Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 10
Slit sjóða í rekstri Stefnis ______________________ Stefni – Skuldabréfum stuttum og Stefni - Ríkisverðbréfasjóði stuttum hefur verið slitið. Miðast slit þeirra við 10. nóvember 2015. Við slitin fengu hlutdeildarskírteinishafar lokagreiðslu úr sjóðunum sem tekur mið af eignarhlut þeirra. Frekari upplýsingar er að nna á heimasíðu Stefnis hf. – www.stefnir.is 11. nóvember 2015 Stefnir hf. Sýning og málstofur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Dagana 13. og 14. nóvember breytum við Ráðhúsinu í suðupott upplýsingamiðlunar og umræðu um húsnæðismál. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þúsundir íbúða eru á teikniborðinu. Hvar munu þær rísa? Breyttar áherslur í húsnæðismálum. Er verið að byggja í takt við breyttar áherslur almennings? Áskoranir og lausnir. Hvernig kemst ungt fólk í sitt fyrsta húsnæði? Hvort er betra að eiga eða leigja? Sýning og málstofur eru öllum opnar. reykjavik.is/uppbygging Nýjar íbúðir í Reykjavík Bretland „Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft sam- komulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nán- ara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusam- bandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæða- greiðslu um útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram Vill ekki aðild Breta að bandaríkjum Evrópu David Cameron kynnti í gær kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Hann segir samninga við ESB ekki óviðráðanlegt verkefni, en Bretar eigi svo að taka afstöðu til útkomunnar. Fari Bretar úr ESB verði þeir ekki áfram í EES. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnir samningskröfur sínar. FréttaBlaðið/EPa í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði ein- faldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“ gudsteinn@frettabladid.is 4 markmið Camerons 1 Verja hinn sameiginlega innri markað Evrópusambandsríkj- anna, þ.e. koma í veg fyrir að evru- ríkin verði sérstakt markaðssvæði sem ríki utan evrusvæðisins hafi aðeins takmarkaðan aðgang að. 2 Leggja mikla áherslu á sam-keppnishæfni í öllum ríkjum Evrópusambandsins, sem ekki síst á að felast í því að draga úr íþyngjandi reglum á fyrirtæki. 3 Bretland verði undanþegið ákvæði stofnsáttmála ESB um „æ nánara bandalag“ aðildar- ríkjanna. Þess í stað eigi að efla áhrif þjóðþinga ESB-ríkjanna. 4 Bresk stjórn hafi fulla stjórn á straumi innflytjenda til lands- ins, meðal annars með því að tak- marka frelsi íbúa fátækari aðildar- ríkja ESB til að flytja til Bretlands. Einnig þurfi að takmarka réttindi aðfluttra ríkisborgara annarra ESB- ríkja til atvinnutengdra bóta og skattafrádráttar. dómsmál Tæplega fertugur brasil- ískur ríkisborgari hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur kílóum af kókaíni ætluðu til sölu hér á landi. Maðurinn var handtekinn við komu til landsins frá Amsterdam í ágúst, þá með kókaínið falið í farangri sínum. Að því er segir í ákæru gegn manninum er unnt að framleiða um 3,4 kíló af efni úr þeim 1,8 kílóum af kókaíni sem fundust í farangri mannsins, miðað við 29 prósenta styrkleika. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu, kostar gramm af kókaíni nú um átján þúsund krón- ur hér á landi sem gerir „götuverð“ efnisins sem maðurinn var með um 61 og hálfa milljón króna. Mál verður höfðað gegn mannin- um fyrir Héraðsdómi Reykjaness. – bá Talinn hafa smyglað 2 kílóum af kóki til Íslands 3,4 kíló af kókaíni hefði mátt vinna úr því efni sem mað- urinn var með. Héraðsdómur reykjaness 1 1 . n ó v e m B e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U d a G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -4 7 1 4 1 6 E E -4 5 D 8 1 6 E E -4 4 9 C 1 6 E E -4 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.