Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Qupperneq 6
mánudagur 19. janúar 20096 Fréttir
Bresku hagfræðiprófessorarn-
ir Williem Buiter og Anne Sibert
unnu skýrslu fyrir Landsbankann á
vormánuðum þar sem þau vöruðu
við óumflýjanlegri fjármálakreppu.
Skýrslan var síðan kynnt fyrir fólki
innan Seðlabankans og hjá fjár-
málaráðuneytinu en síðan stung-
ið undir stól þar sem upplýsingar
hennar þóttu of viðkvæmar.
Buiter og Sibert voru gestir Eg-
ils Helgasonar í þætti hans Silfri Eg-
ils í gær. Þar sögðu þau að skýrslan
hefði meðal annars verið send til Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins þegar í apr-
íl þrátt fyrir að þau hafi ekki kynnt
hana formlega hérlendis fyrr en í
júlí. Ráðamönnum hafi því verið ljós
alvarleg staða bankakerfisins mörg-
um mánuðum fyrir bankahrunið.
Þau lögðu einnig til að Seðlabank-
inn leitaði til Evrópska seðlabank-
ans og hinna norrænu landanna
til þess að fá gjaldeyrisskiptasamn-
inga. Þau segja að þegar í mars hefði
verið hægt að slá upp leitarorðun-
um Ísland og banki á netinu til þess
að komast að því að „íslenska fjár-
málaundrið“ væri slys sem væri ein-
ungis tímaspursmál hvenær myndi
springa. Þau örlög sem þjóðin varð
fyrir á haustmánuðum hafi verið
óumflýjanleg.
Alþjóðakreppan ekki orsökin
Þau William og Anne taka það einn-
ig skýrt fram að ráðamenn þjóðar-
innar og yfirmenn bankanna geti
ekki skýlt sér á bak við hina alþjóð-
legu fjármálakreppu. Íslensku bank-
arnir hefðu farið á hausinn fyrr eða
síðar þótt hennar hefði ekki notið
við. Kreppan sé heimatilbúin.
Anne segir að til langframa verði
Ísland að ganga í Evrópusambandið
og fá Evrópska seðlabankann sem
lánardrottinn til þrautavara. Hún
mælir eindregið með því að Íslend-
ingar reyni ekki að taka einhliða
upp evru. Það muni reita Evrópu-
sambandið til reiði og útiloka að við
fáum aðgang að sambandinu síðar.
Annar betri möguleiki sé að taka
upp gjaldmiðlasamstarf við Nor-
eg eða Danmörku og fá í gegnum
seðlabanka þeirra lánardrottin til
þrautavara. Með því að taka upp
norska eða danska krónu hérlend-
is yrði auðveldara fyrir okkur að
uppfylla skilyrði Evrópusambands-
ins fyrir upptöku evru. Buiter segir
það hins vegar pólitíska spurningu
hvort Noregur eða Danmörk séu til-
búin að veita okkur aðgang að mynt
þeirra og seðlabanka.
Ársfrí afborgana óskiljanlegt
Þau segja ómögulegt að segja til um
hvort Ísland hafi burði til að borga
þær skuldir sem leggjast á okk-
ur vegna fjármálakreppunnar. „Ég
hefði búist við því að íslenska rík-
ið myndi gefa það upp í smáatrið-
um hversu miklar skuldirnar eru og
hvernig þær skiptast en svo er ekki,“
segir Buiter.
Hann telur afar ólíklegt að stjórn-
völd muni borga allar skuldir bank-
anna. „Erlendir kröfuhafar verða
einfaldlega að afskrifa einhvern
hluta þeirra,“ segir Buiter. Stjórnvöld
muni hins vegar reyna að borga all-
ar skuldirnar og ætli sér að reyna
það þrátt fyrir að það ferli sé ekki
hafið. „Ástæðan er ársfrí sem þið
fáið af einhverjum ástæðum sem ég
skil ekki. Fallöxin mun ekki koma
fyrr en árið 2010,“ segir Buiter.
Buiter og Sibert segja að for-
sætis- og fjármálaráðherrar, seðla-
bankastjórar síðustu tíu ára auk
forstöðumanna Fjármálaeftirlitsins
verði að skýra það opinberlega af
hverju þau sváfu á verðinum. Þegar
þau voru spurð um orðspor Íslands
erlendis við núverandi aðstæður
fóru þau bæði að hlæja. Það sé ekk-
ert á meðan núverandi valdhafar
sitji sem fastast. „Ef sonur þinn fær
lánaðan bílinn þinn og klessukeyr-
ir hann. Kemur síðan og biður um
lyklana að hinum bílnum og lof-
ar að keyra hægar. Myndirðu lána
honum hann?“ spurði Buiter Egil
Helgason.
Buiter var spurður um orð Ro-
berts Wade, sem hann lét falla í
Kastljósinu, um að annað áfall
myndi ganga yfir alþjóðlega fjár-
málamarkaði á næstu mánuðum.
Hann sagði að það myndi ekki hafa
frekari afleiðingar á fjármálakerfið
hér sem væri nú þegar hrunið. Það
gæti hins vegar leitt til þess að bið
Íslenska ríkisins eftir að fá gott verð
fyrir erlendar eignir sínar myndi
tefjast enn frekar. Hins vegar muni
þessi spá Wades koma illa niður á
Bandaríkjunum og Bretlandi sem
dæmi. Það ætti sér hins vegar stað
nú þegar. Ekki þyrfti að bíða í tvo til
þrjá mánuði.
AnnAs sigurðsson
blaðamaður skrifar: annas @dv.is
Willem Buiter og Anne sibert hagfræðiprófessorar vöruðu fólk innan Seðlabankans og hjá fjármála-
ráðuneytinu þegar í apríl við hættunni á bankahruni. Skýrsla þeirra þótti of viðkvæm og var stungið
undir stól. Þau segja að forsætis- og fjármálaráðherrar, seðlabankastjórar síðustu tíu ára auk forstöðu-
manna Fjármálaeftirlitsins verði að skýra það opinberlega af hverju þau sváfu á verðinum.
FÖLDU SKÝRSLU OG
BLEKKTU ,,Ef sonur þinn fær lánaðan bílinn þinn og klessukeyrir hann. Hann kemur síðan og biður um lyklana að hinum bílnum og lofar að keyra hægar. Myndirðu lána honum hann?”
Mærðu útrásina áfram
davíð Oddsson og geir
Haarde voru varaðir við
hættunni á bankahruni í apríl
en héldu upplýsingunum
leyndum og héldu áfram að
mæra útrásina.
Mynd gunnAr gunnArsson
villandi áróður í
mótsögn við skýrslu
ingiBjörg
sólrún
gíslAdóttir
11. mars 2008 í
Kaupmannahöfn.
„Ég lít á þetta sem
algerlega fræðilega spurningu vegna
þess að bankarnir hafa það ágætt,”
spurð hvernig íslenska ríkisstjórnin
myndi bregðast við ef íslensku
bankarnir lentu í erfiðleikum.
29. ágúst 2008 í samtali við Viðskipta-
blaðið 29. ágúst 2008.
„Hér er engin kreppa. Einungis
þriðjungur fyrirtækja hefur lent í
vandræðum með að fjármagna sig.“
Björgvin g.
sigurðsson
5. ágúst 2008
„...Því er það
mikilvægt nú þegar
hægir tímabundið
á útrásinni vegna
þrenginga á erlendum
mörkuðum að halda frábærum
árangri þessara flaggskipa atvinnu-
lífsins okkar ríkulega til haga. Þetta
eru okkar voldugustu fyrirtæki og
nokkrar af helstu undirstöðum
efnahagskerfis okkar til lengri tíma.“
seðlABAnkinn
Fjármálastöðugleiki
gefið út 8.maí 2008
„á heildina litið er
niðurstaða Seðla-
bankans enn sú að
fjármálakerfið sé í
meginatriðum traust. Íslenska banka-
kerfið uppfyllir kröfur sem gerðar
eru til þess og stenst álagspróf sem
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn
hafa gert... ársreikningar íslenskra
fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007,
sérstaklega þriggja stærstu bank-
anna, sýna enn sem fyrr að þeir eru
þróttmiklir. Eiginfjárstaða, arðsemi
og lausafjárstaða þeirra er viðunandi.
álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FmE)
og Seðlabankans staðfesta þetta.“
geir H. HAArde
Í sjónvarpsviðtali
við Buisiness News
Network 24.
September 2008
„Ég held að
atburðir undan-
farinna vikna muni
ekki hafa nein bein
áhrif á íslenskt efnahagslíf. áhrifin
verða mun frekar óbein. ... Þrátt fyrir
það eru grunnstoðir bankakerfisins
og efnahagslífsins hér á landi mjög
sterkar. “
jón sigurðsson
Mai 2008 í Moment, tímariti Lands-
bankans
„Fjármál íslensku
bankanna eru í
meginatriðum í
lagi,“ sagði jón Sig-
urðsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins,
í moment, tímariti
Landsbankans.