Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 47
Það má vel segja að Kaka hafi bjarg- að knattspyrnunni með því að hafna ofurtilboði Manchester City. Tilboð- ið hljóðaði upp á 247 milljónir punda með launum og öllu sem er auð- vitað ekkert nema fáránlegt. Ótrú- legt ríkidæmi City gerir því kleift að bjóða svona svimandi upphæðir og er spurningin ekki hvort heldur hver fær næsta milljarða tilboð. Árið 2001 blöskraði fótboltaspek- úlöntum þegar Real Madrid greiddi tæplega 46 milljónir punda fyrir Zinedine Zidane. Fannst mönnum þar hámarki ruglsins náð á árunum 2000- 2001 þar sem fleiri og fleiri tilboð upp á um og yfir 30 milljónir punda sáust en sjö af fimmtán dýrustu félagaskipt- um heims komu á þeim árum. Síðan þá hefur þessum ofurtilboðum fækk- að og er það helst Manchester United sem uppfærir listann reglulega. Enskir efstir Listanum yfir 15 dýrustu félagaskiptin er skipt tiltölulega bróðurlega á milli. Þökk sé Manchester United og fjór- um mönnum þeirra á listanum sem er það hæsta en enska knattspyrnan er með sex manns á lista, Ítalía með fimm og Spánn fjóra. Real Madrid sér um hlutina á Spáni en Galactic- os-stefna þeirra að næla í eina stór- stjörnu á hverju ári veldur því að þrír eru á lista frá þeim. Zidane „fyrirgefið“ Aldrei hefur verið greitt meira fyrir leikmann en þegar Zinedine Zidane gekk í raðir Real Madrid árið 2001. Tæplega 46 milljóna punda greiðsla spænska liðsins stöðvaði prentvélar um allan heim og fannst, eins og áður segir, mörgum nóg komið. Fjaðrafok- ið í kringum Zidane fékk tíma til að ró- ast því á næstu þremur árum gerðist fátt sem taldist jafnmarkvert og það. Ekki fyrr en Wayne Rooney var keypt- ur 18 ára til Man. United á 27 milljónir punda fór allt af stað aftur. Real Madrid og Zidane hefur verið „fyrirgefið“ ef svo má að orði komast í gegnum árin. Þó aðallega vegna þess að enginn hefur náð að komast ná- lægt Zidane í greiðslu og sætta menn sig vel við að þetta knattspyrnugoð gnæfi yfir öllum öðrum. Nú sjö árum síðar gerir enginn tilkall til toppsætis- ins þegar heimurinn er gjörbreyttur en fyrir heimskreppuna var sægur af peningum. Nýjasti maðurinn á listan- um, Robinho, var þrettán milljónum punda frá toppnum. Kaka eygði toppinn Tilboðið í Kaka upp á 108 milljón- ir punda hefði auðveldlega komið honum á toppinn. Meira en helmingi dýrari en Zidane. Að hann hafi bjarg- að knattspyrnunni með því að neita tilboðinu er ekki fjarri lagi. Löng- um hafa gagnrýnendur sem standa fyrir utan knattspyrnuna gagnrýnt peningana í fótboltanum en margir þeirra skilja ekki hversu stór íþrótt- in er. Vissulega er hægt að spyrja sig hvort einn leikmaður sé 30 milljóna punda virði og hvort eigi að greiða honum ríflega 100.000 pund á viku. Það eru samt orðin viðmiðin fyrir allra bestu leikmennina. Ólíklegt er að það hækki í bráð enda aðeins brot af liðunum í heiminum sem getur greitt þannig fjárhæðir. Spurningin er samt alltaf: Hvað gerir City? Þetta lið sem gerir ekki einu sinni tilkall til Evrópusætis í ensku deildinni hefur fjármuni til að senda knattspyrnuna út fyrir öll velsæmismörk. Peningarnir eru á Englandi Árin 2000-2001 var það Ítalía sem var með peningana. Lazio markvisst keypti sér titilinn þar í landi 2001 með stórum kaupum og fylgdu Juv- entus og Inter í kjölfarið. En þetta fyllirí Ítalanna entist aðeins í þessi tvö ár. Nú er það England sem ræð- ur för peningalega. Manchester Un- ited hefur reglulega eytt fúlgum fjár og á fjóra menn á listanum. Nú síð- ast hífði það Dimitar Berbatov upp í sjöunda sætið. Chelsea var þó það lið sem hækk- aði viðmiðin á Englandi með komu Romans Abramovich. Lundúnaliðið er kannski aðeins með einn mann á topp 15 listanum en það hefur ekk- ert haft fyrir því undanfarin ár að eyða um og yfir 20 milljónum punda í leikmenn eins og það væri að kaupa sælgæti á þriðjudegi. Chelsea-verðbólgan Auknir fjármunir Chelsea virkuðu eins og verðbólga á enskan mark- að. Lið sem voru að selja Chelsea leikmann vissu alveg að það gæti borgað hvað sem var og lét það því borga upp fyrir haus. Manchester United fékk til dæmis að finna fyr- ir þeirri verðbólgu þegar það sóttist eftir Michael Carrick fyrir tímabilið 2006-2007. Sautján milljónir punda var verðmiðinn því Tottenham vissi að United sárvantaði mann og hafði efni á honum. Tottenham fékk svo sjálft að kenna á verðbólgunni þegar það keypti framherjann Darren Bent frá Charlton. Þar fóru sautján milljón- irnar fyrir Carrick allar í framherja sem ekkert hefur getað. City-verðbólgan Nú er komið nýtt lið sem borgar ná- kvæmlega það verð sem beðið er um. Manchester City. Liðin á Eng- landi höfðu áhyggjur og það rétt- mætar af Chelsea og hvernig það hækkaði allar greiðslur, bæði félaga- skiptagreiðslur og launagreiðslur. Nú skjálfa menn hins vegar á beinun- um yfir fjármunum City því það sem gerðist hjá Chelsea er strax byrjað og það tvöfalt. Chelsea hefur þó allavega séð sóma sinn í að kaupa góða og þekkta leikmenn og borgað vel fyrir þá. Chelsea hafði grunn til að byggja á en City hefur gjörsamlega ekkert að- dráttarafl. Því tókst að kaupa Rob- inho sem sá ekkert annað en pen- inga en þurfti strax að kyngja stoltinu þegar Kaka neitaði liðinu. Í stað- inn hefur City snúið sér að manni eins og Craig Bellamy og borgar fyr- ir hann 14 milljónir punda. Mað- ur sem keyptur var fyrir ári á 7,5 og hefur verið meira og minna meiddur síðan. Átján milljónir síðan í efnileg- an Hollending, Nigel De Jong, á í ein- hverjum heimi að teljast eðlilegt og svo eru það launagreiðslurnar. Þegar fyrst var rætt um að City ætlaði að kaupa Bellamy og Scott Parker af West Ham var talið að laun þeirra á viku ættu að vera 90.000 pund. Það er í grennd við laun Wa- ynes Rooney, Ronaldos, Lampards, Terrys og Gerrards. Hvernig ætlar City að réttlæta svoleiðis vitleysu? Æ, já. Það þarf þess ekki. Það á peninga og því ræður það för. föstudagur 23. janúar 2009 47Sport BALLESTEROS Á BATAVEGI golfgoðsögnin seve Ballesteros er bjartsýn eftir góðar fréttir frá læknum eftir nýafstaðna heilaskurðaðgerð. Þessi fimmfaldi stór- mótasigurvegari hefur gengist undir fjórar aðgerðir vegna krabbameins í höfði á síðasta ári. „sem betur fer eru horfurnar góðar,“ segir hinn 51 árs spánverji sem held- ur áfram í geislameðferð næstu daga. „Læknarnir vinna frábært starf og mér líður betur og betur á hverjum degi.“ Ballesteros segir á vefsíðu sinni að hann vinni hart að því að ná heilsu með þolgæði og ákveðni að vopni. Hann segist finna fyrir mikl- um velvilja og fá hundruð skilaboða frá fólki sem geri hann hrærðan og þakklátan enda skili þessi stuðningur sér í batanum. HATTON GEGN DE LA HOYA? Breska hnefaleikastjarnan ricky Hatton er búin að fá nóg af þófinu í Manny „Pac Man“ Pacquiao sem ekki enn hefur staðfest áætlað- an súperbardaga þeirra í maí. aðstoðarfólk Hattons er nú í samningaviðræðum við Oscar de La Hoya og floyd Mayweather jr. um hugsanlega bardaga seinna á árinu. Pacquiao er sagður vilja stærri hlut en Hatton fyrir bardaga sem myndi gera þá þá báða talsvert ríkari en þeir eru nú þegar. Helmingurinn virðist ekki duga Pac Man sem segist þó vilja berjast við Hatton „án milliliða“ hvað sem það þýðir. Ef Hatton mætir de La Hoya eða Mayweather í staðinn má reikna með hnefaleikaatburði af bestu sort með tilheyrandi fjölmiðlafári. TIppAð fYRIR TíkALL TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is BANEITRUÐ BIKARHELGI Kaka-saga fór ekki framhjá neinum. Brasilíski knattspyrnumaðurinn hafnaði sannkölluðu ofurtilboði og segja sumir að hann hafi með því bjargað knatt- spyrnunni. Hefðu félagaskiptin gengið í gegn væri Kaka auðveldlega dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Þótt fjármunirnir séu orðnir meiri í boltanum hefur listinn yfir þá 15 dýrustu breyst lítið síðustu sjö árin. Meiri peningum er varið í miðlungsmenn sökum þess sem má kalla verðbólgu ríkra liða. MEÐALMENN á fúLGUR fjáR 1. Zinedine Zidane frá juventus til real Madrid árið 2001 - 45,62 milljónir punda 2. Luís Figo frá Barcelona til real Madrid árið 2000 - 37 milljónir punda 3. Hernán Crespo frá Parma til Lazio árið 2000 - 35,5 milljónir punda 4. Gianluigi Buffon frá Parma til juventus árið 2001 - 32,6 milljónir punda 5. Robinho frá real Madrid til Manchest- er City árið 2008 - 32,5 milljónir punda 6. Christian Vieri frá Lazio til Inter árið 1999 - 32 milljónir punda 7. Dimitar Berbatov frá tottenham til Man.united árið 2008 - 30,75 milljónir punda 8. Andriy Schevchenko frá aC Milan til Chelsea árið 2006 - 30 milljónir punda 9. Rio Ferdinand frá Leeds til Man. united árið 2002 - 29,1 milljón punda 10. Gaizka Mendieta frá Valencia til Lazio árið 2001 - 29 milljónir punda 11. Ronaldo frá Inter til real Madrid árið 2002 - 28,49 milljónir punda 12. Juan Sebastian Veron frá Lazio til Man. united árið 2001 - 28,1 milljón punda 13.Pavel Nedved frá Lazio til juventus árið 2001 - 27,3 milljónir punda 14. Wayne Rooney frá Everton til Man. united árið 2004 - 27 milljónir punda 15. Marc Overmars frá arsenal til Barcelona árið 2000 - 25 milljónir punda Dýrustu leikmennirnir Bjargaði boltanum Kaka neitaði auðjöfrum City.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.