Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 12
föstudagur 23. janúar 200912 Fréttir GÖTUVÍGIN Í MIÐBORGINNI Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda undanfarna daga sem sett hafa mark sitt á janúar- byltinguna þrátt fyrir að velflestir mótmælendur hafi verið friðsamlegir. Hörður Torfason, forsvarsmaður Radda almennings, fordæmir ofbeldið og segir það engu skila nema meira ofbeldi. DV kortleggur hvar helstu átökin hafa átt sér stað. „Við verðum með friðsamleg mót- mæli næsta laugardag eins og venju- lega,“ segir Hörður Torfason, sem staðið hefur fyrir mótmælum á Aust- urvelli síðan 11. október eða nokkr- um dögum eftir bankahrunið. Á laug- ardaginn verður mótmælt sextánda laugardaginn í röð og segir Hörður að þau mótmæli séu friðsöm. Mót- mælin á Austurvelli hafa harðnað mikið síðustu daga og hefur lögregla beitt kylfum, piparúða og táragasi á mótmælendur sem hafa beitt hörku og grýtt steinum og fleiri handbær- um hlutum í lögreglu og byggingar. Mikið af ungum krökkum „Ég fordæmi allt sem heitir ofbeldi, alveg sama hvaðan það kemur, hvort sem það er frá lögreglu eða fólki á götunni. Það hefur ekkert með mót- mæli að gera,“ segir Hörður. „Ég for- dæmi ofbeldi því ofbeldi kallar á of- beldi. Það er bara staðreynd, það er ekki þjóðfélag sem ég vil lifa í.“ Hann segir að hann hafi ásamt öðrum reynt að tala við mótmælendur sem beita ofbeldi. „Mér er alveg sama hvað það er, ef það er ofbeldi í mótmælunum vinn ég gegn því. Þegar við vorum að byrja mótmælin var heill hópur sem fór og ræddi við þetta fólk sem var með læti og það hvarf. Nú er þetta komið upp aftur, þá er bara að tak- ast á við það vandamál. Þetta er allt- af lítill hópur fólks sem veit ekki einu sinni hverju hann er að mótmæla.“ Hörður segir að mikið af ungum krökkum sé að kasta í lögregluna. „Sá hópur kemur og heldur að það eigi að henda í lögregluna. Það er bara mótþróaskeið unglinganna og þá er bara að tala við krakkana því þeir eru opnir og skemmtilegir,“ segir Hörð- ur. Hann segir að ekki þurfi að tala við foreldra krakkanna heldur krakk- ana sjálfa. „Þegar maður ræðir þetta við þau og útskýrir málið fyrir þeim breyta þau hegðun sinni, maður þarf ekki að fara í þriðja aðila með þetta,“ segir Hörður. Reyna að stela mótmælunum Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu, segir að lögregl- an reyni að tryggja fyrst og fremst að mótmælin fari friðsamlega fram. „Við erum ekki að beita ofbeldi, ég hafna því alfarið. Við erum hins vegar að beita valdi, því valdi beitum við ekki nema það séu skýrar forsendur og nauðsyn til þess að slíku valdi sé beitt. Okkar sterkasta vopn í þessum verk- efnum, sem við höfum verið að tak- ast á við síðustu vikur og mánuði, er þolinmæði gagnvart mótmælum og mótmælendum og góð samvinna við þá sem skipuleggja friðsæl mótmæli, til þess að tryggja að þeir komi sjón- armiðum sínum og viðhorfum á fram- færi.“ Hann segir að lögreglan verði að bregðast við eyðileggingu á eigum al- mennings. „Það sem er að gerast núna virðist vera það að tiltölulega fámenn- ur hópur er að taka yfir mótmælin, stela þeim og nota þetta tækifæri til þess að slasa lögreglumenn og eyði- leggja eigur borgarbúa og almennings í landinu. Það er það sem við okkur blasir og við því verðum við að bregð- ast og á því verðum við að taka.“ Ógeðfellt að ógna einstaka lögreglumönnum Á síðustu dögum hafa birst blogg- færslur á netinu þar sem hvatt er til ónæðis á heimilum lögreglumanna sem hafa verið í óeirðasveit lögregl- unnar vegna mótmælanna að und- anförnu. Stefán er gáttaður á slíkri framkomu. „Þetta er algjörlega með ólíkindum að menn leyfi sér að haga sér með þessum hætti og að beina þessu gagnvart einstaka lögreglu- mönnum, ég á ekki orð til að lýsa því hversu ógeðfellt þetta er.“ Hann segir lögregluna hafa næg- an mannskap til að taka á aðstæðum eins og þeim sem hafa verið síðustu daga. „Við erum alveg undir það bún- ir að takast á við þau verkefni sem við okkur blasa og við metum það bara hverju sinni til hvaða úrræða við grípum. Við höfum heimildir til að beita valdi eins og fólk veit og eins og ég hef ítrekað sagt að það gerum við ef nauðsynlegt er.“ Hann segir lög- reglumenn reyna að slökkva í bál- köstum sem hafa verið tendraðir víða um miðborgina síðustu daga. „Ef það er unnt að gera það án þess að skapa meiri vanda og lenda í hörðum átök- um við mótmælendur reynum við að slökkva þessi bál og líka ef þau eru farin að ógna öryggi. Ef hætta skap- ast á því að það kvikni í þinghúsinu þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að lögreglan verður að grípa inn í og tvístra mannfjöldanum og ná tökum á ástandinu og það var nákvæmlega sem við gerðum,“ seg- ir hann um ástæðu þess að lögregla beitti táragasi í fyrrakvöld. Kraftaverk að fleiri slösuðust ekki Stefán segir að alvarleg staða hafi ver- ið komin upp þegar ákveðið var að beita táragasi. Þá hafi ofbeldi gagn- vart lögreglu verið orðið geigvæn- legt. Múrsteinum og öðru lauslegu hafi rignt yfir lögreglu og tveir lög- reglumenn hafi þá þegar orðið fyrir meiðslum og verið fluttir á sjúkra- hús. Að auki hafi eldur verið borinn að þinghúsinu. „Þá var ekkert annað hægt að gera heldur en að grípa inn í með þeim hætti sem við gerðum og þá var táragasi beitt. Það bar tilætluð áhrif, fólk fór í burtu og ástandið ró- aðist í kjölfarið. Ég held að það hljóti að teljast kraftaverk og vera aðdáun- arvert gagnvart öllu fólki hér í land- inu að ekki einn einasti mótmælandi hafi slasast alvarlega í þessu öllu saman. Það eru bara lögreglumenn sem sitja eftir alvarlega slasaðir.“ Boði logason blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Ég á ekki orð til að lýsa því hversu ógeðfellt þetta er.“ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins mánudagur 10. nóvember 2008 dagblaðið vísir 209. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 skaut upp bónusfána og slapp undan lögreglu: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Ætlar að slá út Jordan Kristrún Ösp stækkar brjóstin og fer í víking til Englands fólK fréttir fréttir MEira lýðrÆði í ÚKraínu ráðhErrarÆði á íslandi „Múgurinn hjálpaði Mér“ Þjóðin er á barmi uppþots Þúsundir mótmæltu á austurvelli „ég hrópaði hönd, og þeir réttu mér hjálparhönd“ Valdalaust alÞingi í gíslingu stJórnarinnar sViptir rafMagni fyrir JólalJós húsbílamönnum fórnað fyrir jólastemningu lÆKKaði laun og fór á lEiK stjórnendur í 365 á Emirates lÖgguhundur bEit platÞJóf lífVErðir daVíðs Eru ríKislEyndarMál björn bjarnason neitar að upplýsa almennir borgarar borga brúsann m yn d ir J ó h a n n Þ rö st u r Pá lm a so n hollEndingar spariféð handruKKa F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur 21. janúar 2009 dagblaðið vísir 14. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 BjÖrgÓLFur thor gegn krÓnunni ríkissTJÓrNiN FELLUr Fréttir Fréttir janúarByLting á austurveLLi eLLeFu ára handtekinn „ég var Líka að mÓtmæLa“ kona Barin með kyLFu ingiBjÖrg veikari en taLið var „geir er Búinn að vera“ m yn d b jö rn b lö n d a l miðvikudagur 21. janúar 20092 Fréttir Mikil spenna og reiði var á Austur- velli í gær þegar þúsundir manna kröfðust þess að ráðamenn þjóðar- innar segðu af sér umsvifalaust. Al- þingismenn settu þingið eftir langt og notalegt jólafrí en hafa ef til vill ekki verið viðbúnir þeim aðgerðum sem þeir urðu vitni að langt fram eftir kvöldi. Í upphafi mótmælanna virtist allt stefna í friðsöm mótmæli þar sem mótmælendur fóru eftir tilmæl- um lögreglunnar og stóðu fyrir aftan gulan borða í kringum Alþingishús- ið. Klukkan rúmlega eitt stormuðu liðsmenn Öskra-hreyfingarinnar inn Kirkjustrætið með orðinu: „Öskra. Öskra. Öskra.“ Fljótlega eftir komu þeirra voru borðarnir klipptir niður af fólki sem streymdi í átt að Alþing- ishúsinu með trommum og köllum. „Vanhæf ríkisstjórn,“ kölluðu mót- mælendur á meðan alþingismenn fylgdust með út um glugga. Bak við glugga hússins sást glitta í óeirða- sveit lögreglunnar sem var við öllu búin ef upp úr myndi sjóða. Þreyttur á að vera kurteis Sú varð raunin klukkan hálf tvö þeg- ar mótmælendur streymdu í bak- garð Alþingishússins og söfnuðust saman í porti við húsið. Lögreglan réð ekki við reiða mótmælendur og var óeirðasveitin kölluð út úr bygg- ingunni með hjálma og skildi sér við hlið. Mótmælendur voru með heimatilbúnar reyksprengjur sem dreifðu appelsínugulum reyk yfir allt svæðið og var þá ljóst að fólk var komið til að láta virkilega í sér heyra. Grímuklæddur mótmælandi sagði við blaðamann að hann væri orðinn þreyttur á að vera kurteis. Portið fylltist af fólki og á tímabili leit allt út fyrir að einhverjir mótmæl- endur myndu verða undir í troðn- ingnum. Í kjölfarið var piparúða úðað á fólk sem leitaði aðstoðar hjá hjálpfúsum tveimur ungum strák- um sem voru með mjólk og vatn til að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á gasinu. Portið tæmdist á skömm- um tíma og streymdu mótmælendur í garðinn sjálfan og kröfðust þess að ríkisstjórnin myndi víkja. Barði með gasbrúsa í höfuð mótmælanda Á annað hundrað lögreglumanna myndaði skjaldborg nokkrum metr- um frá húsinu á meðan fólk krafð- ist þess að stjórnin skyldi víkja. Allt var notað til að framkvæma hávaða: Pönnur, pottar, hjólbörur, flautur, hækjur og lyklar svo eitthvað sé nefnt. Flugeldum og eggjum var kastað í átt að húsinu á meðan lögreglan fjölgaði í skjaldborginni. Í kringum hundr- að lögreglumenn voru staddir inni í garðinum um tíma og restin af liðinu vítt og breitt í kringum húsið. Súr- mjólk var kastað yfir óeirðasveitina sem lét eins og ekkert væri, stóð poll- róleg og sprautaði piparúða á fólk sem þótti sýna of mikla hörku. Marg- ir mótmælendanna stóðu rólegir fyrir framan skjaldborgina og sumir beittu kröftum til að ýta á lögregluna. Ýtt var á hópinn af miklu afli í eitt skiptið og brást einn lögreglumað- urinn við með því að berja járnbrúsa af fullum krafti í höfuð mótmælanda sem stóð með hendur upp í loftið og var varnarlaus. Á tímabili leit út fyr- ir að lögreglan væri að missa stjórn á ástandinu. Fórnarlömb úðans leit- uðu hjálpar í sjúkrabílum fyrir utan garðinn. Að sögn sjúkraflutninga- manns leitaði þangað á þriðja tug manns með óþægindi í augum og húð. Hrint í jörðina Einn af mótmælendunum, Hjördís Þorgeirsdóttir, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptunum við lögregl- una í Reykjavík. Hún eyddi degin- um á Austurvelli og mótmælti fram- göngu ráðamanna þjóðarinnar en notaðist ekki við trommur né neitt slíkt heldur klappaði aðeins í takt við mannfjöldann. Hún segir lögreglu- mann hafa komið að henni og ráðist að henni með skildi sem olli því að hún flaug aftur fyrir sig. „Það kom kona og hjálpaði mér upp og síðan labbaði ég aðeins í burtu. Þá kom hópur lögreglumanna og einn þeirra lamdi mig í mjöðmina með kylfu,“ segir Hjördís sem segist ekkert hafa gert til að reita lögguna til reiði. Hjördís varð vitni af því þeg- ar fleiri mótmælendur voru lamdir af lögreglunni en hún ætlar að taka myndir af áverkunum og reyna að leita réttar síns í málinu. Blekkingar, lygar og svikar Hörður Torfason, forsvarsmaður samtakanna „Raddir fólksins“ segir að aðgerðirnar komi sér alls ekki á óvart. „Þetta eru beinar afleiðingar af gjörðum ríkisstjórnarinnar sem tal- ar ekki við fólkið í landinu. Það þýð- ir ekki að fara að snúa blaðinu við og fara að kenna fólkinu um þetta ástand hérna, fólk er orðið þreytt á þessu og reiðin er orðin gríðarleg.“ Hann segir jafnframt að aðgerð- irnar í gær séu einungis upphafið af mótmælum komandi daga. „Nú ætlar fólk að láta ráðamenn heyra það, það er réttur þinn sem borg- ari að mótmæla, ef stjórnvöld ætla að halda áfram heldur fólkið áfram líka.“ Hann segir það skömm að eng- inn ráðamaður hafi sagt af sér enn- þá. „Ég heyri á fólki að það vill halda áfram næstu daga, sumir vilja koma hingað með tjöld og hafa umsátur um Alþingishúsið. Stjórnvöld verða að skilja að það hefur ekki ein mann- eskja sagt af sér og þetta er engum að kenna, á sama tíma er landið að fara á hausinn þetta er bara blekkingar- leikur, lygar og svikar, nefndu það bara.“ Mótmæla fram eftir kvöldi Undir kvöld virtist ekkert fararsnið á mótmælendum og taldi lögreglan að um tvö til þrjú hundruð manns væru þar samankomnir. Mótmælendur kveiktu bál um sjöleytið í gærkvöldi og var öllu lauslegu hent á bálköst- inn, svo sem viðarbútum, tómum kaffiílátum og dagblöðum. Lögregl- an skipti sér ekki af bálkestinum en stóð vörð við inngang þinghússins. Mótmælendur tvíefldust þegar einn þeirra skaut upp flugeldum um kvöldmatarleytið og stuttu seinna voru fjölmargir sem kveiktu á rauð- um handblysum til marks um reið- ina í þjóðfélaginu. Um áttaleytið kom stór pitsusend- ing frá Domino´s í þinghúsið og báru svangir lögreglumenn þær inn í hús- ið. Þeir skiptust á að fá sér að borða, að vonum dauðþreyttir, en ætluðu að standa vörð á Austurvelli eins lengi og þörf væri á. Það er nokkuð ljóst að slík aðgerð mótmæla hefur ekki sést hér á landi síðan 1949 þegar Ísland gekk í Atl- antshafsbandalagið þar sem táragasi var beitt á Austurvelli og fjöldinn all- ur af fólki var handtekinn og laminn. Mótmælin við Austurvöll eru ekki hætt og munu stigmagnast næstu daga, að sögn mótmælenda. JANÚARBYLTINGIN Á AUSTURVELLI lilja katrín gunnarsdóttir og Boði logason blaðamenn skrifa: liljakatrin@dv.is og bodi@dv.is „Ég heyri á fólki að það vill halda áfram næstu daga, sumir vilja koma hingað með tjöld og hafa umsátur um Al- þingishúsið.“ lögregla útötuð í súrmjólk nokkrir mótmælendur í þinggarðinum slettu súrmjólk og skyri á lögreglumenn. MYnd Heiða Helgadóttir Mótmælandi bundinn Tveir lögreglumenn tóku þennan höndum og sá þriðji fylgdist með. MYnd gunnar gunnarsson miðvikudagur 21. janúar 2009 3Fréttir Mótmælendur handteknir milli 20 og 30 mótmælendur voru handteknir við alþingishúsið í gær. Lögreglumenn lögðu mótmælendur í jörðina og bundu hendur þeirra og fætur svo þeir kæmust ekki á brott. MYND GuNNar GuNNarssoN Átök við þinghúsið Fjölmennt lögreglulið stóð vörð við þinghúsið. MYND róbert reYNissoN Ýtt fram og aftur mikill troðningur var við viðbyggingu þinghússins þar sem fjölmennt lið lögreglumanna og mótmæl- endur þrýstu hverjir á aðra. MYND heiða helGaDóttir miðvikudagur 21. janúar 20094 Fréttir „Þessi mótmæli sýna bara það sem mótmæli undanfarnar vikur hafa sýnt. Það er gríðarleg óánægja í ís- lensku þjóðfélagi. Bara það að það skuli koma saman um tvö þúsund manns á virkum degi til að mótmæla og standa hálfan daginn sýnir mikla reiði og óánægju í samfélaginu,“ seg- ir Einar Már Þórðarson stjórnmála- fræðingur. Reiðin eykst Einar þorir ekki að spá fyrir um hve- nær efnt verður til kosninga en gerir ráð fyrir því að mótmæli muni aukast á næstu vikum og mánuðum. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að mótmæli muni aukast. Þegar atvinnuleysi eykst, pyngjan létt- ist og róðurinn þyngist eykst reið- in ef engin breyting verður í sam- félaginu. Mér fannst athyglisvert að fylgjast með flokksþingi Fram- sóknarflokksins þrátt fyrir að það færi friðsamlega fram. Þar var for- ystunni algjörlega skipt út á einu bretti og mér finnst það vera speg- ill af þeirri óánægju sem er í þjóð- félaginu. Það verður spennandi að fylgjast með landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Ég held að Geir og Þor- gerður verði ekki kosin með jafnaf- gerandi hætti og áður.“ Vaxandi örvænting Björg Eva Erlendsdóttir, ritstjóri Smugunnar, var viðstödd mótmælin í gær og segist aldrei hafa fundið fyr- ir annarri eins stemningu á Austur- velli. Hún segir loftið hafa einkennst af örvæntingu. „Ég þekkti margt fólk á Austurvelli í gær. Ég þekkti það ekki úr pólitík en ég þekkti bæði fólk úr félagsskap aldr- aðra og fólk sem hefur misst vinnuna. Það er greinilega vaxandi uggur og ég hef aldrei séð svona stemningu eins og var í gær. Ég sá fólk sem var hálf- grátandi. Stundum hefur fólk verið í baráttuhug en í [gær] á meðan þing- ið gekk næstum því sinn vanagang var fólk vonlaust úti. Mín tilfinning er að það er miklu meiri örvænting í fólki en áður hefur verið. Ástandið er óvissara en það hefur áður verið. Það er alveg á hreinu að mótmæl- endur gefa sig ekki neitt. Mótmælin halda áfram að aukast og breiðast út um land allt.“ Krafa um kosningar „Mér fannst þetta afskaplega leitt, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins úr Reykjavík, en hún var, ásamt öðrum þingmönn- um, stödd á Alþingi í gær þegar mótmælin áttu sér stað. „Við heyrð- um hávaðann fyrir utan og þetta hafði áhrif á umræðuna til að byrja með,“ segir Ásta. Aðspurð hvort hún hafi skiln- ing á málstað mótmælenda segist hún ekkert hafa á móti því að fólk láti í sér heyra. „En ofbeldi finnst mér ekki eitthvað sem við eigum að líða.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður vinstri grænna, var einnig stödd á þingfundinum í gær og stóð alls ekki á sama. „Það var verulega óhugnanlegt að vera inni í þing- húsinu í gær og heyra þessi læti í fólkinu. Það skiptir máli hvað rík- isstjórnin gerir og ef þjóðin fær að ganga til kosninga er hægt að slá á mótmælin,“ segir Kolbrún. „Þolinmæði fólks er á þrotum. Mótmælin í gær voru krafa um kosningar og þessi skilaboð komu afar skýrt yfir til ríkisstjórnar og þingmanna. Krafan er að lýðræði fái notið sín. Að stjórnarfarið sé opið og gagnsætt og ráðamenn átti sig á því að þeir eru fulltrúar þjóð- arinnar,“ segir Kolbrún. KRAFAN ER KOSNINGAR Kolbrún Halldórsdóttir Einar Már Þórðarson „Mín tilfinning er að það er miklu meiri ör- vænting í fólki en áður hefur verið.“ LiLja KatRín GunnaRsdóttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Handteknir mótmælendur Lögreglan fór með handtekna mótmælendur í bílakjallara alþingis. Mynd GunnaR GunnaRsson Mótmælendur á öllum aldri Þó mótmælendur af yngri kynslóðinni væru meira áberandi þar sem til átaka kom tók fólk á öllum aldri þátt í mótmælunum. Mynd GunnaR GunnaRsson miðvikudagur 21. janúar 2009 5Fréttir Rauður loginn brann Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum. reyksprengja var sprengd í upphafi mótmælanna og rauður litur setti sitt mark á atburðina. Mynd GunnaR GunnaRsson Piparúðinn hreinsaður burt mót- mælendur hjálpuðust að við að hreinsa piparúða úr augum félaga sinna. Mynd GunnaR GunnaRsson Fylgst með af brúnni Þingmenn fylgdust með mótmælunum af brúnni sem tengir þinghúsið og viðbygginguna. Mynd RóbeRt Reynisson „Ég sat á bekk þarna rétt hjá honum þegar lögreglan fór með hann í burtu,“ segir Pauline McCarthy sem mót- mælti við Alþingishúsið í gær ásamt ellefu ára syni sínum, Patrick. Lögregl- an fór með Patrick upp á lögreglustöð og þurfti faðir hans að sækja hann þangað. Pauline segir lögreglu hafa tilkynnt eiginmanni hennar að atvik- ið yrði tilkynnt til barnaverndaryfir- valda. ellefu ára fréttafíkill Pauline og Patrick mættu við Alþingi áður en mótmælin hófust og þar sem Pauline þjáist illa af gigt aðstoðaði eig- inmaður hennar hana við að koma sér fyrir á bekk í Alþingisgarðinum. Þau mæðgin sátu síðan saman en þegar mótmælendum fjölgaði fór Patrick að hafa sig í frammi. Pauline er skosk en hefur búið á Íslandi í sextán ár. Patrick segir í samtali við DV að hann hafi áður mætt á mótmælafundi með foreldrum sínum og bróður. „Ég var líka að mótmæla. Allt er orðið svo dýrt,“ segir Patrick. Pauline segir son sinn fylgjast mik- ið með fréttum sem sé í raun ótrúlegt miðað við ungan aldur hans. „Hann hefur áhyggjur af því að við missum húsið og er ósáttur við stjórnvöld,“ segir hún. Gigtveik í mótmælum Patrick var samkvæmt fyrirmælum foreldra sinna vel búinn fyrir mót- mælin, með bæði hjálm á höfði og með skíðagleraugu til að vernda sig fyrir piparúða. Pauline segist illa hafa getað hreyft sig vegna gigtarinnar og því hafi hún ekki getað hlaupið til þegar lögreglan gekk að syni hennar. Hún segist hafa séð hann benda til sín og bjóst við að lögreglumennirnir færu með hann til hennar en þess í stað gengu þeir með hann á brott. „Næst þegar ég sá hann var í sjón- varpinu þar sem hann var að fara með lögreglunni,“ segir Pauline sem finnst undarlegt að lögreglan hafi ekki haft samband við hana þegar hún var enn með son hennar við Austurvöll. ekki settur í fangaklefa Patrick segist í fyrstu ekki hafa vitað að lögreglan ætlaði með hann í burtu. Hann var ekki settur í klefa held- ur ræddi lögreglumaður við hann. „Þeir spurðu hvað ég héti og hvar ég ætti heima. Síðan spurðu þeir hvað mamma mín héti og hvar hún væri,“ segir hann. Einnig báðu þeir hann um símanúmer foreldra. Patrick tel- ur að lögreglan hafi haldið að hann væri einn síns liðs á mótmælunum. „Mamma skildi mig ekki eftir,“ segir hann. Aðspurður segist Patrick lítið sem ekkert hafa meitt sig í hamaganginum við Alþingi. „Ég meiddi mig aðeins í hnénu,“ segir hann. Þegar DV hafði samband við lög- regluna í gærkvöldi fengust þær upp- lýsingar að lögreglumenn hefðu verið að vernda drenginn fyrir grjótkasti og því fært hann brott. Einnig var tekið fram að alltaf væri tilkynnt til barna- verndaryfirvalda þegar lögreglan hefði afskipti af börnum undir 15 ára aldri. Pauline McCarthy „MAMMA SKILDI MIG EKKI EFTIR“ eRla HlynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég var líka að mótmæla.“ Færður á lögreglustöðina Lögreglan fjarlægði Patrick af mótmælunum og fór með hann á lögreglustöðina þar sem foreldrum hans var gert að sækja hann. Mynd bjöRn blöndal F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 22. janúar 2009 dagblaðið vísir 15. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 ísland er stjórnlaust mótmælendur ruddust inn á samfylkingu framsókn hugsanlega í rauðgræna stjórn Ögmundur og Össur funduðu kjarasamningar í uppnámi así vill nýja stjórn leynigÖng frá alþingi fréttir Janúarbyltingin setur stJórnarsamstarf í uppnám: frægir mótmæla þorsteinn kragh: „ég er saklaus“ fólk landspítali bannar facebook fréttir Helgi Gunnlaugsson mánudagur 10. nóvemb er 2008 2 Fréttir MótMælin Munu „Það er rafmögnuð spen na í loft- inu og greinileg undirliggj andi reiði sem er í gangi í samfélagi nu,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afb rotafræð- ingur og prófessor í félags fræði við Háskóla Íslands. „Ástæ ðan fyr- ir þessari spennu er fyrst og fremst sú að það hefur ekki farið fram trú- verðugt uppgjör á því s em hefur gerst hér á landinu. Við v itum ekki hvert þetta stefnir og þjó ðin hefur það á tilfinningunni að þa ð séu ekki öll kurl komin til grafar. Á m eðan al- menningur fær ekki skýr sv ör og eft- ir því sem þessi biðstaða s em nú er lengist mun reiðin halda áfram að magnast.“ Helgi segir það ekki þu rfa að koma á óvart þótt fjölda mótmæl- in í miðborginni verði fjö lmennari með hverri helginni sem l íður. „Við getum búist við því að þet ta magn- ist áfram ef þjóðin fær það á tilfinn- inguna að hún sitji uppi m eð skuld- ir annarra. Þegar við hor fum fram á að við blasir fjöldaatv innuleysi og vaxandi skuldir heimil anna þarf ekki að koma á óvart þótt það sjóði upp úr við fjöldamótmælin .“ Höfum séð óeirðir í nágrannalöndum Aðspurður hvort búast me gi við því að óeirðir geti brotist út á n æstu vik- um eða mánuðum, svarar Helgi því að hann voni að stjórnv öld vinni vinnuna sína og sefi reiðin a með því að gefa fólki skýr svör. „Í D anmörku, Frakklandi og víðar hafa brotist út götuóeirðir, en maður vill ekki spá neinu slíku hér á landi. E n yfirvöld verða að horfa framan í þá miklu reiði sem geisar núna og þe tta mikla högg sem við höfum orðið fyrir. Yf- irvöld þurfa að eiga einlæ gt samtal við þjóðina um stöðuna, þ ví ef ekk- ert er að gert eigum við e ftir að sjá meiri læti en við höfum sé ð hingað til. Það skiptir máli hvern ig haldið verður á spilunum næstu vikurnar,“ segir hann. Bónusfáninn á þinghúsinu „Hugmyndin var sú að sý na hverj- ir stjórna landinu í rauni nni,“ seg- ir hinn rúmlega tvítugi fánamað- ur sem dró Bónusfánann að húni á alþingishúsinu á laug ardaginn en hann vill ekki koma fr am undir nafni. Ástæðuna segir han n vera þá að hann sé aðeins einn mó tmælandi af þúsundum og vilji ekki persónu- gera sig umfram aðra mót mælend- ur. Með uppátæki sínu vir ðist hann hafa þjappað mótmælen dum enn frekar saman og hann se gist ekk- ert þekkja það fólk sem aðstoðaði hann á flóttanum af þaki þ inghúss- ins. Hann komst undan á frækileg- an hátt þrátt fyrir nokkurn viðbún- að lögreglunnar. Félagi h ans, sem hélt við stigann sem fánam aðurinn klifraði upp, var hins vega r ekki svo heppinn. Honum var ha ldið fram eftir degi af lögreglunni. Undir hælnum á auðmönnu m Talið er að um fjögur til se x þúsund mótmælendur hafi komið á Austur- völl á laugardaginn til þes s að sýna andúð sína á ríkjandi stjór nvöldum. Í fyrstu var um hefðbund inn mót- mælafund að ræða þar se m meðal annars Hörður Torfason hélt tölu. Mótmælin mögnuðust þó fljótt upp þegar mómælendur sýnd u andúð sína á stjórnvöldum me ð því að henda eggjum og tómötum í alþing- ishúsið. Lögreglan stóð hjá og fylgd- ist aðgerðalaus með. Fljót lega náðu mótmælin þó hámarki þe gar fána- maðurinn klifraði upp á þ inghúsið og flaggaði Bónusfánanu m í mót- mælaskyni. Með því vildi h ann und- irstrika að ríkisstjórnin væ ri undir hælnum á auðmönnum. Ósýnilegur viðbúnaður Jafnvel þótt lögreglumenn hafi ekki verið mjög sýnilegir á Aus turvelli á laugardag hafði lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu svokallaða n ósýni- legan viðbúnað. Samkvæ mt heim- ildum DV ákvaðu lögregluy firvöld að hafa minni sýnilega löggæs lu á laug- ardag, heldur en var við mótmæli vörubílstjóra við Rauðavat n í vor, af ótta við að upp úr myndi sj óða. Hins vegar var fjöldi lögregluma nna ýmist á bakvakt eða samankomi nn á lög- reglustöðinni við Hlemm, t ilbúnir til þess að vera kallaðir út m eð litlum fyrirvara að Austurvelli ef til átaka kæmi á milli lögreglumann a og mót- mælenda. Hlutirnir eru ekki óhreyfanlegir „Það sem við vonuðum st til að myndi gerast var að fólk á ttaði sig á því að það geti haft áhrif á u mhverfið í kringum sig. Það að skipt a um fána í eina mínútu er ekki stór varanleg breyting en sýnir engu að síður að hlutirnir eru ekki óhreyfan legir,“ seg- ir fánamaðurinn en hann aðhyllist sjálfur kenningar stjórnleys ingja. Sjálfur var fánamaðurinn með stúkusæti, það er að se gja, fast- ur uppi á þaki, þegar upp úr sauð á milli mótmælenda og lögre glu á bak við alþingishúsið og seg ir sjónar- spilið hafa verið magnað. Samstaða mómælenda hafi verið mik il. Í fyrstu heyrði hann mótmælend ur hrópa slagorð, síðan þéttist hó purinn í kringum lögregluna og ge rði henni erfitt fyrir. Gríðarleg samstaða „Þremur mótmælendum, sem ég þekki ekki neitt, tókst að koma sér upp á svalirnar þar sem þa u reyndu að reisa stigann við,“ segir fánamað- urinn sem horfði á mó tmælend- urna lenda í átökum við lögreglu- mann sem elti þau upp á svalirnar. Að lokum á lögreglumað urinn að hafa aðstoðað einn mótmæ landann við að það reisa stigann og í kjölfarið klifraði fánamaðurinn nið ur. Hon- um tókst aftur á móti að fo rðast lög- reglumanninn og stökk i nn í bak- garð þinghússins. Þar hljóp hann að alþingisveggnum þar sem tveir aðrir mótmælendur aðstoðuðu hann við að komast yfir vegginn. „ Ég hróp- aði hönd, og þeir réttu m ér hjálp- arhönd. Ég þekkti þessa m enn ekki neitt,“ segir hann en eftir að hann komst yfir vegginn hljóp h ann aftur inn í þvöguna. Frækinn flótti Að sögn fánamannsins var hon- um strax hrint í jörðina þe gar hann komst inn í þvöguna. Síð ar heyrði Fánamaðurinn dró bónusfán a að húni á alþingi til þess að sýna fram á að ríkisstjórnin væri undir hælnum á auðval dinu. Handtekinn vitorðsmaður fánamannsins, sem hélt stig anum fyrir hann, var handtekinn á laug ardaginn. Mynd JÓHann ÞröstUr PálMasonvalUr Grettisson oG valGeir örn raGnarsso n blaðamenn skrifa: va lur@dv.is og valgeir@dv.is mánudagur 10. nóvemb er 2008 3 Fréttir Magnast hann að þar hafi óeinken niskædd- ur lögreglumaður verið að verki. „Um leið og ég datt kom m úgur- inn skyndilega að okkur og hjálpaði mér á lappir,“ segir fánam aðurinn sem komst á hlaupum í bu rtu. Hann segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins en sjál fur hefur hann margoft mótmælt m eð þeim hætti sem hann gerði á la ugardag- inn. Meðal annars var h ann ann- ar mannanna sem stöðv uðu flug- vél á Keflavíkurflugvelli þar sem Paul Ramses, flóttamaður sem var sendur til Ítalíu vegna D yflinnar- samþykktarinnar, var inn anborðs. Sú aðgerð var gríðarlega u mdeild á sínum tíma. Hugsa, gera, tala Að sögn fánamannsins er hann ánægður með að alm enningur hafi tekið stöðu gegn rík isvaldinu á laugardaginn. Hann s egir það mestu máli skipta að alm enningur sýni hverjir það eru sem r aunveru- lega ráða landinu. Hann gagnrýnir einnig frétta- flutning fjölmiðla af mótm ælum og segir þá oftar en ekki gefa þá mynd sem ríkisvaldinu sé þó knanleg. Aðspurður hvað hann vil ji fá út úr mótmælunum segist hann vilja rík- isstjórnina frá. Núverandi kerfi hafi beðið skipbrot og það sé e kki hægt að halda áfram á sömu bra ut án rót- tækra breytinga. „Ég vil koma því á framf æri að fólk telur að hin þekkta og viður- kennda leið við mótmæ li sé að hugsa, tala, gera. Ég vil m eina að það sé betra að hugsa, g era, tala,“ segir fánamaðurinn að l okum en hann er hvergi hættur og vonar að fólk muni fjölmenna í m ótmælin næsta laugardag. Gríðarlegur mannfjöldi mik ill fjöldi fólks safnaðist saman á austurvel li á laugardag- inn. Talið er að fjöldinn hafi v erið á bilinu fjögur til sex þúsund manns . Mynd RóbeRt Reynisson Ægivald Lögreglan var vopnu ð heljarinnar kylfum á mótmæ lunum sem meðal annars fjölskyldu fólk sótti. Mynd JóHann ÞRöstuR PálMason Valdbeitingarhundur sýnir mátt sinn Fréttavefur dv.is birti um he lgina myndband sem sýnir n otkun valdbeitingar- hunda lögreglunnar. á mynd bandinu sést sérþjálfaði lögr egluhundurinn Skolli sem er í eigu lögreglunnar í reykjavík. myndbandið er sv iðsett en í því má sjá Skolla hlaupa þjóf uppi, sem nær þó að koma sér inn í bif reið og loka dyrunum. glugginn á bílnum er hins ve gar opinn og stekkur Skolli á hinn meinta þjóf, bítur í handlegg hans, dregur hann út um glugga bílsins og yfir bugar manninn sem liggur í jörðinni þar til lögreg lumaður kemur á vettvang. ríkislögreglustjóri hefur hin s vegar sent frá sér yfirlýsing u vegna fréttar dv um að lögreglan ætti valdbeitingar hunda. Í yfirlýsingu ríkislögre glustjóra, segir að frétt dv sé uppspuni. Í yfirlýsingu nni segir orðrétt: „Lögreglan á ekki valdbeitingar- hunda né notast hún við raf byssur í störfum sínum.“ skolli Sýnir mögnuð tilþrif og yfirbugar þjóf með miklum l átum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.