Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 32
Föstudagur 15. maí 200932 Helgarblað Þ egar ég lít til baka spyr ég mig stundum hvern- ig í ósköpunum ég hafi komist í gegnum þetta allt saman; banka- hrunið, mynda nýja ríkisstjórn, halda landsfund, fara í kosningabaráttu og sinna tveim- ur ráðuneytum. En þetta hafðist og nú eru að skapast ögn viðráðanlegri vinnuaðstæður. En á sama tíma blasa við risavaxin verkefni í fjármálaráðu- neytinu.Þannig að ég sé ekki fram á neitt sumarfrí á næstunni og fjöl- skylda mín sér varla mikið af mér. En þetta verður kannski aðeins mann- eskjulegra.“ Söguleg tímamót Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (VG), er fjármálaráðherra í fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn- inni sem mynduð hefur verið frá upphafi íslenska flokkakerfisins um miðjan annan áratug síðustu ald- ar. Það eitt og sér eru mikil tíðindi í stjórnmálasögunni að mynduð hafi verið tveggja flokka stjórn án þátt- töku Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Steingrímur segir að rík- isstjórn VG og Samfylkingarinnar tjaldi ekki til einnar nætur og ætli sér að sitja út kjörtímabilið þótt hugs- anlega verði efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu á næstu misserum. Steingrímur er mikill ferðagarp- ur en það er að sumu leyti liður í lífs- máta hans þar sem útivist og átök við íslenska náttúru skipa stóran sess. Hann segist hafa náð sér vel eftir al- varlegt bílslys í janúarmánuði 2006 í einni af óteljandi ferðum sínum um Norðurland. En bíllinn er ekki hans eini ferðamáti. Sumarið 2005 gekk hann skáhallt lengstu beinu leið sem hægt er að fara landshorna á milli, frá Reykjanestá yfir á Langanes. Heilbrigð sál í hraustum líkama Í erli bankahruns og miðjum klíðum endurreisnar efnahagslífs og upp- stokkunar stjórnmála hefur hann ekki gefið sér nægan tíma til að sinna líkamlegri heilsu. „Ég skokka, fer í blak, geng á Esjuna og hamast svo þegar ég kemst í sveitina. Þá tek ég til hendi og geri mig þreyttan með lík- amlegu erfiði. Ég fæ mikið út úr lík- amlegu púli. Ég verð að gera þá játn- ingu að ég hef vanrækt skokkið og fjallgöngurnar síðustu mánuðina. Ég ætla að lofa mér því að þar verði nú bót á vegna þess að það er stór hluti af mínu lífi og heldur mér gangandi. Þrekið sem ég hef er einmitt þannig til komið að ég hef haldið mér í góðu líkamlegu formi um leið og það lyft- ir andlegu hliðinni. Í góðu líkamlegu formi er maður hressari og líður vel. Það er nauðsynlegt að vera hraust- ur og hafa sterkar taugar. Ég er nú að verða ýmsu vanur. Hér skjóta stór mál upp kollinum þar sem vandinn er mikill. Menn tala um milljarða og tugmilljarða og ég er að verða býsna sterkur á taugum gagnvart slíku. Enda hefur það komið sér vel und- anfarna mánuði. Ég er nú búinn að sjá ýmislegt hér á borði fjármála- ráðherra sem ekki er alltaf gaman að sjá. Hér sést svart á hvítu hvernig menn hafa farið að ráði sínu og eru að fara að ráði sínu. Enn dúkka upp mál þar sem maður fær sannanirn- ar upp í hendurnar um það hversu geysilega sjúkt ástandið var orð- ið. Hversu mengað hugarfarið var. Hversu græðgin hafði algerlega tekið völdin. Menn voru komnir óravegu í burtu frá almennu og heilbrigðu siðgæði og réttlætiskennd. Nú fara þessi mál sína leið til rannsóknar. Þegar svona tilvik koma á mitt borð spyr ég hvort þau fari ekki örugglega í rannsókn. En það verður að fylgja leikreglum réttarríkisins. Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. En mér er fullkunnugt um að fjöldi mála fer til rannsóknar.“ Pabbinn og mamman Kunngert var í vikunni að áratuga venja karlkyns þingmanna til þess að bera bindi hafi verið afnumin. Stein- grímur var róttækur vinstrimaður þegar hann var fyrst kjörinn á þing 1983, þá aðeins 27 ára gamall. „Ég var bindislaus fyrstu misser- in á þingi. Málið var eiginlega verra en það því ég átti það til að vera með bindi en kannski í peysu með v-háls- máli. Ég held að ég hafi átt ein gömul jakkaföt þegar ég var kosinn á þing. Ég var ekki tilbúinn að breyta mínum háttum. En kerfið var það öflugt að það braut mig niður á einu og hálfu ári. Ég nennti ekki að standa í þessu röfli og setti upp bindi smátt og smátt og hætti að ganga í peysu. Ég féll á því lúalega bragði andstæðing- anna að þeir fóru að bera það upp á mig að ég væri með þennan mótþróa til að vekja á mér athygli. Ég fagna því að þetta fer nú í frjálsræðisátt. Ég hef hef margoft sagt á undanförn- um árum að menn ættu að hætta að þrjóskast með þetta. Nú þegar koma svona margir nýir á þing er ágætt að breyta þessu. Þegar ég kom fyrst á þing þótti mér þetta ákaflega forn- fálegur og gamaldags staður. Það tók mig tíma að kynnast þessari form- festu og gamaldags karlaklúbbi sem þingið var. Þingið hefur þróast og tæknivæðst og að mörgu leyti fylgt tímanum vel. Hér koma margir nýir þingmenn inn við erfiðar aðstæður. Það kemur sér vel að við Jóhanna Sigurðardóttir, sem höfum nú lengst setið á þingi, erum ýmsu vön. Eða eins og ég hef áður sagt í vinahópi: Við erum sem mamman og pabb- inn. Við búum meira að segja svo vel að hafa einu sinni áður tekið til eftir íhaldið. Það var í ríkisstjórninni 1988 til 1991. Sú ríkisstjórn kom landinu á rétt spor aftur þótt þeir sem við tóku hafi þanið sig endalaust um fortíð- arvandann. Viðeyjarstjórnin fékk til dæmis þjóðarsáttina í arf. Erfiðleik- arnir 1988 eru bara brot af því sem blasir við núna. Vandinn er ekki bara hrunið heldur þær ískyggilegu að- stæður sem upp voru komnar fyrir hrunið. Við vorum orðin skuldugust OECD-ríkjanna fyrir hrunið. Síðan þá hefur hallað á ógæfuhliðina. Ég varaði við því að við hefðum tekið góðærið að láni. Táknræn skilaboð til þjóðarinnar Athygli vakti að forysta Samfylking- arinnar og VG valdi sér Norræna húsið sem miðstöð stjórnarmyndun- arviðræðna. Þá var fyrsti ríkisstjórn- arfundurinn haldinn í kjördæmi Steingríms á Akureyri í vikunni. „Þetta er ekki gert hugsunarlaust. Öllum fannst það fín hugmynd þeg- Leiðin undan vaLdi græðginnar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, gerir sér engar vonir um að verða vinsæll stjórnmálamaður um næstu áramót. Yfirvofandi er niðurskurður og skatta- hækkanir. Hann segist ekki hlaupa frá því sem hann hafi samið um og þannig geti menn ályktað um hvernig atkvæði hans falli í ESB-málinu á þingi. Steingrímur segir í viðtali við Jóhann Hauksson frá óformlegum leyniviðræðum við Samfylkinguna í janúar, gjánni milli þjóðarinnar og stjórnmálaforingja með lífverði, stríði sínu við þingið um klæðaburð í upphafi níunda áratugarins, ógnvekjandi upplýsingum um græðgi og siðspillingu á borði fjármála- ráðherra og uppskriftinni að sálarþreki til að takast á við erfið og langvinn vandamál. Fjármálaráðherrann „Þegar svona tilvik koma á mitt borð spyr ég hvort þau fari ekki örugglega í rannsókn. En það verður að fylgja leikreglum réttarríkisins. Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. En mér er fullkunnugt um að fjöldi mála fer til rannsóknar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.