Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 22
föstudagur 15. maí 200922 Umræða Sandkorn n Sú ákvörðun Jóhönnu Sig- urðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að vera með 12 ráðherra er væntanlega tilkomin vegna þess að þrýstingur á að fá ráðherra- stól var svo mikill. Jafn- framt eru uppi vanga- veltur um það hvaða ráðherrar missi stóla sína þegar ráðuneytum verður fækkað á næstu misserum. Líklegast er að það verði utanþingsráð- herrarnir eða að minnsta kosti Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra. Þá má víst telja að körlum verði fórnað til að rétta af kynjamuninn. Bæði Kristján Möller samgönguráðherra og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þykja standa tæpt. n Fátt heyrist af Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, eftir að hann hrökklaðist út af þingi í kjölfar hrunsins. Líklegt er að um- bótastjórn- in leggi af þann ósið að láta aflóga stjórnmála- menn sjálf- krafa hafa feit djobb eins og tíðk- aðist á spillingartímanum. Því má telja að Árni hasli sér að nýju völl í dýralækningum þar sem hann þykir einkar glúrinn. n Fullkomin óvissa ríkir um afgreiðslu máls séra Gunnars Björnssonar á Selfossi sem nú bíður þess að taka við brauði sínu aftur eftir að hann var sýknaður af saknæmri fjöl- þreifni í garð unglingsstúlkna. Það er mál manna á Selfossi að Karl Sigur- björnsson, iðrandi bisk- up Íslands, sé í illbæri- legri stöðu. Þannig skipti engu hvort Gunn- ar snúi aftur í söfnuðinn eða verði látinn fara annað. Söfnuðurinn sé þegar rótklofinn og engin sáttaleið sé í spilunum. n Kampavínsferð eiginkvenna útrásarvíkinga til Oman vakti mikla athygli eftir að DV sagði frá málinu. Augljóst er á tölvu- samskiptum þeirra fyrir ferðina að lífið er fremur innihaldsrýrt. Meðal útrásarkvennanna knáu er Sigríður Sól Björnsdóttir en maður hennar er Heiðar Guð- jónsson, forstjóri Novator sem er í aðaleigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þarna eru sýni- leg tengsl útrásarvíkinganna og fyrrverandi ráðamanna því Sig- ríður er dóttir Björns Bjarnason- ar, fyrrverandi ráðherra. Hann er raunar þekktur fyrir að veita sumum útrásarvíkingum hart aðhald en þar eru þó Bjöggarnir undanskildir. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Uppljóstrari í þinghúsinu Leiðari Eftirmál kosninga eru gjarnan von-brigði almennings með að fátt breytist í raun á Alþingi. Þingið er þunglamaleg stofnun sem erfitt er að breyta. Þingmenn eru jaðarhópur, sem klæð- ir sig upp samkvæmt reglum hópsins og talar nánast sitt eigið stofnanabundna kerfistungu- mál sem felst aðallega í því að snúa svörum sínum úr spurningunni um hið einstaka yfir í hið almenna og þar með óáþreifanlega. Sem félagsfræðilegt fyrirbæri eiga þeir meira sam- eiginlegt með svokölluðum „trekkurum“, eða unnendum Star Trek-kvikmyndanna sem klæða sig í einkennisbúninga og tala á gervi- tungumálinu klinglónsku, en með almennum borgurum. Þingmennirnir hafa reynt að við- halda áru hefðar og leyndardóms yfir störfum sínum til að gefa til kynna mikilvægi sitt, jafn- vel frekar en að sýna það í verki. Jaðarhópar eru gjarnan rannsakaðir af fé- lagsfræðingum, jafnvel með þeim aðferðum að þeir blanda sér í hópinn til lengri tíma, greina hann og vinna niðurstöður úr því sem sýna fram á ýmiss konar orsakir og afleiðing- ar í tengslum við athafnir og gildismat hóps- ins. Tilfelli þingmanna og ráðherra á Íslandi er verðugt rannsóknarefni. Hvernig gat þessi hópur framkallað kjöraðstæður fyrir algert efnahagshrun? Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, vinstri- grænna og Samfylkingarinnar hafa lýst yfir vilja til að færa upplýsingar og ákvörðunarvald úr sínum eigin höndum yfir til fólksins í land- inu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, hefur riðið á vaðið með opinberum lýsingum á fundarstörfum á Alþingi. Á bloggsíðu sinni nefnir hún með- al annars að „stór hluti“ umræðna sem áttu að fara í þingsályktunartillögu um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu, fór í reynd í gagnrýna umræðu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um herbergið sem flokkur hans fékk úthlutað í byggingu Alþingis. Kjarni málsins er ekki endilega sá að Sig- mundur eigi ekki að eyða tíma þingmanna í að ræða ágæti vistarvera sinna. Það er smáat- riði í samanburði við þær breytingar sem eru að verða á upplýsingaflæði til almennings, í beinni afleiðingu af efnahagshruninu. Í kjöl- far þess að fólk missti virðingu fyrir störfum Alþingis, að gefnu tilefni, hefur myndast óþol meðal almennings gagnvart leyndarhyggju og formsatriðum. Fólk sér nú í gegnum þá tákn- mynd leyndar og hefðar sem jaðarhópurinn alþingismenn hefur sett upp til að framkalla virðingu. Birgitta Jónsdóttir kemur inn á Alþingi sem óbreyttur borgari, sem ekki hefur þurft að sanna sig innan flokkskerfisins og þarf þess ekki, miðað við yfirlýsta stefnu hreyfingarinn- ar. Auðvitað er hættan sú að fólk aðlagist gild- ismati þess hóps sem það er í, ekki síst þegar aðlögun fylgja gífurleg fríðindi. Óháð því er farinn í gang sá ferill að brjóta upp hefðina og leyndarhyggjuna, sem einkenndu Alþingi í að- draganda hrunsins. Með auknu upplýsinga- flæði, hversu fáfengileg sem einstök atriði þess kunna að virðast, getur fólkið í landinu veitt yf- irvöldum meira aðhald. Til þess þurfa að upp- ljóstrarar á vegum almennings að vera í hópn- um. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. JúróvisJónbandalagið Íslendingar ýmist elska Evrópu-sambandið eða elska að hata það og svosem allt í góðu með það. Það er gott að elska og enn betra að hata. Það veit Svarthöfði manna best. Svarthöfði fær hins vegar ekki með nokkru móti skilið hvernig þjóð sem aldrei mun komast að ásættan- legri niðurstöðu í Evrópumálum skuli geta sameinast um að míga árlega á sig af spenningi yfir Júróvisíjón- söngvakeppninni. Þá keppni elskar fólk líka að elska eða hata, munurinn á henni og sambandinu er bara sá að samt vilja allir vera með. Keppnin er sjálfsagt það sorg-legasta og viðbjóðslegasta sem komið hefur frá sam-einaðri Evrópu frá því íbúar álfunnar ákváðu að hætta að slátra hver öðrum í heimsstríði og ganga frekar í þjóðasamband. En öllum finnst bara í góðu lagi að þjóðir Evr- ópu skuli koma saman árlega og tjalda öllu sínu versta þegar kemur að söng, sviðsframkomu og almennu velsæmi. Júróvisíónsöngvakeppninn er samt áþreifanlegasta dæmið um hversu hörmulegar afleiðingar það getur haft að þjóðir álfunnar taki höndum saman en samt hefur Halli Hallssyni, Ragnari Arnalds, Davíð Oddssyni og öllum hinum ESB-höturun- um ekki dottið í hug að benda á þessa staðreynd í áróðri sínum gegn sambandsaðild. Ástæðan er auðvitað ein- faldlega sú að allir plebb- arnir sem eru á móti aðild þrá ekkert heitara en að sjá fulltrúa þjóðar sinnar sigra í þessari keppni. Og sama er að segja um elítuna sem ætti auðvitað að snúa upp á sig og fordæma keppnina fyrir hallærislegheit. Hún elur þennan sama draum í brjósti sér. Sé það virkilega svo að allar hinar þjóð-irnar, sem við erum nógu fín til að syngja með en ekki til að deila með stærri hags- munum, vilji virkilega fá okkur í ESB- klúbbinn er hægur vandi að höggva á hnútinn. Þótt við munum aldrei geta sameinast um ESB höfum við fyrir lif- andis löngu sameinast um Júróvisjón. Þess vegna þarf bara eina tilskipun frá Brussel þess efnis að aðeins þjóðir í ESB fái að taka þátt í Júróvisjón. Þá munu Íslendingar, elítistar og plebbar í einni fylkingu með Jón Bjarnason fremstan í flokki, ryðjast inn í banda- lagið með ótrúlegu offorsi. Og Norð- menn og Ísraelar munu auðvitað fara sömu leið. ESB twelve points! „AAAAAHHHHHHHHH.“ n Hefur Óli Tynes eftir ónefndum fíl í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í fyrirsögn fréttar á visir.is. Slökkviliðsmaður sprautaði köldu vatni á fílinn í hitanum sem þar er um þessar mundir. „Annars var þessi fundur frekar furðulegur.“ n Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyf- ingarinnar, um fund formanna stjórnarandstöð- unnar með Jóhönnu Sigurðardóttur í gær. Hún sagði stóran hluta hans hafa farið í orðræðu Sigmundar Davíðs um framsóknarherbergið í þinghúsinu meðan aðrir vildu ræða ESB. - DV.is „Þetta er eins og gamla Hallærisplanið, bara mun verra.“ n Agnar Kárason, rekstrarstjóri verslunar BYKO vestur á Granda þar sem ungmenni koma saman og spóla og spyrna. Tjón hefur orðið á versluninni, gámum, bílum og fleiri munum auk þess sem mikill sóðaskapur fylgir umferðinni. - DV.is „Hefur aldrei verið stressuð.“ n Föðurafi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur segir söngkonuna aldrei hafa verið stressaða og því ósennilegt að hún byrji á því núna. Þrátt fyrir að vera komin í úrslit í Eurovision. - DV „Síðasti séns til að daðra og sýna hné og olnboga.“ n Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guðmundssonar, við aðrar konur útrásarvíkinga um stopp þeirra á veitingastað á Heathrow áður en haldið var til Óman þar sem konur hylja sig að múslímskum sið. - DV bókStafLega Tímamót í táradal Þessa dagana er hreinlega grátlegt að hlusta á forsprakka þeirra flokka sem lögðu grunn að kreppunni. Þeir væla yfir öllu og halda því statt og stöðugt fram að ríkisstjórn Jóhönnu sé ekki að gera neitt. Þetta segja menn sem eru í fylkingarbrjósti þeirra tveggja stjórnmálaflokka á Íslandi sem eyddu öllu sem þjóðin átti, menn sem væla einsog hlandbrenndir hvítvoðungar í stað þess að sýna ögn af reisn, þegja í bljúgri bæn og opin- bera einlæga skömm. Þeir breiða út þann boðskap að ríkisstjórn Vinstri- grænna og Samfylkingar sé ekki að gera neitt. Þeir fordæma allar að- gerðir og kalla aðgerðirnar aðgerða- leysi. Svo dásamlegur er málflutn- ingurinn að þegar rætt er um að bjarga auðlindunum í hafinu með því að breyta kvótakerfinu, þá er það kallað eyðilegging. Það sem gírugir menn hafa veðsett og lagt í rúst með græðgi og óhófi á nú að lúta traustri stjórn. Og það sem meira er: Fyrn- ingarleiðin mun gefa þjóðinni kost á að líta á auðlindina sem þjóðareign en ekki sem yfirveðsetta einkaeign örfárra sægreifa. Það sem við þurfum að gera er að horfast í augu við þá staðreynd að tími blýantanagara er liðinn. Núna þurfum við að fylkja liði í bjartsýni og jákvæðni – laus við lygi og flátt- skap fortíðar. Núna höfum við hér heiðarlegt fólk við stjórnvölinn, fólk sem vill láta góðu verkin ná fram að ganga. Óþolinmæði okkar má ekki verða að fótakefli þegar við sjáum öll þau verk sem þarf að vinna svo bæta megi þann skaða sem helminga- skiptaveldið náði að valda. Núna er okkar tími kominn og við eigum að vera stolt. Við verðum að gefa okkar færasta fólki kost á að sanna ágæti sitt. Og jafnvel þótt við vitum að skilanefndir bankanna virðist ekki vera að gera neitt, þótt við getum hnuggin haldið því fram að ennþá hafi þynnkan ekki náð hámarki, þá getum við brosað í gegnum tárin og trúað því að brátt fari hjól atvinnu- lífsins á fulla ferð. Í dag er nefnilega ætlunin að hætta öllum hræðslu- áróðri – við ætlum ekki að hampa innmúruðum á kostnað þeirra sem heiðarlegir eru. Háskólasamfélagið, sem um ára- bil tálgaði sverð og bjó til skutlur á meðan helmingaskiptaveldið lék hér lausum hala, fær nú það verkefni að vaka haukfránum augum yfir vöggu samfélagsins. Já, og svo þarf auðvit- að að skipta á hlandblautu vælukjó- unum sem kunna ekki að skammast sín. Um ríkidæmið ráfar þjóð í roki og í kulda, hún hugsar um sín hetjuljóð og hefur lært að skulda. kristján hreinsson skáld skrifar „Það sem við þurfum að gera er að horfast í augu við þá staðreynd að tími blýant- anagara er liðinn.“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.