar verða.
FréttAbLAðið/DANíeL
Ef vátryggingafélag
grunar að tjónþoli
viðhafi ólögmæta og refsi-
verða háttsemi þá ber
viðkomandi
félagi skylda
til að leita til
lögreglunnar.
Sveinbjörn Claessen
lögmaður
SveitarStjórNarmál Landshluta-
samtök sveitarfélaga á landinu öllu
skora á ráðherra og alþingismenn
að tryggja við fjárlagagerð næsta árs
aukin framlög til málaflokka sem
mikilvægir séu fyrir byggðaþróun
til framtíðar. Undir er þjónusta við
fatlað fólk, samningar um sóknar-
áætlun, samgöngumál, almennings-
samgöngur og ljósleiðaravæðing.
Áréttað er á vef Sambands íslenskra
sveitarfélaga að landshlutasamtökin
séu sem fyrr „reiðubúin til að leggjast
á árar með sínum kjörnu fulltrúum
og ríkisvaldinu“ við að jafna tæki-
færi allra landsmanna til atvinnu og
þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að
sjálfbærri þróun byggðarlaga um land
allt. „Það verður þó ekki gert nema
vilji til þess sjáist í fjárlagafrumvarp-
inu gagnvart þessum lykilmálum.“
Í greinargerð með áskorun lands-
hlutasamtakanna er meðal annars
vísað til þess að rekstrarhalli sveitar-
félaga á þeim þáttum í þjónustu við
fatlað fólk sem fluttir hafi verið frá
ríki til sveitarfélaga nemi ríflega 1,7
milljörðum króna á árunum 2011 til
2014. Samkvæmt sumum sveitarfé-
lögum kunni hallinn jafnvel að vera
enn meiri.
„Landshlutasamtökin skora á
alþingismenn og ráðherra að tryggja
fjármagn til að greiða uppsafnaðan
halla málflokksins og tryggja síðan
fjármögnun hans frá og með árinu
2016, þannig að sveitarfélögin geti
veitt þjónustu í takti við lög og reglu-
gerðir um málaflokkinn,“ segir í
greinargerðinni. – óká
Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki
Þjónusta við fatlaða er meðal þess sem sveitarfélög kalla eftir stuðningi ríkisins
við. FréttAbLAðið/ANtoN
HafNarfjörður Forsvarsmenn minni-
hluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði telja
Rósu Guðbjartsdóttur, formann bæjar-
ráðs, hafa farið með rangt mál þegar
hún fullyrðir að tæpar 45 milljónir
króna sparist með því að loka leik-
skólanum Brekkuhvammi í Hafnar-
firði. Rósa stendur hins vegar við fyrri
fullyrðingar sínar en telur aðdróttanir
í sinn garð alvarlegar.
Minnihluti bæjarstjórnar sendi frá
sér tilkynningu þar sem útreikning-
arnir eru dregnir í efa. Í stað 45 millj-
óna króna sparnaðar sé hann ekki
nema um fimm til sex milljónir. „Inni
í þeirri fjárhæð sem formaður bæjar-
ráðs nefndi í umræddu viðtali er
launakostnaður sem ekki er áætlað að
sparist þó svo að umræddri starfsstöð
verði lokað. Sá kostnaður nemur um
70 prósentum af þeirri fjárhæð sem
fullyrt var í umræddu viðtali að kæmi
til lækkunar útgjalda bæjarsjóðs,“ segir
í fréttatilkynningunni.
Rósa stendur við fullyrðingar sínar.
„Ég stend fullkomlega við yfirlýsingar
mínar og orð um heildaráhrif þess að
starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms
verði lögð niður og komið hafa fram,
til dæmis í fréttum Stöðvar 2,“ segir
Rósa og bendir á að tölurnar séu
fengnar frá rekstrarstjóra á fjármála-
sviði Hafnarfjarðarbæjar. „Því get ég
ekki svarað svo alvarlegum ásökunum
og dylgjum fulltrúa minnihlutans, sem
sendar hafa verið á fjölmiðla í dag, með
öðrum hætti.“
Adda María Jóhannsdóttir, bæjar-
fulltrúi Samfylkingar, segir þessa fram-
setningu formanns bæjarráðs villandi.
„Hefur hún látið hafa eftir sér að ef ekki
verði af þessari lokun þurfi að hækka
leikskólagjöld um 11 prósent. Maður
getur leyft sér að túlka það sem svo að
hún sé þarna að stilla foreldrum upp
við vegg. – sa
Telja formann bæjarráðs tefla fram villandi tölum
Sparnaður á heilu ári:
Laun á deild 29,8
Launakostnaður 4,8
Húsaleiga 6,4
Rafmagn og hiti 0,4
Ræsting 1,6
Samtals 43 milljónir
rósa Guðbjartsdóttir
FréttAbLAðið/DANíeL
1 1 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 m i ð v i K u d a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
E
-5
A
D
4
1
6
E
E
-5
9
9
8
1
6
E
E
-5
8
5
C
1
6
E
E
-5
7
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K