Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 18
föstudagur 23. janúar 200918 Helgarblað STRÍÐIÐ Á STÖÐ 2 „Okkur var hent út eins og glæpa- mönnum. Það eru þakkirnar. Það lá í loftinu að við hefðum gert eitt- hvað stórkostlegt af okkur,“ segir Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Honum var í gær sagt upp störfum sem for- stöðumanni fréttasviðs Stöðvar tvö. Elínu Sveinsdóttur var sömuleiðis sagt upp en hún starfaði sem yfirút- sendingarstjóri og hefur unnið hjá Stöð tvö frá því stöðin var sett á lagg- irnar árið 1986. Elín hefur því starfað hjá stöð- inni í 23 ár. Sigmundur hóf þar störf 1987, vann á öðrum fjölmiðlum á ár- unum 2001 til 2004, en sneri þá aft- ur og hefur verið þar síðan. Þau Elín og Sigmundur eru hjón og misstu því báðar fyrirvinnur heimilisins starfið sama daginn. Nafnleynd og launaleynd Sigmundur segir að næst á dagskrá hjá honum sé að sinna fjölskyldunni. „Ég ætla fyrst og fremst að njóta samvista við fjölskylduna og hlúa að börnunum mínum, heilbrigðum og veikum. Ég er reyndar þegar bú- inn að fá tilboð úr pólitíkinni og stórt starf, og það á hálfum degi, þannig að ég kvíði ekki framtíðinni.“ Hann vill þó ekki gefa upp hvaða stjórnmálaflokkur hefur leitað til hans: „Nú skulum við gæta nafn- leyndar,“ segir Sigmundur. Hann fæst þó til að viðurkenna að starfstilboðið komi úr fjölmiðlageiranum. „Ég á annars svo mikið af óskrif- uðum ljóðum og sögum að ég hugsa að ég byrji nú á að koma einhverjum skikk á það,“ seg- ir Sigmundur. Spurður hvort þau hjón- in fái greiddan uppsagnar- frest segir hann: „Já. Ég vona það allavega,“ en Sigmundur telur að uppsagnarfresturinn sé allt að sex mánuðir. Hann vill þó ekki gefa upp hvað þau höfðu í laun hjá 365. „Það rík- ir launaleynd hjá fyrirtækinu. Ég er víst enn á launum þannig að ég má ekki segja til um það. En við vorum á ágætum launum, eðlilega eftir öll þessi ár. Ekki síst í ljósi þess að stjórnendur fyrir- tækisins hafa allt til dagsins í dag verið ánægðir með störf okkar,“ segir Sig- mundur. Tákngervingur auðjöfrapress- unnar Starfsmenn 365 sem blaðamað- ur ræddi við sögðu upp- sögn Sigmund- ar mögulega skiljanlega sparnaðar- aðgerð enda væri hann væntanlega á himinháum launum. Annað gilti hins vegar um Elínu. „Hún er óumdeild og ótrúlega vel liðin. Þetta er algjörlega óskiljan- legt,“ segir starfsmaður fyrirtækisins sem treysti sér ekki til að koma fram undir nafni. Sýn Sig- mundar er af sama toga. „Ég held að uppsögn- in á henni hljóti að vera einhver ósann- gjarnasta uppsögn í sögu Stöðvar 2. Hún hefur verið hryggjar- stykkið í fréttastofu Stöðvar 2, límið og heilinn,“ segir hann. Sigmundur er hins vegar heldur sáttur við að vera laus frá Stöð 2. „Ég fann fljótlega yfir hátíðirnar í hvað stefndi og í sjálfu sér fagna ég þess- um málalyktum því ég upplifi mig sem frjálsan mann í dag og það sama á við um konuna mína,“ segir hann. Að mati Sigmundar er hann nú laus undan oki auðjöfranna. Marg- ir hafa skilið þau orð hans þannig að hann hafi verið beittur þrýst- ingi auðmanna í starfi sínu á Stöð 2. Hann segir það hins vegar ekki rétt. „Ég á við að á síðustu dögum hafa mjög margir mótmælendur Íslands gert mig að tákngervingi auðjöfra- pressunnar og það hefur mér fund- ist ósanngjarnt því ég hef blogg- að manna mest gegn ríkjandi ástandi. Í dag fannst mér ég vera laus undan þessu oki og geta hallað mér að nýju íslandi og uppbyggingu þess,“ segir hann. Poppaðar fréttir Spurður hvernig hann hafi skynjað að uppsögn hans hafi verið við- búin segir Sig- mundur: „Það voru bara komn- ar nýjar áhersl- ur. Það átti að poppa fréttirn- ar upp en ég er tiltölulega af gamla skól- anum í frétta- mennsku. Það á að reka fréttastofuna algjörlega í ljósi vinsælda. Ef hlutirn- ir eru vinsælir á að sýna þá, annars ekki. Mínar áherslur eru að sýna Ís- landssöguna og mannkynssöguna eins og hún kemur fyrir hverju sinni,“ segir Sigmundur. Honum þykir lítið til nýrra stjórn- enda á Stöð 2 koma. „Þarna eru komnir inn reynslulitlir menn sem vilja engan mótþróta. Þeir eiga erf- itt með að heyra mótrök reynslu- meira fólks sem hefur starfað þarna um áratuga skeið,“ segir Sigmund- ur. Spurður hvaða menn hann eigi við vill hann ekki nefna nein nöfn en segir þó: „Sérstaklega á ég þá við rit- stjóra opins glugga.“ Innanhússmál Opni glugginn, svokallaði, á Stöð 2 er samheiti yfir þá dagskrárliði sem sýndir eru í opinni dagskrá, utan fréttatíma. Þar á meðal er Ís- land í dag og Mannamál, þáttur Sig- mundar sem lagður hefur verið nið- ur. Freyr Einarsson tók við ritstjórn opna gluggans nú um áramótin. Áður hafði hann starfað hjá fyrirtæk- inu við önnur verkefni. Blaðamaður DV ræddi við fjöl- marga bæði núverandi og fyrrver- andi starfsmenn Stöðvar 2 í gær. Almenn óánægja virðist ríkja með starfshætti Freys og samskipti hans, eða öllu heldur samskiptaleysi, við samstarfsmenn. „Þessi maður kann ekki að eiga samskipti við fólk,“ segir starfsmað- ur stöðvarinnar sem ekki vildi koma fram undir nafni af ótta við að missa starfið. Annar sagði: „Hann kynnti sig ekki fyrir neinum þegar hann byrjaði. Hann bara fór inn á skrif- stofu og sat þar.“ Þegar blaðamaður bar samstarfs- erfiðleika upp á Frey sagði hann að samskiptavandi milli hans og ann- arra starfsmanna stöðvarinnar sé á misskilningi byggður. Hann vill ekki tjá sig nánar um hvernig samskiptin hafa verið og segir að um innanhúss- mál sé að ræða. Aldrei ausið úr viskubrunninum Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar tvö, er síður en svo sáttur við hvernig Sigmundur hefur skilið við Stöð 2. Allir helstu vefmiðlar fjölluðu í gær um orð Sigmundar þar sem hann sagðist feginn að vera laus und- an oki auðvaldsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er einn þeirra sem hafa ritað um þessa athugasemd og skilur hana ekki á annan hátt en ErlA HlyNsdóTTIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég held að uppsögnin á henni hljóti að vera einhver ósanngjarn- asta uppsögn í sögu Stöðvar 2“ sparnaður ari Edwald segir uppsagnir á stöð 2 helgast af skipulagsbreytingum og sparnaði, en sigmundur Ernir hafi verið dýr starfskraftur. MyNd GuNNAr GuNNArssoN samskiptaleysi freyr Einarsson segir alltaf erfitt að koma á nýjan vinnustað. Hann ætlar að bæta samskipti sín við aðra starfsmenn stöðvar 2. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Ellý Ármannsdótt- ur, sem vinnur á fréttastofu stöðvar 2 og Vísis. MyNd EGGErT JóHANNEssoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.