Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 26
Föstudagur 15. maí 200926 Helgarblað Föstudagur 15. maí Hönnunarsýning á Kjarvalsstöðum sýningunni er ætlað að kynna brot af því besta sem er að gerast í íslenskri hönnun í dag með áherslu á húsgagna- og vöruhönnun og arkitektúr. sýnd verða verk frá um tuttugu hönnuðum sem eru valin með það í huga að eiga erindi ytra til frekari kynningar, sölu eða framleiðslu. sýningin stendur til 9. ágúst. Laugardagur 16. maí Hulda HáKon sýnir á aKureyri sýning Huldu Hákon í Listasafninu á akureyri veitir einstaka innsýn í skrautlegan hugmyndaheim hennar undanfarna tvo áratugi þar sem hún hendir gaman að heimóttarlegum veruleika okkar, snýr upp á hann og kitlar ímyndunaraflið um leið. í tengslum við sýninguna gefur Listasafnið á akureyri út bók um Huldu með texta eftir auði Jónsdóttur rithöfund. suNNudagur 17. maí víKingur Heiðar í HásKólabíói Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson heldur einleikstónleika í Háskólabíói á þriðja degi Listahá- tíðar. Víkingur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, meðal annars íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Flytjandi ársins árið 2007. Á tónleikunum flytur Víkingur eigin sönglagaumskrifanir eftir þjóðþekkt tónskáld eins og sigvalda Kaldalóns, Emil thoroddsen og Pál ísólfsson, í bland við Bach, debussy, Ligeti, Bartok og Chopin. mIÐVIKudagur 20. maí stríð í Þjóð- menningarHúsinu margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi, fer fyrir hópi listamanna sem leiðir gesti Þjóðmenningarhússins um gjörning um landamæri og skrifræði og leiksýningu um stríðsmenningu. Hópurinn flytur þetta eldfima efni inn í Þjóðmenn- ingarhúsið, tákn fyrir íslenskt lýðræði og sjálfstæði. Föstudagur 22. maí tónleiKar Heima Hljómsveitirnar retro stefson og Fm Belfast koma saman og spila í Ingólfsstræti 21a en það er heimili Þorbjargar, annars hljómborðsleikara retro stefson. Þeim til halds og traust verður svo hinn bráðefnilegi mC Plútó. athugið að miðar verða ekki seldir á staðnum. Föstudagur 22. maí FæreysK ópera í Óðamansgarði, fyrsta færeyska óperan, var frumsýnd í Þórshöfn haustið 2006 og verður sett upp í nýrri sviðsetningu á Listahátíð í reykjavík. Verkið er eftir hið þekkta, færeyska tónskáld sunleif rasmuss- en, sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2002. söngvarar eru Eyjólfur Eyjólfsson, Þóra Einarsdóttir og Bjarni thor Kristinsson. Laugardagur 23. maí lHasa de sela á nasa amerísk-kanadíska söngkonan Lhasa de sela ólst upp á flakki um mexíkó og Bandaríkin og drakk í sig áhrif mismunandi menningarheima og tónlistarstrauma. í tónlist hennar má heyra blöndu af hefðbundinni suður-amerískri tónlist og frumlegum tónsmíðum þar sem gætir sterkra áhrifa frá mexíkóskri tónlist, austur- evrópskri sígaunatónlist og óhefðbundnu rokki. suNNudagur 24. maí Felix bergsson Heima Felix Bergsson, leikari og söngvari, opnar heimili sitt fyrir gestum og býður upp á tónleika fyrir alla fjölskylduna á Listahátíð. Á tónleikunum mun Felix syngja lög sem hann hefur flutt undanfarin ár fyrir börn og fjölskyldur og segja sögur af tilurð laganna. meðflytjandi á tónleikunum er Jón Ólafsson tónlist- armaður en flest lögin á tónleikunum eru samin af þeim félögum. mIÐVIKudagur 27. maí stærstu tónleiKar Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín stendur fyrir sínum stærstu tónleikum frá upphafi sem fram fara í íslensku óp- erunni. sérstök kammersveit hefur verið sett saman og kemur hún fram með Hjaltalín á tónleikunum. Kammersveitina leiðir daníel Bjarnason sem stjórnaði nýlega sinfóníuhljómsveit íslands og fékk mikið lof fyrir. samtals munu tuttugu manns sjá um að flytja tónlist Hjaltalín á sviðinu. Föstudagur 29. maí tiger lillies í íslensKu óperunni Heimur tiger Lilles er skuggalegur, skrýtinn og margslunginn og þar má upplifa jafnt óbærilega sorg, nístandi svartan húmor og unaðslega fegurð. Þetta einstaka anarkíska óperutríó í anda Brechts leikur ekki tónlist sem inniheldur „fallegar, ljóshærðar stúlkur á hlaupum undan strákum á engjum“, svo vitnað sé beint í höfuðpaur tríósins. suNNudagur 31. maí deboraH voigt í HásKólabíói Hin heimsþekkta sópransöngkona deborah Voigt syngur í Háskólabíói þar sem hún býður upp á efnisskrá sem samanstendur af sönglögum eftir amy Beach, sönglögum eftir Verdi og strauss, þremur sönglögum eftir Ottorino respighi og fjórum söng- lögum ameríska samtímatónskáldsins Bens moore. tónleikunum lýkur svo á nokkrum þekktum og vinsælum lögum úr söngleikjum Leonards Bernstein. Listahátíð h finListahátíð í Reykjavík hefst um helgina með blysum og bravúr. Hátíðin var fyrst hald- in árið 1970 og annað hvert ár frá þeim tíma til ársins 2004 en árlega eftir það. Hér er tæpt á því helsta sem í boði er á hátíðinni í ár. Tiger Lillies Þetta stórskemmti- lega breska tríó sem spilar á Listahátíð átti tónlistina í íslensku myndinni sveitabrúðkaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.