Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 16
Föstudagur 15. maí 200916 Helgarblað Þingmenn geta fengið endurgreiðsl- ur frá Alþingi vegna styrkja sem þeir veita þeim flokkum sem þeir sitja á þingi fyrir, þeir fá fartölvu og farsíma á kostnað þingsins og fá að auki end- urgreiddan kostnað við allar lengri ferðir sem þeir leggja í vegna þing- starfa sinna. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í reglum um þingfar- arkostnað. Og allar þessar greiðslur eru undanþegnar tekjuskatti. Bresk stjórnmál eru í uppnámi vegna uppljóstrana Daily Telegraph undanfarið um hvernig breskir þing- menn hafa misnotað kerfið sjálfum sér til fjárhagslegs ávinnings. Einn þingmaður krafðist greiðslna úr rík- issjóði vegna húsgagna sem hann keypti fyrir heimili sitt. Annar fékk greitt fyrir verkfæri til að sinna garð- yrkju heima hjá sér og sá þriðji fékk endurgreitt vegna húsnæðisláns sem hann var búinn að greiða að fullu. DV þótti því við hæfi að rifja upp hvern- ig endurgreiðslum til íslenskra þing- manna er háttað, en verkalýðsforkól- far hafa gagnrýnt kerfið á síðum DV. Skattfrjálsar greiðslur Þingmenn fá fastar greiðslur vegna ferðakostnaðar í kjördæmi og greiðsl- ur vegna starfskostnaðar. Greiðslur vegna ferða nema 61.400 krónum á mánuði og eru skattfrjálsar. Greiðsl- urnar vegna starfskostnaðar nema 66.400 krónum á mánuði og eru skattfrjálsar svo fremi að þingmenn skili inn reikningum fyrir útgjöld- um sínum. Geti þingmenn ekki sýnt fram á útgjöld, eða kjósi að gera það ekki, eiga þeir samt sem áður rétt á þessum greiðslum en verða þá að greiða tekjuskatt. Landsbyggðarþingmenn fá svo greiddan húsnæðis- og dvalarkostn- að. Þær greiðslur nema frá 30 þús- und krónum á mánuði upp í 127 þúsund krónur á mánuði. Hæstar eru greiðslurnar ef þingmenn halda heimili bæði í kjördæmi sínu og á höfuðborgarsvæðinu. Lægstar eru greiðslurnar ef þingmenn halda að- eins eitt heimili, í kjördæmi sínu, og fá greitt fyrir allar ferðir milli þings og heimilis. Þá geta þingmenn hvort sem er ferðast á eigin bíl eða með flugi. Hægt að rukka ýmislegt Eins og sjá má á lista sem fylgir þess- ari frétt fá þingmenn greitt fyrir marg- víslegar ferðir. Þessar greiðslur bætast ofan á fastar mánaðarlegar greiðslur vegna ferðakostnaðar. Starfskostnaðargreiðslurnar geta svo verið margvíslegar. Þannig geta þingmenn fengið endurgreiddan kostnað vegna námskeiða, funda og ráðstefna sem þeir sækja í tengslum við þingstörfin. Þeir geta fengið endur- greiddan leigubílakostnað ef þeir ferð- ast með slíkum starfs síns vegna frek- ar en á eigin bíl. Svo má ekki gleyma blómunum. Einn liður sem þingmenn geta skilað inn reikningum fyrir gegn starfskostnaðargreiðslum eru blóm og gjafir sem þeir kunna að gefa starfs síns vegna. Slíkar gjafir mega þó ekki kosta meira en fimm þúsund krónur og ekki meira en 20 þúsund krónur samanlagt á mánuði. Umdeild atvik Þrátt fyrir að starfstengdar greiðslur til þingmanna hérlendis hafi sjaldan SKATTFRJÁLS UPPBÓT ÞINGMANNA Þingmenn eiga rétt á skattlausum greiðsl- um sem geta numið hundruðum þúsunda króna á mánuði vegna starfa sinna. Fastar greiðslur einar og sér geta numið allt að 260 þúsund krónum. DV kannar endurgreiðslu- kerfi íslenskra þingmanna í ljósi endur- greiðsluhneyksla breskra þingmanna. Slíkar gjafir mega þó ekki kosta meira en fimm þúsund krónur og ekki meira en 20 þús- und krónur samanlagt á mánuði. BrynjólfUr Þór GUðmUndSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is fastar greiðslur þingmanna n Húsnæðis- og dvalarkostnaður 30.233-126.980 krónur* n Ferðakostnaður í kjördæmi 61.400 krónur n starfskostnaður 66.400 krónur *Bara þingmenn í landsbyggðarkjördæmum Greitt eftir reikningum n Lengri ferðir innan kjördæmis n gistikostnaður í kjördæmi við ákveðnar aðstæður n Ein ferð á viku milli heimilis á landsbyggðinni og alþingis haldi þingmaður tvö heimili n daglegar ferðir milli heimilis á landsbyggðinni og alþingis haldi þingmaður bara heimili í kjördæmi sínu n Ferðir á fundi sem landsbyggðarþingmaður er boðaður á í reykjavík vegna þingmannsstarfa sinna n greiddar ferðir í önnur kjördæmi en sitt eigið vegna funda n greiddar ferðir þingmanna í heimakjördæmi vegna funda séu þeir staddir í reykjavík n Fljúgi þingmenn milli staða skal einnig borgað fyrir leigubíla sé þeirra þörf n Þingmenn geta fengið bílaleigubíla á kostnað alþingis sé það hagkvæmara en að þeir noti eigin bíla n Hótelkostnaður erlendis og 80 prósent af dagpeningum Þingið greiðir fyrir n skrifstofu og skrifstofubúnað n Eðlilegan kostnað við farsíma, skrifstofusíma og heimasíma n tölvu til nota utan skrifstofu n dagblöð og allt að þrjú héraðsfréttablöð sem þingmaður óskar eftir Kostnaður þingmanna sem þingið greiðir n Fundi, ráðstefnur og námskeið n Fundahöld þingmanna (salarleigu, auglýsingar og veitingar) n Fundi, ráðstefnur, námskeið og fyrirlestra sem þingmenn borga fyrir n ráðstefnur, fundi og námskeið erlendis (ferðir, þátttökugjald og dagpeningar) n Bækur, tímarit og ritföng n Póstburðargjöld og sími n móttaka gesta, blóm og gjafir, gjafir mest að upphæð 5.000 krónur n Leigubílakostnaður n Framlög og styrkir til stjórnmálaflokka n sérfræðiaðstoð vegna kynningarefnis drjúgar aukagreiðslur Þingfar- arkaupið er 520 þúsund krónur á mánuði og skattskylt. Ofan á það geta bæst verulegar upphæðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.