Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 20
Föstudagur 15. maí 200920 Helgarblað Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, færði allan hlut sinn í Exista til fé- lagsins Yenvis Inc. á Tortolaeyjum 11. september 2008 nokkrum vikum fyrir bankahrunið. Samkvæmt tilkynningu sem Exista sendi til Kauphallarinnar 12. september 2008 keypti Yenvis Inc. öll bréf félaganna Svalt ehf. og Sigur- lindar ehf. Þau félög eru bæði í eigu Sigurðar. DV hafði samband við ritara Sig- urðar og voru honum sendar fimm spurningar. Var hann spurður af hverju hann hefði fært bréfin til Tort- ola, hvernig félagið stæði, önnur félög hans og af hverju hús hans að Iðulind 2 í Kópavogi hafi verið fært yfir á eig- inkonu hans eftir bankahrunið. Svar- aði Sigurður fyrirspurn DV á þá leið að þar sem þetta væru spurningar sem vörðuðu hans persónulegu fjár- reiður ætlaði hann ekki að svara þeim á opinberum vettvangi. 97 prósent verðfall Samkvæmt ársreikning- um Svalt og Sigurlind- ar fyrir 2007 á Sig- urður í dag bréf að verðmæti 2,5 millj- óna króna í Bakkavör og 60 milljónir króna í MP Banka. Hins veg- ar næmu skuldirnar um 240 milljónum króna ef meðtaldar eru skuldir vegna Ex- ista-bréfanna sem færð voru til Tortola. Þegar Yenvis Inc. á Tortolaeyjum keypti bréf Sigurðar var gengið 6,45 og verðmæti bréfanna í kringum 160 milljónir króna. Verðmæti þeirra í dag er hins vegar nálægt hálfri millj- ón króna. Virði bréfanna hefur því lækkað um 97 prósent. Ekki liggja fyr- ir upplýsingar um eiginfjárstöðu Yen- vic Inc. Húsið yfir á konuna Báðir forstjórar Exista, þeir Sigurð- ur Valtýsson og Erlendur Hjalta- son, afsöluðu húsum sínum til eig- inkvenna sinna síðasta haust rétt fyrir bankahrunið. Sigurður á 250 fermetra hús í Iðulind 2 í Kópa- vogi. Verðmæti þess er ekki undir 60 milljónum króna. Sigurður er sonur Valtýs Sig- urðssonar ríkissaksóknara. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmála- ráðherra, tilnefndi sem kunnugt er Valtý til að leiða svokallaða óháða úttekt á bönkunum sem ætlað var að skera úr um hvort ástæða væri fyrir lögreglurannsókn á gjörning- um innan bankanna síðustu mánuðina fyrir þjóðnýt- ingu. Valtýr hætti við málið eftir að Bogi Nilsson, fyrrver- andi ríkissaksókn- ari, sagði sig frá rannsókninni. Niðurfelldar skuldir starfsmanna Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, forstjórar Exista, sendu út tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins í haust eftir bankahrun- ið þar sem starfsmenn voru fullvissaðir um að þeir bæru enga persónulega ábyrgð á lánum til hlutabréfa- kaupa í Exista. Í póstinum kom fram að lán starfsmanna séu tryggð með veði í Exista-bréf- um, engar kröfur verði gerðar á hendur starfsmönnum hrökkvi andvirði bréfanna ekki fyrir eftirstöðvum skuldanna. Þetta voru hlutabréf sem starfsmönnum stóð til boða árið 2006. „Það er í fullu samræmi við þenn- an pakka,“ svaraði Sigurður Valtýsson DV spurður út í bréf sem hann sendi starfsmönnum Exista. Gjalddagi lán- anna var í september 2009. Allt til tortólA 11. september 2008 Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, færði allan eignarhlut sinn í Exista til Yenvis Inc. á Tortola 11. sept- ember 2008 nokkrum vikum fyrir bankahrunið. Verðmæti bréfanna þá var 160 milljónir króna en þau eru nú hálfrar milljónar króna virði. Sigurður vildi ekki svara spurningum blaðamanns þar sem spurningarnar vörðuðu persónulegar fjárreiður hans. Auk þess að færa hlutabréfin til Tortola afsalaði hann einbýlishúsi sínu að Iðalind 2 í Kópavogi til eiginkonu sinnar stuttu eftir bankahrunið. aNNaS SigmuNdSSoN blaðamaður skrifar: as@dv.is afsalaði húsinu sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, afsalaði húsi sínu að Iðulind 2 til eiginkonu sinnar rétt fyrir bankahrunið. mYNd Rakel ÓSk SiguRðaRdÓttiR Svarar ekki sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þar sem þær vörðuðu hans persónulegu fjárreiður. Spurningar Sem blaðamaður Sendi ritara Sigurðar ValtýSSonar, forStjóra exiSta: 1. af hverju færði sigurður allan eignarhlut sinn í Exista til tortola nokkrum vikum fyrir bankahrunið? 2. Hvernig stendur Yenvis Inc. fjárhagslega í dag? 3. Hvernig er fjárhagsleg staða svalt ehf. og sigurlindar ehf.? sigurlind átti bréf í Bakkavör og mP banka. í ársreikningi félagsins árið 2007 kom fram að allar langtímaskuldir félagsins væru til greiðslu í einu lagi árið 2009. Verða þær greiddar í ár? 4. Nú færði sigurður fasteign sína að Iðalind 2 í Kópavogi yfir á eiginkonu sína eftir bankahrunið. af hverju var þetta gert? 5. Nú var skuldum starfsmanna Exista vegna hlutabréfakaupa aflétt af starfsmönnum eftir bankahrunið. Hefur Fjármálaeftirlitið sett út á þennan gjörning eða hafið rannsókn á honum? SVaR SiguRðaR: Svar við erindi DV. Spurningar blaðsins beinast að persónulegum fjárreiðum mínum sem ég tel vera einkamál og sé ekki ástæðu til að gera grein fyrir þeim á opinberum vettvangi. Með kveðju, Sigurður Valtýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.