Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 23
föstudagur 15. maí 2009 23Umræða Hver er maðurinn? „Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar.“ Hvað drífur þig áfram? „Vissan um gott fólk sem verður á vegi mínum og gefandi vinnustaður.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „stundvís, ákveðin og hvatvís en dipló.“ Hvar ertu uppalin? „reykjavík.“ Áhugamál? „Bækur, allar listir, menning og hálendi íslands.“ Uppáhaldsmatur? „Pönnusteiktur þorskur er í uppáhaldi.“ Hvernig er að vera í hlutverki listræns stjórnanda í fyrsta skiptið? „Það er mjög skemmtilegt og tölu- verð breyting frá því starfi sem ég var í áður. En vissulega þekkti ég margar hliðar þessa starfs áður en ég tók við því. Þetta hefur gengið vel hingað til en hefur líka verið töff tími.“ Hvernig hefur undirbúningur hátíðarinnar gengið? „Hann hefur gengið alveg ótrúlega vel, þetta hefur verið einstaklega skemmtilegur undirbúningur og gefandi. Það hefur margt gott fólk komið að honum og margar frábærar hugmyndir litið dagsins ljós.“ Hvað mun standa upp úr á hátíðinni? „Það er alltaf erfitt að segja til um það fyrirfram, en í bókstaflegri merkingu munu áströlsku götulista- mennirnir standa upp úr þar sem þeir munu dansa og skemmta fólki á fjögurra metra háum stultum.“ Hefur kreppan áhrif á hátíðar- höldin? „Við höldum okkar striki. Hátíðin er mjög stór og umfangsmikil en auð- vitað höfum við minna fjármagn en undanfarin ár. Við höfum einfaldlega lagað okkur að því og látum það á engan hátt stoppa okkur. Áttu þér óuppfylltan draum? „að komast á toppinn á Hvannadals- hnjúk.“ Hrefna Haraldsdóttir er nýr listrænn stjórnandi Listahátíðar í reykjavík en Hrefna hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Listahátíð- arinnar undanfarin sjö ár. Látum kreppuna ekki stoppa okkur maður dagsins Það er ekki laust við að maður vor- kenni honum Björgólfi gamla, sem nú er kominn á hausinn eina ferð- ina enn, þegar hann kynnti fjárhags- stöðu sína fyrir nokkrum dögum. Þó veltir maður því fyrir sér hvort það sé ekki ástæða til þess að vorkenna öðrum meira heldur en manni sem að fær heilan banka gefins og set- ur hann síðan á hausinn og dregur hálft þjóðfélagið með sér í fallinu? Íslendingar líta oft á sjálfa sig eins og eina stóra fjölskyldu. Og eins og í öllum fjölskyldum eru til uppá- haldssynir og svartir sauðir, en það gerist sjaldan að einhverjum sé fylli- lega útskúfað. Þetta er afar fallegur hugsunarháttur, en hann er einnig mjög sakleysislegur. Við trúum því aldrei upp á neinn að hann hafi vís- vitandi brotið af sér heldur „lenda menn í“ ýmiskonar glæpamálum eða spillingu. Nú erum við stödd á tímamótum þar sem þjóðin öll hefur misst sakleysi sitt. Uppá- haldssynirnir stungu af með fjölskylduauðinn og fóru með hann til Rússlands, til Tort- ola, til Cayman-eyja, hvert sem er nema hingað. fjármálanauðg- arar og aðrir Hingað til hefur verið hefð fyrir því að þegar einhver brýtur af sér kvart- ar hann sáran undan því hvað fjöl- miðlaathyglin komi illa við fjölskyldu hans. Er honum þá oftast umsvifa- laust fyrirgefið, því við þekkjum jú nöfnin á konunni og börnunum. Árni Johnsen sagði af sér í þjóðleik- húsnefnd eftir að hafa verið staðinn að því að stela frá skatt- borgurum. Taldi hann að þar með væri málið leyst, en svo var ekki. Það er nánast eins- dæmi í Íslandssögunni að þingmað- ur hafi í staðinn verið látinn sitja af sér dóm og þó er engin ástæða til þess lengur að álykta að íslenskir þingmenn séu heiðarlegri en ann- ars staðar. Að dómi loknum átti Árni aftur- kvæmt á þing. Það er svo sem eðli- legt að menn sem hafa greitt skuld sína við samfélagið geti snúið aftur til fyrri starfa. Ég man þó ekki eftir því að hann hafi nokkurn tímann beðist afsökunar. Það skipti ekki máli, fólk fyrirgaf honum samt. Nú eru þó ekki aðeins nokkrir kantsteinar sem eru horfnir, heldur allt íslenska þjóðarbúið. Að göml- um sið kvarta hinir grunuðu und- an ofsóknum fjölmiðla og því hvað þetta komi nú allt illa við fjölskyld- ur þeirra. Það eru þó allt aðrar fjöl- skyldur sem þurfa á endanum að greiða reikningana. Það hef- ur verið undar- legur siður í ís- lenska dómskerfinu að sleppa flest- um nauðgurum lausum eða milda dóma þeirra. Það er eins og við trú- um því ekki upp á nokkurn mann að hann hafi vísvitandi misþyrmt ann- arri manneskju, jafnvel þó að fórn- arlambið sitji eftir í sárum. Það sama virðist gilda um fjármálanauðg- arana. réttlæti og hefnd Þurfum við ekki að hætta að líta á nauðgun sem strákapör og fara að líta á verknaðinn sem þann hrika- lega ofbeldisglæp sem hann er? Þurfum við ekki að hætta að líta á spillingu sem það að vera vinur vina sinna, og fara að líta á það sem vandamál sem étur þjóðfélagið upp innan frá? Hefnd hefur ekki þótt fallegt hugtak síðan íslenska Þjóðveldið leið undir lok, enda er hefnd hefnd- arinnar vegna kannski ekki æskileg. En hugmyndin um réttlæti felst ein- mitt í því að gera menn ábyrga fyrir gerðum sínum. Aðeins þannig get- um við komið í veg fyrir að verknað- urinn verði endurtekinn. Á Þjóðveldisöld sáu menn sjálf- ir um að útdeila réttlæti. Þetta kerfi gekk illa til lengdar. Þeir sem höfðu völdin gátu jú keypt rétt- lætið. Á endanum þurfti að fá Noregskonung til þess að sjá um að koma lögum yfir landið. Von- andi þarf ekki að kalla hann til eina ferðina enn. Í þetta sinn væri æskilegt að Íslendingar gætu séð um sín mál sjálfir. kjallari Er kominn tími til þess að hætta að fyrirgefa? ValUr GUnnarsson rithöfundur „Að gömlum sið kvarta hinir grunuðu undan ofsóknum fjölmiðla og því hvað þetta komi nú allt illa við fjölskyldur þeirra.” svona er ísland auglýsingasíminn er 512 70 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.