Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 13
Föstudagur 15. maí 2009 13Helgarblað lensk yfirvöld hafa verð vænd um að brjóta gegn. Í Dyflinnarreglugerðinni segir að ef aðildarríki þar sem sótt er um hæli telur að annað ríki beri ábyrgð á meðferð umsóknarinnar skal eins fljótt og auðið er „og ávallt innan þriggja mánaða frá þeim degi sem umsóknin var lögð fram“ fara fram á að hitt ríkið taki yfir umsóknina. „Ef beiðni um að umsækjandi verði tekinn í umsjá er ekki lögð fram inn- an þriggja mánaða skal aðildarríkið þar sem umsóknin var lögð fram, bera ábyrgð á meðferð umsóknar- innar um hæli.“ Jórunn Edda Helgadóttir hef- ur aðstoðað hælisleitendur hér á landi við að leita réttar síns. Hún telur Útlendingastofnun ekki fara eftir tímamörkunum og að ólíðandi sé að hælisleitendur þurfi að bíða í endalausri óvissu um hver örlög þeirra verða. „Enginn tímarammi hefur verið á starfsháttum Útlend- ingastofnunar og hún þverbrýt- ur því gegn reglugerðinni sem þeir segjast fylgja,“ segir hún. HÆLISLEITENDUR BÍÐA EFTIR LÍFGJÖF Nour Al-din Alazzawi frá Írak: „Hryðjuverkamenn drápu pabba minn“ Hassan Raze Akbari frá Afganistan: „Lífstíðarfangelsi liggur við ástar- samböndum utan hjónabands í Afganistan, jafnvel dauðarefsing,“ segir Hassan Raze Akbari. Þeg- ar hann var sautján ára eignað- ist hann kærustu sem bjó í sama héraði. Pabbi hennar er ríkur og voldugur og með sambönd við talíbana. Þegar kærasta hans varð ólétt fóru þau til Kabúl og giftu sig, af ótta við föður hennar. Akbari segist hafa haldið að gifting myndi leysa málið. Faðir stúlkunnar hafi hins veg- ar óskað eftir að hún kæmi aftur til hans skömmu síðar. „Ég heyrði ekkert frá henni í tvo daga. Síð- an frétti ég að faðir hennar hefði drepið hana af því að hún hefði orðið fjölskyldunni til skammar,“ segir Akbari. Hann er sjálfur sjía- múslimi en eiginkona hans heitin var súnní-múslimi. Akbari segir að hann hafi árið 2004 flúið land af ótta við föður hennar sem hafi verið á eftir hon- um. Hann segist ekki hafa get- að leitað til yfirvalda í Afganistan þar sem hann yrði settur í fang- elsi vegna brota sinna. „Fjölskylda mín fær stöðugar hótanir frá hon- um þar sem hann segist jafnvel ætla að ræna fjórtán ára systur minni og skipta síðan á henni og mér,“ segir hann. Akbari flakkaði á milli fjölda landa. Hann fór til Pakistan, Írans, Aserbaídsjan, Tyrklands, Búlgar- íu og loks Rúmeníu en þaðan var hann fluttur aftur til Tyrklands. „Ég flúði þaðan til Grikklands og ætlaði að sækja um hæli.“ Ak- bari segir að mágur sinn hafi frétt af honum í Grikklandi og komið þangað til að drepa hann. Hann hélt því flóttanum áfram og var á leið til Kanada þegar hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir hæli hér. „Frá því í október og til desembermánaðar vann ég á veitingastað í Keflavík, þar sem ég fékk tímabundið atvinnuleyfi. Veitingastaðurinn fór á haus- inn og eigandinn yfirgaf landið. En þetta sýnir að ég er tilbúinn að vinna fyrir mér og aðlagast íslensku samfélagi,“ segir Ak- bari. Framtíð hans er í algjörri óvissu. Hundeltur af tengdaföður Látin eiginkona Hassan raze akbari segir að eiginkona sín hafi verið drepin af föður hennar fyrir að verða fjölskyldunni til skammar. Hún var þá ólétt. MyNd HeiðA HeLgAdóttiR Ali Hussein Jassin frá Írak: „Ég er orðinn örvæntingarfullur“ „Faðir minn og móðir mín voru dáin þegar ég fór frá Írak árið 1990,“ segir Ali Hussein Jassim. Hann er súnní-múslimi en segir að sér hafi verið illa vært þar sem hann bjó í Írak vegna þess að þar hafi sjía-múslimar verið ríkjandi og stríð geisað þeirra á milli. Jass- im telur líf sitt hreinlega hafa ver- ið í hættu og yfirgaf loks Írak vegna stríðsástandsins. Hann fór því til Líbanon þar sem hann stefndi á að byggja upp nýtt líf. Í sextán ár bjó hann í Saadnayil-héraði og starfaði vð landbúnað. Ástandið var þó lítið betra í Líbanon. „Ég heyrði að það væri friðsælt í Evrópu og að þar væru mannrétt- indi virt. Ég ákvað því á endanum að koma til Íslands og leita hælis,“ segir Jassim. Hann kom til Íslands í janúar á síðasta ári og óskaði eftir hæli sem flóttamaður. Hann hefur búið á flóttamannahælinu síðan. Jasmin talar litla sem enga ensku og þarf á aðstoð túlks að halda til að tala við blaðamann. „Ég er ómenntaður út af ástandinu í Írak en ég vil gjarnan geta unnið fyrir mér og átt friðsæla framtíð,“ segir Jassim. „Ég er orðinn örvæntingarfullur. Mig vantar aðstoð,“ segir hann. Íslenski fáninn ali Hussein Jassin er með tvo íslenska fána í herberginu sínu á Fit-hostel. MyNd HeiðA HeLgAdóttiR Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.