Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 16
föstudagur 23. janúar 200916 Fréttir Mótmæli hafa löngum verið eitt af verkfærum almennings til að sýna í verki andstöðu sína eða stuðning við málefni, oftar en ekki af pólitísk- um toga. Aðgerðir þeirra sem mót- mæla geta birst í nokkrum myndum; oft er um fjöldagöngur að ræða, eða mannsöfnuð þar sem fólk hittist á fyrirfram ákveðnum stað og hlýðir á ræður sem fluttar eru málefni þess til stuðnings. Þó mótmæli á Íslandi hafi yfir- leitt farið friðsamlega fram og of- beldi samfara þeim sé nýlunda, er sú ekki raunin á erlendri grundu. Ef lit- ið er til Evrópu seinni tíma má finna fjölmörg tilfelli aðgerða almennings sem ekki er á eitt sáttur við ríkisstjórn lands síns – í heild sinni eða einstaka ákvarðanir hennar – sem hafa tek- ið á sig mynd ofbeldisfullra átaka með meðfylgjandi eyðileggingu. Í vestrænum ríkjum telst til tíðinda ef mannfall verður í mótmælaaðgerð- um, þrátt fyrir að ofbeldi sé beitt af hálfu beggja, yfirvalda og mótmæl- enda. Nýlegasta dæmið um mann- fall í mótmælum átti sér stað á Grikk- landi, og varð það sem eldur á neista óánægju íbúa landsins sem þreytt- ir eru á spillingu og, að þeirra mati, vanhæfri ríkisstjórn. Friðsöm mótmæli Friðsöm mótmæli geta verið árang- ursríkt tæki til að vekja ríkisstjórn af Þyrnirósarblundi og gera sýni- lega óánægju sína og kröfu um nýjan skipstjóra í brúnni. Áhrif friðsamra mótmæla verða meiri því fleiri sem þátttakendurnir eru, en ofbeldisfull mótmæli fárra vekja gjarna meiri at- hygli. Gott dæmi um friðsöm mótmæli sem báru árangur átti sér stað í Úkra- ínu frá nóvember 2004 til janúar 2005. Í þeim var mótmælt úrslitum forseta- kosninga sem að mati eftirlitsmanna lituðust meira en góðu hófi gegndi af spillingu, hótunum í garð kjósenda og beinu kosningasvindli. Mótmælin voru runnin undan rifj- um Viktors Jutsjenkós og stuðnings- manna hans, enda hafði hann farið halloka gegn Viktor Janúkovitsj í afar umdeildum kosningum. Mótmælin breiddust út til fjölda borga í Úkra- ínu, en fjölmennust urðu þau í Kænu- garði, höfuðborg landsins, þar sem um fimm hundruð þúsund mótmæl- endur gengu að úkraínska þinghúsinu og héldu margir á rauðgulum flöggum sem var litur framboðs Jutsjenkós. Undir vökulu auga erlendra eft- irlitsmanna og alþjóðasamfélagsins var efnt til nýrra kosninga 26. desem- ber 2004 og stóð Jutsjenkó eftir sem óvefengjanlegur sigurvegari þeirra kosninga. Með friðsömum fjölda- mótmælum hafði almenningur ár- angur sem erfiði. Nefskatti mótmælt í Bretlandi 31. mars 1990 brutust út í Lundúnum verstu óeirðir sem átt höfðu sér stað í borginni í heila öld. Aðdragandi óeirð- anna var friðsamleg mótmæli fjölda Breta sem flykktust út á götur Lund- úna vegna nefskatts sem breska ríkis- stjórnin, undir forystu Margrétar That- cher, skellti á þjóðina. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra Lundúna á þeim tíma, Davids Meyn- ell, skyggðu aðgerðir „3.000 til 3.500 einstaklinga minnihlutahópa“ á ann- ars friðsöm mótmæli. Hvort sem það var rétt mat eða ekki var þegar upp var staðið búið að handtaka yfir fjög- ur hundruð manns, eitt hundrað og þrettán manns höfðu slasast og tut- tugu hross að auki. Bílum var velt og borinn að þeim eldur og mátti sjá svartan reyk stíga til himins yfir Trafalgar-torgi. Fjórum neðanjarðarlestarstöðv- um var lokað í öryggisskyni og lög- reglan mátti hafa sig alla við í átök- um við mótmælendur, sem köstuðu múrsteinum og dósum að henni. Stór hluti miðborgarinnar var girtur af og slökkviliðsmenn sem reyndu að ráða niðurlögum elda fóru ekki varhluta af reiði mótmælendanna. Þegar mest lét voru mótmælendur um 100.000 talsins, eignatjón var met- ið á um 400.000 sterlingspund. Mót- mælunum var fylgt eftir með umfangs- minni aðgerðum víða um Bretland. Óvinsældir nefskattsins höfðu áhrif á fall Margrétar Thatcher, sem sagði af sér í nóvember 1990 eftir ellefu ár í embætti. Eftirmaður Margrétar, John Maj- or, fyrirskipaði að nefskattinum yrði kastað fyrir róða. Í hans stað var sett- ur á staðbundinn skattur sem tengdist virði fasteigna. Mótmæli sem mistókust Gott dæmi um mótmæli sem snerust í höndum mótmælenda má finna í atburðum sem áttu sér stað í Chicago 1968 þegar flokksþing demókrata var haldið dagana 26. til 29. ágúst. Þegar þar var komið sögu var ekki langt um liðið síðan Robert F. Kennedy hafði verið ráðinn af dögum, en hann hafði viðrað þá hugmynd að sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetakjörs. Þegar upp var staðið stóð val- ið á milli Eugenes McCarthy öld- ungadeildarþingmanns og Huberts Humphrey varaforseta. McCarthy fór fyrir þeim sem and- vígir voru stríðinu í Víetnam, sem þá var í algleymingi, og Humphrey var fylgjandi stefnu sitjandi forseta, Lyndons B. Johnson. Alþjóðlegi æskulýðsflokkurinn (e. Youth International Party) hafði árið fyrr hafið skipulagningu æskulýðs- hátíðar sem haldin yrði í Chicago á sama tíma og flokksþing demókrata KolBeiNN þorsteiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Mótmælin breiddust út til fjölda borga í Úkraínu, en fjölmennust urðu þau í Kænugarði, höfuðborg landsins, þar sem um fimm hundruð þúsund mót- mælendur gengu að úkraínska þinghúsinu, og héldu margir á rauðgulum flöggum, sem var litur framboðs Jutsjenkós. MótMæli - leið alMennings Til að koma afdráttarlausri skoðun sinni á aðgerðum eða aðgerðaleysi stjórnvalda eru mótmæli gjarna þrautalending almennings. Mótmæli geta verið af mörgu tagi; friðsamar göngur og stöður, þögul eða hávær eða ofbeldisfull og eyðileggjandi. Ekki er gefið að mótmæli beri árangur og þau geta snúist í höndum mót- mælenda. Einnig er ekki með góðu hægt að bera saman mótmæli í lýðræðisríki og mótmæli í ríki sem er í klóm einræðisherra eða valdaklíku. sofía í Búlgaríu Mótmælendur krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.