Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 33
ar Norræna húsið bar á góma. Það
hefur bein tengsl við það að kjarn-
inn í okkar pólitík er að endurreisa
hér norrænt velferðarsamfélag í
besta anda. Tengingin við Norræna
húsið lýsir þeim skilningi. Þar fyr-
ir utan er þetta fallegt hús á góðum
stað. Menn kunna að spyrja hvort
ekki sé mótsögn í því að segjast ætla
að mynda norræna velferðarstjórn
á mestu erfiðleikatímum landsins í
áratugi. Það má segja á móti að það
sé kannski aldrei mikilvægara en við
slíkar aðstæður að hugmyndafræðin
sé sú að hugsa hlutina á félagslegum
forsendum og jafna byrðunum. Við
erum að horfa til langs tíma. Stefnu-
mótunin er skýr um það hvaða þró-
un við viljum sjá, hvernig þjóðfélagið
á að rísa og á hvaða forsendum. Við
ætlum að byggja á samábyrgri nor-
rænni fyirrmynd. Í raun og veru hef-
ur þetta beina skírskotun í mistökin
sem gerð voru hér. Stærstu pólitísku
mistökin voru þau að hverfa frá þess-
ari norrænu félagslegu hugsun í allt
of ríkum mæli. Láta glepjast af ný-
frjálshyggjunni og græðginni. Við
erum með þessu líka að undirstrika
fráhvarfið frá þeirri stefnu yfir í hina
norrænu hugsun. Ég hef sagt að við
séum að fara aftur heim í norrænu
fjölskylduna. Þeim sem hældust um
á árunum 2006 og 2007 og sögðu að
Ísland væri á leiðinni burt frá Norð-
urlöndunum verður ekki að ósk
sinni. Þvert á móti.
Ég er ákaflega ánægður með að
hafa setið fyrsta ríkisstjórnarfundinn
á Akureyri. Sú hugmynd kom upp að
ræða stjórnarmyndun utan höfuð-
borgarinner. Svo hentaði það ekki
en þá fæddist sú hugmynd í spjalli
við forsætisráðherra að hefja starfið
með fyrsta ríkisstjórnarfundinum á
landsbyggðinni. Akureyri varð fyrir
valinu og ég var náttúrlega ákaflega
sáttur við það sem fyrsti þingmaður
kjördæmisins. Það var tekið ákaflega
vel á móti okkur og mikil ánægja með
þetta þar heimafyrir. Þetta var mjög
gaman. Með þessu erum við líka að
senda þau skilaboð að við ætlum
að vera ríkisstjórn landsins alls. Við
ætlum að virkja alla landshluta með
okkur. Við viljum að fólkið í byggð-
um landsins komi allt með í endur-
reisnarstarfið. Af hverju á ríkisstjórn
alltaf að sitja innan lokaðra múra í
101? Ég held að þetta sé í anda opn-
ari stjórnsýslu og meiri samskipta
við almenning og meiri upplýsinga-
miðlunar að ríkisstjórnin fari stund-
um út til fólksins en loki ekki að sér
hér í kringum Arnarhólinn.“
Viðræður í kyrrþey
DV hefur upplýst að Steingrímur
J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson
og Össur Skarphéðinsson hafi hist
á heimili Lúðvíks Bergvinssonar í
Gnitanesi í Skerjafirði og lagt drög-
in að samvinnu þeirrar ríkisstjórnar
sem nú hefur fengið meirihlutaum-
boð þjóðarinnar áður en ríkisstjórn
Geirs H. Haarde var fallin. Þetta voru
kvöldstundir um og fyrir 20. janúar
síðastliðinn. „Þetta var endursagt
eftir mér úr afmælisveislu Lúðvíks
fyrir skemmstu. Hið rétta er að það
var mikill óróleiki í stjórnmálun-
um strax frá upphafi bankahruns-
ins. Að minnsta kosti í tvígang, fyrst
um miðjan október, skynjaði maður
mikinn óróleika í stjórnarherbúðun-
um. Það var búið að tala um þjóð-
stjórn. Það fór skjálfti um stjórnmál-
in þarna og svo aftur í lok nóvember.
Þá varð aftur mjög órólegt í stjórn-
málunum. Það reyndi á stjórnarsam-
starfið. Ég hef reyndar sagt að upp
að vissu marki myndaðist óformleg
þjóðstjórn í október með daglegum
fundum allra flokka þar sem rædd
voru stór og afdrifarík mál. Fyrri
hluta októbermánaðar myndaðist
að mörgu leyti ágætt samstarfsand-
rúmsloft. Síðan skildi leiðir vegna
áherslna sem ríkisstjórnin valdi. Ég
varð æ ósáttari við það hvernig hald-
ið var á málum þegar leið á októ-
bermánuð. Til dæmis um það að
við skyldum ekki leita fyrr til frænd-
þjóða okkar á Norðurlöndunum um
liðsinni. Vinna sem ég tók þátt í varð
síðan til einskis því henni var ekki
fylgt eftir. Við króuðumst af. Ég held
enn að besti kosturinn fyrir Ísland
hefði verið að mynda þjóðstjórn í fá-
eina mánuði og kjósa svo.
Í byrjun janúar var svo öllum ljóst
að ríkisstjórnin var þrotin að kröft-
um og óstarfhæf. Og það er alveg rétt
að menn voru búnir að stinga sam-
an nefjum áður en formlega hafði
slitnað upp úr ríkistjórnarsamstarfi
Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins. Ég tel ekki að á nokkurn
hátt hafi verið farið yfir línuna í þeim
efnum. Þetta voru óformleg samtöl.
Og það var ekki ljóst fyrr en stjórnar-
samstarfinu hafði verið slitið að ein-
hver alvörublær færðist yfir þetta.
Þótt menn hafi hist og drukkið kaffi,
hvort heldur það var í Skerjafirði eða
annars staðar, tel ég ekki að í því hafi
verið fólgin nein óviðeigandi sam-
skipti stjórnmálamanna við þær að-
stæður sem þá voru. Það var einfald-
lega ljóst að þetta var búið. Krafan
um kosningar var orðin svo þung að
undan henni yrði ekki vikist. Þetta
var bara spurning um það hvers kon-
ar ástand mundi ríkja í stjórnmálum
landsins í nokkrar vikur eða þar til
kosið yrði.“
Ríkisstjórn með lífverði
er búin að vera
Að mati Steingríms er fullljóst að rík-
isstjórn Geirs H. Haarde var búin að
vera löngu áður en upp úr slitnaði í
lok janúar. „Hún einangraðist, lok-
aðist af og réð sér lífverði. Slíkt gat
aldrei haldið áfram. Það hafði mynd-
ast gjá milli þjóðfélagsins og ríkis-
stjórnarinnar. Það hefði orðið erfitt
fyrir hvaða ríkisstjórn sem vera skal
að sitja við þessar aðstæður. Það var
aldrei spurning um hvort heldur hve-
nær kosningar yrðu. Þær voru líka
óumflýjanlegur hluti af endurreisn-
inni. Það þurfti að gera málin upp
og kjósa. Þetta hlaut alltaf að fara
svona fyrr en seinna. Þjóðstjórn sem
starfað hefði í stuttan tíma og skap-
að skjól fram að kosningum hefði að
mörgu leyti verið æskilegur kostur.
Það hefði fyrst og fremst verið fórn af
hálfu stjórnarandstöðuflokka að fara
inn í slíka stjórn alveg eins og það var
áhættusamt fyrir okkur að fara inn í
minnihlutastjórnina. En þjóðin mat
það engu að síður mikils að við gerð-
um það. Stjórnarflokkarnir fráfar-
andi uppskáru vel fyrir það sem þeir
gerðu í janúar.“
ESB mörgum þungt í skauti
ESB-málið er mörgum vinstri-græn-
um geysilega þungt í skauti og kunna
sumir þeirra Samfylkingunni litlar
þakkir fyrir að knýja fram einfalda
þjóðaratkvæðagreiðslu í stað tveggja.
Þó hafa sjónarmið sem endurspegl-
ast í orðum Ögmundar Jónassonar
frá því seint í nóvember ríkan hljóm-
grunn innan VG. Ögmundur sagði þá
orðrétt: „Kosningar um ESB kalla að
sjálfsögðu á viðræður við sambandið
til að komast megi að því hvaða kost-
ir séu í boði. Engum treysti ég betur
til slíkra viðræðna en Vinstrihreyf-
ingunni - grænu framboði. Það seg-
ir sig svo auðvitað sjálft að úrskurði
þjóðarinnar á að hlíta í þessu sem
öðru,“ sagði Steingrímur sem enn er
þó andvígur inngöngu í Evrópusam-
bandið.
Steingrímur rekur fyrir blaða-
manni að ESB-málið hafi verið rætt
aftur á bak og áfram frá öllum hlið-
um innan stofnana VG undanfarin
misseri. Og flokkurinn sé enn and-
vígur inngöngu í Evrópusambandið.
„Margir í okkar röðum hafa
harðnað í afstöðu sinni eftir hrun-
ið. Meðal annars var það regluverk
ESB sem fór illa með okkur og Evr-
ópusambandið reyndist okkur illa
sem blokk í upphafi bankahruns-
ins. Náin skoðun á ástandinu leiðir í
ljós að okkar atvinnugreinar og hag-
stjórnartæki, sem við höfum vegna
þess að við erum utan við ESB, gætu
reynst vænlegustu leiðirnar í í end-
urreisninni og krónan gæti reynst
nytsöm fyrir útflutningsgreinarnar
takist að auka gengisstöðugleikann.
Þótt afstaða okkar sé óbreytt höfum
líka gert okkur grein fyrir því að þetta
mál fer ekkert frá okkur. Það dragi að
því með einhverjum hætti að þjóðin
verði að velja sér leið í þessum efn-
um og gera þetta upp við sig. Mál-
inu verður ekki frestað um ókom-
in ár. Við sögðum um leið, og það
var áréttað á okkar landsfundi, að
við hefðum mikinn áhuga á áfram-
haldandi samstarfi við Samfylking-
una. Og við lýstum eindregnum vilja
til þess ef færi byðust til að mynda
fyrstu hreinu vinstristjórnina í sögu
flokkastjórnmála á Íslandi. Og þjóð-
in kaus á þann veg.“
ESB-atkvæði Steingríms
„Það þurfti ekki að koma neinum
á óvart að við myndum vilja leggja
mikið á okkur til þess að finna far-
veg fyrir þetta mál. Og það myndi
kosta málamiðlanir augljóslega. Og
þá var nærtækt að geta sér þess til að
þá myndum við bjóða upp á þing-
ræðislega – lýðræðislega meðferð.
Að þetta yrði sett í hendur þjóðar-
innar. Og þetta er niðurstaðan. Hún
er mörgum okkar erfið, því er ekki
að leyna. Hún er erfið fyrir flokkinn.
Það má segja að tvöföld þjóðarat-
kvæðagreiðsla hefði verið heppilegri
fyrir okkur sem flokk og veitt okkur
meira skjól ef þjóðin hefði viljað fara
í viðræður. Þá hefðum við getað vís-
að til þess. En það eru á hinn bóginn
mjög margir í okkar röðum sem hafa
styrkst í þeirri trú sinni að vígstaðan
í málinu í heild væri veikari þannig.
Þegar samningi verður landað verð-
ur hann nær örugglega ekkert í sam-
ræmi við vonir manna og væntingar
um að við fáum að halda fullu for-
ræði yfir öllu sem okkur skiptir máli.
Til þess þyrfti varanlegar undanþág-
ur frá regluverki ESB sem engri þjóð
hefur tekist að ná fram í samningum.
Þá væri staða þeirra sem ekki vilja
ganga í sambandið betri og meiri lík-
ur á að slíkur samningur yrði felldur.
Allt þetta höfum við orðið að ræða
og meta í okkar röðum. Nú þekkja
menn niðurstöðuna. Við höfum opn-
að á að þetta mál fari í hendur þings-
ins og þar reyni á hver meirihlutavilji
þingsins er.“
Hér er vert að spyrja hvort for-
maður VG ætli að styðja tillögu um
aðildarumsókn að ESB eður ei.
„Það kemur bara í ljós þegar ég
greiði atkvæði. Það er mikill mis-
skilningur að þingmönnum beri ein-
hver skylda til þess að tíunda það
fyrirfram hvernig þeir ætla að taka
afstöðu til mála og greiða atkvæði. Ég
hef ekkert gefið út til eða frá í þeim
efnum. Ég er auðvitað forystumaður
í þessu stjórnarsamstarfi, sem bygg-
ist á tilteknum hlutum, og ég er ekki
vanur að hlaupast frá því sem ég hef
samið um. Menn geta kannski álykt-
að út frá því að það sé ólíklegt að ég
greiði atkvæði gegn þessu.“
Það sem ekki stendur
í stjórnarsáttmála
Menn minnast þess að þingmenn
VG tóku í vetur aftstöðu gegn álvers-
framkvæmdunum í Helguvík. Í nýrri
þjóðhagsspá er vakin athygli á að sú
framkvæmd og stækkun álversins í
Straumsvík eru verk sem eru sæmi-
lega föst í hendi og gætu skapað
1.000 viðbótarstörf. En frekari stór-
iðja er ekki á stefnuskrá VG. Málið
getur því verið snúið fyrir grænan
flokk á erfiðustu tímum þjóðarinnar
í áratugi. Steingrímur bendir á að ný
þjóðhagsspá sé ekki unnin af VG þótt
úr sínu ráðuneyti komi.
„Hún er unnin á faglegum grunni
og samkvæmt þeim vinnureglum
sem fylgt hefur verið. Tillit er tekið til
fjárfestingaráforma sem hafa verið
ákveðin og þar sem öll tilskilin leyfi
liggja fyrir. Þar af leiðir er Helguvík
þarna með en ekki Bakki. Ég gekk úr
skugga um að hér er fylgt nákvæm-
lega viðurkenndu vinnuferli og þar af
leiðandi hef ég engin afskipti af því.
Föstudagur 15. maí 2009 33Helgarblað
Leiðin undan vaLdi
græðginnar
Framhald á
næstu síðu
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, gerir sér engar vonir um að
verða vinsæll stjórnmálamaður um næstu áramót. Yfirvofandi er niðurskurður og skatta-
hækkanir. Hann segist ekki hlaupa frá því sem hann hafi samið um og þannig geti menn
ályktað um hvernig atkvæði hans falli í ESB-málinu á þingi. Steingrímur segir í viðtali við
Jóhann Hauksson frá óformlegum leyniviðræðum við Samfylkinguna í janúar, gjánni milli
þjóðarinnar og stjórnmálaforingja með lífverði, stríði sínu við þingið um klæðaburð í upphafi
níunda áratugarins, ógnvekjandi upplýsingum um græðgi og siðspillingu á borði fjármála-
ráðherra og uppskriftinni að sálarþreki til að takast á við erfið og langvinn vandamál.
„
“
Þótt menn hafi hist og drukkið kaffi,
hvort heldur það var í Skerjafirði eða
annars staðar, tel ég ekki að í því hafi
verið fólgin nein óviðeigandi samskipti
stjórnmálamanna við þær aðstæður
sem þá voru. Það var einfaldlega ljóst að
þetta var búið.
Formaðurinn „Ég er auðvitað forystumaður í þessu stjórnarsamstarfi, sem byggist
á tilteknum hlutum, og ég er ekki vanur að hlaupast frá því sem ég hef samið um.
menn geta kannski ályktað út frá því að það sé ólíklegt að ég greiði atkvæði gegn
þessu.“