Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 24
Föstudagur 15. maí 200924 Fókus
um helgina
Fjölmenningarhátíð
í miðbænum
Fjölmenningarhátíð verður í Iðnó og Ráðhúsi
Reykjavíkur á laugardag. Dagskráin hefst klukkan 13
með fjölþjóðlegri göngu frá Hallgrímskirkju. Á milli
14 og 17 verða á boðstólum ýmis skemmtiatriði, þar
á meðal kammertónlist, söngur og dans.
Sjómannalög
óSkaSt
Sjómannalagakeppni Rásar 2 og
Hátíðar hafsins fer fram í ár líkt og
hefð er orðin fyrir. Óskað er eftir
frumsömdum sjómannalögum við
frumsamda texta. Skilafrestur er til
28. maí en úrslit verða kunngjörð
í Popplandi föstudaginn 5. júní. Í
fyrstu viku júnímánaðar verða lögin
sem komast í úrslit spiluð frá morgni
til kvölds á Rás 2 og landsmenn geta
líka hlustað á lögin á ruv.is/popp-
land þar sem hægt verður að kjósa
sitt uppáhaldslag. Sigurlagið verður
svo flutt á Hátíð hafsins við Reykja-
víkurhöfn sjómannadagshelgina 6.-
7. júní.
Flökkukind-
urnar enn á
Flakki
Hópur myndlistarmanna setur
á morgun, laugardag, upp sýn-
inguna Flökkukindur í fjórða
sinn. Sýningin er alltaf sett upp í
auðu verslunarrými og að þessu
sinni verður það í „tóminu“ á
Laugavegi 33. Verkefnið er ætlað
til að fylla upp í holur sem hafa
myndast í miðbæ Reykjavíkur og
um leið að skapa fyrirvaralaust,
tilraunakennt andrúmsloft meðal
myndlistarmanna þar sem algjör
óvissa er með hvaða rými er nýtt
hverju sinni og hverjir munu taka
þátt. Listamennirnir eru allir út-
skrifaðir úr Listaháskóla Íslands
eða Myndlistarskóla Akureyr-
ar. Sýningin stendur yfir á milli
klukkan 13 og 17.
FyrirSæta með
bjór og Sígó
The End er yfirskrift verksins sem
listamaðurinn Ragnar Kjartansson
sýnir á Feyneyjatvíæringnum sem
hefst 5. júní. Verkið, sem var kynnt
á blaðamannafundi í Listasafni Ís-
lands á miðvikudag, er í tveimur
hlutum og spannar epískar víddir í
tíma og rúmi. Annars vegar er gjörn-
ingur þar sem listamaðurinn dvelur
sýninguna á enda við málaraiðju.
Þar málar Ragnar hverja myndina á
fætur annarri af ungum manni sem
dvelur með honum allan tímann.
Fyrirsætan er á sundskýlu, reyk-
ir og sötrar bjór. Hins vegar er það
myndbands- og tónlistarinnsetning
á fimm sýningartjöldum þar sem
Klettafjöll Kanada koma við sögu.
Nánar á dv.is.
Hrafnkell Sigurðsson og Kristján
Guðmundsson opna einkasýn-
ingar í Listasafni Íslands í dag,
föstudag. Sýningarnar eru hluti
af Listahátíð í Reykjavík sem hefst
í dag. Hrafnkell og Kristján eru í
hópi fremstu núlifandi listamanna
þjóðarinnar þótt eflaust eigi þeir
frama sinn alþjóðlegum vettvangi
að þakka frekar en innlendum,
segir í tilkynningu um opnunina.
Kristján var einn af stofnend-
um Gallerí SÚM árið 1969 og Ný-
listasafnsins tæpum tíu árum síð-
ar. Langt er síðan hann fyllti flokk
þeirra íslensku listamanna sem
eru mest metnir erlendis, enda
„list hans í sérflokki hvað snerpu
og tærleik myndhugsunar áhrær-
ir“ segir í tilkynningunni. Til dæm-
is var Kristján einn fyrsti íslenski
listamaðurinn til að fremja gjörn-
ing og búa til innsetningu, löngu
áður en slíkar tjáningarleiðir urðu
almennar eða fengu íslensk heiti.
Verk Kristjáns á sýningunni eru
átján talsins, teikningar, ljóð og
innsetning.
Á sýningu Hrafnkels gefur að
líta tvö myndbandsverk ásamt
ljósmyndum og skúlptúr. Hrafn-
kell er einn okkar fremsti ljós-
myndlistamaður. Honum hefur
skotið upp á stjörnuhimininn með
óvenju skjótum hætti og er þess
skemmst að minnast að verk hans
vöktu verðskuldaða athygli á Par-
is Photo, alþjóðlegu ljósmynda-
sýningunni í París fyrir þremur
árum, en það er ein allra virtasta
ljósmyndahátíð heims. Árið 2007
hlaut Hrafnkell svo Íslensku sjón-
listarverðlaunin. Í nýjustu verk-
um sínum bætir Hrafnkell mynd-
bandsmiðlinum við ljósmyndlist
sína sem eðlilegu framhaldi. „Út-
koman er vægast sagt mergjuð,“
segir í áðurnefndri tilkynningu.
mest metnir og mergjaðir
Hrafnkell Sigurðsson
sjónlistaverðlaunahafinn opnar í
dag sýningu í Listasafni íslands.
„Nei, nei, engan veginn,“ svarar Sig-
uringi Sigurjónsson, annar höfundur
leikgerðar óperunnar Hel, hlæjandi
þegar blaðamaður spyr hvort það sé
ekki ábyrgðarhluti að bjóða lands-
mönnum upp á óperu með þessu
nafni nú þegar þeir eru að ganga í
gegnum eina myrkustu tíma í sögu
þjóðarinnar. Óperan, sem er hluti af
dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í ár,
verður frumsýnd í Íslensku óperunni
um næstu helgi. Til að bæta gráu
ofan á svart hvað barlóminn snertir
gætu Íslendingar beðið afhroð á ei-
lítið öðruvísi söngsviði en óperusvið-
inu, því „júróvíska“, áður en að frum-
sýningu Heljar kemur. Bót í máli þó
að við erum ýmsu vön.
En Hel í nafni óperunnar er þó
ekki helvíti heldur gleymskugyðjan
Hel sem kemur fyrir í norræni goða-
fræði. Hún er eitt þriggja afkvæma
Loka og Angurboðu og ríkir hún yfir
undirheimum, en í heiðinni hefð er
Hel einnig nafn á undirheimunum.
„Ég held að mjög fáir átti sig á því
hvað Hel sé. En við höfum ekki einu
sinni hugsað út í þetta með ábyrgð-
ina,“ segir Siguringi í léttum dúr.
Bóhemískt verk
Óperan byggist á samnefndri
sögu Sigurðar Nordal sem birtist fyrst
í bók hans Fornar ástir sem kom út
árið 1919, eða fyrir nákvæmlega níu-
tíu árum. Sagan er afar þekkt og tölu-
vert hefur verið um hana skrifað af
fræðimönnum.
„Verkið er mjög mikið tilvistar-
spurningar um frelsið. Mjög bóhem-
ískt má segja,“ segir Siguringi. „Og ég
held að þessar spurningar um frels-
ið eigi alltaf við, hvort sem það er
kreppa eða ekki. Þetta er auðvitað
mjög einstaklingsmiðað. Það er að
segja, allir standa frammi fyrir því
á öllum tímum að finna að þeir eru
frjálsir og þurfa að velja sér einhverja
lífsstefnu. Vill maður setjast að ein-
hvers staðar og skapa fjölskyldu, vera
jarðbundinn, vera á einum stað? Eða
vill maður vera frjáls, draumóramað-
ur, bóhem? Ég held að svona tilvist-
arspurningar eigi alltaf við.“
Þrátt fyrir áðurnefndan titil verks-
ins er Hel ekki aðalsöguhetjan held-
ur maður að nafni Álfur, kenndur við
Vindhæli. Í upphafi sögunnar yfir-
gefur Álfur ástkonu sína, Unu. „Hann
er á frábærum stað og býðst að vera
áfram með konunni sem hann elsk-
ar. En Álfur vill vera mjög frjáls, hann
getur ekki hugsað sér að vera bund-
inn neinu. Við getum sagt að hann sé
bóhem sem fer út í lífið og við kynn-
umst honum á meðal annars fólks.
Hann fer svo að hitta aðrar kon-
ur og ... ég veit ekki hversu mikið ég
vil segja í viðbót,“ segir Siguringi og
kímir.
Aðspurður hvort Álfur fari flatt á
því að vera þessi bóhem segir Sigur-
Einn af stærstu viðburðum Listahátíðar sem hefst um helgina hlýtur að vera frum-
sýning nýrrar íslenskrar óperu, Heljar. Hún er byggð á samnefndri sögu eftir Sigurð
Nordal en annar höfundur leikgerðarinnar er tæplega fertugur starfsmaður Flugfé-
lags Íslands, Siguringi Sigurjónsson að nafni. Fyrrverandi bóheminn Siguringi hefur
áður skrifað eitt gamanleikrit og segist hann aðallega sjá tengsl á milli þess og Heljar
í bóhemlífi aðalpersónanna.
Siguringi Sigurjónsson
starfar hjá Flugfélagi íslands
en hefur mikinn áhuga á
skrifum. Þrjú ár eru síðan
siguringi fékk hugmyndina að
því að gera óperu upp úr Hel.
Skrifaði óperu
á milli vakt