Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 28
Föstudagur 15. maí 200928 Helgarblað Ingólfur Þórarinsson er poppstjarna í orðsins fyllstu merkingu. Hann er ungur, myndarlegur og sjarmerandi. Hann er fæddur og uppalinn á Selfossi og íslenska þjóðin varð ástfangin af honum þegar hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Idol- Stjörnuleit. Síðan þá hefur söngvarinn fengið nóg að gera ólíkt mörgum öðrum þátttakend- um í þeirri keppni. Hann er 22 ára, söngvari og fótboltastrákur sem snertir ekki áfengi. Hann kveðst ekki lifa rokkstjörnulíferninu þrátt fyrir að vera dýrkaður og dáður af stúlkum og kon- um um land allt. Líf hans er engin klisja. „Ég er enginn djammari, nei, nei, nei eng- an veginn. Sumir drekka, aðrir reyna við stelp- ur eða gambla eða gera einhverja aðra vitleysu. Það er samt voða erfitt að vera með Gatorade allt kvöldið og fara síðan heim að sofa,“ segir hann glottandi. „Ég vil vera í fjörinu þó að ég sé ekki að drekka. En ég held að það hafi hjálpað mér mik- ið að vera laus við drykkjuna.“ Hann viðurkenn- ir þó að hafa prófað að drekka. Það var bara ekki fyrir hann. Ingólfur, eða Ingó eins og Íslendingar þekkja hann best, nýtur sín á sviðinu. Tónlistin kallar fram allt það besta í honum. Og þegar hann er á sviðinu á hann auðvelt með með að spjalla við ókunnuga og bregða á leik. „Ég er mjög úthverfur á sviði og fæ vissa út- rás með því að koma fram, “ segir hann. Útrás- in er guðvelkomin því í daglegum samskiptum er hann frekar lokaður eins og hann segir sjálf- ur frá. Fótboltadraumurinn dó Ingó byrjaði ungur að syngja og þakkar hann foreldrum sínum þann áhuga. „Pabbi spilaði á gítarinn og mamma var alltaf syngjandi, hún elskaði til dæmis Eurovision-lög en pabbi var meira í rokkinu. Ég ólst upp hjá mikilli hippa- fjölskyldu sem alltaf var syngjandi saman.“ Hann var alltaf fremstur meðal jafningja í öllum bekkjarsveitum í grunnskólanum á Sel- fossi og hafði gaman af því að semja texta. Fót- boltinn átti samt alltaf hug hans og hjarta. Hann byrjaði að æfa fótbolta aðeins fimm ára gamall og náði góðum árangri en Ingó spil- aði með unglingalandsliðinu um tíma. Seinna fékk hann boð um að spila í Svíþjóð sem hann þáði. „Ég fór til Gautaborgar að spila ásamt öðr- um strák og spilaði þar um stund. Síðan kom sú stund að ég þurfti að ákveða hvort ég vildi halda áfram að spila úti eða koma heim og ég ákvað að koma heim,“ útskýrir hann. „Þetta líf átti ekki alveg við mig, að vera einn þarna úti að spila. Það var svona þó að það hafi alltaf verið draum- urinn að vera fótboltamaður, en ég prófaði þetta og fannst það ekkert sérstakt.“ Þegar hann kom frá Svíþjóð, fór öll hans ein- beiting í tónlistina. „Ég ferðaðist út um allt og spilaði fyrir lítinn sem engan pening. Um tíma spilaði ég á Hótel Rangá, druslaðist þangað hvert einasta laugardagskvöld og spilaði fyrir ekki neitt en ég fann hvað söngurinn á vel við mig.“ Idolið var tóm vitleysa Íslenska þjóðin kynntist Ingó fyrst þegar hann skráði sig í Idol-stjörnuleit fyrir þremur árum. Hann vakti strax athygli og á örstuttum tíma, varð hann uppáhald margra þrátt fyrir að sigra ekki í keppninni. Snorri Snorrason sigraði í keppninni það árið en óhætt er að segja að Ingó hafi vakið mestu athyglina. Myndin sem var tekin af honum í tengslum við keppnina hjálpaði mikið til og var honum meðal annars líkt við James Dean. Þessi söngkeppni virtist þó ekki henta honum vel, hann var oft gagnrýnd- ur harkalega og datt á endanum út í sex manna úrslitum. „Það eru tækifærissinnar sem taka þátt í svona keppni og ég er það líka því þetta var visst tækifæri fyrir mig, “ segir hann hreinskilnislega. „Ég hef vissulega orðið fyrir gríðarlegum for- dómum út af þátttöku minni í þessari keppni og á tímabili var þetta mjög erfitt þegar fólk bein- línis hló að mér,“ rifjar hann upp. Hann var gríðarlega pirraður lengi eftir þátt- töku sína í Idolinu og fannst keppnin eintóm vitleysa. „Það er svo skrýtið að standa fyrir fram- an fullan sal af fólki og ég mætti til þess að gera mitt besta en áttatíu prósent af salnum vonuð- ust til þess að mér gengi illa. Það var leiðinlegt andrúmsloft þarna sem stressaði mig upp.“ Hann tekur það einnig fram að fá ekki að syngja „live“ hafi truflað hann gífurlega því eins og hann orðar það sjálfur er hann bestur með gítarinn í hendi. „Fólk fékk ekki að sjá styrkleika mína, eins og að geta hoppað inn í hvaða að- stæður sem er og redda þeim. Minn styrkleiki liggur ekki í því að syngja eins vel og Björgvin Halldórsson á sviðinu. Ég er meira í rokkinu, syngjandi uppi á sviði, kófsveittur á sveitaballi.“ Ekki Ingó Idol lengur „Ég held einnig að það sé ákveðinn áfellisdóm- ur að sigra í Idolinu eins og því er háttað því það sýnir ekki réttu hliðar söngvaranna. Þeir ná ekki að koma sínu til skila. Í American Idol til dæmis er þetta svo allt öðruvísi. Þar fá söngvararnir að ráða svo miklu meira. Við fengum kannski sex lög til þess að velja úr og engan hljóðfæraleik heldur karaókí-undirspil,“ segir hann og bætir við: „Hefði til dæmis verið keppni um hver gæti búið til bestu lagasyrpuna hefði ég unnið en ég fékk bara að velja úr sex lögum sem búið var að velja fyrir mig og ekkert þeirra virkaði fyrir mig.“ Hann viðurkennir þó að kannski væri hann ekki á þeim stað sem hann er á í dag hefði hann ekki tekið þátt í Idolinu. „Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið hefði ég ekki tekið þátt í þess- ari keppni. En ég nýtti þau tækifæri sem ég fékk vel og sýndi fólki að ég var allt annar söngvari með gítarinn í hendi en þegar ég stóð á Idol- sviðinu.“ Keppnin kenndi þó honum margt. Hann lærði vel inn á sjálfan sig. „Eftir á að hyggja er þetta eins og að ganga í gegnum erfiða reynslu, maður kemur til baka og getur gefið skít í allt og verið nákvæmlega sama hvernig fólk lítur á mann,“ útskýrir Ingó sem lætur ekki gagnrýnis- raddir á sig fá. „Ef ég er að pæla í þessum tveimur fúlu út í sal gengur ekkert. Ég er alveg búinn að kötta á það. Ef ég ætla að vera hræddur við viðbrögð fólks mun ég alltaf vera í vörn. Ég blasta bara tónlist- inni og gef skít í restina sem er með stæla.“ Hann segir þó Idol-stimpilinn enn lifa. „Það fer frekar mikið í taugarnar á mér þegar ég er kynntur sem Ingó Idol. „Ég hef verið að spila út á landi, á einhverjum pöbb, stemningin rosa- lega góð og ég kannski sló í gegn en þá kem- ur alltaf einhver gaur upp að mér og segir: „Þú varst bara helvíti góður og ég sem hélt að þú værir Idol-söngvari.““ Frelsi að vinna bara við tónlistina Ingó hefur þó algjörlega sagt skilið við Idolið. Það er hluti af fortíðinni og hann horfir ekki til baka. Í dag er hann í sveitinni Veðurguðun- um. Þeir hafa verið starfræktir síðan Ingó var í menntaskóla með pásum. Ingó var meðal ann- ars í sveitinni er hann tók þátt í Idolinu. Það bar þó ekki mikið á sveitinni fyrr en hún samdi lagið Bahama síðasta sumar. „Það hjálpaði okkur mikið að taka upp Bah- ama-lagið,“ segir Ingó en lagið ómaði á flestum útvarpsstöðvum landsins sumarlangt. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af þessum lögum sem fólk „fær á heilann“. Þjóðin gleypti við laginu og var það meðal annars valið eitt vinsælasta lag ársins á Fm 957. Hann segir sumarsmellinn hafa gjörbreytt Ingólfur Þórarinsson, sem við þekkjum einna helst sem Ingó, sló í gegn í Idol- stjörnuleit fyrir þremur árum. Hann sigraði ekki í keppninni en hefur þess í stað verið einn af fáum þátttakendum í stjörnuleitinni sem hafa getið sér gott orð í tónlistinni. Í viðtali við DV gerir Ingó í fyrsta sinn upp Idolið og leysir frá skjóðunni hvað honum raunverulega finnst um keppnina. Hann hefur sagt skilið við fortíðina og horfir bjartsýnn fram á við og ef marka má Ingó sjálfan er framtíðin björt. Þreyttur á Fordómar vegna Idolsins „Ég hef vissulega orðið fyrir gríðarlegum fordómum út af þátttöku minni í þessari keppni og á tímabili var þetta mjög erfitt þegar fólk beinlínis hló að mér,“ rifjar Ingó upp. Einbeitir sér að tónlistinni Ingó segir mikið frelsi fylgja því að starfa einungis við tónlistina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.