Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 8
Föstudagur 15. maí 20098 Helgarblað Verktakar sem vinna við byggingu Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ hafa ekki fengið greitt frá eignarhalds- félaginu Fasteign síðan í mars síðast liðnum. Vinna við bygginguna hefur legið niðri síðan. Fasteign vinnur nú að því að endurfjármagna víxil upp á rúman milljarð króna sem gjaldfellur síðar í mánuðinum. Einn verktakinn segist vera orðinn svo þreyttur á að bíða eftir greiðslum frá Fasteign að hann hafi hætt að spyrj- ast fyrir um þær. FASTEIGN Í TUGMILLJÓNA VANSKILUM VIÐ VERKTAKA Verktakafyrirtæki sem vinna við byggingu Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ hafa ekki fengið greitt frá Fasteignafélaginu Fasteign síð- an í mars. Vinna við Hljómahöllina, sem verður í eigu Fasteignar, hef- ur legið niðri vegna þessa. Fasteign skuldar verktakafyrirtækjunum nú í heildina meira en hundrað milljón- ir króna, samkvæmt heimildum. Fyr- irtækið hefur síðustu vikurnar lofað verktakafyrirtækjunum að þau fái greitt en ekki hefur verið staðið við það. Ástæðan er meðal annars sú að Fasteign hefur unnið að því síðustu mánuði að fjármagna víxil upp á sjö milljónir evra, rúmlega einn millj- arð króna, sem félagið á að greiða 22. maí. Framtíð Fasteignar veltur á því að fyrirtækið nái að tryggja sér fyrir- greiðslu til að fjármagna víxilinn, ef það gengur ekki liggur ekki ljóst fyrir hvað kröfuhafar fyrirtækisins geri til að eiga upp í kröfur sínar en ein leið væri að leysa til sín eignir félagsins. Fasteign er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í því að kaupa fasteignir af sveitar- og bæjarfélögum og fram- leigja þær svo aftur til þeirra. Reykja- nesbær er stærsti einstaki hluthafi Fasteignar, ásamt Íslandsbanka, með tæplega 25 prósenta eignarhluta en allar opinberar eignir bæjarins voru seldar inn í eignarhaldsfélagið á sín- um tíma. Aðrir stærstu hluthafarnir í Fasteign eru Álftanes, Vestmanna- eyjabær og Garðabær en hlutafjár- eignin í félaginu ræðst af verðmæti þeirra eigna sem hluthafinn hefur selt inn í félagið. Búast við að fjármögnun víxilsins gangi upp Hulda Björk Pálsdóttir, fjármálastjóri Fasteignar, segir að verktakarnir við Hljómahöllina hafi ekki fengið greitt frá félaginu vegna þess að unnið sé að því að fjármagna umræddan víxil og að ekki verði hægt að greiða þeim fyrr en búið verði að því. Hún vill að- spurð ekki greina frá því hversu háar upphæðir eru í vanskilum við verk- takana. Að sögn Huldu vinna starfsmenn félagsins nú að því hörðum höndum að fjármagna víxilinn. „Við erum að vinna í þessu á fullu. Við erum ennþá vongóð um að það gangi upp,“ seg- ir hún. Aðspurð segir Hulda að ekki liggi endanlega ljóst fyrir hver muni veita félaginu lánafyrirgreiðslu til að standa skil á víxlinum en að hún reikni með að það verði innlend- ur aðili. „Hvernig sem þetta verður leyst má reikna með að það verði hér innanlands,“ segir Hulda og bætir því við að verktakarnir muni fá greitt að fullu eftir að lokið hefur verið við fjármögnun víxilsins. Hún segir að forsvarsmenn Fast- eignar séu ekki orðnir stressaðir vegna fjármögnunar víxilsins en að fyrirtækið sé með varaáætlun ef það gengur ekki eftir. Aðspurð vill Hulda ekki greina frá því hvað felst í þessari varaáætlun. Vinnu við Hljómahöllina á að ljúka í ágúst en mun dragast eitt- hvað á langinn vegna fjármögnun- arerfiðleika Fasteignar. Verktakarnir orðnir langþreyttir Einn verktaki við Hljómahöllina, sem vill ekki láta nafns síns get- ið, segist vera orðinn langþreyttur á að krefjast greiðslna frá félaginu, en hann á útistandandi um fimmtíu milljónir króna hjá Fasteign. „Það stendur ekkert sem þetta fyrirtæki segir. Fasteign stuðlar núna að því að fyrirtækin sem vinna að bygg- ingu Hljómahallarinnar lifi ekki kreppuna af. Maður getur ekki stað- ið í skilum lengur út af þessu. Ég er hættur að hringja til að spyrjast fyrir um hvort peningurinn komi í þess- ari viku,“ segir verktakinn og bætir því við að hann hafi talið tryggt að Fasteign stæði í skilum þar sem fé- lagið er í eigu sveitar- og bæjarfé- laga en annað hafi hins vegar komið á daginn. Annar ónafngreindur verktaki, sem ekki hefur fengið greiðslur frá Fasteign í langan tíma, segist vonast til þess að Fasteign geti greitt honum útistandandi skuldir á næstu dög- um. „Það hefur bara verið stífla... Þetta auðvitað þrengir að rekstrin- um hjá okkur,“ segir verktakinn en framtíð Fasteignar mun væntanlega skýrast á næstu dögum og þá einnig hvort verktakafyrirtækin fái greiddar þær skuldir sem þau eiga útistand- andi hjá félaginu. IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Fasteign stuðlar núna að því að fyrirtækin sem vinna að byggingu Hljómahallarinnar lifi ekki kreppuna af.“ Aðili Virkt hlutafé í % Íslandsbanki hf. 24,63 Reykjanesbær 24,62 sveitarfélagið álftanes 14,67 Vestmannaeyjabær 8,48 garðabær 5,53 sandgerðisbær 4,12 grímsnes- og grafningshreppur 3,45 hluthAFARnIR Í FAsteIgn sAmkVæmt áRsReIknIngI 2008: Fá ekki greitt Verktakafyrirtæki sem vinna við byggingu Hljóma- hallarinnar í reykjanesbæ hafa ekki fengið greitt frá eignarhaldsfélaginu Fasteign síðan í mars. Vinna við bygginguna hefur legið niðri síðan. Verktakarnir eru orðnir vonlitlir um að fá greitt frá félaginu. stærsti hluthafinn reykjanesbær er stærsti hluthafinn í Fasteign ásamt íslandsbanka en báðir aðilarnir eiga tæplega 25 prósenta hlut í félaginu. Árni sigfússon er bæjarstjóri reykjanesbæjar en allar opinberar eignir bæjarfélagsins voru seldar inn í félagið sem vinnur nú að því að fjármagna víxil upp á rúman milljarð króna sem gjaldfellur 22. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.