Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 31
Föstudagur 15. maí 2009 31Helgarblað StærSta Sviðið í Sögunni 12. Bosnía og Hersegóvína Flytjandi: regina Lag: Bistra Voda Bosnía sendir yfirleitt frá sér lag sem sungið er á móðurmálinu. í ár er engin undantekning. strákarnir í reginu eru afar þjóðlegir. Það er eitthvað tragískt við þetta lag, eins og svo mörg önnur lög sem Bosnía sendir frá sér. spáð 13. Moldóva Flytjandi: Nelly Ciobanu Lag: Hora din moldova Lagið Hora din moldova er svo hresst að þeir sem sofna fyrir framan sjónvarpið, vakna örugglega. Þetta er óður söngkonunnar til heima- landsins. Það er svolítið þjóðlegt og svolítið teknó/popp-svona eins og öll lögin í keppninni. 14. Malta Flytjandi: Chiara Lag: What if We Chiara er sigga Beinteins möltu. Þetta er í þriðja sinn sem Chiara tekur þátt í Eurovision. Hún er með stóra og mikla röddi og er staðráðin í að vinna keppnina að þessu sinni. 15. eistland Flytjandi: urban symphony Lag: rändajad Framlag Eistlands í ár er sungið á móðurmálinu sem er góð tilbreyting. söngkonan er glæsileg, fiðlurnar fallegar og kontrabass- arnir. söngkonan tekur síðan upp fiðluna sína í lok lagsins og heillar áhorfendur. 16. danMörk Flytjandi: Brinck Lag: Believe again Hjartnæmur poppsmellur frá dönum sem er spáð í kringum 15.sæti séu spár veðbanka teknar saman. Fínasta popplag en skilur ekki mikið eftir sig. Brinck bræðir eflaust einhver hjörtu en sennilega ekki nógu mörg. Á engu að síður 10 eða 12 stig vís frá íslandi. 17.Þýskaland Flytjandi: alex swings Oscar sings! Lag: miss Kiss Kiss Bang Eins og vanarlega eru þjóðverjarnir nett hallærislegir með lag sem minnir helst á mambo nr.5. Nema hvað að það festist ekki við heilan eins og tyggjóslumma. Fínasta europopp með suðrænni sveiflu. 18. tyrkland Flytjandi: Hadise Lag: düm tek tek Hadise er svakalega bomba og á eftir að ná langt í þessari keppni. Við megum búast við stuttum kjól og þokkafullum dansi. 19. alBanía Flytjandi: Kejsi tola Lag: Carry me in You dreams Kejsi er yngst keppandinn í Eurovision í ár. Lagið er „þetta ekta Eurovision lag“. ung og sæt stelpa með stóra rödd og poppað danslag. 20. noregur Flytjandi: alexander rybak Lag: Fairytale sigurvegarinn í ár? Því spá í það minnsta veðbankarnir en það tryggir ekki sigur. Hinn ungi alexander er fæddur í Hvíta rússlandi en fluttist til Noregs með foreldrum sínum aðeins fjögura ára gamall. Fallegt popplag sem mun ná langt. 21. Úkraína Flytjandi: svetlana Loboda Lag: Be my Valentine! (anti Crisis girl) svetlana er ekkert að grínast. Hún tekur starf sitt alvarlega og spilar gjörsamlega út á kynþokka sinn- og það virkar alltaf í þessar keppni. 22. rÚMenía Flytjandi: Elena Lag: the Balkan girls Elena kemst upp úr forkeppninni á útlitinu og líkamshreyfinginu einu. stúlka sem syngur „my hips are ready to glow“ kemst langt í þessari keppni. 23.Bretland Flytjandi: Jade Ewen Lag: It’s my time Hinni 21 árs gömlu Jade er spáð góðu gengi í keppninni eða meðal þeirra fimm efstu. Það má búast við því að Jade bítist við Jóhönnu um stigin því hún syngir einnig kröftuga ballöðu. 24. Finnland Flytjandi: Waldo´s People Lag: Lose Control Euroteknó/popplag af bestu gerð. Waldo´s People hefur notið góðs gengis í Finnlandi. En takturinn er alveg svakalega þreytandi. Ef þú ert með hausverk, slökktu þá á sjónvarpinu. 25.spánn Flytjandi: soraya Lag: La Noche Es Para mí (the Night Is For me) spánverjar hafa ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár. Þeim er ekki spáð góðu gengi að þessu sinni en hin kynþokkafulla soraya er til alls líkleg með hressandi lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.