Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 23. janúar 2009 17Fréttir
yrði haldið. Fleiri samtök höfðu einn-
ig tilkynnt að þau hygðust láta sjá sig
á þeim tíma.
Borgarstjóra Chicago, Richard
J. Daley, var umhugað um að sýna
demókrötum og fjölmiðlum hve
miklum árangri hann hafði náð í
stjórn borgarinnar og hugnaðist ekki
að stríðsandstæðingar fjölmenntu til
borgarinnar.
„Lögregluóeirðir“
„Engar þúsundir fá að koma til borg-
ar okkar og taka völdin á strætunum
okkar eða í borginni á ráðstefnunni
okkar,“ sagði Daley við fjölmiðla
þegar hann var spurður um stríðs-
andstæðingana. Í tilraun til að koma
í veg fyrir fjöldamótmæli neitaði
hann að gefa út leyfi sem heimiluðu
lögleg mótmæli.
Daley bætti um betur því þeg-
ar um tíu þúsund mótmælendur
komu til Chicago mætti þeim 23.000
manna lið lögreglu og þjóðvarð-
liða. Dagurinn, 28. ágúst 1968, hef-
ur síðan þá verið kallaður dagurinn
þegar „lögregluóeirðirnar“ áttu sér
stað. Nafngiftin er fengin úr Walker-
skýrslunni þar sem tekið var saman
það sem raunverulega átti sér stað,
byggt á sjónarvottum og öðrum
upplýsingum.
Lætin upphófust um miðjan dag
þegar ungur maður dró að húni
bandaríska fánann í Grant-garði, þar
sem þúsundir mótmælenda höfðu
safnast saman. Lögreglan ruddist
í gegnum hópinn og hóf að berja
manninn og yfir hana rigndi mat-
arleifum, grjóti, þvagfylltum pokum
og múrbrotum. Þetta leiddi til þess
að lögreglan slóst við mótmælendur
og mótmælendur við lögregluna.
Táragasský yfir borginni
Leiðtogi einna samtakanna sem
mótmæltu i Grant-garði, Tom Hayd-
en, hvatti mótmælendur til að yfir-
gefa garðinn því ef lögreglan beitti
táragasi, þar sem að með því móti
yrði tryggt að ef lögreglan beitti tára-
gasi yrði borgin einnig fyrir því. Það
gekk eftir því svo miklu táragasi var
beitt að íbúar á Hilton-hóteli fóru
ekki varhluta af því, þótt þeir væru
innandyra.
Engum var hlíft og vegfarendur
jafnt sem mótmælendur fengu sinn
skerf af táragasi. Frægasta myndbirt-
ing mótmælendanna er þegar lög-
reglan barði á mótmælendum fyr-
ir framan Hilton-hótel, fyrir framan
suðandi myndatökuvélar sjónvarps-
stöðvanna. Um kvöldið skipti frétta-
stofa NBC á milli mynda af lögregl-
unni að lumbra á mótmælendum og
sigurgleði Huberts Humphrey sem
hafði fengið útnefningu demókrata-
flokksins.
Þegar upp var staðið voru mót-
mælendur sannfærðir um að þjóðin
myndi styðja málstað þeirra, ekki síst
í ljósi framgöngu lögreglunnar. Mikil
varð undrun þeirra þegar skoðana-
kannanir sýndu yfirgnæfandi stuðn-
ing við aðgerðir Daleys og þrátt fyrir
óvinsældir stríðsins í Víetnam nutu
andstæðingar þess enn minni vin-
sælda.
Himneskur friður og blóðbað
Mótmælin á Torgi hins himneska
friðar, Tiananmen-torgi í Beijing í
Kína, fóru fram árið 1989 en það ár
féllu nokkrar sósíalistaríkisstjórnir
víða um lönd. Tilefni þeirra var dauði
Hus Jaobang, embættismanns sem
var lýðræðissinni og fylgjandi frjálsu
markaðskerfi.
Að kvöldi útfarardags Hus höfðu
um 100.000 manns safnast saman á
torginu eða í grennd við það. Þrátt
fyrir að hópurinn hefði ekkert eigin-
legt fyrirfram ákveðið markmið, var
hann að mestu á móti ægivaldi ríkis-
stjórnarinnar og spillingu og krafðist
lýðræðislegra endurbóta.
Mótmælin stóðu frá 15. apríl til 4.
júní og enduðu með blóðbaði þegar
kínverski herinn fékk skipun um að
rýma torgið. Að kvöldi dags 3. júní
hófst áhlaup kínverska hersins. Þá
spruttu fram hermenn með brugðna
byssustingi, sem skutu af handahófi
beint af augum eða til hliðanna. Að
sögn Charlies Cole, sem varð vitni að
atburðinum, skutu hermenn af sjálf-
virkum rifflum inn í mannfjöldann
með þeim afleiðingum að margir
borgarar féllu og aðrir særðust.
Námsmenn, sem leitað höfðu
skjóls í strætisvögnum, voru dregnir
út og barðir og jafnvel þeir sem gerðu
tilraun til að yfirgefa torgið fengu að
finna fyrir bareflum hermanna. Að
sögn Charlies Cole streymdu skrið-
drekar inn á torgið að morgni 4. júní
og og var ekið yfir allt sem varð á vegi
þeirra; farartæki og fólk voru kramin
undir beltum þeirra. Um fimmleyt-
ið morguninn eftir var búið að rýma
torgið.
Tölur um fallna og særða eru mjög
á reiki, enda mikill munur á opinber-
um tölum og niðurstöðum annarra.
Rauði krossinn í Kína sagði í fyrstu að
2.600 hefðu látið lífið, en sú breyttist í
241 í kjölfar þrýstings frá þarlendum
stjórnvöldum. Fjöldi látinna er allt
frá 241, að sögn kínverskra stjórn-
valda, upp í 4.000 til 6.000, að sögn
Edwards Timberlake í bókinni Red
Dragon Rising. Fjöldi þeirra sem
særðust er á bilinu 7.000, að sögn
kínverskra stjórnvalda, til 30.000, að
sögn ónefnds kínversks embættis-
manns í skýrslu sem gefin var út af
fulltrúaþingi Bandaríkjanna 2005.
Róstusamir tímar fram undan
Ef fer sem horfir má vænta þess að
víða verði róstusamt á næstu misser-
um. Sérfræðingar í málefnum Aust-
ur-Evrópu spá því að almennir borg-
arar víða í þeim heimshluta eigi eftir
að fjölmenna á götum borga og mót-
mæla versnandi efnahag og afkomu,
niðurskurði hins opinbera og aukn-
um álögum.
Nú þegar hefur komið til fjölda-
mótmæla í Tékklandi þegar róttækir
hægrisinnar ætluðu að skeyta skapi
sínu á minnihlutahópi sígauna í nóv-
ember. Við það tækifæri sló í brýnu á
milli mótmælenda og lögreglu.
Mótmælin á Grikklandi, sem urðu
í kjölfar dauða unglings af völdum
lögreglu, eru vart yfirstaðin þegar ný
mótmæli hefjast og nú í Aþenu gegn
innflytjendum og erlendum verka-
mönnum. Og til að bæta gráu ofan á
svart lokuðu bændur þjóðveginum
á milli Aþenu og Þessaloníku til að
mótmæla lækkun verðs á landbún-
aðarframleiðslu.
Sérfræðingar nefna Búlgaríu og
Rúmeníu sem lönd þar sem vænta
megi rósta í náinni framtíð og Eystra-
saltslöndin Litháen og Lettland.
01 Mjanmar – gegn stjórnvöldum, 2007
02 Taíland – gegn stjórnvöldum, desember 2008
03 Norður-Írland – vegna afskipta Breta, 1972
04 Frakkland – gegn niðurskurði í menntamálum, janúar 2009
05 Úkraína – vegna kosningasvindls, 2004 – janúar 2005
06 Bandaríkin, Chicago - stríðsrekstri í Víetnam mótmælt, ágúst 1968
07 Bretland – nýjum nefskatti mótmælt, mars 1990
08 Kína, Beijing – gegn stjórnvöldum, apríl-júní 1989
09 Rússland, Októberbyltingin, 1917
10 Grikkland – stjórnvöldum og spillingu mótmælt, desember 2008
11 Lettland – aðgerðaleysi stjórnvalda mótmælt, janúar 2009
12 Litháen – skattahækkunum mótmælt, janúar 2009
13 Ísland – gegn stjórnvöldum eftir efnahagshrun, október 2008 –
14 Búlgaría – stjórnvöldum mótmælt, janúar 2009
15 Tíbet – kínverskum afskiptum mótmælt, mars 2008
MótMæli - leið alMennings
01
02
03
04
05
06
07
09
08
10
11 12
13
14
15
MiKiL MóTMæLi GeGN sTjóRNvöLduM
Barið á munki í Mjanmar Munkar
fóru fyrir viðamiklum mótmælum
gegn stjórnvöldum í Mjanmar.
vilníus í Litháen Mótmælandi
leiddur á brott af óeirðalögreglunni.