Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 19
föstudagur 23. janúar 2009 19Helgarblað STRÍÐIÐ Á STÖÐ 2 eigendavaldið hafi þrýst á Sigmund Erni við fréttavinnslu. Óskari Hrafni finnst óbjóðandi starfsfólki stöðvarinnar að þurfa að sitja undir því að slíkir starfshættir séu þar viðhafðir enda sé það fjarri lagi. Einnig furðar hann sig á því að Sigmundur Ernir skuli telja sig hæf- ari en núverandi stjórnendur á Stöð 2 sem hann kallar reynslulausa. „Ég hef haft Sigmund Erni sem yfir- mann. Ég hef líka starfað við hliðina á honum. Ég hef aldrei lært neitt af honum. Hann hefur aldrei haft neitt fram að færa sem hefur gagnast mér og á þessum fjórum mánuðum sem ég hef starfað sem fréttastjóri Stöðv- ar 2 hefur hann aldrei ausið millilítra út brunni sinnar miklu visku,“ segir hann. Vanþakklæti Sigmundar Aðrir starfsmenn stöðvarinnar, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa geng- ið lengra og sagt Sigmund Erni ekki vera mjög virkan í sínu starfi heldur líti á sem svo að þekkt andlit hans nægi til að hann haldi vinnunni. Óskar Hrafn bendir einnig á að á meðan Sigmundur starfaði hjá Stöð 2 hafi hann fengið rými til að skrifa tvær metsölubækur en ævisaga Magneu sem kom út nú fyrir jólin auk þess sem Sigmundur skrifaði ævisögu Guðna Ágústssonar, fyrrver- andi formanns Framsóknarflokks- ins, meðan hann starfaði hjá stöð- inni. „Að hann skuli fara frá stöðinni á þennan hátt er alveg ótrúlegt van- þakklæti. Ég skora á hann að finna annað fyrirtæki sem myndi sýna honum annan eins skilning, annað eins svigrúm og fara fram á jafnlít- ið vinnuframlag fyrir þessi laun. Eitt stykki metsölubók er ekki hrist fram úr erminni,“ segir hann. Sagt upp í feðraorlofi Uppsagnir Sigmundar og Elínar voru þó ekki þær einu sem tilkynnt- ar voru hjá Stöð 2 í gær því starfsfólki fréttaskýringaþáttarins Kompáss var einnig sagt upp og þátturinn lagður niður. Jóhannes Kristjánsson, ritjóri Kompáss, Kristinn Hrafnsson, frétta- maður þáttarins og Ingi R. Ingason, framleiðandi hans, misstu því allir vinnuna í gær. Jóhannes er reyndar í feðraorlofi sem stendur en uppsögnin hans tek- ur gildi um leið og því lýkur. Hann segist mjög undrandi á því að Komp- ás hafi verið lagður niður. „Að sjálf- sögðu erum við svekktir. Við höfum verið að vinna að mörgum mikil- vægum málum. Okkur þykir vænt um þáttinn og við erum stoltir af því sem við höfum verið að gera,“ segir hann en þátturinn hefur fengið Edduverðlaunin sem besti sjónvarps- þátturinn. Fyrst var fjallað um Byrgis- málið í Kompási og í kjölfar um- fjöllunarinnar komst það í há- mæli. Í þættin- um var einnig fjallað um barn- aníðinginn Ágúst Magn- ússon sem gekk í flasið á starfsmönnum Kompáss eftir að svara aug- lýsingu sem hann taldi vera frá stúlku undir lögaldri. Þunginn farinn Kristinn Hrafn seg- ir þá þó engan veg- inn hætta að sinna þjóðfélagsmál- unum. „Við ætlum áfram að vera blaðamenn. Þó þessi vettvangur sé lagður niður höldum við áfram,“ seg- ir hann. Kristinn bendir á að áherslu- breytingar hafi átt sér stað á Stöð 2 að undanförnu. „Áherslan er á efni sem okkur sýnist á léttari nótum en þunginn sem hefur verið í Komp- ási.“ Jóhannes segir þá hafa unnið af miklum heilindum og lagt mikið á sig til að fletta ofan af mik- ilvægum málum. Hann tekur und- ir með Kristni um að þeir leggi blaða- mennskuna ekki á hill- una. Hann stefnir á að þeir haldi áfram sam- bandi við sína heim- ildamenn. „Þeir hafa treyst okkur og við ætlum að halda áfram að vinna með þeim,“ segir hann. Starfsmenn Kompáss leggja áherslu á að halda starfi sínu áfram á öðrum vettvangi og hafa þegar feng- ið sér netfangið kompas@internet.is þar sem fólk getur sett sig í samband við þá. Kompás heyrði einnig undir opna gluggann á Stöð 2 en starfsmenn þáttarins kannast ekki við að hafa átt mikil samskipti við Frey Einars- son og segjast því ekki geta tjáð sig um þau. Erfiðar uppsagnir Eftir að tilkynnt hafði verið um þenn- an fjölda uppsagna á Stöð 2 var boð- að til starfsmannafundar klukkan eitt í gær. Óskar Hrafn var þungbú- inn þegar blaðamaður DV náði tali af honum stuttu áður en starfsmanna- fundur hófst skömmu eftir hádegið í gær. Þá hafði þegar verið tilkynnt um uppsagnirnar. „Þetta er alvörumál. Það er ekkert grín hvernig fólk tekur Kvíða engu sigmundur Ernir rúnarsson segist þegar hafa fengið boð frá stjórnmálaflokki um að ganga til liðs við hann og hið sama hafi forsvarsmenn fjölmiðla- fyrirtækis gert. Elín sveinsdóttir starfaði hjá stöð 2 frá því stöðin var fyrst sett á laggirnar fyrir 23 árum. Mynd Gunnar GunnarSSon Góður fundur Lillý Valgerður Pétursdóttir segir starfsfólk stöðvar 2 hafa nýtt starfsmannafundinn í gær til að fá svör við spurningum sínum en margir eru uggandi um sinn hag. Mynd Gunnar GunnarSSon Framhald á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.