Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 34
Ég er ekkert í því að ritskoða pólit- ískt þessa skýrslu. Það er líka fráviks- spá í þjóðhagsspánni þar sem ekki er byggt á þessum fjárfestingum. Hún sýnir hvað gerist ef ekki verður ráðist í þessar álversframkvæmdir. Þar er líka sagt að í staðinn kynnu að koma aðrir litlir og meðalstórir iðnaðar- kostir í gagnaverum, kísliflögufram- leiðslu og fleiru. En það er ekki fast í hendi og því ekki reiknað inn í þjóð- hagsspána heldur.“ Endalok stóriðjustefnunnar „En það þarf enginn að velkjast í vafa um áherslur þessarar ríkisstjórnar. Stjórnarsáttmálinn er í áttina burtu frá stóriðjustefnunni. Það er lögð áhersla á sjálfbæra orkustefnu, lít- il og meðalstór umhverfisvæn iðn- fyrirtæki og orðið stóriðja er hvergi nefnt sem framtíðarvalkostur í at- vinnumálum. Þessi stjórnarsáttmáli er vitanlega stórmerkilegur. Þetta er fyrsti hreini vinstri-græni stjórnarsáttmálinn í sögunni. Hann hefði verið óhugsandi í samstarfi annarra flokka en þessara tveggja sem myndað hafa ríkisstjórn. Það sér þess svo sannarlega stað að þetta er fyrsti stjórnarsáttmálinn þar sem annaðhvort Sjálfstæðisflokk- urinn eða Framsóknarflokkurinn hefur ekki hönd í bagga. Þess vegna eru áherslurnar til félags- og velferð- armála, umhverfismála, utanríkis- mála, lýðræðismála, mannréttinda- mála og annarra mála gerólíkar því sem við höfum áður séð. Hér kveð- ur við nýjan tón, líka þegar skoðað er hvað ekki stendur í honum. Þarna er ekki minnst á stóriðju. Þarna er ekki minnst á NATO. Það er ekki síð- ur áhugavert en hitt sem í honum stendur. Ég er mjög sáttur með um- hverfisráðuneytið í okkar höndum og með sterkan stjórnarsáttmála á bak við okkur erum við í góðri stöðu til að passa upp á okkar mál.“ Víkja lýðræðisumbætur fyrir efnahagsvandanum? Lýðræðisumbæturnar eru mikilvæg- ur þáttur í endurreisn þjóðfélagsins segir Steingrímur. „Í mínum huga eru ákveðin at- riði óumflýjanleg. Í fyrsta lagi þarf að rannsaka atburðina, upplýsa þá, skilja þá. Tilgangurinn er ekki sá einn að draga þá til ábyrgðar sem ábyrgð- ina bera þótt það sé hluti málsins. Ég held að við komumst ekki frá þessum atburðum sem þjóð nema við gerum þetta vel og heiðarlega upp, horf- um í spegilinn, horfumst í augu við okkur sjálf og það hvernig í ósköp- unum þessir hlutir gátu gerst. Síðan held ég að við verðum að varða veg- inn í burtu frá þessu og styrkja þær undirstöður samfélagsins sem ekki mega bregðast og reynslan kenn- ir okkur að voru ekki nógu sterkar. Lýðræðið verður að veita aðhald og vera virkt. Það þarf að styrkja stöðu lýðræðisumræðu, lýðræðisfræðslu og gagnrýnnar hugsunar. Þetta þurfa fjölmiðlar líka að takast á við og axla sinn hluta ábyrgðarinnar og horfast í augu við sjálfa sig. Við þurfum öll að horfast í augu við okkur sjálf. Svo ætl- um við að lofa því að gera þetta aldrei aftur, láta þetta aldrei endurtaka sig. Eftirlitsstofnanirnar og aðhaldið þarf að virka, gagnrýnin þarf að fá að heyrast og við megum aldrei sofna á verðinum. Lýðræðislega opin stjórn- sýsla, upplýsingamiðlun, gagnrýnin fjölmiðlun, öflug fræðsla í skólakerf- inu og sterkt og virkt lýðræði er allt hluti af þessu.“ Verð ekki vinsæll á næstunni Steingrímur segir að fyrir forystu VG og Samfylkingarinnar vaki að tjalda ekki til einnar nætur í stjórnarsam- starfinu og ekki sé ráðgert að efna til kosninga áður en kjörtímabilið er úti. „Hvort þjóðin kýs um eitthvað áður í almennri atkvæðagreiðslu gæti svo sem orðið. Við erum ekki að undirbúa stjórnarskrárbreyting- ar með það í huga að það stytti kjör- tímabilið. Ég vil gjarnan sjá að þetta stjórnarmynstur fái tvö til þrjú kjör- tímabil hið minnsta til að endurreisa og móta samfélagið. Við vitum að við verðum að fara hér í mjög erfið- ar og sársaukafullar aðgerðir á næstu misserum svo það sé sagt hreint út. Það verður ekki allt til vinsælda fall- ið. Ég hef engar hugmyndir um að ég verði vinsælasti stjórnmálamað- ur þjóðarinnar um mitt næsta ár eða kannski í árslok. En takist okkur ætl- unarverk okkar og verði það dómur sögunnar að við höfum staðið okkur í að greiða úr vandamálunum sem aðrir kölluðu yfir okkur mun það vera gott fyrir okkur og sérstaklega fyrir þjóðina.“ Taka slaginn strax „Við eigum að ráðast að þessum erfiðleikum strax! Hér og nú! Það er eindreginn ásetningur minn að horfa ekki undan í þeim efnum og velta ekki vandanum yfir á fram- tíðina. Ef við gerum það gerum við tvennt. Við gerum vandann enn erfiðari síðar og við setjum byrð- arnar yfir á börnin okkar. Það væri að bíta höfuðið af skömminni ef kynslóðin sem hélt veisluna, ber ábyrgð á klúðrinu, kæmist undan því að taka á erfiðleikunum. Þess vegna er ég ekki viðkvæmur fyr- ir einhverju væli. Þetta verður gert með niðurskurði, með skattahækk- unum og hverju sem til þarf. Ég er síst svartsýnni en ég var í mars. Ef eitthvað er ég ögn bjartsýnni. Ef kynslóðin sem hélt veisluna ætlar að kveinka sér undan því að borga reikninginn og frekar senda hann til barna sinna tek ég ekki þátt í því. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við verðum ekki að jafna þessu yfir nokkur ár eftir því sem ríki, sveitar- félög, sjóðir og bankar ráða við það. En því eru takmörk sett hvað hægt er að gera það lengi vegna þess að því lengur sem við rekum okkur með halla og skuldasöfnun þeim mun þyngri verður vaxtabyrðin. Þeim mun þyngra verður að fara upp úr þessu. Við höfum góðar forsendur til að rífa okkur upp úr þessu. Við höf- um auðlindir, vel hæft vinnuafl og sveigjanlegt atvinnulíf. Við erum ríkt og þróað land í erfiðleikum. Tækifærin eru þarna. Ef staða rík- isins væri rýmri til örvandi aðgerða hefði ég engar áhyggjur af því að við kæmumst ekki upp úr þessu á undraskömmum tíma. Það sem gerir þetta erfitt er hversu svigrúm- ið er lítið. Við getum síður virkj- að möguleikana af þeim sökum. Ég trúi því að við munum sjá góða hluti gerast um leið og við höfum náð vöxtunum nægilega langt nið- ur,“ segir Steingrímur að endingu. Föstudagur 15. maí 200934 Helgarblað Stjórnmálamaðurinn ríkisstjórn geirs H. Haarde var búin að vera löngu áður en upp úr slitnaði í lok janúar. „Hún einangraðist, lokaðist af og réð sér lífverði. slíkt gat aldrei haldið áfram.“ myndir SigTryggur Ari JóhAnnSSon „ “ Enn dúkka upp mál þar sem maður fær sannanirnar upp í hendurnar um það hversu geysilega sjúkt ástandið var orðið. Fjármálaráðherra gefur ekki upp hvernig hann myndi greiða atkvæði um EsB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.