Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 29
Föstudagur 15. maí 2009 29Helgarblað
Þreyttur á
þeirra stöðu í tónlistarbransanum. Síðan hafa
komið út tvær smáskífur, Drífa og Vinurinn.
Nýjasta smáskífan heitir Nóttin er liðin og er
komin í spilun í útvarpinu. Aðspurður hvort
annar sumarsmellur sé á leiðinni er Ingó fljót-
ur að svara: „Maður veit aldrei hvað er hittari og
hvað ekki, en það er plata á leiðinni frá okkur í
sumar.“
Hann segist vera algjörlega opinn tónlistar-
lega séð þótt hingað til hafi hann einungis sam-
ið íslensk popplög. Hann tók þátt í Eurovision í
vetur og hafnaði í öðru sæti með laginu Undir
regnboganum.
„Ég var ekkert í sjokki að hafa ekki unnið,
ég ætla samt ekki að ljúga og segja að ég hefði
ekki haft gaman af því að fara út í þessa keppni
en það hefði komið sér illa með boltanum. Ég
lenti í öðru sæti. Það er viss viðurkenning,“ seg-
ir Ingó.
Hann starfar í dag einungis við tónlistina og
hefur gott upp úr því. „Ég er heppinn að vinna
við þetta og geta lifað á þessu. Það fylgir því mik-
ið frelsi,“ útskýrir Ingó. „Margir tónlistarmenn
eiga ekki möguleika á því að einbeita sér ein-
ungis að tónlistinni því þeirra tegund af tónlist
er ekki eins poppvæn og mín.“
Mikið af laumuaðdáendum
Og tónlistin er poppuð. Aðdáendur Veður-
guðanna eru allt frá leikskólakrökkum upp í
fullorðið fólk. Ingó tekur öllum aðdáendum
fagnandi. „Mér finnst það sætt að eiga svona
mikið af dyggum aðdáendum sem kunna að
meta það sem við erum að gera,“ segir Ingó
óhikað.
„Ég skynja alltaf mjög jákvætt viðmót þar
sem ég kem fram. Það skiptir mig meira máli
að fólk kunni vel við mig persónulega, heldur
en lögin sem ég er að spila og hvort þau hreyfi
við þeim.“
Ingó er þó fljótur að taka það fram að það
þyki ekki neitt svakalega töff að fíla tónlist
Veðurguðanna. „Ég hef tekið eftir því að við
eigum marga laumuaðdáendur. Við erum
kannski að spila á balli á Húsavík og þar biðja
stórir karlmenn í Iron Maiden-bolum um
Bahama allan tímann,“ segir hann og skellir
upp úr.
Ætlar að verða leikari
Hann sér sig þó ekki einungis í þessari tegund
af tónlist. „Ég hef verið að gæla við að búa til
öðruvísi tónlist næsta haust, nokkurs konar
danstónlist. Mig langar að prófa eitthvað nýtt,
eitthvað sem er ólíkt Veðurguðunum.“
Þótt tónlistin sé hans lifibrauð á hann sér
stóra drauma um framtíðina. Hann lang-
ar að verða leikari meira en allt annað. „Ég
myndi leika frítt í hverju sem er, bara til þess
að fá hlutverk,“ segir hann hreinskilnislega.
Aðspurður af hverju er Ingó ekkert að skafa
utan af því. „Ég held að það sé fyrst og fremst
sjálfstraustið. Ég hef svo hrikalega mikla trú
á sjálfum mér, án gríns. Ég er alveg hundrað
prósent viss um að ég eigi eftir að leika einn
daginn.“ Hann hefur þó ekki áhuga á leik-
listarnámi. „Ef ég sæki um í LHÍ þyrfti ég að
hætta að spila gigg og það gengur ekki. Ætli
maður vonist ekki bara eftir hlutverkum án
þess að fara í nám,“ viðurkennir hann og tekur
Pétur Jóhann sem dæmi. „Hann er svo eðli-
legur þegar hann leikur. Ég held að það geri
hann svona góðan leikara.“
En þangað til heldur hann áfram að njóta
tónlistarinnar. „Ég vona bara að tónlistin mín
haldi áfram að stækka. Það eru alltaf einhver
spennandi tilboð að koma til mín og ég veit
aldrei hvað gerist á morgun. Ég fer að sofa á
nóttinni og daginn eftir bíða mín ný tækifæri.
Það er rosalega gaman.“ hanna@dv.is
Engin Idol-stjarna Ingólfur
Þórarinsson á sér marga
drauma. Hann þráir ekkert
meira en að verða leikari.