Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 62
föstudagur 23. janúar 200962 Fólkið KraKKar rústuðu og rændu Matreiðslumeistarinn Sigurður Hall, sem rekur Þjóðleikhúskjall- arann, varð illa fyrir barðinu á reiðum mótmælendum þegar hann hýsti fund Samfylkingarfélags Reykjavíkur. Sigurður segir tryllta sveit krakka hafa farið fyrir hópnum og rænt, rústað og hrækt framan í starfsfólk. „BBC ætlar að senda tökulið til þess að fylgjast með okk- ur þegar við komum,“ segir Heimir Karlsson sem stjórnar þættinum Í bítið á Bylgjunni ásamt Kolbrúnu Björnsdótt- ur. Heimir og Kolla eru á leiðinni til Bretlands á miðviku- daginn þar sem þau afhenda lopafatnaðinn sem þau söfnuðu á dögunum til að klæða kalda eldri borgara í Bretlandi. „BBC gerir litla mynd um komu okkar sem verður svo sýnd í morgunsjónvarpi BBC en þeir verða í beinni út- sendingu frá Hull á föstudaginn næsta.“ Eins og greint var frá á dv.is í gær hefur síminn ekki stoppað hjá þeim Heimi og Kollu vegna ágangs breskra fjölmiðla eftir að fréttist af söfnuninni. „Viðbrögðin hafa verið gríðarlega jákvæð og fjöldinn allur af útvarps- og sjónvarpsstöðvum hefur haft samband við okkur,“ en auk BBC hefur sjónvarpsstöðin ITV einnig ósk- að eftir viðtali vegna málsins. Fatnaðurinn verður af- hentur breskum samtök- um á fimmtudaginn sem heita Age Concern. „Sam- tökin starfa um allt land- ið og sjá um að koma fatnaðnum á þá sem mest þurfa hann,“ en í gámnum eru þúsundir lopa- flíka. asgeir@dv.is Í fylgd BBC BBC geRiR heiMildaRÞátt uM lopaSöfnun heiMiS og Kollu: Siggi Hall n Vindaspá kl. 18 morgun. n Hitaspá kl. 18 morgun. veðurstofa íslands Veður Í dag Kl. 18 <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Palma Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Róm hiti á bilinu Amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu Marmaris hiti á bilinu Ródos hiti á bilinu San Francisco hiti á bilinu New York hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu Miami 2 0/1 1 -3/0 2/6 2/9 3 16/18 11/17 16/19 11 3/7 2/4 10/17 15/17 11/12 3/5 13/24 3 1 2 1 4/8 2/7 -1/4 10/14 6/15 16/18 4/14 1/4 1/5 15/16 17 8/12 -7/3 17/25 1/4 1/2 -1/3 1/3 3/7 3/7 -1/3 9/14 4/15 16/18 7/13 1/4 1/4 9/16 15/17 5/10 -4/-2 17/26 1/2 0/1 -1/0 1 3/6 2/5 -1/2 9/12 7/14 17/18 5/11 2/5 2/5 7/15 16 7/9 -3/-1 17/26 úti Í heimi Í dag og næstu daga ...og næstu daga á morgun Kl. 12 Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 4-5 -1/2 11-13 2/3 11-17 3/4 14-25 3/4 7-8 3/4 2-3 5 8-9 4 5-8 3/5 5-8 3/5 2-3 2/3 6-14 5 4-5 -1/1 5 0/2 4-7 0/1 2-5 -4/1 4-8 1/2 6-9 2/4 7-12 3/4 3-5 -2/1 1 2/4 6-7 3 3-4 4 3-4 4 1-2 1/3 3-12 3/5 1-5 -1 4-7 -3/0 3-4 -1/3 3-4 -5/-3 5-7 1 6-7 1/2 6-8 1/3 4-5 -3/-2 0-2 -1/3 3-7 0/3 3-4 2/3 3-4 2/3 1-4 -1/2 4-13 2/4 1-6 -6/-2 5-9 -4 3-6 -3/1 4 -4/2 6-12 1/2 7-15 2/4 8-12 0/2 6-8 -5/-1 2-3 0/1 7-10 1/2 3-7 3 3-7 3 2-4 1/3 8-13 1/3 5-6 -1/1 5-7 -3/1 5 -1/3 hvasst og Blautt Það verður norðaustan hvass- viðri á Vestfjörðum á laugardag- inn en annars mun hægari aust- læg átt. Það mun verða rigning og slydda í flestum landshlut- um, ef fer sem horfir. Það þýðir að hiti verður á bilinu 0 til 6 stig. Á sunnudaginn lægir vind, sem þó verður áfram að austan. Víða dálítil él, einkum norðan- og austanlands. Sums staðar verð- ur vægt frost. 3 4 3 3 43 2 2 3 510 5 8 5 4 7 10 4 9 12 -1 2 5 5 3 54 4 5 2 6 4 14 13 8 2 11 5 5 2 „Þetta var lífsreynsla sem hreinlega truflar tilveruna,“ segir matreiðslu- meistarinn Sigurður Hall eftir að hafa orðið illa fyrir barðinu á reiðum mótmælendum á miðvikudagskvöld. „Ég hélt að þetta yrði friðsæll fundur eins og hjá framsóknarmönnum um daginn en þar skjátlaðist mér hrap- allega,“ segir Sigurður sem sér um reksturinn á Þjóðleikhúskjallaranum þar sem fundur Samfylkingarfélags Reykjavíkur fór fram á miðvikudags- kvöld. Eins og greint hefur verið frá í fréttum myndaðist mikill æsingur við Þjóðleikhúsið þegar mótmælend- ur fluttu sig frá Austurvelli og upp á Hverfisgötu á miðvikudaginn. Hópur mótmælenda ruddist inn í Þjóðleik- húskjallarann og mátti starfsfólkið sín lítils gegn fjölmenninu. „Þeir sem voru með mestu lætin þarna og fóru fyrir mótmælendum voru hópur grímuklæddra krakka. Þetta heitir á skríll á góðri íslensku og þau brutust inn í húsið óboðin, ruddu upp hurðum, voru ógnandi og hræktu í andlitið á fólki,“ en Sig- urður segist enn vera að jafna sig eftir atburðina. „Hópurinn braust svo inn í kjall- ara hússins og lagði fatahengið í rúst. Þau stálu flíkum og ýmsu úr vösum fundargesta. Ég gat ekki séð betur en að þetta væru bara villingaklík- ur unglinga sem höfðu litla pólitíska sannfæringu nema bara þá að eyði- leggja og meiða.“ Sigurður segir bróðurpart mót- mælendanna hafa verið til friðs en á undan þeim hafi farið þessi storm- sveit krakka sem hann segir hafa ver- ið allt niður í 12 ára gamla að honum sýndist. „Þarna var svo fullorðið fólk sem hrópaði á krakkana og hvatti þá áfram. Ég skil vel að fólk vilji mót- mæla ástandinu en það lagast ekk- ert við að leggja eigur saklauss fólks í rúst. Það var ótrúlega sorglegt að fylgjast með þessu og maður spyr sig hvar foreldrar þessara krakka séu,“ segir Sigurður sem hugsar sig tvisv- ar um áður en hann hýsir pólitíska fundi á næstunni. „Það verður að segja frá þessari hlið hlutanna líka. Þetta er ekki bara: Löggur og pólitíkusar eru vondir og mótmælendur hafa rétt fyrir sér. Mótmæli gefa ekki fólki rétt til að láta bara hvernig sem er. Þarna er lít- ill hópur að setja svartan blett á alla hina.“ asgeir@dv.is Siggi Hall Bjóst við að fundur samfylkingarinnar yrði jafnrólegur og hjá framsókn um daginn. mynd karl peterSen Heimir og kolla verður fylgt af BBC þegar þau afhenda lopafatnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.