Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 16
gary martin áfram í kr Ef gary martin spilar á íslandi næsta sumar þá verður það í búningi kr, en hann er samnings­ bundinn félaginu í tvö ár í viðbót. martin staðfesti við fótbolta.net að hann hefði fundað með Bjarna guðjónssyni, þjálfara kr, og stjórn knattspyrnudeildar að loknu tíma­ bili þar sem málin voru útkljáð. „Þeir sögðu að enginn hjá kr vildi að ég færi,“ sagði gary og bætti við að það hafi verið niður­ staðan að hætta að hugsa um síðasta tímabil og einbeita sér að því næsta. gary ítrekaði marg­ sinnis óánægju sína með hlutverk sitt í liði kr síðasta sumar en hann fékk minna að spila en hann vildi og ekki í sinni uppáhalds­ stöðu. martin skoraði fimm mörk í fimmtán deildarleikjum með kr síðastliðið sumar. Í dag 19.10 Haukar - Stjarnan Sport 19.15 Keflavík - Valur TM-höllin 19.15 Snæfell - Hamar Stykkish. 19.30 HK - ÍBV Digranes guðBjörg Enn frá guðbjörg gunnarsdóttir getur ekki spilað með liði sínu, Lille­ ström í noregi, þegar það tekur á móti þýska stórliðinu frankfurt í fyrri viðureign liðanna í 16­liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í dag. Hún meiddist í leik með íslenska lands­ liðinu fyrir rúmum tveimur vikum. er hún brákaði rifbein. guðbjörg sagði í samtali við akra­ borgina á X­inu í gær að hún hefði gert sitt besta til að ná leiknum. „En ég verð að taka með í reikning­ inn að útileikurinn við frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur­ inn,“ sagði guðbjörg sem gerir sér vonir um að ná þeim leikjum. Úrslitin í bikarnum fara fram 21. nóvember en þá mætir Lilleström öðru íslendingaliði, avaldsnes. Nýjast Olísdeild kvenna Ekki refsa framtíðinni fyrir fortíðina „Persónulega myndi ég ekki vilja setja Rússana í bann,“ segir Jónas Egilsson, en eins og fram kemur hér vill Alþjóða- lyfjaeftirlitið að Rússum verði meinuð þátttaka í Ólympíuleikunum í Ríó. „Við værum að refsa framtíðinni fyrir það sem fortíðin gerði,“ segir hann. „Það sem þarf að gerast er að Rússar verði samvinnuþýðir og lagi kerfið hjá sér. Almenningur verður að trúa því að kerfið í Rússlandi virki eins og ég held að flestir trúi að kerfið hjá okkur, Norðurlöndunum og almennt á Vesturlöndum virki. Rússar þurfa nýja þjálfara og nýja forystu.“ Hann telur að bann muni ekki gera neitt nema ala á frekari ofsóknar- kennd Rússa í garð Vesturlanda. „Það að setja bann á Rússana forherðir þá bara í þessari ofsóknarkennd sem auðvelt er að ala á, að Vesturlandabúar vilji Rússum allt illt.“ Frjálsar frjálsíþróttaheimurinn leikur á reiðiskjálfi eftir að skýrsla sem unnin var af alþjóðalyfjaeftirlitinu, WaDa, opinberaði stórfellda lyfjamisnotkun rússneskra frjálsíþróttamanna sem var kerfisbundið unnin í samvinnu við rússneska frjálsíþróttasambandið.“ Það hjálpaði svo til við að hylma yfir allt og eyddi meðal annars 1.400 sýnum þegar WaDa bað rússneska lyfjaeftir­ litið að geyma ákveðin sýni. Þriggja manna nefnd á vegum WaDa, þar sem fyrrverandi forseti WaDa, Dick Pound, var í forsvari, vill enn fremur að fimm rússneskir frjáls­ íþróttamenn og fimm þjálfarar fái lífs­ tíðarbann. rússar fá til loka vikunnar til að svara skýrslunni en talsmaður kremlar gaf út stutta yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði engar sannanir á bak við það sem fram kemur í skýrslunni. allt hófst þetta í desember í fyrra þegar þýsk heimildarmynd leiddi í ljós samsæri rússneska frjálsíþrótta­ sambandsins. Þar var því haldið fram að rússneskir frjálsíþróttamenn greiði fimm prósenta hlut launa sinna til rúss­ neska lyfjaeftirlitsins, ruSaDa, sem á móti skaffar þeim árangursbætandi efni og sópar lyfjaprófum þar sem eitt­ hvað finnst undir teppið. alþjóðalyfja­ eftirlitið mælir sterklega með því að rússum verði meinuð þátttaka á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í ríó á næsta ári sem yrði sögulegt. Fór undan í flæmingi „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri frjálsíþrótta­ sambands íslands, við fréttablaðið, en hann sat einnig um árabil í stjórn evr­ ópska frjálsíþróttasambandsins. „Ég hef fylgst vel með frjálsíþróttum í rúss­ landi og þar áður í Sovétríkjunum.“ Hann segir að eftir hrun Sovétríkj­ anna hafi frjálsíþróttir farið út af kort­ inu hjá rússum en upp úr aldamótum hafi komið ný bylgja af toppíþrótta­ fólki þaðan. Endurnýjunin síðan þá hafi honum alltaf fundist grunsamleg. „í flestum tilfellum staldrar þetta fólk stutt við þó það séu vitaskuld til undan­ tekningar á því. rússar koma fram með toppfólk en svo hverfur það. Ég var í stjórn Evrópusambandsins lengi og fylgdist þá vel með úrslitum á Em.“ jónas er svo vel tengdur að hann er málkunnugur Valentin Balakhnisjev, fyrrverandi formanni frjálsíþróttasam­ bands rússlands, sem sagði af sér eftir ásakanir þýsku sjónvarpsmannanna í desember. jónas reyndi margsinnis að ræða þessa endurnýjun við Balakhn­ isjev þegar þeir hittust. „Hann fór alltaf undan í flæmingi. Ég vildi bara vita hvert væri leyndarmálið á bak við þessa miklu endurnýjun en aldrei vildi hann svara þessu nema með því að í rússlandi væri gott kerfi og markvisst unnið að góðum árangri. mín tilfinning var alltaf að hann vissi meira en hann sagði. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en það segir sitt að hann hafi sagt af sér eftir þessar uppljóstranir í fyrra,“ segir jónas. Ræktaðir íþróttamenn á fjölmörgum árum í frjálsíþróttageir­ anum sem formaður frí og stjórnar­ maður hjá evrópska sambandinu segist jónas hafa rætt þessa rússnesku uppsveiflu við margt fólk og flestir hafi verið sömu skoðunar og hann. „auðvitað heyrði maður orðróm um þetta í þessu samfélagi, hjá sambönd­ unum öllum sem og mótshöldurum og fleirum. tilfinning manna var sú, að þarna væru íþróttamenn „ræktaðir“ upp þar til þeir væru orðnir góðir og þá sendir „hreinir“ á alþjóðleg mót,“ segir jónas, en rússar hafa verið næststerk­ asta frjálsíþróttaþjóðin á eftir Banda­ ríkjamönnum síðan um aldamótin. „ástæðan fyrir því að margir entust svona stutt, held ég, er að þegar fram liðu stundir fóru áhrifin að renna af þeim. Þetta er allt ósannað en fellur að þessari mynd sem WaDa dregur upp. Þetta er ekki bara mín tilfinning sem ég byggi þetta á heldur á samtölum Endurnýjunin grunsamleg Skýrsla um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum kemur Jónasi Egilssyni, fyrrverandi formanni FRÍ, ekki á óvart. Hann hefur rætt þetta við fyrrverandi formann rússneska sambandsins. Mariya Savinova fagnar sigri sínum í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 og Ekaterina Poistogova fagnar bronsi. Alþjóðalyfjaeftirlitið segir að Rússar hafi eyðilagt frjálsíþróttakeppnina í Lundúnum með lyfjamisnotkun sinni. Ekkert hefur verið sannað beint á þær tvær. FRéttABLAðið/GEtty mínum við mótshaldara stórmóta í Evrópu og fleiri sem þekkja enn betur til en ég,“ segir jónas. Svo virðist sem rússar hafi fengið hjálp frá Senegalanum Lamine Diack, fyrrverandi forseta alþjóðafrjáls­ íþróttasambandsins. Hann var, ásamt fleiri yfirmönnum iaaf, handtekinn í frakklandi í síðustu viku, grunaður um að taka við mútum frá rússunum fyrir yfirhylmingu á svindlinu. Diack tók við sem forseti iaaf árið 1999 en lét af störfum á þessu ári þegar Bretinn Sebastian Coe lávarður var kosinn forseti. gabriel Dollé, fyrr­ verandi yfirmaður lyfjanefndar iaaf, var einnig handtekinn. Hann er sak­ aður um að hafa tekið við 200.000 evrum í mútugreiðslur fyrir að hylma yfir með rússunum. „Það er augljóst að ákveðnir aðilar innan alþjóðasambandsins voru með í spilum,“ segir jónas ákveðinn. „Dollé átti að hafa eftirlit með þessu og svo lætur Diack þetta viðgangast og fær fyrir það 20­40 milljónir að því að talið er. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé við­ riðinn svona spillingu,“ segir jónas Egilsson. Það helsta sem kemur fram í skýrslunni: l Þar kemur í ljós að Rússar hafa verið með slakt lyfjaeftirlit og ekki fylgt nýjustu tækni þegar kemur að gæðum lyfjaprófa. l Sagt er að hvorki geti rússneska frjálsíþróttasambandið né rúss- neska lyfjaeftirlitið talið sig stunda alvöru eftirlit. l Mælt er með að Alþjóðalyfja- eftirlitið gæðavotti ekki lengur rannsóknarstofu rússneska lyfja- eftirlitsins og að yfirmaður þess, Grigory Rodchenko, verði rekinn úr starfi. Hann er sakaður um að taka við mútum og viljandi eyði- leggja sýni sem honum var sagt að geyma. l Staðfest er að sumir rússneskir læknar og/eða rannsóknarstofur hjálpi íþróttamönnum við að stunda lyfjamisnotkun sem og sumir þjálfarar. l Talið er öruggt að rannsóknarstofa rússneska lyfjaeftirlitsins eyðilagði vísvitandi 1.400 sýni eftir að hafa fengið bréf frá WADA sem bað um að sýnin yrðu geymd. l Það kom í ljós að rússneska lyfja- eftirlitið lét íþróttamenn sína vita í tæka tíð áður en þeir voru kallaðir í próf, faldi próf sem sönnuðu lyfja- misnotkun og tóku við mútum fyrir að hylma yfir allt saman. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Fylkir - Fram 24-33 Markahæstar: Thea Imani Sturludóttir 7, Þuríður Guðjónsdóttir 6 – Elísabet Gunn- arsdóttir 8, Hildur Þorgeirsdóttir 6. SPánVErji á krÓkinn jose maria Costa gomez var í gær ráðinn þjálfari tindastóls en liðið hefur leitað að nýjum þjálfara síðan að Pieti Poikola var rekinn fyrir tæpum tveimur vikum. Costa er 43 ára Spánverji sem hefur áður starfað með israel martin, sem þjálfaði tindastól með góðum árangri í fyrra. „Hann og israel eru vinir og hafa þekkst lengi,“ sagði Stefán jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar tindastóls, í samtali við frétta­ blaðið í gær. „israel gaf honum 100 prósent meðmæli.“ Stefán segir að það hafi verið hárrétt ákvörðun að reka Poikola og að hann sjái ekki eftir henni. „Það er engin spurning að Pieti er fær þjálfari en hugmyndafræði hans hentaði okkur engan veginn,“ sagði Stefán. 1 1 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 M I Ð v I K U D a G U r16 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð I Ð sport 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -8 C 3 4 1 6 E E -8 A F 8 1 6 E E -8 9 B C 1 6 E E -8 8 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.