Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 30
Föstudagur 15. maí 200930 Helgarblað StærSta Sviðið í Sögunni Aldrei hefur verið lagt meira í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en nú. Sviðið er sérstaklega glæsilegt en á því eru jafn mörg LCD-sjónvörp og í öllum keppnunum frá 2001 til 2008. Ljósadýrðin er alls- ráðandi og atriðin eru eftir því skrautleg. DV tók saman upplýsingar yfir keppinauta Íslands í Moskvu. 1. Litháen Flytjandi: sasha son Lag: Love sasha er einn vinsælasti tónlistamaður í heimalandi sínu. Þetta er dramatískt r&b lag með mikilbægum skilaboðum: stöðvum ofbeldi gegn börnum. Hann syngur vel og lagið myndi án komast á vinsældarlista í Bandaríkjunum. 2. ÍsraeL Flytjandi: Noa & mira awad Lag: there must be another Way ísrael er greinilega að hafa pólítískan réttrúnað í hávegu með því að senda söngkonu frá ísrael og Palenstínu þetta árið í Eurovision. Hvað annað gátu þeir gert? 3. FrakkLand Flytjandi: Patricia Kaas Lag: Et s’il Fallait Le Faire Líkt og spánn hafa Frakkar ekki verið að gera gott mót í keppninni undanfarin ár. Frakkar senda því stórstjörnuna Patriciu Kaas að þessu sinni en hún er einn vinsælasti frönskumælandi tónlistarmaður heims og ehfur selt yfir 16 milljón plötur. 4. svÍþjóð Flytjandi: malena Ernman Lag: La Voix Poppóperulag í anda söruh Brightman. svíar njóta yfirleitt góðs gengis í þessari keppni en í ár gæti verið einhver breyting þar á. Það má samt aldrei vanmeta svíana í þessari keppni, við þekkjum það aðeins of vel. 5. króatÍa Flytjandi: Igor Cukrov feat. andrea Lag: Lijepa tena Króötum er ekki spáð góðu gengi með þjóðlagapoppi sínu. Ef að teknar eru saman spár flestra helstu veðbanka eru þeir nánast á botninum. Króatar hafa best náð 4.sæti og bæta það sennilega ekki í ár. 6. PortúgaL Flytjandi: Flor-di-lis Lag: todas as ruas do amor sykursætt hippalag frá Portúgal. góð tilbreyting frá öllu poppinu sem er alltaf svo ríkjandi í keppninni. Lagið er einnig sungið á móðurmálinu. Það fær plús fyrir það. 7. ÍsLand Flytjandi: Jóhanna guðrún Lag: Is It true? íslenska framlagið að þessu sinni er sungið af Jóhönnu guðrúnu. Hún er ung, glæsileg og var mikið fagnað í salnum þegar hún söng íslenska lagið með miklum glæsibrag í forkeppninni. 8. grikkLand Flytjandi: sakis rouvas Lag: this is Our Night margir bíða spenntir eftir að sjá þennan gríska guð á sviðinu. Hann sakis rouvas var kynnir keppninnar fyrir þremur árum og nú er hann mættur aftur, flottari sem aldrei fyrr. sakis er spáð góðu gengi keppninni, öðru sæti og þykir ekki ólíklegt að þessi fjölhæfi maður eigi eftir að hala inn 12 stigunum. Óhætt er að segja að sakis verði með „performance“ ársins. Hann er blanda af Zoolander og Beyoncé og fer á kostum. gott eða ekki gott, það má enginn missa af þessu atriði. 9. armenÍa Flytjandi: Inga & anush Lag: Jan Jan Klassískt popplag með þjóðlegu yfirbragði. Lagið er sungið á ensku af tveimur þekktum söngkonum frá armeníu. Það er pínu shakiru- blær yfir þessu lagi. 10. rússLand Flytjandi: anastasia Prikhodko Lag: mamo Hin glæsilega anastasia er Úkraínsk en keppir að þessu sinni fyrir hönd sigurvegaranna frá því í fyrra og gestgjafanna í ár, rússlands. Þétt balkanpopp sem er sungið á rússnensku. Veðbankarnir ekkert sérlega hrifnir. spá laginu fyrir miðju. 11. aserbaÍdsjan Flytjandi: aysel & arash Lag: always Það hafa margir heyrt þetta lag án þess að hafa nokkurn áhuga á því. aserbaídsjan-menn voru sniðugir að auglýsa lag sitt í pop-upp glugga á vinsælum vefsíðum. Lagið er rosa ófrumlegt, danslag með þjóðlegum takti. aysel og arash eru bæði með útlitið með sér og eiga án efa eftir að gera góða hluti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.