Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 21
föstudagur 9. janúar 2009 21Fókus Hvað er að GERAST? Föstudagur: n Mood á Rósenberg Blúsrokkhljómsveitin Mood mun spila á rósenberg í kvöld. Hljómsveitina skipa Bergþór smári, friðrik geirdal og Ingi skúlason og eru þeir allir vel reyndir í tónlistinni. Þeir munu spila frumsamin lög og blússtandarda. tónleikarnir hefjast klukkan 23. n Dísel á 800bar dísel spilar stuð- og fjörmúsík á 800bar á selfossi í kvöld og er búist við gríðarlega sveittu stuði. Hljómsveitin dísel hefur, þrátt fyrir ungan aldur, látið mikið fyrir sér fara og gaf út seint á síðasta ári endurútgáfu á stál og hnífur eftir Bubba Morthens og vakti það mikla lukku. allir að skella sér. n Húsbandið á Prikinu Á Prikinu verður sama gamla góða stemningin sem byrjar á því að Húsbandið snýr aftur og spilar frá klukkan 22. Eftir það mun hinn eldklári dj gísli galdur taka við og þeyta skífum fram eftir nóttu. að vanda er ókeypis inn. n Pops á Kringlukránni Hljómsveitin Pops með þá gunna Þórðar og Magga Kjartans innanborðs er komin á kreik. um helgina munu þeir félagar tengja saman kynslóðir með nýjum og gömlum lögum á Kringlukránni. stuðið mun hefjast eftir klukkan 22. n Á móti sól á Players rockstar supernova-stjarnan Magni og félagar hans í Á móti sól fara aldrei í frí og munu hressa mannskapinn á Players í kvöld. stuðið sem þeim fylgir er ávallt mikið og þekkja margir orðið þeirra bestu slagara. tónleikarnir hefjast klukkan 22. Laugardagur: n Þungarokk á TÞM fyrir stuttu gáfu drengirnir í þungarokks- hljómsveitinni gone Postal út frumburð sinn, In the depths Of the despair, og ætla að halda útgáfutónleika í tilefni af því í aðstöðu sinni tÞM vestur á granda. Húsið opnað klukkan 19 og kostar 1000 krónur inn. ráðist á nýtt ár með alvöru þungarokki. n Kuroi & Retro Stefson Grand Rokk Hin nýja indie-hljómsveit Kuroi mun halda útgáfutónleika á grand rokk í kvöld og njóta aðstoðar retro stefson. sveitin leikur kassagítarrokk en áhrifa gætir frá Led Zeppelin og sunny day real Estate. Platan EP by Kuroi er nýkomin út og verður seld á staðnum. gleðin hefst klukkan 23. n Trevor Rockcliff á Nasa trevor rockcliff mun spila í fyrsta sinn á Íslandi en hann er einn færasti teknóplötusnúður Bretlands og sá sem hefur spilað með Carl Cox í gegnum tíðina. Hann mun koma fram á nasa á laugardaginn ásamt Exos og Plugg. Ekki missa af fyrsta kvöldi techno.is ársins 2009. n Atli og Erpur á Hverfisbarnum dj atli skemmtanalögga og Erpur Eyvinds eru nýtt teymi sem hefur vakið mikla og góða athygli. Í kvöld er stefnan sett á Hverfisbarinn þar sem þeir hyggjast spila þangað til kofinn liggur í rústum. Þeir segjast lofa miklum látum. Partíið hefst á miðnætti og stendur eflaust fram undir morgun. n Ingó og Veðurguðirnir á Gullhömrum Ingó og Veðurguðirnir ætla að byrja árið 2009 með krafti og gera allt vitlaust á gullhömrum í grafarvogi á opnu balli í einum glæsilegasta veislusal landsins. strákarnir voru að koma með nýtt hörkulag á markaðinn sem ber nafnið Vinurinn og kæmi ekki á óvart að það fengi svipaða athygli og fyrri lög sveitarinnar. DubbElDuScH tvímælalaust með bestu sýningum sem gagnrýnandi dV hefur séð á sviði La. m æ Li r m eð ... FólKIð í bloKK- INNI Leiksýning sem nú á erindi við alla þjóðina. STEINAR í DjúPINu Lofsverð tilraun, djörf og metnaðarfull. aukasýningar hefjast í janúar. YES MAN Hæfilega allt en stórfeng- lega ekki neitt. m æ Li r eK Ki m eð ... NFS uNDER- coVER frekar slakur leikur sem skilur lítið eftir sig. TRANSPoRTER 3 Versta mynd ársins kom snemma í ár. Pétur Jóhann Sigfússon skaust fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann sigr- aði í keppninni Fyndnasti maður Ís- lands 1999 en síðan þá hefur hann verið að festa sig í sessi sem einn besti gamanleikari þjóðarinnar. Eft- ir að hafa gert góða hluti í Svína- súpunni, Strákunum og Stelpun- um fékk Pétur hlutverk í myndinni Astrópía sem var tekjuhæsta mynd Íslands árið 2007. Hann lék svo að- alhlutverkið í myndinni Stóra plan- ið. Helsti leiksigur Péturs er þó án efa í hlutverki Ólafs Ragnars í Næt- ur- og Dagvaktinni en það er varla sá Íslendingur sem ekki þekkir frasa kappans úr þáttunum. Pétur er nú að æfa sitt fyrsta leikverk sem kallast Sannleikurinn. „Þetta er ekki alveg beint leikrit,“ segir Pétur Jóhann um gamanleik- inn Sannleikann sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 6. febrú- ar. „Þetta er meira svona fagurlega innpakkað uppistand. Standandi gleðileikur,“ segir Pétur en Sannleik- urinn er hans fyrsta leikverk. „Þetta er jú á leiksviði og dálítið leikrænt þannig að það mætti eflaust flokka það sem slíkt.“ Erfitt að grína við vegg Pétur segir mikil viðbrigði að æfa leikverkið frá því sem hann hefur áður gert. „Æfingarnar ganga mjög vel en þegar við erum að æfa er það bara ég, leikstjórinn og svona tveir aðrir í salnum. Það getur verið svo- lítið sérstakt þar sem áhorfendur eru mikill partur af svona sýningu og skapa vissa stemningu.“ Pétur líkir æfingaferlinu við að standa einn heima og gera grín. „Þetta er svona eins og standa heima í stofu og grína við vegg. Þau sem eru úti í sal eru líka búin að heyra þetta þúsund sinnum þannig að þau eru meira að segja hætt að glotta. Þetta eru bara ég og þrjú steinrunnin andlit.“ Tilhlökkunin er því mikil eftir frum- sýningardegin- um hjá Pétri til að geta flutt verkið fyrir fullum sal af fólki. Sannleikur Péturs Eins og nafnið gefur til kynna fjall- ar verkið um sannleikann. „Þetta er í raun sýn mín á sannleika lífsins og er byggt á minni upplifun. Ég er leitandi en samt með svör. Meðfram þeim svörum sem ég kem með velti ég upp ýmsum spurningum,“ segir Pétur sposkur. Pétur er höfundur verksins en hann fær aðstoð frá einum heitasta penna landsins um þessar mundir, Sigurjóni Kjartanssyni. „Það er varla ritað orð þessa dagana nema Sigur- jón sé einhvers staðar nálægt,“ seg- ir Pétur glettinn en hann segir sam- starf þeirra félaga hafa verið mjög gott. „Þar sem ég á mjög erfitt með að koma upplifunum mínum á blað er mjög gott að hafa Sigurjón til þess festa þetta í form.“ Pétur og Sigurjón hafa áður unnið saman og því gengu hlutirn- ir nokkurn veginn snurðulaust fyr- ir sig. „Við skrifuðum nokkra sketsa í Svínasúpunni og fundum þar ferli sem hentaði okkur vel. Ég geng um gólf og læt gamminn geisa meðan hann reynir að grípa það sem eitt- hvað vit er í.“ Pétur segir mjög gott að hafa Sigurjón sér við hlið í skrif- unum þar sem hann sé hreinskilinn og skafi ekki utan af hlutunum. „Ef maður er eitthvað í ruglinu eða Sig- urjóni finnst einhver hugmynd ekki ganga upp segir hann það hreint út og það er mjög góður kostur.“ ólafur Ragnar í uppáhaldi Eins og margoft hefur kom- ið fram var Pétur að vinna í BYKO áður en hann sló í gegn sem gamanleikari. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Pétri en hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég finn mig mjög vel í þessu og grínið og leiklistin höfðu alltaf blundað í mér. Við- brögðin við því sem maður hefur verið að gera hafa ver- ið góð og tilfinningin er eftir því. Er það ekki alltaf þannig? Ef viðbrögð- in eru góð, þá er gaman.“ Af þeim fjölmörgu verkefnum sem Pétur hefur tekið að sér segir hann hlutverk sitt sem Ólafur Ragn- ar standa upp úr. „Ég verð að segja Ólafur Ragnar Hannesson. Hann er skemmtilegasti karkterinn sem ég hef unnið með hingað til. Ég á svo mikið í honum sjálfur og hef mótað hann eftir mínu höfði sem er auðvit- að mjög skemmtilegt.“ Pétur lítur á það sem mikil for- réttindi að fá að vinna með slíkan karakter bæði sem grínisti og leik- ari. „Yfirleitt er það þannig að leik- ari mætir og er að setja sig í eitt- hvert hlutverk sem einhver annar hefur skapað. Þannig að skiljanlega er skemmtilegra að vinna með per- sónu eins og Ólaf þar sem ég fæ að taka þátt í þróun persónunnar. Allt þetta ferli í kringum Næturvaktina og svo Dagvaktina hefur verið al- veg ótrúlega skemmtilegt. Bæði að leika og líka að skrifa handritið.“ lendir ólafur í fangelsi? Velgengni þeirra Georgs, Daníels og Ólafs hefur verið mikil en gefið hefur verið upp að næsta þáttaröð um þá félaga muni gerast að hluta til í fangelsi. Ástæðan er viðskipti Georgs og Daníels við hótelstýruna í Bjarkarlundi. Ólafur Ragnar hins vegar endaði Dagvaktina á froðu- diskóteki á Benidorm og óvíst með framtíð hans. „Við erum að vinna í handrit- inu þessa dagana og ég get sagt að næsta þáttaröð gerist að mestu leyti í fangelsi. Það er svolítið verið að vinna með Ólaf og erfitt að segja hvað verður um hann strax. Þetta er á svo miklu byrjunarstigi ennþá að eitthvað sem við ræddum um í dag gæti verið dottið út á morgun.“ Pétur býst ekki við öðru en að næsta þáttaröð fari í loftið í haust líkt og hinar tvær á undan. „Annars eru það einhverjir karlar með bindi sem taka ákvörðun um það. Ég er nú bara í hettupeysu. Maður tekur nú engar ákvarðanir í hettupeysu. Þú sérð aldrei Bjarna Ármanns í hettu- peysu.“ Kallið kemur Næstu mánuðir hjá Pétri verða til- einkaðir Sannleikanum og skrifun- um fyrir næstu vakt. „Ég er ekki með nein önnur verkefni í gangi í augna- blikinu en maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Annars er maður bara sáttur svo lengi sem maður er með vinnu.“ Aðspurður hvort ekki sé kom- inn tími til þess að Pétur ryðji sér til rúms í Áramótaskaupum lands- manna segir hann að kallið hljóti að koma. „Ég lék í einum skets í Skaup- inu 2006 en fyrir utan það hef ég ekkert komið nálægt þessu. En kall- ið hlýtur að koma þegar maður er orðinn aðeins meira mótaður,“ segir Pétur að lokum. asgeir@dv.is Þótt Clint Eastwood hafi skap- að ódauðlega karaktera sem leik- ari verður hans ekki síður minnst í kvikmyndasögunni sem afburða leikstjóra. Hann hefur vart misstigið sig síðan hann færði sig aftur fyr- ir linsuna. Vandað handbragð hans og vald á forminu er áberandi og er nýjasta mynd hans Changeling þar engin undantekning. Myndin byggist á sönnum at- burðum sem áttu sér stað í Los Ang- eles á 3. áratug síðustu aldar. Ang- elina Jolie leikur einstæða móður, Cristine Collins, sem týnir syni sín- um á dularfullan hátt en það sem á eftir kemur er ævintýri líkast. Hin al- ræmda lögregla borgarinnar segist hafa fundið son hennar og reynir að þröngva upp á hana dreng sem Coll- ins veit mætavel að er ekki hennar eigið barn. Þessir atburðir fléttast svo inn í eina óhugnanlegustu glæpi í sögu Kaliforníu. Myndin hreyfir við manni. Hún er spennandi, áleitin og vekur erf- iðar spurningar um illsku manns- ins sem virðist engin takmörk sett. Leikur myndarinnar er í hæsta gæðaflokki. Jolie stimplar sig aftur inn sem alvöru leikkona eftir dá- gott hasartímabil, John Malkovich er góður og illmennin eru nógu vel leikin til vekja upp blússandi reiði og velgju. Sérstaklega fær senuþjófur- inn Jason Butler Harner hárin til að rísa sem djöfull í mannsmynd. Allt útlit er til fyrirmyndar eins og vana- lega hjá Eastwood en aðeins vantar upp á handritið til að lyfta myndinni í allra hæstu hæðir. Changeling mun þó vinna til verðlauna og telst sem enn ein rósin í stútfullt hnappagatið hjá svalasta Íslandsvini allra tíma. Sveinn Waage örvænting og illska í La kvikmyndir Changeling leikstjórn: Clint Eastwood. Aðalhlutverk: angelina jolie, john Malkovich, jeffrey donovan. Sannfærandi angelina jolie sýnir stórleik í aðalhlutverkinu. „annars eru það einhverjir KarLar með bindi sem taKa áKvörðun um það. Ég er nú bara í hettupeysu. maður teKur nú engar áKvarðanir í hettupeysu. þú sÉrð aLdrei bjarna ármanns í hettupeysu.“ Pétur jóhann Sigfússon „Þetta er svona eins og að standa heima í stofu og grína við vegg,“ segir Pétur um að æfa sannleikann fyrir tómum sal. MYND HEIðA HElGADóTTIR Sannleikurinn gamanleikur eftir Pétur jóhann og sigurjón Kjartansson. „Maður tekur ekki ákvarðanir í hettupeysu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.